Tíminn - 11.11.1956, Blaðsíða 7

Tíminn - 11.11.1956, Blaðsíða 7
T í MIN N , sunnudaginn 11. nóvember 1956 7 Vika mikiiia aibirða — ViSIierf þjóðariimar túlkað í yfirlýsingu ríkisstjómariimar — íslend- ingar halda vökn sinni og dómgrekd — Stöðvim siríðsins vi’ð Mið jarðarhaf er merkur áfangi — Tímabili efiirstríSsáraima aS Ijúka — Ovissir iímar fara í hönd — íbaldsmenn á fslandi bjóSa samúð til kaups — Eiginhagsinunabaráiia Sjálfstæðismanna utan þings og innan — Innlend viðreisn er siefna ríkisstjómarinnar Vika mikilla atburða er lið- in, óvissir tímar ganga í garð. f vikulokin síðustu hófu Bretar og Frakkar árásina á Egyptaland. Þær fregnir komu í kjölfar al- þýðmuppreisnarinnar í Ungverja- landi. Um þær mundir virtust standa yfir samningar í milli nýrr ar stjórnar þar í landi og Rússa um brottflutning rússnesks hers úr iandinu. En þegar minnst vonum varði sviptu Rússar af sér samniriga- grímunni. Ungversku nefndarmenn irnir, sem sátu á rökstólum með fulltrúum Rússa, hurfu skyndilega, og rússneskir herir hófu allsherj- arárás á borgir og landsvæði, sem stjórn landsins hafði á valdi sínu. Jafnhliða var sett upp leppstjórn kvislinga á umráðasvæði Rússa, en til fyrrverandi ríkisstjórnar hefir ekkert spurzt á Vesturlöndum síð- an. Það hefir tekið nýtízku véla- hersveitir Rússa alla þessa viku að brjóta á bak aftur frelsishreyf- ingu Ungverja, og virðist þó alls ekki lokið enn. Vestur yfir járn- tjaldið hafa komið að kalla stöðug- ar fréttir af grimmdaræði og blóð- baði. Um allan heim dást menn að hreysti og harðfengi Ungverja, og alda samúðar og harms hefir farið um löndin. Reynt er að koma til hjálpar með því að senda vistir og hjúkrunargögn, en við ramman reip er að draga, því að ungverska leppstjórnin og húsbændur henn- ar hafa tekið fálega hjálparboðum. í vikulokin loga enn eldar í stræt- um ungverskra borga, og enn lifir frelsisglóð, þótt við ofurefli sé að etja. Um allar hörmungarnar og þjáningarnar er engin allsherjar skýrsla til. Úr brotum daglegra fregna geta þeir, sem við frjálsan fréttaflutning búa, raðað saman mynd í huga sér. Ellefu árum eft- ir lok heimsstyrjaldarinnar standa menn frammi fyrir aðgerðum, sem jafna má til framferðis nazista í hernumdum löndum. Það ætti að verða eftirminnileg lífsreynsla fyr- ir þá, sem alltaf hafa verið að bíða eftir því, að veröldin írelsaðist fyrir aðgerðir úr austurátt. Yfirlýsing ríkis- stjórnarinnar Viðhorf yfirgnæfandi meirihluta íslenzku þjóðarinnar til atburð- anna úti á veraldarsvæðinu var túlkað í yfirlýsingu þeirri, sem ríkisstjórnin birti s. I. mánudag. Þar var fordæmt ofbeldið í Ung- verjalandi og árásm á Egypta- land, lýst samúð með hetjulegri baráttu Ungveria til þess að öðl- azt frelsi og lýðræðislega sijórnar- hætti. Yfirlýsingin er á þessa leið: Ríkisstjórn íslands hefir á ráðherrafundi í dag sam- þykkt eftirfarandi yfirlýs- ingu einróma: Ríkisstjórn íslands fordæm ir harðlega hernaðarárás Rússa á ungversku þjóðina og lýsir djúpri samúð með hetjulegri baráttu hennar fyrir frelsi og réfti íil að taka upp lýðræðislega stjórn- arhætti. Ríkisstjórnin fordæmir jafnframt harðlega árás Breta og Frakka á Egypta. Hún mun stuðla að því inn- an Sameinuðu þjóðanna, að komið verði á réttiátum friði og og báðar þessar þjóðir fái óskoruð yfirráð yfir landi sínu án íhlutunar eriendra stórvelda. í samræmi við þessa yfir- lýsingu hefir ver.ið og verð- ur afstaða fulltrúa íslands á alísherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. : i Þessari skeleggu yfirlýsingu og hinu þróttmikla ávarpi, sem for- sætisráðherra flutti þegar á mánu dagskvöld var fagnað um land allt af öllum nema e. t. v. þeim, sem höfðu vonazt til að geta