Tíminn - 25.10.1956, Page 2

Tíminn - 25.10.1956, Page 2
T f MIN N, fimmtudaginn 25. október 1956. RæSa forsætisráSfeerra Frá sýningu Þorvalds Ný flotvarpa (Framhald af 12. síðu.) hamli eölilegum vcxti þessara staða. Mun atvinnutækjanefnd gera sérstakar íillögur um þetta og er gert ráð fyrir sérstökum lög- um um það efni. Tillögur um slíka ríkisútgerð íogara hafa oftar én einu sinni komið fram á Al- þingi. Tilgangurinn með þessum ákvæðum er ekki sá, að rikisvald- ið fari að seilast eftir að gera út togara þar sem aðrir aðilar geta að unnið. Það er aðeins farið fram á að heimila ríkisstjórninni að koma á slíkri úgerð þar sem brýn þörf er á og hún mundi ekki komast í framkvæmd á annan hátt. Hér er fyrst og fremst um jafnvægismál að ræða, tilraun til að sporna á móti fólksflutningum, sem varhuga verðir er fyrir þjóðfélagið. Allt að 6 stór fiskiskip önnur. Þá er í 5. gr. frumvarpsins, sagði forsætisráðherra, gert ráð fyrir að auk hinna 15 togara sé ríkisstjórninni heimilt að semja um kaup og smíði á allt að 6 fiski skipum 150—250 lestir að stærð og taka allt að 15 miljóna kr. lán í því skyni. Gildi um lán til kaupa á þeim sömu ákvæði og um tog- arana, og ríkisútgerð á þeim kem- ur til greina á sama hátt. Um kaup þessara skipa er ekk- ert tekið fram í stjórnarsamning- um, en atvinnutækjanefnd hefir gert tillögu um þetta og ríkissjórn in fallizt á hana. Það, sem fyrst og fremst liggur hér að baki er það, að vegna ófull- nægjandi hafnarskilyrða á nokkr- um stöðum, þar sem annars væri eðlilegt að gera ráð fyrir löndun út togurum, þurfi að koma il minni skip en þó nægilega stór til að geta stundað veiðar á svipuð- um slóðum og togarar hér við land. Er þó ekki gert ráð fyrir, að útgerð þessara skipa verði ein- göngu bundin við slíka staði, held ur geti verið hagkvæmt að stað- setja sum þeirra annars staðar. Veruleg aukning. Ef frumvarp þetta verður að lögum og heimild til skipakaupa og lántöku notuð að fullu, er um verulega aukningu á fiski- skipaflota þjóðarinnar að ræða, sagði forsætisráðherra að lokum. Þess má geta til glöggvunar að miðað við afla togaranna 1955 ættu þau skip, sem með þessu bættust við flotann, að geta afl- að um 75 þús. lestir af slægðum fiski með haus, en útflutnings- verðmæti þess afla mætti áætla 150 milj. kr. þegar gerð hefði verið úr honum söluhæf útflutn- ingsvara. Hér yrði þó ekki um hreina aukningu á gjaldeyristekj um að ræða, því að verulegur hluti fer í vexti og afborganir af lánum og innflutning reksrar- vara, en veruleg viðbót yrði þetta þó, og margir hafa vinnu og lífs viðurværi af víða um land. Því miður verður ekki um það sag á þessu stigi málsins, hvaða líkur séu til að takast megi að afla þess erlenda lánsfjár, sem liér þarf til að koma. Þetta mál er því allt enn á byrjunarstigi. og um möguleika til þessarar aukningar á framleiðslu þjóðar- innar, sem og margt annað í þessu land:j, fer að sjálfsögðu mjög eftir því, hvernig til tekst um almennar ráðstafanir gegn verðbólgunni í landinu — hinar almennu ráðstafanir til þess að tryggja atvinnulífið almennt og rekstur þess, sagði forsætisráð- herra. Á eftir forsætisráðherra tók íil máls um frumvarpið Lúðvík Jósefs son sjávarútvegsmálaráðherra. Sagði hann, að frumvarpið væri aðeins staðfesting á samningi rík- isstjórnarinnar um kaup á 1 tog- urum. Hér væri um mesta íram-! faramál il atvinnuaukningar