Tíminn - 07.12.1956, Page 12
VeðriB:
Hvass sunnan. Rigning.
m
Föstuöagur 7. desember 1956.
Hitinn kl. 18: r
Reykjavík 3 stig, Akureyri
London 9, París 10, Khöfn S*
Stokkhóimur -j-1.
igverja?
og vélbyssur Rússa og leppa þeirra
Hópur vopnSausra verkamanna
aði aívopnaða hermenn í að
þrjár verksmiðjustóSkur
LONDON, 6. des. — f dag kom I Borba gagnrýnir leppstjórnina
til átaka á nokkruin a'ðalgötum
Búdapest, á milli stunðnings-
manna leppstjórnar Kadars og
frelsissveita. Fréttaritarar skýra
svo frá, að minnsta kosti hafi
tveir menn beðið bana í óeir'ð-
um þessum, en margir munu hafa
særst. Átök þessi hófust er hópur
fylgismanna leppstjórnarinnar,
sem gekk um götur borgarinnar
með rauða fána, hitti fyrir jafn
stóran hóp frelsissveita, sem báru
þjóðfána Ungverjalands.
Þeir hrópuðu m. a.: „Burt með
Iíadar", „Bindum endi á þrælahald
ið“, „Burt með Rússa úr Ungverja-
iandi“. Ekki leið á löngu fyrr en
dró til átaka og rifu frelsissveit-
irnar hina rauðu fána kommúnist-
ana í tætlur.
Skriðdrekasveitir á vettvang
Innan skamms komu rússneskir
hermenn á vettvang, vopnaðir
skriðdrekum og vélbyssum, komm
únistum til hjálpar, og hófu skot-
hríð á frelsissveitirnar, og særðust
margir Ungverjanna eftir skothríð
Rússana. Dreifðust þá frelsissveit-
írnar, en söfnuðust síðan saman
aftur og bættust þá margir í hóp-
inn, svo að skipti nokkrum þús-
undum. Rússneskar skriðdreka-
sveitir og brynvarðar bifreiðir
komu strax á vettvang og hófu skot
hríð á mannfjöldann og féllu marg
ir særðir í valinn.
Reyndu að handtaka stúlkur
Skömmu áður en þetta gerðist,
hafði komið til átaka fyrir utan
verksmiðju eina í úthverfum borg
arinnar, þar sem verkamenn vopn
aðir verkfærum einum saman
komu í veg fyrir, að liandteknar
yrðu 3 verksiniðjustúlkur. Var
mikill hópur verkamanna á göt-
unni fyrir utan verksmiðjuna og
létu þeir návist skriðdreka og hót
anir rússneskra hermanna engin
áhrif hafa á sig.
Háskólatóoleikar Sin
Blaðið Borba í Belgrad hefir birt
mjög harðorða grein, þar sem ráð-
ist er harkalega á leppstjórn Kad-
ars. Segir þar m.a., að það hafi
verið mjög óviðurkvæmilegt að
synja Hammarskjöld framkvæmda
stjóra S.þ. að koma til Ungverja-
lands fyrir 16. þ. m.
anooar
Háskólatónleikar Sinfóníuhljóm-
sveitarinnar verða í hátíðasal há-
skólans á sunnudaginn kemur kl.
5 e. h. Flutt verða undir stjórn
Björns Ólafssonar Septett, ópus
20, eftir Beethoven og Svíta í h-
moll eftir Bach. Stúdentum og
starfsmönnum háskólans og gest-
um þeirra er heimill ókeypis að-
gangur, meðan húsrúm endist.
Sir Anthony Edee kenrnr heim
frá Jamaica í næsto vikn
Aikvæ^agreilSsla um traust á brezku stjórnina
fór fram í gærkveldi
LONDON, 6. des.: — Umræðum
um Súez-málið var enn haldið á-
fram í brezka þinginu í dag. Bú-
izt var við að atkvæðagreiðsla
um traust á stjórnina færi fram
seint í kvöld.
Meðal ræðumanna var Noel Ba-
ker úr verkamannaflokknum.
Kvaðst hann ekki vilja vera í
þeirra hópi, sem veldu forsætis-
ráðherranum hin þyngstu orð
vegna framkomu hans í Súez-mál-
inu, en það hefði hins vegar kom
ið fram, að brezka stjórnin hefði
vitað um árásarfyrirætlanir ísra-
elsmanna og slíkt bæri mjög að
harma.
Bar lof á Eisenhower.
Bar Noel Baker hið mesta lof á
Eisenhower Bandaríkjaforseta fyr-
ir framkomu hans í þessum mál-
um, sem vafalaust hefði orðið til
þess að afstýra miklum vandræð-
um.
Mac Millan og Butler töluðu af
hálfu stjórnarinnar.
Eden kemur heim frá Jamaica.
