Tíminn - 30.10.1956, Blaðsíða 2

Tíminn - 30.10.1956, Blaðsíða 2
2 TÍMINN, þri'ðjudaginn 30. október 1956, Ungverska síjóraarblaðið ræðst heiptarSega á Pravda Hugsjónir föðurlandsástar og lýðræð is sigruðu í ungversku uppreisninni Blaðið hrekur fullyrðingar Rússa að aftur- haldsseggir og erlendir heimsvaídasinnar hafi staðið að baki uppreisnarinnar Búdapestútvarpið, 29. okt. — Höfuðmálgagn ungverska kommúnistaflokksins, Szabad Nep, svarar í dag í leiðara grein, sem birtist í rússneska blaðinu Pravda á sunnudag um ungversku uppreisnina. Þar er henni lýst sem byltingartilraun afla, er séu fjandsamleg alþýðu landsins og lúti stjórn aftur- haldsseggja, heimsveldissinna og gagnbyltingarmanna erlend- is. Szabad Nep mótmælir þessari ritstjórnargrein Pravda kröftuglega og hrekur hana lið fyrir lið. Petoofis, segir að lokum í grein Szabad Nep. Skjaldarmerki Kossuths á forsiðu Á fyrstu síðu Szabad Nep í dag er skjaldarmerki ungversku þjó'ð'- hetjunnar Kossuths. Þetta merki var einnig skjaldarmerki Ungverja lands þar til 1949, er kommúnistar tóku völdin í landinu algerlega í sínar hendur. Uppreisnarmenn gerðu þetta merki að sínu undan- farna daga og ríkisstjórnin hefir einnig tekið það upp, segir í grein- argerð blaðsins fyrir þessari breyt- íngu á forsíðunni. nauðstöddum í Ungverjafandi Rauði kross íslands hefir ákveð ið að gangast fyrir peningasöfn un til hjálpar nauðstöddum í Ungverjalandi. Verður peninga- gjöfum veitt móttaka á öllum dag blöðum bæjarins næstu tíu daga, og eiimig veitir skrifstofa Rauða krossins gjöfum viðtöku, en hún er til húsa í Thorvaldsensstræti 1, Reykjavík. Allgóð síldveiði Akranesbáta Akranesi í gær. — Hér voru 19 síldveiðibátar á sjó í gær og fengtr þeir alls 1400 tunnur. Aflinn var mjög misjafn. Aflahæstur var.Keil- ir, skipstjóri Ingimundur Ingimund arson, með 220 tunnur, en ein- staka bátur hafði því sem nær ekk ert. Skipstjórinn á Keili sagði að hann hefði sjaldan eða aldrei lóðað eins mikla síld og í nótt. Háhyrn ingar létu lítið á sér kræla. Bátarn ir voru í Miðnessjó. Hér stundar einn 22 lesta bátur og nokkrar trill ur línuveiðar, afli er sæmilegur þegar á sjó gefur. Hvassafell kom hingað í gær með farm af timbri og Vatnajökull með salt. GB. í Pravdagreininni var talað um uppreisnina sem ævintýri þjóð- fénda, er nú væri hrunið til grunna. Hugsjónir lý'ðræ'ðisins sigruðu Það, sem gerðist í Búdapest, segir í grein Szabad Nep, var ekk- ert ævintýri og það hefir heldur ekki hrunið í rúst. í fimm daga dundi sprengjugnýrinn og vél- byssuliríðin, sem stráði dauða og eyðileggingu. í fimm daga hafa hinir ógæfu- sömu íbúar þessarar borgar þjáðst og úthellt blóði sínu. Það voru hinar sönnu hugsjónir föð'- urlandsástar og lýðræðis, sem sigruðu í þessari baráttu en ekki áform afturhaldsseggja og gagn- byltingarmanna. Byltingarmenn- irnir í bæjunum Pest og ítuda óska eftir frelsi. Frelsi fyrir fólk- ið, líf laust við harðstjórn og ógn- anir, meira brauð og sjálfstæði þjóðarinnar, er þetta hið þjóð- fjandsamlega