Tíminn - 30.10.1956, Blaðsíða 7

Tíminn - 30.10.1956, Blaðsíða 7
T í MI N N, þriðjudaginn 30. október 1956. 7 æskufólks er áfellisdómur yfir túlkun kristins boðskapar í Norðuráifu virðist vaxandi fjöldi manna þeirrar skoðnnar að trú og kirkjulíf sé að hverfa af dagskrá í þjóðfélögunum Tvö sumur síðast liðin hef ég haft tækifæri til að fer'ð- ast um Evrópu norðan- og vestanverða. — Aðstaða kristinn- ar kirkju í löndum Norðurálfu og afstaða almennings til hennar hafa verið meðal áhugamála minna og rannsóknar- efna. I usta kirkjunnar biði of oft átekta, Nákvæmar og vísir.dalegar hafa vildi sjá hvernig úr réSist, en viro athuganir mínar ekld verið og nið- ist ekki treysta sér í nafni kirkju urstöðurnar má því með réttu gagn! og kristni að bera ábyrgð og rísa undir eigin viðhorfum og sjónar- miöum. — Hitt myndi raunar ekki minna atriði, að skortur væri stundum tilfinnanlegur á samræmi ra GuSmundur Sveinsson. hann ætti að taka af kastið í beygj ryna. Ég kaus að kynnast ástandinu sém leikmaður ekki kennimaður. -- Vildi horfast í augu— við veruleik ann eins og hann er, ekki eins og ég sem kennimaður vildi að hannj væri. Ég ræddi ekki við presta og kirkjunnar menn, en því meir við i svörum þessum, reynt að meta; steínu á mikilli ferð. Hvort sem í líf kristinna, samræmi orða og ; unum, hann ætti að sjá um að hald athafna, kenningar og breytni.» | ið yrði í horfi (ao komizt yrði hjá Er ég síðan hefi lagt hugann að, veltum), þegar breyta þyrfti um alþýðu manna, fólk, sem varð á vegi mínum, sumt af tilviljun, ann- að vegna erindisreksturs, en hafði eitt sameiginlegt, að vera venju- legir leikmenn með viðhorf og sjón armið almennings. Unga fólkið heyrir ekki boðskap kirkjunnar Ég hlýt að segja það af því það er satt, að ég var sem þrumu lost- inn, er ég heyrði vitnisburð þessa fólks um afstöðu almennings til kristinnar kirkju og trúarbragð- anna yfirleitt. Eftir því sem fólki þessu sagðist frá, fer það meir og meir í .vöxt, að hinir ungu láti trú- arbrögðin Íönd og leið, taki enga afstöðu til þeirra. Bretar hafa löng þau og vega, hefi ég vissulega1 orðin eru rétt höfð eftir eða ekki, 1 fundið, að þeim var í mörgu áfátt. i þá lýsa þau þó því, sem raunveru- í þau skorti þann velvilja í garð lega hefir verið að gerast í róm- kirkjunnar og trúarinnar, sem! önsku kirkjunni hin síðustu ár, en nauðsynlegur er til að rétt mat þar hefir ein stefnubreytingin rek- fáist. j ið aðra. En það skortir í þau annað og Rannsókn oq gaqnrýni ma þo teljast meginatriði i sam- út , þá sálma skal ekki farið " LV xU?!3°r 5Cm þ- M?í ítarlega hér, aðeins bent á tvennt: 3 Suðfræðistefniim og sjonarmið Rómanska k;rkjan heíir skyndilega um mnan kirkjunnar. Hafi «un. baráttu ginni biblíurann. bandrð mUIi kirkju og folksms; góknum gagnrýni og meira að rofnað, er ekk, að efa, að tulkun; ja hafig þæf m Á fund. knstms boðskapar a þar megm- sök á. Viðgangur og líf kirkjunnar á hverjum tíma er engu háðara og engu tengdara en þessari túlkun. um verði taldir vel kristnir. Kirkju . ®’.a® er megintilgangur þessa er- göngum hefir samt á síðustu árumi111^ að vekja nokkra athygli á hrakað svo mjög að áhyggjum veld Suð-ræðiviðIiorfum okkar tima og það af ærinni ástæðu, sem þegar hefir greint verið. Þrjár