Tíminn - 08.12.1956, Qupperneq 2

Tíminn - 08.12.1956, Qupperneq 2
2 T í MIN N, laugardaginn 8. desember 1956. Færri útgáfutiækur en ve! valdar ogvandaður frágangur Bókfellsiítgáfaíi hefir gefitS út margt öndvegis- rita öndvegisrita um jjjóUIegan frótSleik og fjar læg lönd og þjóíir Birgir Kjaran forstöðumaður Bókfellsútgáfunnar átti fund með blaðamönnum í gær og ræddi um bókaútgáfu. En Birgir er kunnugur mjög á þeim vettvangi, enda veitt forstöðu um- fangsmikilli bókaútgáfu mikið á annan áratug. Sagði hann að athylisvert sé, að bækur séu nú færri nýjar á markaði en oft að undanförnu fyrir jólin. Mest mun bókaútgáfan hafa orð' ið síðari stríðsárin og fyrst eftir stríð. Þá gaf Bókfellsútgáfan til dæmis stundum út um 20 bækur á ári. Að þessu sinni gefur útgáfan aðeins út fimm bækur, sem allar eru í flokki úrvalsbóka hver á sínu sviði. Fáar bækur, — vandi að velja. Þcgar bækurnar eru fáar, reynir fyrst verulega á bókaval útgefenda sagði Birgir. Þá er ekki um að ræða, en gefa aðeins út bækur,1 sem taldar eru í úrvalsflokki, hver á sínu sviði. Bókfellsútgáfan hefir frá upp- hafi lagt alúð við útgáfu bóka um mannfræði, þjóðlegan fróðleik íslenzkan, og valdar ferðasögur með lýsingum landa og þjóða fjarri íslandsströndum. Auk bóka flokka fyrir unglinga. Að þessu sinni gefur útgáfan út eitt af öndvegisritum íslenzkra þjóðsagna, þjóðsögur og munnmæl um Jóns Þorkelssonar, sem út kom skömmu fyrir aldamót og verið hef ir ófáanleg bók í áratugi. f bók- inni eru tvær hinar upprunalegu teikningar af Katanesdýrinu, sem bundin er milcil saga við og veiði- ferðinni. Myndir þessar gerði eng inn annar en Sigfús Eymundsson bóksali og Ijósmyndari, sem var kostnaðarmaður fyrstu útgáfunn- ai\ i I þessari nýju útgáfu eru auk | fyrri mynda, tólf teikningar, eftir j Halidór Pétursson, sem þykja mjög | vel gerðar og sannar þjóðlífs og j mannlýsingar í myndlist. Bók um frægar veiðiferðir. Þá gefur útgáfan út bók eftir i einn frægasta veiðimann villidýra, I sem uppi hefir verið, Hunter, þar sem segir frá veiðiferðum í Afríku og víðar. Lagði hann mörg dýr að j velli, en gerðist síðan dýragarðs- [ vörður og lifði friðsömu lífi, og hlaut þó að lokum hörmuleg örlög ’ að falla í krókódílatjörn í dýra- garði, en krókódílarnir urðu honum þar að bana. Þá hefir útgáfan gefið út tvær bækur í bókaflokkum fyrir ungar telpur og drengi. Bláu bækurnar ætlaðar drengjum og rauðu bæk- urnar fyrir telpur. Drengjabókin heitir Gunnar og leynifélagið en telpubókin Lísa og Lotta. Þá er ótalin fimmta og síðasta útgáfubók Bókfellsútgáfunnar. — Kemur sú bók út á þriðjudaginn og hefir inni að halda viðtöl við 34 þjóðkunna menn og konur, sem Valtýr Stcfánsson ritstjóri hefir gert. Er þetta stór bók um 20 arkir í stóru broti prýdd um 50 myndum. Eden lék djarft (Framh. af 1. síðu.) Er úrslitakostirnir komu þann 30. nóvember, reiknaði ég ekki með nema um 40% möguleikum fyrir því, að Bretar og Frakkar myndu leggja út í það að beita hervaldi. Eg hefði ekki haldið, að nokkur