Tíminn - 25.10.1956, Síða 6

Tíminn - 25.10.1956, Síða 6
6 TÍMINN, fimmtudaginn 25. október 1958. ý <$> 41? Útgefandi: Framsóknarflokkurinn. Ritstjórar: Haukur Snorrason Þórarinn Þórarinsson (áb.). Skrifstofur í Edduhúsi við Lindargötu. Símar: 81300, 81301, 81302 (ritstj. og blaðamenn), auglýsingar 82523, afgreiðsla 2323. Prentsmiðjan Edda h.f. ERLENT YFIRLIT: Wladislaw Gomulka Hvernig verftur sambuS hans og rússneskra valdamanna í framtítSinni? Atburðirnir handan járntjalds KOMMÚNISTAR hér og annars staðar reyna að hugga sig við það þessa dagana að alþýða í Póllandi haldi enn tryggð við komm- dnistaflokkinn þótt hærra rísi í fréttum sú staðreynd aö hún fagnar auknu frelsi. En er þetta huggun? Kunn- ur rithöfundur, sem áttaði sig á fræöunum í tíma, hefir sagt, að það sé með kommún- ista eins og kaþólska, að báð- ir haldi í trúna umfram allt, á hverju sem gengur. Þegar henni sleppir, er allt mann- líf ein glerhálka og hvergi fótfestu að fá fyrir þá, sem hafa látið straum tímans líða fram hjá sér án þess að taka eftir því. Það eru enn til menn, sem trúa því. að þjóðskipulag í kommúnistaríkjunum sé eitthvað líkt því, sem stend-. ur í fræðibókum er voru skrifaðar fyrir langa löngu. Þá er einblínt á kennisetn- inguna, en rás atburðanna nær ekki inn í vitund rétt- línumannanna. Þessa skýr- ingu á því undarlega fyrir- bæri, sem réttlínukommún- istinn er, aðhyllast sífellt fleiri. Þetta skýrir þá líka, að hfnir sanntrúuðu komm- únistar skuli reyna að festa hönd á einhverri huggun fyrir sig í sambandi við atburðina í leppríkjunum handan járn- tjalds nú upp á síðkastið. Þeir ræða um og skrifa um að fólkið fagni og frelsi auk- ist, og reyna að sætta sig við það út af fyrir sig, án sam- hengis við sögu og sam- tíð. En þetta er vesöl sjálfsblekking. í þessu er engin huggun. Atburðirnir eystra eru fordæming á kúg- un þjóðanna og á blindu leppanna úti um allar jarðir, er hafa lofsungið hana. Allar innf j álgu lýsingarnar á frels- inu og framförunum í lepp- ríkjunum hrynja til grunna alveg eins og dýrkunin á Stalín, sem hrapaði í fyrra. Eftir stendur ekkert af fyrri fræðum, ef menn hafa þrek og skilning til að horfa fram- an í staðreyndirnar. ÁÐUR EN HIN kúgaða þjóð í Ungverjalandi tók að hrista hlekkina fyrir alvöru í fyrradag og fyrrinótt, höfðu stúdentar og menntamenn gert samþykktir um ýmis efni og þær eru fróðlegar. ----------------— Þeir kröfðust þess, að mannréttindi yrðu virt, og frelsi og lýðrœði. Þeir kröfðust þess, að verkfallsréttur yrði viður- kenndur. Þeir kröfðust lýðrœðis, frjálsra kosninga og frjálsra flokkamyndunar. Þeir kröfðust þess, að pólitískum föngum yrði sleppt úr þrælabúðum og þeim, sem saklausir hefðu verið dœmdir, yrði fengið frelsi. Og þessi listi var lengri. En þessi upptalning er nægileg löng til þess að sýna og sanna, að þarna var borin fram krafa um frumstæðustu réttindi, sem alþýða manna í vestrænum lýðræðislöndum hefur fyrir löngu öðlast og all ir lýðræðisflokkar, hverju nafni sem nefnast, standa saman um að verja. Læðist nú ekki grunur að þeim, sem lengi hafa blekkt sjálfa sig? Um það verður enn ekkert vitað. Þeim tókst fyrr að svamla yfir fall Stalínstrúar, án þess að verulega hrikti í undirstöðum. Hitt er ljóst, að þær þúsundir manna um allar jarðir, sem réttlínu- kommúnistar hafa blekkt ár- um saman og fengið til að trúa því, að undir ráðstjórn af þessu tagi þróist nokk- urt frelsi eða jafnrétti, sjá í þessum atburðum lokasönn un þess, að þeir hafa ver- ið á villigötum, og að fram- kvæmd sósíalisma undir leið- sögu kommúnista hefur mis- tekist hroðaleg. ....