höfuðkirkjur Höfuðkirkjur kristninnar ur. Ahugi sá, sem ógnir stríðsins vöktu á andlegum málum dvínar óðum — að sögn — og fjarar út. Söm er' þróunin í Danmörku, og svipað gerist í Svíþjóð, þótt ástand ið sé þar betra en víðast hvar ann-' þrjár svo sem kunnugt er: ars staðar. . Hvernig þessi vitnisburður kem- ur heim og saman við skýrslur og statistik, veit ég ekki. Vel má vera, að hann standist ekki birtu gagn- rýni. Þótt svo væri, sýnir hann eitt: Sú hugsun er úthreidd, að trú in sé að hverfa af dagskrá i þjóð- félögum í Norður-Evrópu. Sú hugs- un er útbreidd, að boðskapur kirkj- unnar nái ekki eyrum ungu kyn- slóðarinnar, snerti hana ekki, vekji ekki einu sinni umtal, hvað þá and mæli. eru Róm- versk-kaþólsk, grísk-kaþólsk og mótmælenda eða evangeliska kirkj an. Muninum á guðfræði-viðhorfum kirknanna, hefir stundum verið lýst þannig. Rómverska kirkjan leggur höfuðáherzlu á lagaboðið, lög kirkjunnar og reglur, tilskip- anir páfa og boðorð kirkjuþinga. Hin gríska leggur mest upp úr helgisiðunum. Við hlið þeirra blikn ar allt. Helgisiðirnir eru líf grísku kirkjunnar og máttarstoðir. — Mót mælenda kirkjan, greind í ótal sér- söfnuði, er eitt atriði öðrum dýr- mætara: Hin rétta kenning. Allt er undir því komið, að kenningin sé rétt, þar geymist líf og kjarni. Kirkjuleg afhöfn forngripur Aðrar fréttir eru mér einnig færðar af viðhorfinu til kirkjunn- ar og trúarbragðanna: Kirkjur og guðsþjónustur eru að verða í vit- und margra í Norðurálfu forngrip- it og minjagripir, minjar horfins Það er hins vegar margra skoðun, hugsunarháttar, liðins tíma. Af i að helgisiðakirkja sé ekki líkleg um fræðimanna, sem fást við rann- sóknir og ritkönnun, trjóna nú sprenglærðir vísindamenn „kaþólsk ir“ og láta í ljósi engu síður rót- tækar skoðanir og viðhorf en aðr- ir. Muna má þó hitt, er páfakirkj- an fordæmdi alla slíka rannsókn og lét sér vel líka, er guðfræðing- ar mótmælenda hökkuðu hver ann- an í sig og hér um bi! holrifu kirkju sína í dcilum um réttmæti rannsókna og biblíugagnrýni. — Nú þegar stormana hefir lægt og a'llir viðurkenna réttmæti rannsókn anna opnar rómanska kirkjan hlið sín og telur sig verndara vísinda þessara og velunnara. — Þess hef- ir verið nauðsyn, að kastið væri tekið af í þessari beygju. En hafi rómanska kirkjan lyft merki frjálslyndis og víðsýnis í sambandi við rannsóknirnar, hefir hún þó gætt þess, að ekki hallaðist á og hin íhaldssömu öfl ættu engu minni sigrum að fagna. Rétt um sama leyti og losað var um höftin á vísindamönnunum var hert á böndum þröngsýni annars staðar. Nýju trúaratriði var bætt við, svo að sáluhjálparhliðið þrengdist: trú in á himnaför Maríu var gerð að skilyrði fyrir eilífri sælu. Og þetta gerðist fyrir örfáum árum, á júbil- Óvenjuleg bjartsýni á getu manns ins og möguleikum markaði stefn- una annars vegar, — hins vegar vaxandi þekking á trúarbrögðum annarra þjóða og af hvoru tveggja spratt gagnrýnisandi aldarinnar. Úr þessum jarðvegi óx frjáls- lynda guðfræðin svonefnda, liberal- guðfræðin, guðfræði einstaklings- hyggju og þróunarkenningar. Hún spratt úr jarðvegi iðnbyltingar og vökvaðist dýrum draumum um mátt mannsins, sem getur og vill gera sér jörðina undirgefna. Liberal-guðfræðin er að mínu viti síðasta kristna guðfræðin, sem