maður myndi leika svo djarft, þegar um var að ræða lífs- nauðsynlega hagsmuni hans, ekki aðeins í Egyptalandi, heldur á öllu þessu svæði, slíkan leik, sem hlýt- ur að hafa djúptæk áhrif á olíu- vinnsluna, viðskipti, olíuleiðslur og stjórnmál. Slíkan leik er erfitt að tefla, jafnvel þó að hann hefði unnið hemaðarlegan sigur. Nasser sagði, að með fáum undantekn- ingum, hefðu flestar sprengju- flugvélar Egypta komizt undan, til annarra Arabalanda, áður en Breínm hefði tekizt að eyðileggja þær. Hann bætti því viö, að enn- fremur hefðu nokkrar MIG- þrýstiloftsorustuflugvélar fluið til Sýrlands, meðal þeirra voru nokkrar vélar af nýjustu gerð, MIG-17, sem getur flogið hraðar en hljóðið. Nasser var spurður að því, hvort flugvélar hans hefðu leitað hælis í nokkru öðru landi. — Þegar herir óvinanna eru farnir á brott, munum við hafa mikið að segja, svaraði Nasser. Mjög alvarlegt ástand skapaðist við árás Breta og Frakka. Við á- kváðum að lokum að draga allan egypska herinn frá Sinai-skagan- um og binda okkur eingöngu við vörn Súez-skurðar og Nílar-svæð- isins. Ferðabókaútgáfasn gefur út tvær bækœr um villidýraveiðar og blámenn í Afríku Ferðabókaútgáfan hefir sent frá sér tvær bækur. Önnur þeirra er ferðasaga frá Afríku, eða öllu heldur saga af villi- dýraveiðum þar, og nefnist hún Hamingjusfundir á hætfu- sióðum eftir Robert C. Ruark. Hin er unglingabók og nefn- ist Blámenn og viilidýr og hefir að geyma ýmsar sögur um fræga veiðimenn í Afríku. Bókin hamingjustundir á hættu slóðum er leiðangurssaga banda- ríks manns á villidýraveiðum í Afríku. Bók þessi hefur fengið góða dóma vestra fyrir fjöruga og hreinskilningslega frásögn og glögga lýsingu á lífi dýra og veið- um á þessum slóðum. í bókinni eru margar myndir úr leiðangrin- um. Loftur Guðmundsson hefir þýtt bókina. í bókinni Blámenn og villidýr eru frásagnir við unglingahæfi og all ævintýralegar um mannætur, fílaveiði, krókódíla, Ijón, apa og blámenn, svo að eitthvað sé nefnt. í þeirri bók eru einnig allmargar myndir. Þetta eru kallaðar sannar sögur og heyjaðar úr ýmsum rit- um, en Ólafur Friðriksson hefir þýtt og tekið saman. Fyrirlestur um varn- armál í Gamla Bíói á morgun Á morgun kl. 1,30 e. h. flytur séra Björn O. Björnsson fyrirlest- ur fyrir almenning í Gamla Bíói hér í Reykjavík og fjallar um varnarmál og loftvarnamál. Hefir fyrirlesarinn áhuga á því, að fram fari rannsókn á því, hvort þörf sé á loftvarnakerfi, og hver hætta stafi af flugvöllunum og öðrum hernaðarmannvirkjuin, og drepur á margt fleira viðkomandi þessum umtöluðu málum. R.