Tíminn - 25.10.1956, Blaðsíða 7
TÍMINN, fimmtudaginn 25. október 1956.
7
Rit dr. Sigurðar fjailar ekki aðeins um ís he'dur líka eld. Myndin er frá Hcklugosi 1947,
tekin af dr. Sigurði og birt í bókinni.
Saga íslenzku þjóðarinnar endur-
speglar stríðið við höfuðskepnumar
— er niðurstatia dr. Sigur'ðar Þórarinssonár
Prófessor Jón Jóhannesson rætiir í þessari
grein um fyrirlestra dr. SigurÓar, er hann
flutti viS Lundúnaháskóla og Menningar-
sióSur hefir gefitJ út
Sinfóníuhljómsveit íslands hélt
hljómlcika í Þjóðleikhúsinu s. I.
þriðjudag. Stjórnandi var Olav
Kielland, en einsöngvari Blanche
Thebom frá Meropolitanóperunni
í New York.
Tónleikarnir voru hinir glæsi-
legustu og fögnuðu áheyrendur,
sem voru eins margir og húsrúm
frekast leyfði, hljómsveitinni,
stjórnanda og einsöngvara ákaft.
Blanche Thebom hélt í síðustu
viku tvenna hljómleika fyrir styrkt
armeðlimi Tónlisarfélagsins. A
þeim tónleikum söng hún aðeins
ljóðræn lög, að undantekinni einni
óperuaríu eftir Massenet. Ljóð-
rænu lögin söng ungfrúin af mik-
illi innlifun og listrænum næm-
leika, en þó var eins og hún nyti
sín ekki til fulls, nema í óperu-
aríunni. Menn biðu því með nokk-
urri eftirvæntingu eftir því að
heyra hana syngja óperutónlist
með Sinfóníuhljómsveitinni, og
mun óhætt að segja, að enginn sem
það heyrði hafi orðið fyrir von-
brigðum. Ungfrúin söng með
hljómsveitinni hina undurfögru
aríu Orfeusar, úr óperunni Orfeus
og Euredice eftir Gluck, aríu úr
óperunni Samson og Delilah eftir
The Thousand Years Struggle
against lce am! Fire. 5y Sig-
urdur Thorarinsson.
(Þúsund ára baráttan viö ís og
eld. Eftir Sigurð Þórarinsson).
Reykjavík, Bókaútgáfa Menn-
ingarsjóös 1956.
UNDIR ÞESSU nafni hefir
Bókaútgáfa Menningarsjóðs gefið
út.tvo fyrirlestra, sem dr. Sigurður
Þórarinsson jarðfræðingur flutti
við háskólann í Lundúnum vetur-
inn 1952. Snertir hinn fyrri ís-
lenzku þjóðina alla, en hinn síð-
ari einkum nágranna Vatnajökuls.
Efnið er að mestu sögulegt, en
ýmsar heimildir eru sóttar í jarð-
fræði. Er nú svo komið, að sumar
greinar hennar eru að verða helztu
hjálpargreinar sagnfræðinnar, þótt
þess hafi hingað til lítt gætt hér á
landi. Vil ég því hvetja alla þá,
sem unna sögu okkar og ensku
skilja að kynna sér þessa fyrir-
lestra. Dr. Sigurður heldur því
fram, að saga okkar í meginatrið-
um endurspegli baráttuna við höf-
uðskepnurnar, og vil ég einkum
benda mönnum á að kynna sér
rækilcga rök hans fyrir því, að ó-
hágstæð loftslagsbreyting hafi orð
ið á miðöldum og haft mikil áhrif
á hag okkar og sögu. Hafa ýmsir
haldið fram svipuðum skoðunum
áður, bæði innlendjr menn og er-
lendir, enda telja þejr að lofts-
lagsbreyting þessi hafi ekki verið
einskorðað við ísland, heldur hafi
hún einnig náð til annarra landa á
norðurhveli jarðar, ef ekki víðar.
En dr. Sigurður vandar meir til
röksemda sinna en flestir eða allir
aðrir, sem þessari skoðun hafa
hreyft, og virðist hann hafa margt
til síns máls, þótt naumast verði
talið, að hún sé enn fullsönnuð í
einstökum atriðum.