átt hefir samleið með þeim tíma, sem skóp hana, síðasta guðfræðin, sem kunni að beita því máli, sem flestir samtíðarmannanna skildu. Síðan hún leið, — því tími hennar er liðinn — hefir engin guðfræði kristileg mér vitanlega slegið í takt við samtíðina, ef leyfilegt er að komast svo að orði. Þróun einstaklingshyggju En hvað olli liberölu guðfræð- inni erfiðleikum og því gat hún ekki fylgt þróun tímans og aðlagað sig breytingum þeirra sjónarmiða, sem skópu hana? Astæðurnar munu vera margar. Augljósasta ástæðan er samband frjálslyndu guðfræðinnar við þá grein einstaklingshyggjunnar, er átti eftir að einangra sig með því að skýra inntak stefnu sinnar á þá leið, að einstaklingnum skyldu sem minnst takmörk sett. Þróun hans og þroski væri undir því kominn, að einstaklingurinn fengi hafta- laust að neyta alls þess, er með honum byggi. Með því að tengjast þessari túlkun einstaklingshyggj unnar hefir frjálslynda guðfræðin ratað í sama vanda og ýmsir hinna svonefndu liberölu«- stjórnmála- flokka, sem dagað hafa uppi eins og nátttröll, þótt þeir hafi eitt sinn borið uppi merki víðsýni og fram- sýni. — Vegna þessarar afstöðu frjálslyndu guðfræðinnar lenti hún brátt í harðri andstöðu við kollekt- ívar stefnur, er þó höfðu sótt snar an þátt sjónarmiða sinna til ann- arrar greinar individúalismans: á- herzlunnar á gildi einstaklingsins, hvers einasta manns og rétt hans til að öðlast hlutdeild í sameigin- legum arði. Stefnur, sem lögðu á- herzlu á samvinnu og samhygð, sameigin og félagshyggju gátu ekki fellt sig við túlkun, er gerði ofrík- ismenn og arðræningja að máttar- stólpum samfélagsins. Því var það, að fræðimenn, og guðfræðingar, er Á nýafstöðnum almennum kirkjufundi, flutti séra Guð- mundur Sveinsson skólastjóri merkilega hugvekju um þró- un kirkju- og kristnimála í Norðurálfu. Hefir hann góð- fúslega veitt Tímanum leyfi til að birta erindið. þeim ástæðum skal vanda kirkjur og af sömu ástæðum skal hafa helgisiði um hönd. Gengið er til guðsþjónustuhalds með líku hugarfari og litið er inn á forngripasafn, af lotningu fyrir liðnu, ekki vegna hins að leitað sé lífs og kraftar eins og við kristnir trúum og höfum sannreynt. Fátt um greið svör „Hvað veldur?“ spurði ég vini og viðmælendur. Hvað veldur, að kirkjur tæmast? Hvað veldur, ef boðskapur kristindómsins nær ekki til ungu kynslóðarinnar, sem er að erfa löndin? Og hvað veldur, ef kirkjur og helgisiðir eru að verða forngripir einir í vitund almenn- ings? Ég fékk ekki greið svör. Fáir höfðu reynt að kryfja málið til mergjar. Tæpt var á, að ein ástæð- an myndi vera sú, að kirkjuna skorti forustu, en. forustuna, ein- urð og dug, að láta í 1 jósi skoðan- ir á þeim augnablikum, er úr skæru um stefnu og leiðir. For- Um grísku kirkjuna verður hér;ári rómönsku kirkjunnar. elcki rætt. Til þess skortir nægi-j Þannig ber „kaþólskan" kápuna lega þekkingu og kunnugleik. — ■ á báðum öxlum. Hún reynir að laða að sér menntamenn og intelektu- ala með víðsýni og frjálslyndi, rót- tæka t. d. með starfsprestaskipu- lagi sínu í Frakklandi, sem þó mis heppnaðist vegna þess að prestarn ir gerðust of róttækir sjálfir. En hún heldur á hinn bóginn við hugs- unarhætti, sem gerir alþýou manna ósjálfstæðari og bundnari. Með þessu vill