að ræða, og aukning íogaraflotans væri bezta ráðið til að bægja frá tímabundnu atvinnuleysi á ýmsum stöðum. Loks tók Magnús Jónsson til máls og lýsti fylgi við frumvarpið. | Var það síðan samþykkt til 2. urn- ræðu og fjárhagsnefndar. Sjálfsfsði Póllands (Framh. af 1. síðu.) fögnuði, en mannfjöldinn hlýddi þögull á yfirlýsingar hans um vin áttu Póllands og Sovétríkjanna. Þegar hann hins vegar lýsti yfir, að samvinna sósíalistisku ríkjanna og vináttan við Sovétríkin yrði að byggjast á óskoruðu sjálfstæði og fullveldi hvers einstaks ríkis og rétti þeirra til að stjórna og bera ábyrgð gagnvart almenningi í hverju einsöku landi, þá gullu við langvarandi íagnaðaróp frá fólk- inu. Varðveitið friðinn. Aftur og aftur í ræðu sinni lagði Gomúlka áherzlu á, að farsæl þró-. un mála byggðist á því, að fólkið léti ekki skapsmunina hlaupa með sig í gönur, svo að til óeirða kæmi. Hann hefir birt sérstakan boðskap, þar sem hann skorar á þjóðina, að sýna Sovétríkjunum engan fjand- skap og sér í lagi var þessu beint til íbúa strandhéraða. Bólað hefir á ókyrrð í Poznan og sendi Gomúlka þangað sérstak an sendiboða, og b'að fólkið að vera rólegt. „Gjörið svo vel að ganga rólega og friðsamlega héð- an af torginu. Minnist kvenna ykkar og barna", lauk hann máli sínu. Og við þessari ósk hans varð orðið. Fólkið dreifðist án þess að nokkuð bæri til tíðinda. Hin nýja leið til sósíalisma. „Flokksforustan nýtur nú fulls stuðnings fólksins", segði Gomúlka. „Nú er að hefja starfið. Treystið því, að við munum leiða ykkur farsællega hinn nýja veg til sósíal- ismans“. Spyehalski varahermála- ráðherrann nýji flutti kveðju frá hernum til fólksins. Cyrankiewitz forsætisráðherra flutti einnig ræðu sem var mjög í sama anda og Gomúlka. Akranesbátar sneru til lands Akranesbátar fóru á sjó í fyrra- kvöld og lögðu flestir net sín, en veður fór versnandi og sneru bát- arnir allir til lands um nóttina. Næg síld virtist vera og komu fjór ir bátanna með síldarslatta, sam- tals um hundrað tunnur. Sá, sem mest hafði, var með 44 tunnur. I Enginn bátur fór á sjó í gærkvöldi I enda versta veður. Happdræfti Húsbyggingarsjóðs Framsóknarfl.: 6 söludagar eftir Hver vill ekki eignast nýja 3ja herbergja íbúð 90 m2 að stærð? Hver lætur hjá líða að freista gæfunnar fyrir 10 kr., þegar 300 þús. kr. íbúð er í boði? Hver hreppir íbúðina í happdrætti húsbyggingar- sjóðs Framsóknarflokksins 1. nóv. n. k.? Miðar eru seldir úr bíl í Bankastræti daglega kl. 2—7. íbúðin (Bogahlíð 26) er opin virka daga kl. 5—7 og á laugardögum og sunnudögum kl. 2—7 e. h. Umboðsmenn hafið samband við skrifstofuna og látið vila hvernig salan gengur. — ,t: % , Umboðsmenn í Reykjavík og Kópavogi, síminn er 5 5 6 4. í gær hcfau um 600 manns skoöaS yfirlitssýningu á verkum Þorvalds Skúlasonar listmálara, sem um þessar mundir er haldin í Listamannaskál- anum hér í borginni. Sýninguna haida starfsbræSur Þorvalds í tilefni af 50 ára afmæli hans. Þar er að fá yfirlit um feril þessa merka listamanns. Sýningin er opin almenningi daglega. BókmsnntaverSlaunuin Nébels úthlutaö í Fullyrt, aS eitthvert Ijóðskáld verði fyrir valinii að þessa sinni Rætt um Saint-Jolin Perse efta Jimenez frá Spáni Stokkhólmi á fimmtudag. — í dag koma meðlimir sænsku akademíunnar saman til þess enn einu sinni að úthluta bók- menntaverðlaunum Nóbels, en þau féllu í fyrra eins og allir