- ÞESS ER að vænta, að at- burðirnir í Póllandi og Ung- verjalandi verði þáttaskil í sögu þessara landa, og svart nætti kúgunar og ófrelsis og fátæktar létti, en morgunn nýrra frelsistíma renni upp. En eins sennilegt ætti að vera, að sá mannfjöldi í vest- rænum löndum, sem hefur ætlað að höndla gæfu og gengi með þjónkun við erlent vald og oftrú á fjarlægt og úr elt kennisetningakerfi, sjái í þessum atburðum ljós í villu, og megni að finna leið til raunhæfs starfs í lýðræðisleg um stjórnmálaflokkum. Þá muni ýmsum torfærum á leið sannra framfara um leið rutt úr vegi. ÖLLUM fregnum frá Póllandi' ber saman um það, að Wladislaw Gomulka sé nú vafalaust valda- mesti og vinsælasti maður lands- ins. Eins og nú standa sakir, hefur i hann ekki aðeins allan flolck sinn, heldur alla pólsku þjóðina að baki sér. Ástæðan er sú, að þær vonir eru nú bundnar meira við hann en nokkurn mann annan, að Pólverjar verði ieystir úr þeirri ánauð, sem Rússar hafa hneppt þá í um skeið. Það er af þessum ástæðum, sem valdhafar Rússa hafa horft á það óblíðum augum, að Gomulka skuli hefjast til valda á ný. Þeir hafa reynt að hindra það með öllum ráðum öðrum en þeim að beita hervaldi. Til þess hafa þeir ekki treyst sér, því að það myndi hafa valdið borgarastyrjöld í Póllandi. Hvarvetna um heim hefði líka slíkt tiltæki Rússa mælst mjög illa fyrir. Ýmsir blaðamenn telja, að það séu ekki aðeins valdamenn Rússa, Rússa, sem er djúpstæð í hugum Pólverja frá fornu fari. Gomulka þótti dugandi og at- hafnasamur sem framkvæmda- stjóri komúnistaflokksins. And- stæðingar han kvörtuðu undan því, að hann værði harður í horn að taka. En hann er harður við sjálf- an sig eins og aðra, því að hann er vinnuþjarkur hinn mesti. Sam kvæmismaður er hann lítill og hann er sagður lítt gefinn fyrir spaug og gamansemi. ÁRIÐ 1948 byrjaði að bera á ósamkomulagi milli Rússa og Gom ulka, er tók þá máli Titós. Um skeið mun Gomulka hafa gert sér vonir um, að hann gæti komið á sáttum milli Titós og Stalins, en þar reiknaði hann Stalin rangt. Stalin var ákveðinn í því að víkja ekki frá þeirri stefnu, sem hann hafði markað, því að annað yrði talið veikleikamerki. Hann taldi Gomulka engu síður hættulegan en ocu mcuia v<uuauicuu ívu.j3í)ci, Moskvu og komu fæstir þeirra lif-1 Titó, því að tal hans um það, að er hafi áhyggjur í sambandi við andi þaðan aftur. Þeir voru ákærð hver yrði að. f,ara sína sér! valdatöku Gomulka. Meira að h' fyrir Trotski-isma og hlutu stoku leið til sosialismans væn seeia Tito siálfur er ekki talinn ýmist dauðadóma eða fangelsis- ekkert annað en uppreisn gegn S» miauS „æeL yíi “r. döm» í viS ÞaS. I Moskvu. Um skoiS fylgdu allmarg. töku hans. Ástæðan er sögð sú, !” leiðtogar polskra kommumsta að hann óttist, að Gomulka veiti I ÞEGAR styrjöldin hófst hlaut Gomulka að malum, en nær allir Pólverium enn meira frelsi en Tito ' Gomulka frelsi sitt. Hann dvald- Þeirra snerust gegn þeim, þegar hefur veitt þjóð sinni. Svo gæti því \ næstum öll stríðsárin í Póllandi boð komfrá Moskva, að annaðhvort vel farið að Gomúlka ætti eftir ! starfaði sem fulltrúi kommún- yl eu '5eir að fabast a „linuna að taka þ’að sæti, er Tito hefur nú. | ista í mótspyrnusamtökunum. j £a®an ft°ra taka • afleiðlngunulf- Af núlifandi leiðtogum kommún-! Gomulka gat sér mikmn orðstír. E.inn eftir annan iatuðu heir vlUu ista virðist Gomulka sá eini, sem fyrir Imgrekki og áræði á þeim Slna- Gomulka sat hinsvegar við hefur þá fortíð að baki, er gæti" árum. Flestir aðrir af helztu le’.