rómanska kirkjan láta líta svo út, sem hún sameini í sér viðhorf spekingsins og barnsins og margir álíta að svo sé. Þessi er vafalaust styrkur „kaþólskunnar“ og vaxandi fylgi á hún, ef um það er að ræða, þessu að þakka. til þess að setja verulega mark á viðhorf samtíðar eins og okkar. Undir þau ummæli skal þó engan veginn tekið. Það er sagt, að rómönsku kirkj- unni sé að vaxa fylgi bæði í Evr- ópu og Ameríku. Það er sagt, að rómversk-kaþólskar kirkjur séu betur sóttar en kirkjur mótmæl- enda. Og það er sagt, að rómversk- kaþólskir séu lausari við geðflækj- ur og taugaveiklun heldur en flest- ir aðrir á þessum órólegu tímum og er þakkað rómönsku kirkjunni. Vafalaust er margt í þessum orða- sveimi runnið frá áróðursmiðstöðv um páfastólsins, en engan veginn allt, og margir álíta, að hér séu staðreyndir raktar. Þess vegna leitar spurningin á: Hvað einkennir kaþólskuna, sem svo er nefnd í daglegu tali, og hversu hagar hún túlkun trúarboð- skaparins? Svo er mælt, að æðsti maður rómönsku kirkjunnar, Píus páfi 12, hafi sagt, að hann liti þeim augum á embætti sitt og ætlunarverk, að urðu snortnir af boðskap sam- vinnu og sósíalisma, gátu ekki fall- izt á þá túlkun einstaklingshyggj- unnar, sem alltof margir liberalir guðfræðingar gerðu sig seka um. Af þessum ástæðum verða, þeg- ar nokkuð keriiur fram á 20. öld- ina, einkennileg skil í heimi guð- fræðinnar meðal mótmælenda. Frjálslyndustu guðfræðingarnir verða andstæðingar frjálslyndu guðfræðinnar. Lærisveinar líberölu guðfræðinnar verða gagrirýnendur hennar. Og gagnrýnin beinist fyrst og frémst að viðhorfinu til heild- arinnar, í þessu tilfelli safnaðarins, og viðhorfinu til einstaklingsins. Heirnur mófmælenda En hvað hefir gerzt í heimi mót- mælenda hin síðari ár? Eins og þegar heíir verið vikið að, var síðari hluti 19. aldar og upp haf hinnar 20. tírni deilna og átaka í mótmælendakirkjunni. Ný við- horf sköpuðu umrót. Framfarirnar á verklega sviðinu og nýjar stefnur í raunvísindum ollu umskiptum í hugsunarhætti almennings. Þeirra umskipta gætti einnig á sviði trú- mála. Tveir gagnrýnendur Öfgarnar sýna bezt hvar skór- inn kreppi. Tveggja gagnrýnenda skal getið, miskunnarlausra niður- rifsmanna á frjálslyndu guðfræð- inni. Það eru Karl Barth, hinn svissneski og Reinhold Niebuhr, amerískur guðfræðingur. Karl Barth hefir í guðfræði sinni farið krákustigu, sem erfitt er flestum venjulegum mönnum að fylgja. Gildi guðfræði hans fyr- ir eftirtímann verður líka tæplega hin svonefnda Arabíu-ganga hans. Annað mun áhrifaríkara. Barth varar við öryggiskenndinni, en hún hefir löngum verið snar þátt- ur í guðfræðikenningum ólíkra stefna og tímaskeiða, og átti ekki sízt við um frjálslyndu guðfræð- ina. Með ýmsu móti hefir því verið lýst hversu hægt sé að kaupa sér ábyrgð í eilífðarsjóð, verða viss um að öðlast sálulijálp. Barth lítur hins vegar svo á, að enginn geti verið öruggur eða haft rólega sam- vizku. Og til þess sé heldur ekki ætlast af höfundi tilverunnar. Því sé svo fjarri, að það sé einmitt ör- yggisleysið eitt, sem haldi mann- inum á réttri braut. Um leið og öryggi sé fengið, sé hætta á ferð- um. Af þessum ástæðum getur heldur enginn treyst því að því er trúarefni varðar, sem annars er talið öruggast: skynseminni