Loftslagsbreytingar
DR. SIGURÐUR hyggur, að
loftslag hafi verið tiltölulega milt
fyrstu aldirnar í sögu okkar, þó ef
til vill ekki jafnmilt sem síðustu
áratugi, er hlýnað hefir að marki,
eins og alkunnugt er. Hyggur hann
að síðan hafi kólnað, hafi þegar ver
ið orðið kaldara um 1200 en nú, en
óblíðust hafi veðráttan orðið á 17.,
18. og 19. öld, unz aftur tók að
hlýna. Jafnframt hyggur dr. Sig-
urður, að loftslagið hafi haft áhrif
á sjálfstæði okkar, efnahag og
menningu, — við höfum til dæmis
glatað sjálfstæði okkar á 13. öld,
er tók að kólna, og öðlast það nú
aftur, er hlýnandi loftslags fór að
gæta. Svipuðum skoðunum hafa
ýmsir haldið fram um nágranna-
lönd okkar, einkum Grænland og
Noreg. Þeir dr. Sigurður halda,
sem sé, fram sérstakri söguskoðun,
sem vert er að gefa gaum, því að
öllum má ljóst vera, að loftslag
þarf ekki að breytast nema lítið til
þess að lífsbarátta manna mildist
eða harðni og hagur mánna batni
eða versni af þeim sökum. Jafn-
framt verður þá auðveldara eða
örðugra um iðkun allra greina
menningarinnar. Einkum á það við
um okkur íslendinga, sem búum á
mörkum þess, er byggilegt má
stundum kallast menningarþjóð,
eins og sagan hefir margsinnis
sýnt.
Rök dr. SigurSar
HELZTU RÖK dr. Sigurðar
fyrir loftslagsbreytingu á miðöld-
um eru þau, sem nú skal greina.
Hægt er að sanna, að jöklar voru
minni í árdaga sögu okkar en þeir
voru á þremur til fjórum síðustu
öldum. Virðist það benda eindreg-
ið til, að loftslag hafi kólnað um
skeið. Hugsanlegt er þó að stækk-
un jöklanna hafi einungis eða að
mestu leyti verið sprottin af auk-
inni úrkomu. En sá galli er á, að
ekki er hægt að færa verulegar lík
ur að því, að stækkun jökla hafi
hafizt að neinu ráði fyrr en á fyrra
hluta 17. aldar. Verður því ekki
ráðið örugglega af stækkun þeirra,
að loftslag hafi verið farið að
ísrek viS Ísíand ár-
ið 1888, mynd úr
bók dr. Sigurðar.
Sýnir vel að mikil
breyting er á orðin.
‘888
Jan.
March
May
s.þ.mi
Ju/y
Febr.
Apri!
June
Aug.
versna á 13. öld og haft þá áhrif
á sögu okkar.
Hafísárin
Dít. SIGURÐUR hyggur, að
hafísár hafi verið fleiri 1550-1900,
einkum þó 1600—1900, en þau
voru þrjár til fjórar fyrstu aldirn-
ar í sögu þjóðarinnar, og hann er
þeirrar skoðunar, að síðustu 30—
40 ár séu að öllum líkindum
lengsta tímabil, sem verið hefir
svo að ségja íslaust síðan í byrjun
landnámsaldar. Hafís og kuldi fara
saman eins og'allir vita, en heim-
ildir brestur, til þe’ss að unnt sé
að sanna skoðun dr. Sigurðar. Mjög
fáar heimildir eru til um hafís vlð
strendur landsins fyrstu þrjár til
fjórar aldirnar en vafasamt er,
hvort af því má draga þá ályktun,
að hann hafi þá verið sjaldgæfari
en síðar. Hins vegar má leiða að
því óbein rök, að hann hafi varla
verið mjög algengur til dæmis á
landnámsöld, því að ætla má, að
landið hefði þá ekki byggzt svo
ört sem það gerði. í öðru lagi eru
alls engar heimildir til um hafís
við strendur íslands 1375—1542,
nema hann sásc af háfjöllum norð-
an lands 1518, því að sögn Setbergs
Blanche Thebom sem Ortrid í Lo-
hengrin eftir Wagner.