Það var tilkynnt, að Sir Ant-
hony Eden og kona hans, sem
undanfarið liafa dvalizt á Jama-
ica, myndu leggja af stað þaðan
Líkur til að lán til virkjunar Efra-Sogs
muni fást áður en langt líður
Vilhjálmur Þór, bankastjóri, hefir unniS aí
þessum málum alllengi fyrir ríkisstjórnina
Á fundi bæjarstjórnar Reykjavíkur í gær var lögð fram
fundargerð stjórnar Sogsvirkjunarinnar frá 5. des. Er þar
skýrt frá því, að alllangar umleitanir til útvegunar lánsfjár
til virkjunar Efra-Sogs hafi borið þann árangur, að líklegt
sé að slíkt lán fáist bráðlega.
virkjunarinnar þarf að kaupa er-
Segir í fundargerðinni, að fyrir lendí*;.
nokkru hafi fjármálaráðherra, sem
haft hefir lánaumleitanir með hönd
um fyrir stjórn Sogsvirkjunarinn-
ar, skýrt henni frá því, að ríkis-
stjórnin hafi falið Vilhjálmi Þór,
bankastjóra að hafa með höndum
þessar umleitanií fyrir sína hönd,
og hafi hann unnið að því alllengi.
Hafi sá árangur orðið af því, að
likur séu til að lán fáist í Banda-
ríkjunum til þessarar virkjunar.
Eól stjórn virkjunarinnar Stein-
grími Jónssyni, framkvæmdastjóra
sínum, að vera fulltrúi hennar við
lánssamninga og starfa að þeim
undirbúningi með Vilhjálmi Þór.
Samþykkti stjórnin ennfremur
að leggja áherzlu á, að virkjunar-
lán yrði tekið með þeim hætti,
að sæta mætti hinum hagkvæm-
ustu kaupum á rafvélum er til
flugleiðis í næstu viku, þann 14.
þ. m., en á Jamaica hefir Eden
dvalizt sér til hressingar að und-
anförnu.
Beið bana í hnefa-
leikakeppni
KAUPMANNAHÖFN, 5. des. 19.
ára gamall hnefaleikamaður,
Christian Jörgensen að nafni, frá
Sönderborg, lézt í gær á sjúkra-
húsi í Bochhoit í Vestur-Þýzka-
landi. Hann tók nýlega þátt í
hnefaleikakeppni í Þýzkalandi,
þar sem hann beið ósigur og
missti meðvitundina. í fallinu
datt hann með höfuðið á gólfið
og fékk heiiablóðfall. Hann var
borinn meðvitundarlaus á sjúkra-
hús, þar sem hann lézt skGmmu
síðar.
Utauríkisráðherrar
YesturveSdaiiua fiitt-
ast á suneudagiun
PARÍS, 6. des. — Utanríkisráð-
herra Breta, Frakka og Bandaríkj-
anna munu hittast í París á sunnu-
dag og er það í fyrsta skipti, sem
þeir ræðast allir við síðan Bretar
og Frakkar gripu til sinna ráða í
Egyptalandi. Fréttamenn hér
segja, að ráðherrarnir vilji jafna
þann ágreining, sem virðist vcra
kominn upp milli Bandaríkjanna
annars vegar og Breta og Frakka
hins vegar, áður en utanríkisráð-
herrafundur NATO hefst í París á
þriðjudaginn. Þeir Selwyn Lloyd
og John Foster Dulles munu koma
flugleiðis til Parísar á sunnudags-
morgun og talið er líklegt, að fund
ur þeirra og Pineau muni hefjast
þá þegar.
JóiubSað Tímans kemur út
í dag, fjölbreytt að efni
Verður sent út um land næstu daga og
borið til áskrifenda í Reykjavík
Jólablað Tímans kemur út í dag, mjög fjölbreytt og vand-
að að efni eins og áður. Blaðið er 68 síður að stærð og flyt-
ur mikið af þjóðlegum fróðleik, þýddum og frumsömdum
sögum, sem fjölmargar myndir prýða. Forsíðumyndin, tekin
af Guðna Þórðarsyni, er af nyrztu kirkju á íslandi.
Næstu daga verður jólablaðið
sent til áskrifenda víðs vegar um
land, eftir því sem ferðir falla, og
ætti það að komast til allra áskrif-
enda nokkru fyrir jól. í Reykja-
vík verður blaðið borið til áskrif-
enda nokkru fyrir jól, en auk þess
verður það til sölu á götum bæjar-
ins, í bókabúðum og veitingastof-
um. Hvert eintak kostar tíu
krónur.
Efni blaSsins
Blaðið hefst á jólahugleiðingu
eftir séra Árelíus Níelsson, sem
hann nefnir: Á friðarveg. Síðan er
grein eftir Sigurð Ólason, lögfræð
ing, Skúlaskeið, þar sem hann get-
ur sér til, hvaða atburði Grímur
Thomsen hafði í huga er hann orti
hið fræga kvæði, og þarf ekki að
efa að mörgum mun leika forvitni
á að kynnast því efni. Ingólfur
Davíðsson, magister, skrifar fróð-
lega og skemmtilega grein um
fyrsta bæinn við Eyjafjörð, Há-
mundarstaði; Benedikt Sigurðsson
bóndi í Grímstungu á Hólsfjöllum,
skrifar grein um lestrarferð yfir
Hólasand 1930, og er greinin prýdd
mörgum myndum, sem Bárður Sig
urðsson, bóndi og ljósmyndari, tók
fyrir 50 árum.