og vits mununum. Þar gagnar trúin ein: uppgjöf þess sem maðurinn sér og veit. Skoðanir Barths einkennast af bölsýni, en hann er laus við alla illution að maðurinn geti frelsað sig sjálfur. Af öllum svokölluðum heilagleik manna er ódaunn að skoðunum Barths. Gagnrýni sósíalistans Niebuhr beinist sér í lagi að áherzlu líber- ölu guðfræðinnar á vitund manns- ins um ágæti sitt. Hugsunin um sjálfan sig og eigið ágæti er mesti skaðvaldur mannsins. Þvert á móti á maðurinn að gleyma sjálfum sér í starfi fyrir heildina. Því minna, sem hann veit af sjálfum sér, því fyrirferðarminna, sem hugtakið „ég sjálfur* er í vitund hans því betra. Maðurinn verður að deyja sjálfum sér til að öðlast það líf, sem er eilíft. Þessi skoðun Niebu- hrs gerði það að verkum, að hann hallaðist meir og meir að safnað- arskilningi ortodoxíunnar, en hafn aði skilningi liberölu guðfræðinn- ar, er setti einstaklinginn oft ofar söfnuðinum. Erfitt um vik fyrir almenning Skoðanir Barths og Niebuhrs eru að ýmsu leyti bergmál nýrra samfélagshugmynda og hið sama er að segja um marga aðra af gagn rýnendum líberölu guðfræðinnar. En gagnrýnin veldur einkennileg um skilum í mótmælendakirkjunni og jafijframt glundroða. Ástæðan er sú, að margir hafa gerzt stuðn- ingsmenn hinna nýju sjónarmiða, sem hvað fjærst standa þeim sam- félagshugmyndum, sem þær byggj- ast á og hafa því hvað takmarkað- astan skilnirig á eðli þeirra og til- komu. Gagnrýnin ein á líberölu guðfræðinni nægði, því að margir báru til hennar þungan hug og það af ýmsum ástæðum. Því er það, að mjög íhaldssamir guðfræðingar hafa gripið tveim höndum rök og kenningar manna sem Barths og Nieburhs. — Allt stuðlar þetta að því, að almenningur í löndum mót- mælenda áttar sig lítt á viöhorf- um guðfræðistefnanna. Hann á erf itt með að skilja, að róttækir guð- fræðingar skuli leggja hinum í- haldssömustu guðfræðistefnum vopn í hendur, og enn verr fær hann þó skilið þá guðfræðinga, sem kenna sig við frjálslyndi, en hafa þó ekki getað losað sig við samfélagsskilning 19. aldarinnar. Sjálfhelda Það er því margra mál, að sem stendur sé túlkun kristindómsins í mótmælendakirkjunni í sjálf- heldu, og þar til úr greiðist sé vart að vænta vakningar innan þeirrar kirkjudeildar, og er hún þó vafa- laust sú kirkjudeildin, sem mest má af vænta. Sem betur fer eru ýms teikn á lofti, er gætu boðað, að bjartari tímar kirkjunni væru framundan. Þrátt fyrir átök og sundrung, sem á yfirborðinu virðist einkenna sam- tíð okkar, verður því ekki neitað, að aldrei hefir þó samvinna og samhygð verið meiri í heiminum. Bættar samgöngur og aukin kynni þjóða í milli hafa brætt og eru að bræða ís óvildar og misskilnings. Haldi svo áfram sem nú horfir, munu á næstu áratugum verða unn in stórvirki á sviði alþýðusam- vinnu. — Nýjar aðstæður veita kirkjunni ný tækifæri og beina al- hygli guðfræðinganna að nýjum verkefnum. Hætt skal að vegast, en bökum snúið saman. Túlkun trúar- boðskaparins skal og önnur. — Mun það óneitanlegt, að guðfræð- in er víða að fá á sig mark og svip nýrra viðhorfa. Ekki þarf annað en minna á athygli þá, sem kenn- ing og líf Albert Schweitzers hefir að verðleikum vakið og um leið sú I (Framhald á 8. síðu.)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.