íslendingar vita í hlut Halldórs Kilian Laxness. Margt bendir til þess, að (dómi kunnugra í Stokkhólmi, að þeir háu herr- ar séu í nokkrum vanda staddir með yalið. Er helzt haldið að þeir muni velja eitthvert lítt þekkt ljóðskáld og standi baráttan um tvo: Frakkann Saint-John Perse og Spánverj- ann Juan Piamon Jimenez. Þessir menn eru mjög lítið þekkt ir utan heimalanda sinna, svo sem löngum vill verða með ljóðskáld. Eins dauði annars brauð. Hvorugur þessara manna myndi samt hafa komið til greina að þessu sinni, sem fulltrúi Ijóðskáldanna, ef þýzka ljóðskáldið og læknirinn Gottfried Benn hefði ekki dáið fyrir nokkrum mánuðum síðan. Á sjötugs afmæli sínu fyrir nokkru var hann hylltur ákaflega í lieima- landi sínu sem merkisberi express- ionisma í ljóðagerð. En dauðinn hirti ekki um væntanleg Nóbels- verðlaun. Án þess nokkur vissi og ekki skáldið sjálft, hafði hann geng ið með ólæknandi sjúkdóm, sem loks varð honum snögglega að bana. Saint-John líklegri. Af þeim tveim, sem áður voru nefndir, er Saint-John Perse talinn sigurvænlegri. Hann er Frakki að uppruna, en bandarískur borgari, vinnur við skjalasafn Bandaríkja- þings. Hann gaf út fyrstu ljóða- bók sína 1911 undir sínu rétta nafni Saint-Leger Leger. Síðan hef- ir hann gefið út 4 litlar ijóðabæk- ur. Ljóðform hans er nálægt því sem við myndum kalla órímuð ljóð. Symbolik má sín mikils í kvæðun- um. Hann hefir haft mjög mikil áhrif á yngri Ijóðskáld. Ezra Pound fasisti. Tvö ljóðskáld í Ameríku myndu koma til greina, ef ekki kæmi ann- að til en list þeirra. Bandaríkja- maðurinn Ezra Pound nýtur mik- illa vinsælda og álits, en hann hefir lýst fylgi við fasisma og samkvæmt reglum hinna 18 bókfróðu manna í Svíþjóð, útilokar það hann frá verðlaununum. Kommúnistar eru einnig utangarðs, og því kemur ekki ljóðskáldið Neroda frá Chile heldur til greina, þótt hann sé annars mjög dáður. — Hver sem verður fyrir valinu, er fullyrt að það verði ekki sagnaskáld. Þegar röðia kemur að þeim aftur, er farið áð tálá úni Géáháfn Gíeehe,- ítalahn Albert Moravía, Grikkjann Kazant- zakis og m. fl. Fjórir riísíjórar yið Morgunblaðið Morgunblaðið skýrir í gær frá breytingu á ritstjórn blaðsins frá 1. nóv. n. k. að telja. Aðalritstjóri vex-ður Bjarni Benediktsson alþm., ásamt Valtý Stefánssyni, sem verð ur ábyrgðarmaður eins og fyrr. Ristjórar verða, segir blaðið, Sig- urður Bjarnason alþm. og Einar Ásmundsson hæstaréttarlögmaður. Eru ritstjórarnir því 4 eftirleiðis, en hafa verið taldir 2 áður. Bygging flugbrautar hafin á Dalvík DALVÍK í gær: — Síðastliðinn mánudag var byrjað að ryðja svæði fyrir nýja flugbraut á malarkambi hér norðan við þorpið. Ein jarð- ýta vinnur að þessu og miðar verk- inu vel áfram. Þessi braut verður 450 metra löng. Sá galli er á braut þessari, að hún liggur þvert á að- alvindátt. Til þess að bæta úr þessu er ráðgert að búa til aðra (Framhald af 12. síðu). hægt að fá síld á öllu dýpi, frá 90 föðmum uppí 10 faðma. Síldin hélt sig s. 1. haust aðallega á mjög takmörkuðu svæði, sem allt var þakið af reknetabátum og net um þeirra á næturnar, þegar síld- in var uppi í sjó, og urðu því til- raunirnar aðallega að fara fram á daginn, þegar síldin hefir fært sig niður á 80 til 90 faðma dýpi. Þótt tilraunirnar síðastl. haust hafi sýnt að hægt var að veiða síld á svo miklu dýpi, var drátt- ur vörpunnar mjög erfiður, vegna þess