æða Hermanns (Framh. af 1. síðu.) Til þess að standa við þær yfir- lýsingar og skyldur íslands út á við, varð því að gera það, sem gert var ,eins cg nú er ástatt í heiminum. Langur eða skammur fresíur? Forsætisráðherra vék nokkrum orðum að ræðum manna um það, hvort frestun sú, sem nú hefur verið gerð, verði langvinn eða skammvinn, og sagði, að því gæti sá einn svarað nú í dag, sem líka gæti sagt, hvenær það hættuástand sem nú ríkir, breytist í friðvæn- lega tíma. Yfirlýsingin frá 1949 Þingmenn Sjálfstæðisflokksins höfðu mjög haldið því á lofti, að í rauninni væri ekkert nýtt í sam- komulaginu vegna þess að íslend- ingar hefðu alla tíð haft það á valdi sínu áð ákveða, hvort varnar liðið væri hér eða ekki. í sam- bandi við þetta sagðist forsætis- ráðherra vilja vekja athygli á því, að það er ekki vitnað til samnings ins frá 1951 (í samkomulaginu) heldur til yfirlýsingar, sem þá var að vísu staðfest með fréttatilkynn ingu frá þáverandi utanríkisráð- herra íslands og Bandaríkjanna. Orðsendingaskiptin eru um þessa yfirlýsingu og liggur hún fyrir í samkomulaginu, sagði hann. Hitt er augljóst, að uppsagnarákvæði samningsins frá 1951 eru enn til staðar, og hefur ekki verið breytt. Samkomulag í sam- bræðslustjórn Þá vék forsætisráðherra að því, að mikið væri úr því gert að ráð- herrar væru ekki sammála um orða lag þeirrar yfirlýsingar, sem út hefur verið gefin. Hann minnti á, ao það væri öllum vitað, hver væri skoðun þeirra flokka, er að ríkis- stjórninni standa, á varnarmálun- um. Það hefur aldrei farið dult, en það er nú einu sinni svo í þessu landi, sagði hann, að þar sem fleiri flokkar standa að ríkisstjórn, þá skeður það sjaldan, að flokkarnir séu algerlega sammála um af- greiðslu mála, og hafði þetta kom- ið greinilegast fram í samsteypu- stjórn Sjálfstæðisflokksins og Fram sóknarfl. Ráðherrann minnti á, að eitt sinn var framkvæmd varnar- mála í höndum Sjálfstæðism., og fór þá þannig úr hendi, að flokks- þing Framsóknarmanna samþyklct.i vantraust á þann ráðherra, er með þau fór. Og stjórnarandstaðan á Íslandí úthúðaði Framsóknarmönn um síðan alla tíð fyrir að sitja í ríkisstjórn með manni, sem við værum svo ósammála sem þáver- andi utanríkisráðherra. Forsætis- ráðherrann minnti á, að dæmi um að flokkar í samsteypustjórn séu ósammála fjölmörg, enda ekki við öðru að búast. í samsteypustjórn verða ráðherrar að beygja sig fyrir framkvæmd annarra ráðherra. þótt þeir séu ekki alls kostar ánægðir með það. Ella mundi lítill vegur að koma málum fram. Lántökuafhuganir hafa iengi staðið yfir Út af fyrirspurnum um, hvort fyrirhugaðar væru lántökur og hvort scndimenn hefðu verið gerð- ir út til þess, varpaði forsætis- ráðherra fram spurningu sjálfur: Hvenær leið svo misseri hjá fyrrvcrandi ríkisstjórn í þrjú ár, að ekki væru menn á ferðalagi erlendis til að leita fyrir sér um lán í Evrópu og Bandaríkjunum. Það er ekkert launungarmál, sagði forsætisráðherra, að ríkis- stjórnin leitar fyrir sér um lán í Bandaríkjunum og Evrópu, og heldur þeim sama sið er var hjá fyrrverandi ríkisstjórn. Um ár- angur af þeirri viðleitni væri ekk- ert hægt að segja að svo komnu máli, um þau mál heíði ekki verið samið. Að lokinni þessari ræðu forsætis ráðherra, talaði Ólafur Thors form. Sjálfstæðisfl., en ræða hans gaf tæpast tilefni til frekari um- ræðna, og var fundi síðan slitið, og var þá komið fram yfir mið- nætti. Ungverjaland (Framhald af 12. BlSu.) Sá orðrómur gengur fjöllunum hærra í Búdapest, að mikill fjöldi rssneskra hermanna sé í haldi í stórum herbúðum í höfuðborginni. Vopnaður rússneskur hervörður stendur þar á verði og gætir her- búðanna. Talið er, að hernaðaryfir völd Rússa haldi hermönnum þess um í haldi, þar sem ekki sé á þá treystandi við að uppræta frelsis- baráttu Ungverja. 