Tíminn - 25.10.1956, Side 4

Tíminn - 25.10.1956, Side 4
TÍMINN, fimmtudaginn 25. október 1956. Tryggvadóttir vil! kyrnia hina — Þú kemur frá Frakklandi me'ð þessa sýningu, Nína? — Já, ég kem frá Frakklandi, frá París, þar sem ég hef verið bú- sett undanfarin ár. Að mínu viti er París ennþá höfuðborg listanna, þar mætist allt, sem er að gerast í samtímalist og þar mótast flestar nýjungar. Þangað koma listamenn af flestum þjóðernum, skiptast á skoðunum og kynnast verkum stéttarbræðra sinna. París er deigl- an þar sem list nútímans og fram- tíðarinnar er að myndast. Þess má geta að franska ríkið gerir hvað það getur til að þetta megi haldast, til að mynda hljóta erlendir myndlistarmenn jafnt sem innlendir franska styrki og margir þeir málarar, sem nú eru efst á baugi í París, eru útlendir menn. Ég held, að París haldi þessari forystu enn um langa framtíð, að minnsta kosti hefir hún öll skilyrði til þess. — Viltu ekki segja okkur eitt- hvað af sýningunni sjálfri? — Þessar myndir, sem þú sérð hér, eru allar glerskreytingar, bæði eru hér fullgerðir gluggar og uppdrættir að öðrum. Eins er hægt að vinna glugga eftir öllum mynd- unum á sýningunni, bæði collage- myndunum og olíumálverkunum. Þessi glerskreytilist er ævagöm- ul og sést víða úti í Evrópu, eink- um eru margar kirkjur skreyttar á þennan veg. Hér á landi mun þetta vera þvínær óþekkt en mér finnst, að við gætum vel skreytt nýbygg- ingar okkar á þennan hátt, bæði kirkjur og ýmsar opinberar bygg- ingar, t. d. er vel til fallið að hafa svona glugga til skrauts í skólum og þá með mótívum við hæfi barna. Eðlilegast er að þessar skreyting- ar séu í stíl nútímans í stað þess að við séum að skreyta byggingar okkar í stíl 18. eða 19. aldar. Satt að segja sé ég ekkert á móti því að kirkjugluggar séu skreyttir myndum í abstraktstíl, þeir ættu að geta skapað trúarlega stemmn- ingu ekki síður en gluggar hinna gömlu kirkna, sem einnig voru gerðir í stíl síns tíma. Og þetta er einmitt höfuðatriði við þessa glugga, að þeir skapa hátíðlega stemningu í byggingunum — ekki sízt í kirkjum — þegar Ijósið brotn ar á marga vegu í lituðu glerinu og birtan inni verður allt önnur en við þekkjum annars staðar að. Þetta kannast allir við, sem hafa heimsótt kirkjur erlendis. — Hvernig undirtektir hlaut sýningin? — Þær voru býsna góðar, að- sóknin var góð og margir sýndu áhuga á starfi mínu. En mín heit asta ósk er samt að fá tækifæri til að vinna með arkitekt hér á landi við nýtízku húsagerð og fá tæki- færi til að gera svona glugga fyrir íslenzkar byggingar. Þótt ég hafi selt einstökum mönnum glugga í byggingar þeirra, er mér það ekki nóg, ég vildi geta unnið alveg sjálfstætt hér heima. Þarna eru t. d. þrír uppdrættir að gluggum, sem ég hef gert í kapellu úti í Frakklandi. Eg hefði haft meira gaman af því að vinna slík störf hér heima fyrir íslenzkar bygging- ar. ■ —En varstu ekki vör við slík- an áhuga? — Jú, jújú, vissulega er áhugi fyrir hendi. En ég held að það sé ekki tímabært að skýra frá neinum áformum í því sambandi ennþá. — Víkjum nú að öðru. Hvernig lízt þér á starf ungra myndlistar- jnanna íslenzkra? — Mér lízt alveg prýðilega á það. Hér eru samankomnir miklir hæfileikar og mikil orka — og það sem bezt er: Ég held að þetta fólk hafi úthald og dugnað til að vinna hugmyndir sínar og koma þeim í framkvæmd, það dugir nefnilega ekki að slá um sig með nýstárleg- um hugmyndum og gefast svo upp í miðju kafi. Abstrakt-listin hefir nú unnið viðurkenningu alls stað- ar sem listastefna nútímans og ég sé að svo er einnig að faráíihér. Nú stendur deilan ekki lengur um abstrakt'eðá ekki abstrakt; heldur um hárfínar stefnur innan abstrakt er U og synmgu • • f UO- nr þaegaS Iiér á kndi Nína Tryggvadóttir í vinnustofu sinni. stefnunnar. Og ég held að íslenzk- ir listamenn standi mjög framar- lega og við ættum að gera mikið meira til að kynna íslenzka