Þá er grein eftir Einar M. Jóns-
son um Selmu Lagerlöf og Jórsala-
Umferðarslys í gær
Laust fyrir klukkan fimm í gær-
dag varð kona fyrir bifreið í Stór-
holti og handleggsbrotnaði. Konan
var að ganga yfir götuna, þegar
fólksbifreiðin R-5150 kom akandi,
en vegna hálku mun bifreiðar-
stjóranum ekki hafa tekizt að
stöðva bifreið sína nógu fljótt,
með fyrrgreindum afleiðingum.
Önnur kona kom þarna á vettvang,
og tók hún niður númer bifreiðar-
innar, og vill rannsóknarlögreglan
hafa tal af henni, svo og öðrum
sjónarvottum, er kynnu að hafa
verið að slysinu, þar eð lögreglu-
menn komu ekki á slysstaðinn, en
bílstjórinn á R-5150 ók konunni
sjálfur á Slysavarðstofuna þegar
eftir slysið.
farana, sem mörgum mun þykja
athyglisverð. Þýdd grein er eftir
Sigrid Undset, sem nefnist, Bók,
sem olli tímamótum í lífi mínu, en
bókin er Njála. Þá er einnig þýdd
grein um ensku skáldkonuna, Char
lottu Bronté, sem nefnist: Nokkur
atriði úr ævi enskrar skáldkonu á
19. öld. Báðar þessar greinar eru
hinar fróðlegustu.
I-Ielgi Hjörvar á gein í blaðinu,
sem nefnist: Draumkonan og hest-
arnir í vökinni, hin ágætasta frá-
sögn um þrekraun ungrar stúlku.
Heimir Hannesson skrifar um bylt-
ingatilraun á Kúbu, en hann var
(Framh. á 2. síðu.)
Tveir ungverskir flótta-
menn i þjónustu Breta-
drottningar
LONDON, 5. des. — Tveir ung-
verskir flóttamenn í Bretlandi hafa
fengið atvinnu við hirð Elísabetar
Englandsdrottningar og munu búa
í sjálfri Buckingham Palace. Ann-
ar þeirra var þjónn á einu helzta
hóteli í Búdapest, en hinn var rak-
aralærlingur. Þeir munu nú ganga
um beina í höllinni. Hvorugur
þeirra getur talað ensku.
Fjárhagsáætíun Akra
neskaupstaðar 1957
Frá fréttaritara Tímans
á Akranesi.
Fjárhagsáætlun Akraneskaup-
staðar fyrir árið 1957 var lögð
fram til fyrri umræðu á bæjar-
stjórnarfundi s. 1. miðvikudag.
Tekjur bæjarsjóðs eru áætlaðar
kr. 9 millj., þar af eru útsvör á-
ætluð kr. 8,5 millj.
Helztu gjaldaliðir eru þessir: Fé-
iagsmál kr. 1,3 millj., hafnarfram-
kvæmdir kr. 1,3 millj., bæjarút-
gerðin kr. 1,3 millj., ýmsar bygg-
ingarframkvæmdir kr. 1,1 millj.
vegir og holræsi kr. 700 þús.,
menntamál kr. 700 þús. og vatns-
veituframkvæmdir kr. 500 þús. —•
— GB
Ungverjar sigruðu Rússa í áhrifa-
mikiDi keppni í sundknattleik
MELBOURNE, 6. des. —
af áhrifamestu atburðum
píuleikanna var keppni í
Hr. forseti — getið þér ekki sent okkur eitthvað. Vi3 þurfum nefnilega a3 IRma fram fyrir almenning í dag.
— Myndin hér að ofan og meðfylgjandi texti birtist í brezka blaðinu „Daily Express" daginn, sem Haroid Mac
Millan, fjármálaráðherra, skýrði frá fjárhagsöngþveiti því, sem nú er skoliið á í Bretlandi. Skýrði hann
frá því, að Bandaríkjamenn hefðu verið beðnir að láta vexti af lánum Breta vestra falla niður um skeið,
Einn knattleik á milii Rússa og Ung-
Ólym- verja, sem fór fram hér í Mel-
sund- bourne í dag. Úrslit urðu þau,
að Ungverjar báru sigur úr být-
um eftir sögulegan leik, 4 mörk
gegn engu.
Baráttuþrek Ungverjanna var
feikilegt, segja fréttaritarar, enda
nutu þeir einhuga stuðnings 5000
áhugasamra áhorfenda. Lætin
urðu svo mikil er líða tók á leik-
inn, að kalla varð á lögregluna.
Leitar hælis í Ástralíu.
Einum frægasta íþróttamanna
Ungverja, Somogiy, bárust í dag
þær gleðifréttir, að kona hans og
barn hefðu komizt heilu og höldnu
undan blóðhundum kommúnista til
Vínar yfir austurrísku landamær-
in. Somogiy ætlar að leita hælis í
Ástralíu sem pólitískur flóttamað-
m-a- ur og hyggst flytja fjölskyldu sína
þangað hið fyrsta.