ævintýr, sem Pravda talar um? spyr blaðið Szabad Nep. Ekki af erlendum foga Nei, þeir biðu ósigur og sem í sannleika mega kallast þjóðfénd- ur voru Rakosi-Gerö-klíkan, segir blaðið ennfremur. Þá er algerlega hafnað þeirri fullyrðingu Pravda, að uppreisnin hafi veri'ð runnin undan rifjum brezkra og amerískra undirróðursmanna. Við getum með fullu öryggi og ró slegið því föstu, að þessi fullyrðing Pravda er bein móðgun við Búdapestborg og þá hálfa milljón manna, sem þar búa. Frelsisloginn var að slokkna Til allrar hamingju hófst upp- reisnin, sem geisaöi í fimm blóð- uga, hörmulega, en Iíka sigursæla daga, vegna okkar eigin mistaka og glæpa. Meðal þeirra má fyrst nefna, að við létum undir höfuð leggjast að halda lifandi kyndli föðurlandsástar og sjálfstæðis, sem fcður okkar liöfðu fengið okkur til varðveizlu. Þetta var fyrsta krafan á frelsis- skrá byltingarséskunnar ungversku 1848. Æskan heimtar sjálfstæði fyrir land sitt, var fyrsta alriðið af 12 í kröfum frelsishetjunnar voða í KefSavík Á sunnudaginn varð mikið tjón af eldsvoða í Keflavík. Þrann þar að mestu stór vöruskáli skammt frá bænum. f skálanum var geymt mikið af veiðarfærum og þar var til húsa rörsteypa Kefla víkurkaupstaðar. Um kl. 10 á sunnudagsmorgun urðu menn þess varir, að eldur var laus í skálanum og magnað- ist hann fljótt. Slökkvilið frá Keflavík og flugvellinum kom fljótt til hjálpar, en erfitt var um slökkvistarfa, þar sem langt var í vatn. Barðist slökkviliðið við eldinn lengi dags og tókst ekki að slökkva að fullu fyrr en komið var undir kvöld. Mátti þá heita að skáiinn væri eyðilegaður og stóðu grindur einar eftir, en veiðar- færi og eignir rörsteypunnar var að mestu brunnið, eða skemmt í eldinum. .2600 íusiuur tiS Keflavikur i gær Keflavík í gær. 29. okt. — Allir bátar voru á sjó í íyrrinótt,*og í gær lönduðu 36 bátar 2600 tunn- um síldar. Var Vonon II. úr Kefla- vík aflahæst me'ð 201 tunnu en Sæljón úr Reykjavík næst með 171 tunnu. Næstir þrír eða fjórir bát- arnir voru með 160—165 tunnur hver. Bátarnir réru allir aftur í gærkvöldi. Hátíð Norræna félagsins í kvöld Norræna félagið heldur hátíð í kvöld í tilefni Norræna dagsins, sem er í dag, 30. okt. Er hann liald inn hátíðegur á öllum Norðurlönd um, og var Norrænn dagur síðast haldinn 1951. Hátíðin I kvöld verður í Sjálf- stæðishúsinu og hefst kl. 20,30. Er mjög til dagskrárinnar vandað, og hún höfð alnorræn að sjálfsögðu. Hefst hún með ávarpi formanns fé lagsins, Gunnars Thoroddsen, borg arstjóra. Síðan verður upplestur, Ellen Malberg, leikkona les. Þá er danssýning, nokkrir Færeyingar sýna færeyska dansa. Frú Britta Gíslason syngur einsöng. Barbro Skovberg les upp. Ivar Orgland, sendikennari, syngur einsöng. Þá verður sýnd kvikmynd: Noget om Norden, og loks syngur Karlakór Reykjavíkur og Guðmundur Jóns- son syngur einsöng með kórnum. Að lokum verður dans stiginn. Aðgöngumiðar eru seldir í bóka- verzlun Sigfúsar Eymundssonar og við innganginn, ef eitthvað verður óselt eftir kl. 3. Happdræfti