ð gert hann hættulegan keppinaut togum pólskra kommúnista dvöldu fyrir Tito. þá í Sovétríkjunum. Þetta i á ekki sízt þátt í því, að Gomu'ika GOMULKA er 52 ára gamall, j hefur notið meirl vinsælda mc.ðal fæddur og uppalinn í olíunámubæ , almenmngs er þeir. Þessvegna var í Suður-Póllandi, þar sem faðjr hann lika Serður íramkvæmda- hans var verkamaður. Hann hóf 13 , st.jóri flokksins og varaforsætis- ára gamall nám sem járnsmíða- ráðherra að stríðinu loknu. nemi. Hann hefur engra teljandij yiss h r yar hinsvegar á því skolagongu notið. Hann var 21 árs'fyrh. Gomulka að hafa ekki dvalig gamall, þegar hann geku fyrst 1 ; j\jos]-vu eins og aðrir leiðtogar kommunistaflokkinn. Þar skipaði; ólskra kommúnista. Honum virð- hann ser strax i roð þeirra, sem ist aldrei hafa auðnast aí5 skilja toku að ser ahætíumestn ycrkm ' va]damenn kommúnista þar til Hann hafði skamnm stund venð hlítar_ Umgengni hans við pólska i flokknum, þegar hann var hand-; alþýðu hefur án efa gert það að tekmn i fyrsta sinn fynr að dreifa; verkum að hann hefur ekki getað jsssrs Sto - >* “*»»-1 — hinni ólöglegu iðju sinni strax og hann slapp úr fangelsinu. Árið 1932 var hann handtekinn í annað sinn, þegar lögreglan gerði leit á einni flokksskrifstofu kommúnista. í þeirri viðureign særðist hann, svo að hann hefur verið haltur jafnan síðan. Hann hlaut fjögurra ára fangelsisdóm að þessu sinni. Hann, Nóg komið af happdrœttum. sinn keip. Árið 1949 var honum boðið, að hann skyldi fá að halda stöðu sinni, ef hann játaði á sig ýmsar villur frá hernámsárunum og að hann hefði rangt fyrir sér í Titó-deilunni. Gomulka neitaði að játa á sig nokkrar villur. Hann hélt langa ræðu, þegar hann varði gerðir sínar á fundi mistjórnar flokksins í nóvember 1949. Ég mun halda hér langa ræðu, sagði hann, því að ég veit, að ég á ekki eftir að tala hér aftur. Sagt er, að marg ir hafi tárast undir þessari ræðu hans. Rétt á eftir var Gomulka sviptur öllum völdum og settur í varðhald. Honum var haldið í því á meðan Stalín lifði. Nokkru eftir fráfall (Framhald á 8. síðu.) ‘BAÐSTorAA/ Raddir um umferðarmálin HÉR í BLAÐINU birtust í haust verðlaunaritgerðir Samvinnutrygginga um um- ferðarmál, og í gær hóf Tím inn að birta úrval ritgerða, sem bárust í ritgerðasam- samkeppni tryggingafélags- ins. Munu raddir fólksins um aðkallandi úrbætur birtast hér í blaðinu í hverri viku fyrst um sinn. SUMIR láta sér fátt um finnast skrif blaða um vanda mál af þessu tagi. En það mun sannast, að umbæturn- ar verður ekki sízt að rekja til frjálsra umræðna í blöð- um. Þar kemur glöggt fram, að fólkið í landinu telur brýna þörf gagngerðra um- bóta á öllu umferðarkerfinu. Þar mótast þær skoðanir, sem að lokum sigra, þegar löggjaf inn og framkvæmdavaldið taka til höndunum á þessum vettvangi. Ritgerðarsam- keppni Samvinnutrygginga var aftur hnepptur í fangelsi 1937 og hlaut sjö ára fangelsisdóm. Yf- irleitt er talið, að það hafi orðið honum til lífs, því að um líkt leyti voru flestir helztu forsprakk- ar pólskra kommúnista kallaði* til var ágætt framlag í þessum umræðum. Þar kveða margir sér hljóðs og allir hafa nokk uð gott til mála að leggja. Það er því líklegt til nokkurs