mynd- list erlendis — ekki sízt verk yngri málaranna. Myndlist er alheims- mál ekki síður en tónlistin, þar þarf enga þýðara og okkur er á- reiðanlega óhætt að leggja fram okkar skerf. Það er eins og leið- andi menn hér séu alltaf hræddir um að við verðum okkur til skamm ar á þessu sviði, en það er áreið- anlega ásæðulaus ótti. — En bless- aður vertu ekki að skrifa þetta, þessir karlar verða svo vondir, ef maður er eitthvað að krítisera þá. — Þú heldur sem sagt, að ís- lenzkra myndlistarmanna geti beð- ið mikill frami í hinum stóra heimi? — Já, alveg efunarlaust. Við get- um vel hugsað okkur að íslenzkir málarar eigi eftir að vinna sér frægð og frama út um víða veröld ekki síður en íslenzku hirðskáldin til forna. Og það væri ákaflega æskilegt, ef ríkið vildi gera meira fyrir þessa listamenn — og ástæðu- laust er að óttast að senda ísL samsýningar út .um heim. íslend- ingar eiga ríka möguleika á sviði myndlistar ekki síður en í öðrum listgreinum. — Nú ert þú víst senn á förum aftur til Parísar. Heldurðu að ís- lenzkir listamenn eigi eftir að sækja margt gott þangað? — Það efa ég ekki. í París er hægt að læra margt nytsamlegt og þar kynnast listamenn bæði nýj- um viðhorfum og þar geta þeir einnig kynnzt sjálfum sér betur en heima í fásinninu. En það sem mestu máli skiptir býr alltaf í brjósti listamannsins sjálfs og í því landi, sem liann er upprunn- inn. Enginn sannur listamaður gleymir þessu, hverju sem hann kynnist nýstárlegu í glaumi heims- borganna. Þetta sagði Nína Tryggvadóttir, sem undanfarið hefir sýnt verk sín í Safnahúsinu við Hverfisgötu og senn hverfur aftur á vit hins stóra heims. 36. 915 nemendur í Skógaskéla, en helm* ingi fleiri vilde fá skólavjst, Skógaskóli var settur s. 1. sunnudag með hátíðlegri at- höfn, sem hófst með guðsþjónustu og predikaði séra Sigurð- ur Einarsson skáld í Holti. Síðan flutti skólastjórinn, Jón R. Hjálmarsson skólasetningarræðu. B.jörn Björnsson, sýslumað- ur, formaður skólanefndar, ávarpaði nemendur og kennara og árna'ði skólanum heilla í starfi. Lýsti skólastjórinn skólastarf- inu og skólareglum, bauð nem- endur og kennara velkomna til náms og starfa og gat um þær breytingar, sem orðið hafa á kenn- araliði, en þær eru aðeins, að Jón Einarsson hefir verið ráðinn ensku kennari við skólann í stað Guð- mundar Jónassonar. Geysimikil aðsókn að skólanum. í Skógaskóla eru 96 nemendur í vetur, og er hann þá fullskipað- ur. Aðsókn var geysimikil að skól- anum, svo að vísa varð frá jafn- mörgum og að komust. Skólinn starfar í -fjórum rieildtíin, lands- prófsdeilri,: sem í epu ilö -nemtT.d- ur,-: gagnfræðadeild ■ og' l'. • og°2. bekk. Rássine Krivonosov heffir em heimsmefið í sleggjnkasfi Heimsmetið í sleggjukasti hefir | leiknum sigruðu Svíar með 4:0, en verið bætt í fimmta skipti á þessu ári, og ennþá einu sinni hefir Rúss inn Krivonosov tekizt að eignazt það á ný. Á móti í Tsahkent um síðustu helgi kastaði hann 67.32 metra, og má nú fastlega reikna með, að hann sigri á Olympíu- leikunum í Melbourne, þar sem hann virðist jafnastur af sleggju- kösturum heimsins. Tvívegis í sumar tókst banda- rísku sleggjukösturunum Blair og Conolly að bæta heimsmet Kriv- onosov, en Rússanum hefir ávallt tekizt að bæta sinn fyrri árangur, sem nægt hefir til þess, að heims- metið tilheyrir Rússlandi. Svíar og Danir gerðu jafntefii Síðastliðinn sunnudag háðu Svíar og Danir landsleik í knattspyrnu og var leikurinn háður á Rasunda í Stokkhólmi. Löngu fyrir leikinn voru allir aðgöngumiðar uppseldir. Úrslit í leiknum urðu þau, aðjafp tefli varð 1:1, og brugðust þvíj vonir Dana um að sigra í leiknum, j eins og þeir höfðu gert sér miklar j vonir um, þar sem fimm af sænsku : leikmönnunum voru úr 2. deild. '• Jens Peter Hansen skoraði mark Dana úr aukaspyrnu, en Svíum tókst að jafna, og var Tillberg þar að verki, en Danir segja að markið hafi verið ólöglegt. Svíar fengu