að bátarnir höfðu ekki mjög kraftmiklar vélar, og vörpurnar höfðu verið valdar heldur stórar. Nú hafa þeir Jóhann Sigfússon og Kjartan Friðbjarnarson ráð- ist í það að leigja 2 báta með kraftmxklum vélum og fengið tvær nýjar minni vörpur, og haf- ið tilraunir þessar að nýju. Nú eins og í fyrra, hafa bátarnir að- eins getað veitt á daginn og nið- ur á 85 föðmxun, og fengu fyrsta daginn 93 tunnur en annan dag- inn sem reynt var, eða í gær, 175 tunnur. Larsensvarpan hefir á nokkrum árum gjörbreytt afkomu danskra sjómanna og útgerðarmanna, og er skemmst að minnast tilkynningu blaðanna um uppgripa síldveiði við Jótland, sem hafði gefið dönskum sjómönnum rúmlega árstekjur á hálfum mánuði. Það er heldur eng inn vafi á því að þetta veiðarfæri á eftir að verða framtíðarveiðar- færi við síldveiðar við ísland, og mun færa þjóðinni miklar tekjur. Síðastliðið sumar hvarf öll síld af vestursvæðinu norðanlands, vegna kalds' sjávar, sem færðist austur yfir veiðisvæðið. Þetta var átulaus sjór, en á 30 til 50 föðmum sást mikið af síld á dýptarmæla skip- anna. Þessa síld hefði auðveldlega mátt halda áfram að veiða ef þetta veiðarfæri hefði verið til fyrir Norðurlandi, og reynsla fengin hér lendis í notkun þess. Sjávarútvegsmálaráðuneytið og Fiskimálanefnd styrktu tilraunir þessar síðastl. haust, og hafa einn- ig heitið stuðningi við þær tilraun- ir, sem fara fram nú. Uppreisn í Ungverjalandi (Framh. af 1. síðu.) óbreytta borgara. Árásirnar beind ust einkum gegn aðalstöðvum kommúnistaflokksins í borginni og virðist þar hafa orðið mikið blóðbað. í KOMMÚNISTAR AFHJÚPAÐIR. Stjórnmálasérfræðingur brezka útvarpsins benti á í dag, að hvern- ig sem færi um atburðarásina í Ungverjalandi, þá væri þó eitt víst, að kommúnistar þar í landi væru afhjúpaðir. Þeir hefðu hald- ið því fram, að þeir nytu stuðn- ings meirihluta þjóðarinnar. Hin blóðuga uppreisn sýndi, að þetta væri alger blekking, svo sem vitað var. braut, sem liggi þvert á þessa, sem nú er unnið við. Sú braut er áætl- uð 250 metrar að lengd. Brautir þessar eru byggðar fyrir sjúkra- flugvél og smærri farþegavélar. PJ Sjálfvirkar Ijósmyndavélar vekja athygli á sýningu í Þýzkalandi Nýlega var haldin stór sýning í Þýzkalandi á öllu, sem snertir ljósmynda- og kvikmyndatækni. Komu þar frani á markaðinn nýj- ar þýzkar ljósmyndavélar, sem framleiddar eru undir gömlum og þekktum merkjum, seni vökíu mikla athygli. f Vestur-Þýzkalandi voru á síð- asta ári framieiddar hvorki ineira né minna en 3 milljónir og 250 þúsund ljósmyndavélar. Meira en lielmingur vélanna var útflutningsvara, aðallega íil Ame- ríku. Helztu keppinautar Þjóð- . verja í myndavélafnimlóiðslu eru Jápanir og mátti sjá marga jap- anska gcsti, sem komu á þýzku sýninguna „til að njósna“, eins og ýmsir hinna þýzku gestgjafa þeirra orðuðu það á kurteislegan hátt. Eftir sýningunni að dæma, er mest áherzla lögð á framleiðslu myndavéla, sem nota mjóar film- ur, 35 mm og 60 mm. Mikla athygli vöktu ljósmynda- vélar með sjálfvirkum stilling- um. Innbyggðir fjarlægðarmælar teljast ekki lengur til tíðinda á slíkum sýningum, en sjálfvirk ljósstilling er sú nýjung, sem mest er talað um meðal áhuga- fólks um ljósmyndagerð. Þarf þá ekkert annað en mæla f jarlægð, velja hraða, því Ijósstilling lins- unnar er sjálfvirk með innbyggð- an ljósmæli.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.