Hissbyggingarsjéðs Framséknarfl.: Úrslit I keppni SKT söludagur eftir Hver vill ekki eignast nýja 3ja herbergja íbúð 90 m2 að stœrð? Hver lætur hjá líða að freista gæfunnar fyrir 10 kr., þegar 300 þús. kr. íbúð er í boði? Hver hreppir íbúðina í happdrætti húsbyggingar- sjóðs Framsóknarflokksins 1. nóv. n. k.? Miðar eru seldir úr bíl í Bankastræti daglega kl. 2—7. íbúðin (Bogahlíð 26) er opin virka daga kl. 5—7 og á laugardögum og sunnudögum kl. 2—7 e. h. Umboðsm.enn hafið samband við skrifstofuna og látið vita hvérnig salan gengun w- öíflglíxl Umboðsmenn í Reykjavík og Kcpavogi, síminn er um heSgiua Danslagakeppni SKT hélt áfram í Góðtemplarahúsinu um síðast- liðna helgi. Þessi lög komust í úr- slit: f gömlu dönsunum: 1. „Á gömlu dönsunum", fékk 171 atkv. 2. Sonarkveðja, fékk 157 atkv. 3. Nóttin og þú, fékk 127 atkv. í nýju dönsunum: 1. maí, féklc 118 atkv. 2. Bláu augun, fékk 108 atkv. 3. Viltu koma, fékk 100 atkv. Um næstu helgi lýkur keppninni í Góðtempiarahúsinu en eftir það vcrða lögin leikin í útvarp óg géfst þó öllum útvarpshlustendum tæki- færi á að greiða atkvæði í úrslita- keppni. Ekið á hest á Eyrarbakkavegi Selfossi í gær. — Síðastliðinn laugardag var eki'ð á liest á veg- inum milli Eyrarbakka og Sel- foss. Enginn veit, hver þarna hef ir verið að verki því að hestur- inn fannst aðeins lemstraður á veginum og varð að skjóta hann til þess að stytta þjáningar hans. Bílstjórin eða bíllinn sát hins veg ar hvergi og hafði enginn gefið sig fram í gær. Er þetta hið mesta níðingsverk að hlaupa þannig frá linilestum skepnmn án þess að gera aðvart um slys- ið. * ÁG. Bátamir urðu að flýja úr Akrasieshöfn Akranesi í gær. — Síðastliðinn laugardag gerði hér svo illt veð- ur af suðvestri svo að bátunum var ekki vært í höfninni. Gekk sjór inn yfir hafnargarðinn, og tók tvo menn út af honum. Annar náði í kaðal sem hékk út af bryggjunni og var dreginn upp á honum. Hinn synti og var bjargað upp á bát. Bát arnir lögðu frá bryggju og héldu til Reykjavíkur eða Keflavíkur. — Varð síðast að flytja áhafnir út í bátana á trillu, því að ófært var frarn hafnargarðinn. GB. Þriggja ára drengur varð fyrir bíl á Seífossi Selfossi í gær. — í dag varð þriggja ára drengur fyrir vörubif- reið hér á Selfossi og var mikil mildi, að hann slapp lífs. Drengur inn var á þríhjóli þarna á götunni, en vörubifreiðinni var ekið hægt aftur á bak. Fór annað afurhjól bif reiðarinnar yfir þríhjólið og eyði- lagðist það, en drengurinn lenti ut an í hjólinu og kastaði frá. Maður sá, hvað verða vildi og lcallaði til bílstjórans, svo að framlijól bifreið arinnar fór ekki yfir barnið. — Drengurinn var nokkuð marinn og skrámaður. AG. Námskeið í bridge Bridgesamband íslands hefir á- kveðið að gangast fyrir námsskeiði í bridge fyrir byrjendur og hefst það miðvikudaginn 31. október næstkomandi og verður í Edduhús- inu við Lindargötu. Kennari á nám skeiðinu verður Agnar Jörgensson, en þátttökutilkyningar þurfa að berast sem fyrst og er tekið á móti þeim í síma 8 29 