notað fregnirnar af stóratburðunum í eig ingjarnri valdabaráttu heima fyrir. Sú tilraun var að vísu gerð, en var þegar dæmd til ósigurs. fslending- ar halda vöku sinni og dómgreind. Þeir munu flestir taka heilshugar undir lokaorð forsætisráðherrans í ávarpi sínu til þjóðarinnar á mánu- dagskvöldið, er hann sagði: „Ennþá munu fáir vera þess umkomnir að segja það fyrir, til hvers framangreindir atburðir kunna að leiða. Ef Sameinuðu þjóðunum tekst, þrátt fyrir þessi mildu áföll, að sýna styrk og festu, undir erfiðustu aðstæðum, mætti svo fara, að til rofaði að nýju. íslenzka þjóðin heitir á Sam- einuðu þjóðirnar og aðra þá aðila, sem hér eiga hlut að máli, að gera ráðstafanir til þess að endir | verði bundinn á þá hryllilegu at-! burði, sem nú hafa átt sér stað — og á þann hátt, sem frjáJsir menn og réttsýnir um víða ver- öld geta við unað. Við íslendingar murium halda vöku okkar og dómgreind, við- komandi því, sem nú er að ger- ast. Þessir viðburðir minna okk- ur enn einu sinni á það, hvers virði það er að búa í lýðræðis- þjóðfé'agi, þar sem frjálsar rök- ræður, frjáls hugsun og lög ráða ríkjum“. Stö^vim stríSsins vití Miíjaroarhaf Á meðan þessir stóratburðir | hafa veríð að gerast hafa fulltrúar þjóðanna setið á rökstóium og rætt | heimsástandið og möguleika iil 'þess að réttlæti og friður ríki. Árás Breta og Frakka á Egypta var fyrst tekin föstum tökum og bendir allt íil þess, að viðhorf Sameinuðu þjóðanna í þeim efnum hafi verið öfluglega stutt af al- menningsáíiti í Bretlandi og stjórn ílialdsmanna því tilleiðanlegri íil þess að beygja sig. Það er lærdómsríkt og eftir- minnilegt, og á vafalaust efíir að verða talinn stórmerkur áfangi á braut Sameinuðu þjóðanna, að takast skyldi að stöðva styrjöld- ina í Egyptalaudi, forða þvi að ailt færi í bál og brand við Tvær myndir, er tákna stóratburði þá, sem gerzt liafa síðustu viku. Efri myndin: Áróðursrit kommúnismans loga á götu í Búdapcst. Neðri myndin: Antliony Eden, forsætisráðlierra brezku íhaldsstjórnarinnar, baksviðið er Egyptaland og Súez. austanvert Miðjarðarhaf og fá samtök um að senda alþjóðlegt lögreglulið á vettvang til að taka við umráðum landsvæða af inn- rásarherjum. Eftir þessa niðurstöðu er óhægt urn vik að halda því í'ram, að þessi alþjóðasamtök séu einskis megnug laust til að snúa einvaldsstjórn, sem styðzt við lögreglu- og her- vald, frá markaðri braut. í þessu birtist m. a. hinn stórfeldi munur á einræðis- og lýðræðisríkjum og um leið, hver er hinn veiki hlekk- ur Sameinuðu þjóðanna, sem eiga merki um að engar frelsishræring- ar á þeim slóðum verði þolaðar fremur en á Stalinstíð? Ætla Rúss- ar í raun og veru að þverskallast við því að hafa nokkra samvinnu innan Sameinuðu þjóðanna um þau stórtíðindi, sem verið hata að gerast? Um þetta er of snemmt að kveða upp fullnaðardóm. Aðalþing SÞ. er að hefjast og þar munu mál- in skýrast frekar en orðið er. Tímabili ljúka Tíminn birti fyrir nokkrum dög- um eina af hinum athyglisverðu greirium Walter Lippmanns um þróun alþjóðamála. Þar ræddi hann um tímamót í sögu þjóðanna og taldi að tímabili eftirstríðsár- anna væri að ljúka, og ný skipan að fæðast með miklum þrautum. Hann sagði: „Við lifum nú örlagaríka daga. Við erum áhorfendur að því, að uppbygging al- þjóðasamskipta, sem eftirstríðs- tíminn skapaði, er að leysast sundur. Vopnahléið eftir heims- stríðið varð aldrei að íriðar- samningum og upp úr því spruttu ívær aðalmiðstöðvar valds og áhrifa: Önnur í Moskvu en hin í Washington. Vopnahlés línan sem dregin var 1945, varð að pólitískri og hugsjónalegri landamerkjalínu líka, alls stað- ar nema í Kína. Þar skipti í milli hinna tveggja heima eftir- stríðstímans. Á bak