vítaspyrnu í leiknum, en Kaj Jörg- ensen tókst að verja. í B-lands- Gunnar Green lék í því liði. ar si uðu Rúss Frakkar og Rússar léku lands- leik í knattspyrnu í París s. 1. sunnu dag og úrslit urðu mjög óvænt, þar sem Frakkar sigruðu með tveimur mörkum gegn einu. Mjög mikill á- hugi var fyrir leiknum í París og á svarta markaðnum voru miðar seld ir fyrir um 500 krónur. Frakkar höfðu nokkra yfirburði í leiknum og áttu skilið að vinna. Öll mörkin voru skoruð í síðari hálfleik. et Owens í lang- / i Bandarísku ólympíuþátttakend- urnir kepptu á móti um helgina og náðist þar frábær , árangur. At- hyglisverðast var langstökksárang- ur George Bell, en hann stökk 8.08 metra, sem er aðeins fimm sentimetrum lakara en heimsmet Jesse Owens. I 100 m. hlaupi jafn- aði Leamon King heimsmetið, hljóp á 10.1 sek. Conolly kast-aði sleggju enn einu sinni yfir 65 m., nú 65.13 m. og í' stangarstökki stökk Bob Richards 4.50 m. O’Brien varpaði kúlu 18.71 og Bud Held kastaði spjóti 79.05 m. HraSskákmót í kYÖldmeS þátttöku mssnesks oisglkgaisieistara Hraðskáksmót Taflfélags Reykja- víkur hefst í kvöld kl. 8 að Þórs- kaffi, og verður þá teíld undan- rás, en mótinu lýkur næstkomandi sunnudag og verður úrslitakeppn- in að sama stað og hefst kl. 2. Meðal þátttakenda í mótinu verð- ur sovézki unglingameistarinn Jurij Kotkoff, sem staddur er hér á landi með sovézkri sendinefnd á vegum Æskulýðsfylkingarinnar og fleiri aðila.Kotkoff er skákmeistari Molotoffborgar, og er nokkuð kunn ur skákmaður í heimalandi sínu, en lítt þekktur utan þess. Reiknað er með að þátttaka í hraðskákmótinu verði mikil og er búizt við að Friðrik Ólafsson og Ingi R. Jóhannsson verði meðal keppenda og einnig aðrir beztu skákmenn okkar. Þátttökulistar liggja frammi í bókaverzlun Snæ- bjarnar Jónssonar í Hafnarstræti, og þarf að tilkynna þátttöku sem fyrst. :• i ti! i n Verzlunarmenn í Áraessýslu lýsa á- nægjii yíir myndsrn ríkisst jéraarimsar YrSurkenna samrácS vi<5 verkalý^shreyfinguna urn ver<Jfestingarrá(Sstafanir Mildar byggingaframkvæmdir. Að undanförnu hafa staðið yfir allmiklar byggingaframkvæmdir við skólann. Er þar um að ræða skólastjóraíbúð, kennaraíbúð og nemendaíbúðir. Standa vonir til, að hús þessi verði tilbúin til notk- unar á miðium vetri og bæta þau úr brýnni þörf. Nemendur búa nú m. a. í bráðabirgðahúsnæði við sundlaugina, sem er hálfgerð. Er það skólanum mjög til baga að ekki skuli vera lokið við hana, en á þeim framkvæmdum ætti að vera hægt að byrja fljótlega eftir að hið nýja húsnæði kemur til. Að lokinni skóíasetnipjja'rathöfn- .inni SQfnpðust menlí;'í'tíordáát’s&'ój' ans óg’ seííust a‘Ö '1 sahVeÍginlegri kaffidrykkju. Fundur haldinn í Verzlunarfélagi Árnessýslu, 11. okt. 1956, fagnar því a3 tekizt hefur að mynda ríkis- stjórn, ser 1 nýtur stuðnings og trausts virnustétta landsins. Fundvrinn telur, að bráða- birgðalög ríkisstjórnarinnar um bindinga verðlags og kaupgjalds frá 1. sept. til 1. janúar n. k. hafi verið nauðsynleg, eins og efna- hagsmálum þjóðarinnar var þá komið, og lýsir því fyllsta stuðn- ingi sínum við þær framkvæmd- ir. Jafnframt treystir Verzlunar- mannafélag Árnessýsíú því, að ' rikísstjórhin noti þennan tíma til þess að undirbúa víðtækair að- gerðir í efnahags, verðlags- og atvinnumálum þjóðarinnar, sem stuðli að lækkaðri dýrtíð, og tryggja einnig kaupmátt laun- anna. í sambandi við verðbindingar- löggjöf ríkisstjórnarinnar og í því tilefni af blaðaskrifum, og fundar- samþykktum gegn löggjöfinni, vill félagið að taka fram, að það telur að ríkisstjórnin hafi á fullnægj- andi hátt, og eins og framast var unnt, þar sem um bráðabirgða- löggjöf var að ræða, leitað eftir skoðunum og stuðningi verkalýðs- hreyfingarinnar í máli þessu, með því að leita álits og umsagnar rhið stjórnar A.S.Í. og stjórna allra helztu verkalýðsfélaga landsins.,

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.