60. — Bridgesam- bandið gekkst fyrir slíku námskeiði sem þessu í vor og þótti það takast með ágætum, og hefir því verið á- kveðið að halda slíkum námskeið- um áfram. Dönsk vísindastofn- un rannsakar áhrif kjarnorku Einkaskeyti frá Kaupmannah. Lífeðlisfræðistofnun Kaupmanna hafnarháskóla hefir gefið út til- kynningu, þar sem segir, að stofn- uninni mun verða falið að gera ýmsar athyglisverðar rannsóknir varðandi áhrif kjarnorkusprengja á heilsu manna og öryggi. Mun stofn uninni fengið þetta verkefni að nokkru fyrir tilstilli danska ríkis- ins og að nokkru á vegum Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar. Frá Hðppdrættinu Skrifstofa Happdrættis Húsby ggingars j ófts Framsóknarflokksins ver(Sur opin fram til kl. 10 öll kvöld til mánaöamóta. Komið og geriS skil Dregið 1. nóvember. Rússar kléra í bakkann (Framh. af 1. síðu.) fram að gagnbyltingarmenn og heimsveldissinnar hafi náð tökum á Ungverjalandi. Er talað um að hér sé hin mesta hætta á ferðum - Ríkisstjórnir þessara leppríkja eru enn þá undir áhrifavaldi leiðtog- anna í Kreml. Er því sennilegt að þeir endurómi afstöðu Sovétleið- toganna. álger sigur (Framh. af 1. síðu.) gilti hrottflutningi þeirra frá borginni. Nagy styður kæru vesfur- veldanna Nagy lofaði í gær, að hersveitir Rússa skyldu verða látnar hverfa brott úr höfuðborginni og jafn- framt hafnir samningar við Rússa um brottflutning þess úr landinu. Þá segir í kvöld, að ríkisstjórn Nagys hafi lýst yfir, að hún styðji í einu og öllu ályktun þá, sem lief- ir verið lögð fram í öryggisráði S.Þ., þar sem vítt er vopnuð íhlut- un Rússa í Ungverjalandi. — Var frá þessu skýrt í fréttastofufregn- um NTB í gærkveldi. Öryggislögreglan leyst upp Ríkisstjórnin hefir þegar staðið við það loforð sitt að leysa öryggis- lögregluna upp. Hafa meðlimir hennar í hópum flúið til Austur- ríkis. Tala flóttamanna, sem komn ir eru til Austurríkis er orðin mjög há. Hafa verið settar upp sérstakar búðir fyrir þá. Hafa ver- ið sett flögg á landamæralínuna á stóru svæði til að gera flóttamönn- um auðveldara að átta sig. í kvöld var landamærunum skyndilega lokað, en þau hafa verið algerlega opin undanfarna daga. Hjálp sterymir a8 Matvörur, lyf og nauðsynjar streyma nú til Ungverjalands frá Rauðakrossdeildum margra landa. Sérstaklega eru Austurríkismenn stórtækir. Bretar hafa sent feikna birgðir frá bækistöðvum í V-Þýzka- landi. Er flogið með þær til Vínar, en þar taka bifreiðar, lestir og flugvélar við. Á Norðurlöndum hefir safnazt feikna mikið. Mikið magn af sjúkravörum fór frá Kaup mannahöfn í kvöld, svo og efni í bráðabirgða sjúkrahús. Læknir fór einnig til að annast úthlutun og annað í sam’oandi við sendingarnar. | TÍMANN 1 Vantar ungling eða eldri mann til blaðburðar í | VOGAHVERFI | Afgreiðsla TÍMANS. | i iiiiiiiuiiiiiuiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiuiiiiiiimiiuiuiiiuiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiinimiimiiiimiuiiiiiiil

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.