við þessar línur voru tvö stórkostleg ríkja- sambönd sett á laggirnar. Þessi bygging eftirstríðsár- anna hefir nú um sinn verið að grotna niður, og á síðustu tveimur árum hefir upplausnin aukizt að umfangi og hraða. Það hefir orðið æ Ijósara, að vaid og áhrif vestrænna þjóða fer minnkandi. Nú virðist hin sama þróun að gerast á áhrifasvæði rússnesku stjórnarinnar. Þegar skipan mála leysist upp, jafn- vel þótt sé aðeins augljós bráða birgðaskipan og vopnahléssamn ingar að stríði loknu, fer á eftir útbreidd upplausn, og nægir þar að nefna dæmin frá Alsír, Ungverjalandi, Kýpur, Pale- stínu og Singapore. Á meðan þessu fer fram, gild- ir að gera sér ljóst, að gömul skipan mála er að enda og ný skipan á samskiptum þjóðanna bíður sköpunar, og þess, að hún rísi smátt og smátt úr kafinu“. Þarna er þessi víðkunni og marg að spenna um allan heim. Það eru! fróði rithöfundur að minna les- einræðisríkin, sem ástunda ofbeldi j endur á hið sama, er forsætisráð- og einskis nýí. Hvernig mundi þó j 0g eigingjarna útþenslustefnu. j herra lagði áherzlu á í ræðu sinni: umhorfs í veröldinni, ef þeirra nyti j Lýðræðisríkjum skjátlast, og for- j Menn eiga að halda vöku sinni og ekki við? Hætt er við, að þá rnundu ingjum tekst um stund að hrekja ' dómgreind viðkomandi öllum at- lögleysur og ofbeldisverk vaða uppi j þær út á ófæra braut, en þær rata burðum, sem gerast á þessari breyt í öllum heimshlutum, og vissulega væri neyð og fátækt og fáfræði meiri en er í dag, þótt langt sé í þeim efnum að settu marki. Það voru hinar gömlu lýðræð- isþjóðir, sem urðu fyrstar til a'ð beygja sig undir vilja Sameinuðu j únismans í Evrópu. þjóðanna efíir að misvitur stjórn-1 arvöld höfou sett blett á heiður: />„• þeirra með ofbeldisárásinni á 0vlSSlr tlESlar Egypta. Á sama tíma þverskallast j Allir valda atburðir þessir því Rússar við aö taka tillit til sam- þykkta SÞ. um Ungverjaland. ingatíð. Það er góð leiðsaga. Þetta er engin tilviljun. í lýð- ræðislöndum er almenningsálit sterkt aðhald, enda er það byggt á raunhæfum upplýsingum um ver- aldarástandið og aðgerðir eigin stjórnarvalda. í einræðislöndum er almenningsálitið iæki, sern stjórnin magnar í eigingjörnum tilgangi með áróðurstækium sín- um, og er ætíð máttlaust og áhrifa- aftur á rétta leið og hin friðsam- lega þróun heldur áfram, þrátt j fyrir tafirnar. í einvaldsríkjum j e ,-i i kommúnismans er þróunin önnur. j odmuo 111 Kaups Blóðug uppreisn gegn kúguninni, i Atburðirnir í Ungverjalandi og svo myrkur hervalds og ofbeld- úöfðu sérkennileg áhrif á dálítinn is á ný, er eftirstríðssaga komm-, fi°kk manna í innsta ráði Sjálf- stæðisflokksins. Því var lýst yfir af einum foringja flokksins, að atburðina þar ætti að nota til að „skera upp herör“ til að koma ríkisstjórninni frá. Síðan var naz- istadeild flokksins sett til að að veröldin gengur nú í móti ó- vissri tíð. Hin fyrsta vika nóvem- j „skera upp herörina" og látin bermánaðar hefir kippt úr skorð- byrja með því að stofna til skríls- um ýmsri skipan, sem áður var.' láta við rússneska sendiráðið. Óll Upp úr kafinu í Egyptalandi og sú aðför og æsingaskrif Morgun- hinum nálægari Austurlöndum blaðsins stefna að því marki að gæti vel risið traustari friðartíð á fyrirbyggja að landsmenn haldi þeim slóðum, ef aðgerðir Samein- vöku sinni og dómgreind. Þessir uðu þjóðanna þar heppnast vel.! foringjar auglýsa samúð með Ung- Þá er mikill vandi leystur. Allt er j verjum, óvissara hver framtíðaráhrif at- burðirnir í Austur-Evrópu hafa. Er ofbeldisárásin á Ungverja en þögn út af málum Egypta, en „samúðin" virðist í ýmsum tilfellum síður bundin við (Framhald á 9. síðu.)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.