Tíminn - 25.10.1956, Side 12
,'eðurútlit:
Vaxandi sunnan og suðaustan
átt. AUhvass og rigning þegar
líður á daginn.
Fimmtudagur 25. okt. 1956.
Hitinn kl. 18:
Reykjavík 1 stig, Akureyri -j-1,
Kaupmannaliöfn 12, London 11,
París 14 og Nevv York 16 st.
togaraímmvarpið á ASþiíigi:
Hermann Jónasson forsætisráðherra flytur fratnsöguraeSu sína um íog-
arafrumvarpið.
Fengu 175 tuniiur i
ný|a f lotvörpu í fyrradag
Tveir Eyjabátar gera tilraunir meS danska
r flotvörpu, sem virftist ætía aZ gefast vel
vi(S síldveiðar
Tveir úvegsmenn í Vestmannaeyjum hafa ráðizt í að gera
tilraunir með danska flotvörpu hér við land og virðist þetta
nýja veiðitæki ætla að gefast vel. í fyrradag fengu tveir
bátar, sem eru saman um vörpuna 175 tunnur síldar og eru
tiiraunirnar þó raunar á byrjunarsigi hvað árangur snertir.
A síðasta hausti gerðu þeir Jó-
hann Sigfússon og Kjartan Frið-
bjarnarson, Vestmannaeyjum, til-
raunir til síldveiða við Suðvest-
urland, með danskri flotvörpu,
Larsensvörpu, og fengu hingað 2
danska skipstjóra til þess að
stjórna tilraununum og kenna ís-
lenzkum sjómönnum meðferð
þessa veiðarfæris.
Þrátt fyrir ýmsa örðugleika
gengu tilraunir þessar vel, og
sýnt var að í Larsensvörpuna var
(Framh. á 2. síðu )
bátar i landlegu í
i í Keflavíkurhðfn
Mikill fjöidi skipa víða af landinu vií síld-
veiíar í Faxaflóa, en gæftaieysi hefir hamlatS
#;• sjosokn i marga daga
Frá fréttaritara Tímans í Keflavík.
Síðusu vikuna hefir verið margt báta í höfninni í Kefla-
vík, enda hafa stöðugar ógæftir hamlað sjósókn til síldveið-
anna, en margir aðkomubátar hafa viðlegu í Keflavík yfir
síldveiðitímann.
togaraútger
nvægis
Hinir nýju togarar ver^i staUsettir þar, sem
rnest er fíörf á atvinnu og til aíJ utrýma tíma-
hundnu atvinnuleysi
r
Ur ræðu Hermanns Jónassonar, forsætis-
ráðfierra nsn málið í gær
Á fundi neðri deildar Alþingis í gær var til fyrstu um-
ræou frumvarp ríkissjórnarinnar um heimild til skipakaupa,
lántöku og sérstakra ráðstafana í útgerðarmálum til þess
að stuðla að jafnvægi í byggð landsins. Er frumvarp þetta
flutt í samræmi við það ákvæði stjórnarsamningsins að kaupa
15 nýja togara. Hermann Jónasson, forsætisráðherra, fylgdi
frumvarpinu úr hlaði fyrir hönd ríkisstjórnarinnar. Frum-
varpið er samið af atvinnutækjanefnd, sem stjórnin skipaði
15. sept. s. 1. til þess að gera tillögur um öflun nýrra atvinnu
tækja og dreiíingu þeirra um landið. Hefir nefndin samið
allýtarlega greinargerð með frumvarpinu.
Um fjörutíu bátar leggja að stað
aldri upp afla í Keflavík. Eru það
bæði heimabátar og aðkomubátar,
sem viðlegu hafa yfir síldveiði-
tímann. Eftir að vart varð við afla
á miðunum um daginn, hljóp fljótt
mikill fjörkippur í síldveiðarnar
og bátunum fjölgaði og var mikill
fjöldi báta víða að kominn til þess-
ara veiða, þegar brá til ógæfta íyr-
ir viku síðan.
Meðan ógæftirnar hafa staðið
Iiafa 70—80 bátar verið saman
koninir í höfninni í Keflavík, og
hefir þar því verið þröng á þingi,
en ekkert orðið að, þótt stund-
. um hafi veður verið íllt þessa
síðustu viku. Bátarnir, seni þar
bíða, eru víða að, auk lieimabát-
anna, þar eru bátar frá Vest-
mannaeyjum, Breiðafirði og aust-
an af fjörðum.
í fyrradag virtist veður fara
batnandi og fór flotinn þá út og
hélt úl á miðin. Veður vcrsnaði þá
fljótt og sneru flestir við til hafn-
ar aftur án þess að leggja, en
nokkrir bátanna komu netum í sjó
en urðu að draga skjótt aftur.
Þrír bátar komu til Keflavíkur
í gær með afla, sem þó var óveru-
legur, þar sem aflahæsti báturinn
var með um 20 tunnur og hinir
minna.