gagns að úrval ritgerðanna komi fyrir almenningssjónir. Það gæti orðið til að vekja einhvern, er farartæki stjórn ar, og innrætt honum meiri ábyrgðartilfinningu og tillits semi, og það gæti líka orðið til þess að móta að einhverju leyti þær aðgerðir, sem að lokum verða ákveðnar til að vinna gegn slysahættunni. Umferðamálin eru vaxandi vandamál í þjóðfélaginu. — Endurskoðun á reglum og kröfum verður ekki frestað mikið lengur, nema meira tjón hljótist af. Það er því rétt og skylt að ræða þessi mál fyrir opnum tjöldum og leita að úrlausn. í þeim til- gangi flytur blaðið þessar raddir um umferðamál næstu vikurnar. ÞAÐ VAR auglýsing um nýtt happdrætti í dagblöðunum í gær, og ég verð að segja, að mér þykir nóg komið. Eitt af því, ^em nú- verandi ráðamenn í stjórnarráð- inu ættu að taka til endurskoðun- ar, er liappdrættin. Á að leyfa öll- um að halda happdrætti, undir hvaða yfírskini sem er? Er ekki þörf að setja fastar reglur um leyfisveitingar fyrir happdrætt- um? Þetta mál snýr ekki aðeins að félögum og stofnunum, sem leita eftir leyfum. Það snýr fyrst og fremst að öllum almenningi, sem kaupir miðana af ýmsum á- stæðum. Stundum er það vinning- urinn, oft alveg eins vilji til að styrkja eitthvert málefni. Hvernig er svo farið með fólk, sem kaupir miða? Eg tek dæmi af sjálfum mér. í skúffunni hjá mér eru nokkrir happdrættismiðar, sem ég hefi keypt, oftast fyrir góð orð kunningjanna, og löngu ættu að vera úr gildi. En ég hefi hvergi séð drátt auglýstan og veit ekkert , hvort ég hefi unnið þar eða ekki. Allt kapp er sem sagt lagt á söluna, en þegar búið er að draga, er vinskapurinn úti. Þá er ekkert hirt um að tilkynna vinn- ingsnúmerin. Að minnsta kosti ekki þannig, að fullnægjandi geti talist. Hvernig auglýoa þeir? STUNDUM er það látið nægja til að upplýsa almenning um vinn ingsnúmerin, að einhver forráða- maður happdrættis hringir til dag blaðanna og les upp númer í síma og biður um að birt sé sem frétt. Þá eru ekki aurar til að kaupa auglýsingu heldur er þessu smeygt inn í fréttir, stundum f smáletursfréttir blaðanna, og að- eins einu sinni. Þetta fer auðvitað fram hjá fjölda manna, sem sitja uppi með miðana, og vita ekkert, hvort búið er að draga, hvað þá um númerin. Því að það er nú o£ an á allt annað ekkert að marka hvað sagt er um drátt á miðun- um. Þetta er óþolandi kæruleysi. En ástandið fer sífellt versnandi og þó fjölgar happdrættunum sí- fellt. Það á að reisa skorður við þessu. Sum happdrætti, sem þann ig eru framkvæmd, jaðra við að vera fjárplógstarfsemi. Fastar reglur. EKKI ÆTTI að leyfa nema á- kveðna tölu happdrætta á ári hverju og hafa fastar reglur um framkvæmd þeirra. Auglýsingar um vinninga ættu að vera ákvarð aðar í upphafi, og fyrirkomulag prentað á miðana. Ekki dugar að láta þeim, er til happdrætta stofna, haldast uppi að hliðra sér hjá að kosta nokkru til við að koma vitneskju um vinningsnúm- er til almennings. Það ætti að vera eitt frumskilyrði fyrir happ- drættisleyfum, að tryggilega sé þar um hnúta búið. í framhaldi af þessu vil ég benda á, að sum stóru happdrættin eru ekki að öllu leyti til fyrirmyndar um birt ingu vinningaskrár. Ekki senda þau t. d. öllum blöðunum skrár sínar. Ríkishappdrættið er heldur ekki nógu tillitsstamt við fólkið, sem keypti miðana um árið. Ósótt ir vinningar fyrir hundruð þús- unda króna, tala þar sínu máli. —FrosH

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.