Saint-Saéns og loks þrjár aríur úr
Carmen efir Bizet. Söngur ungfrú-
arinnar var með afbrigðum, og þá
sérstaklega Carmen aríurnar.
HLJÓMSVEITIN mun sjaldan
hafa leikið betur en hún gerði á
þessum tónleikum, enda var stjórn
Kiellands stórglæsileg. Verkin sem
hún lék voru sinfónía númer 2
eftir Beethoven, Rómeó og Júlía,
sinfónískt ljóð eftir Johannes
Svendsen. Forspil að óperunni Car-
men eftir Bizet, og Marcia nostr-
ale eftir Kielland. Öll þessi verk
lék hljómsveitin stórvel, og var þó
sérstaklega ánægjulegt að heyra
verk Svendsens, og minnti það
mann á það, hve óendanlega mikið
er til af góðri tónlist, sem sjaldan
er flutt. Af verki Kiellands mátti
sjá, að honum er fleira til lista
lagt, en að stjórna hljómsveit.
Hljómsveitin er nú að verða
fastur þáttur í menningarlífi þjóð
arinnar. Með hljómleikum sem
þessum sannar hún tilverurétt
sinn.
n. r, n.
Mynd úr riti dr. Sigurðar, er sýnir tímalengd ísreks við íslandsströnd frá landnámstíð til
1939. Talið f vikum, allt að 25 á ári. Samkvæmt línuritinu er um mikla breytingu að
ræða, einkum á öldunum 1200—1400 og 1600—1900, miðað við það, sem áður var, og nú er.
annáls um liafís 1470 og 1478 er
einskisverð þótt hún hafi slæðst
inn í ýmis yngri rit. En auðvitað
er bágt að trcysta þessari þögn,
því að samtíma-annálar eru aðeins
til um fyrra hluta tímabilsins (1375
—1430), en ekki um hinn síðari,
rúm hundrað ár. Samt sem áður er
liæpið að fullyrða, að þá hafi ekki
getað komið langt íslaust eða ís-
lítið tímabil, enda bendir ýmislegt
til, að hagur manna hafi þá verið
góður. Á því tímabili verður ekki
vart í skjölum þeirra kveistafa um
hallæri og bágindi, sem nokkuð
gætir fyrr og algengir urðu síðar.
Einkum bendir ýmislegt til, að hag
ur manna hafi verið mjög góður á
fyrra hluta 16. aldar, og má af því
ráða, að árferði hafi verið fremur
gott, þótt þjóðfélagslegar og við-
skiptalegar ástæður hafi einhverju
um valdið. Hins vegar má ráða af
heimildum, að hafís hafi farið vax
andi í norðurhöfum á 14. og ef til
vill 13. öld, en með því er ekki
sagt, að loftslag hafi ekki hlýnað
aftur og það hafi ekki gengið meir
í öldum en dr. Sigurður hyggur.
Þróun kornrækíar
ENN HELDUR dr. Sigurður
því fram, að hin forna kornrækt
íslendinga hafi liðið undir lok, sök-
um þess að loftslag kólnaði, svo
að hún þótti ekki lengur fram-
kvæmanleg. Einkum þykir honum
styðja þá skoðun, að menn í Skafta
fellssýslu, er lá fjarst samgöngum
við útlönd, skyldu leggja niður
kornrækt, en taka upp melskurð í
staðinn, þar eð eftirtelcjan af meln
um sé þó mjög rýr og kostnaðar-
söm. Þar er þó þess að gæta, að
kornrækt hefir öðru hverju brugð-
izt hér á landi, frá því um 1200 og
ef til vill þegar á landnámsöld, og
var ekki óeðlilegt, þótt menn höfn-
uðu henni og kysu heldur melinn,
sem ekki þurfti að sá til, jafnskjótt
og menn komust að raun um, að
(Framhald á 10. síðu.)
Glæsilegír tónleikar Sinfóníu-
hljómsveitarinnar