Forsætisráðherra kvað ásæðu
til að fara um frumvarpið nokkr-
um orðum nú þegar, þar sem al-
mennt mundi litið svo á, að hér
væri um að ræða eitt af aðalmál-
um Alþingis að þessu sinni.
15 togarar keyptir.
— í málefnasamningi stjórnar-
flokkanna, sagði forsætisráðherra,
— er kveðið á um það, að ríkis-
stjórnin „leiti samninga um smíði
á 15 togurum og lánsfé til þess".
Jafnframt er þar ákveðið, að skip-
unum skuli „ráðstafað og þau rek-
in af hinu opinbera og á annan
hátt með sérstöku tilliti til þess
að stuðla að jafnvægi í byggð lands
ins.“
Til þessa þarf að sjálfsögðu laga
heimild, og er frumvarpið flutt
þess vegna. Auk þess þarf að taka
ákvörðun um ýmis önnur ariði í
sambandi við þetta mál.
Nauðsyn að efla
togaraflotann.
— Eins og keniur fram í mál-
cfnasamningnuin og í flutningi
þessa frumv. sagði forsætisráð-
herra ennfremur, — er það skoð-
un stjórnarflokkanna og ríkis-
stjórnarinnar, að nauðsyn beri til
að auka togaraflota landsmanna.
Áhugi fyrir aukningu togaraflot-
ans, og þá einkum í því skyni að
efla atvinnulíf hinna fámcnnari
landsliluta, hefir komið glöggt
fram og verið vaxandi á undan-
förnum árum.
Á síðasta þingi voru flutt eigi
færri en 3 frumv. um opinberar
aðgerðir af ýmsu tagi, til þess að
stuðla að öflun nýrra togara og
útgerð þeirra. Og á Alþingi 1954
voru flutt a.m.k. 4 frumvörp sem
miðuðu að hinu sama, á einn eða
annan hátt. Að þessum frumvörp-
um stóðu þingmenn úr ýmsum
kjördæmum, en þó einkum af vest-
ur- Norður- og Austurlandi, svo'
og landskjörnir þingmenn. Hér er
því um að ræða mál, sem áhugi
er fyrir í mörgum byggðarlögum,
og þó alveg sérstaklega í þeim
landshlutum, sem ég áðan nefndi.
43 íslenzkir togarar til.
í íslenzka togaraflotanum eru nú
43 skip, sem gerð eru út. Af þeim
eru 25 við Faxaflóa, 6 á Vestfjörð
um, þar af tveir gamlir togarar,
8 á Norðurlandi og 4 á Austfjörð-
um. Tveir þessara togara eru byggð
ir fyrir stríð, en aðrir hinir elztu
frá árunum 1947, eða 9 ára gamlir.
Hinir yngstu eru frá 1952 eða 4
ára. Nú eru tveir togarar í smíð-
um erlendis, fer annar til Aust-
fjarða og hinn til Reykjavíkur.
Togaraútgerðin dreifist.
Lengi vel voru togarar aðeins
gerðir út í Reykjavík og Hafnar-
firði, og á einum stað á Vestfjörð-
um, Patreksfirði. Rétt fyrir styrj-
öldina síðari voru þó gerðar til-
raunir til togaraútgerðar á fleiri
stöðum, a.m.k. á ísafirði og í Nes-
kaupstað, en útgerðin féll niður.
Eftir stríðið hófst svo endurnýjun
togaraflotans. Voru þá byggð stærri
skip, fyrst á árunum 1947 til 1949
og síðan á árunum 1950 til 1952,
og er nú verulegur hluti þeirra
gerðir út í þeim landshlutum, þar
sem togaraútgerð var áður lítil eða
engin.
Sæmilegir rekstrarmögu-
leikar víða um land.
Síðan rakti forsætisráðherra
nokkur atriði úr greinargerð at-
vinnutækjanefndar, þar sem segir,
að reynslan hafi sýnt, að rekstrar-
möguleikar togara vestan-norðan-
og austan lands séu ekki stórum
lakari en á Suðurlandi, a.m.k. ekki
þegar á sama hátt er búið að út-
gerðinni þar og fyrir sunnan t.d.
að því er snertir viðgerðir, ísfram-
leiðslu o. fl. Ýmsar ástæður telur
nefndin til þess að nauðsyn sé að
efla nú togaraflotann stórum. Þörf
er að auka útflutningsframleiðsl-
una og erlendan gjaldeyri og einn-
ig atvinnu við framleiðslu á koma
andi árum. Þá sé og eðlilegt að
hefjast handa um endurnýjun tog-
araflotans, og ekki sízt beri á það
! að líta, að í sumum landshlutum
| séu takmarkaðir möguleikar til
| bátaútgerðar af ýmsum ástæðum.
j Eigi hér hlut að máli fjöldi út-
I gerðarstaða vestan, norðan og aust
anlands. Þar hafi víða verið komið
j upp miklum mannvirkjum til hag-
I nýtingar afla, og víða skorti afla
i til vinnslu, • a.m.k. hluta úr árinu.
Jafnframt verði á slíkum stöðum
svonefnt árstíðabundið atvinnu-
leysi. Sé það álit margra, að helzt
verði úr þessu bætt með því að
stofna til togaraútgerðar eða auka
hana í þeim landshlutum og á þeim
stöðum, sem hér um ræðir, eftir
því sem hafnarskilyrði og starfs-
hættir leyfa.
1
Tveir smíðaðir innanlands.
Þá ræddi forsætisráðherra ein-
stakar greinar frumvarpsins. í 1. gr.
er ríkisstjórninni heimilað að
semja um kaup og smíði 15 tog-
ara og selja aftur á kostnaðarverði
eða ráðstafa til útgerðar að fengn-
um tillögum atvinnutækjanefndar.
2. gr. heimilar að láta smíða tvo
þessara togara innanlands, fáist til-
boð um viðunandi byggingarkostn-
að. Sé það og meðfram gert í til-
raunaskyni, þar sem smíði stál-
skipa er nú nýhafin hér á landi.
í þeirri grein er og heimild handa
ríkisstjórninni að taka 150 millj.
kr. láni erlendis. Gert er ráð fyrir,
að kaupendum togaranna verði
endurlánað 85—90% af verði skip-
anna, en þeir útveguðu á annan
hátt 10—15% af verðlaginu.
Stærð og gerð skipanna.
Atvinnutækjanefnd mun síðar
gera tillögur til ríkisstjórnarinnar
um ráðstöfun og staðsetningu tog-
aranna. Einnig þarf að ákveða
stærð þeirra og gerð, og kann það
að verða komið undir því hlutyerki
sem hverju skipi er ætlað, t. d.
hvort það á að stunda veiðar á
fjarlægum eða nálægum miðum,
og einnig eftir því, hvernig hafn-
arskilyrði eru þar, sem þeim er
ætlað að leggja afla á land.
tr' ■ • v. •/ - j
Stuðli að jafnvægi.
í 3. gr. frumv. segir, að tillög-
ur atvinnutækjanefndar skuli gerð
ar með sérstöku tilliti til þess, að
stuðia að jafnvægi í byggð lands
ins og er það í samræmi við á-
kvæði stjórnarsamningsins. Er gert
ráð fyrir, að nokkru hærri lán
verði veitt til skipa, sem ráðstaf-
að verður til Norður-, Vestur- og
Austurlands.
Ríkisútgerð togara.
I stjórnarsamningnum er gert
ráð fyrir, að skipin verði rekin
„af hinu opinbera og á annan hátt“
eins og það er orðað, sagði for-
sætisráðherra ennfremur. í frum-
varpi þessu er gert ráð fyrir laga-
heimild til að setja á stofn ríkis-
útgerð togara, er leggi afla á land
vestan, norðan og austan lands,
einkum á stöðum þar sem ekki eru
fyrir hendi fjárhagslegir möguleik
ar til að kaupa og reka togara,
enda sé talið að skortur á atvinnu
(Framh. á 2. síðu.)
50 Frakkar drepnir á hrylli-
legan hátt I Marokkó I gær
PARÍS, 24. okt. — 50 Evrópu-
menn hafa verið myrtir í Mar-
okkó síðasta sólarhring. Ilafa
orðið óeirðir miklar í bænum
Meknes í norður hluta Marokkó.
Þar hafa 18 búgarðar verið rænd-
ir og eigendur og skyidulið þeirra
ddrepið á hryUiIegasta hátt. Sum
staðar voru Frakkar umkringdir
í bíluin sínum. Fengu þeir ekki
að koma út, en voru brenndir
lifandi inn í þeim. Allir franskir
lögrcglumenn í Meknes hafa horf
ið frá störfum eftir að innfæddir
starfsbræður þeirra höfðu gengið
í lið með múgnum og tekið þátt
í manndrápunum.
Si Bckkai forsætisráðherra Mar
okkó fór heim frá París í dag.
Kvaðst hann ekki hafa fengið
framgegnt erindi sínu við frönsku
stjórnina, að hún léti lausa þá
fimm foringja skæruliða í Alsír,
sem Frakkar handtóku á leið frá
Marokkó til Túnis. Kvað Bekkai
hættu á að stjórnmálasamband
ið af þessum sökum. Væri um að
ræða móðgun við Soldáninn.
Ben Youssef soldán fer heim
frá Túnis í dag, eftir að hann
hafði lokið viðræðum við Burgiba
forsætisráðherra þar. f yfirlýs-
ingu frá þeim segir, að þeir lýsl
yfir algerri samúð með máístað
skæruliða í Marokkó.