40 þús. heimili í rúslum Samkvæmt frásögn Búdapest- útvarpsins munu um 40 þúsund heimili í borginni vera í rústum eftir bardagana í borginni, á fjórða þúsund byggingar eru stór- skemmdar eða í rústum og tæp- lega fimm þsund fjölskyldur eru heimilislausar. Mikill skortur er nú á sápu í landinu og öðrum hreinlætisvörum. Matvælaskortur er mikiil í landinu, nóg mun vera til af fiski og mjólk og verður það há- tíðamatur Ungverja um þessi jól. Að þessu sinni munu hús- mæður Ungverjalands hvorki geta fengið hnetur né rúsínur í jólabaksturinn. 120 þús. hafa flúið land Þeir verða sífellt fleiri og fleiri, sem flýja ógnarstjórn kommún- ista. Síðast liðinn sólarhring kom- ust 2330 flóttamenn yfir austur- rísku landamærin þrátt fyrir öfl- ugan hervörð Rússa meðfram landamærunum, en flestum tekst að komast undan í skjóli nætur myrkurs. Er þá ehildartala flótta- manna komin upp í tæp 120 þús- und. Afíurhaldssinnar að verki Moskvu-útvarpið hafði í dag þær fréttir að færa landsmönn- um, að innlendir og erlendir aft urhaldssinnar og fasisíar stæðu á bak við öll vandræðin í Búda- pest og væri það gert til að gefa erlendum agentum aftur- haidsafianna tækifæri til að hlut ast til um innanlandsmál Ung- verja. Hammarskjöld til Moskvu? Fréttamaður danska útvarpsins hjá S. Þ. telur sennilegt, að þau 14 ríki, sem beittu sér fyrir sam- þykktinni í Ungverjalandsmálun- um, muni leggja til, að Dag Hamm arskjöld framkvæmdastjóri S. Þ. muni fara til Moskvu til viðræðna við rússnesku stjórnina um ástand ið í Ungverjalandi. Kvikmyndasýningar Kjartans Ó. Bjarnas. í dag kl. 3 og 7 sýnir Kjartan Ó. Bjarnason kvikmynd sína, Sól- skinsdagar á íslandi, í Gamla bíó. Myndin hefir verið sýnd á Norð- urlöndum og hlotið mikið lof. Sam- kvæmt upplýsingum Kjartans eru sýningarnar í dag þær síðustu hér að sinni. Auk myndarinnar Sól- skinsdagar á íslandi, verður sýnd mynd af knattspyrnukappleikmim milli Rússa og S-Vesturiands og íslenzkar vetrarmyndir. Keilir (Framh. af 1. síðu.) Taugum var komið milli Sæ- bjargar og Keilis og var hann dreginn upp undir Akranes. Skip verjar á Keili höfðu á leiðinni ausið vélarrúmið og tekist að koma vélinni í gang. Komst hann af sjálfsdáðum inn í höfnina, en þangað kom hann kl. 6 í gær- morgun. Þrátt fyrir það hve mik- ið magn síldar skolaðist út af þilfarinu á leiðinni, kom Keilir samt með 504 tunnur að landi úr þessum eftirminniiega róðri. Ræðusafn eftir séra Brynjólf Magnússon gefið út Bókaútgáfan Leiftur hefir gefið út bók, sem nefnist Guðstraust og mannúð og er ræðusafn séra Brynjólfs Magnússonar í Grinda- vík, sem látinn er fyrir nokkrum árum. Séra Brynjólfur var kunnur kennimaður og vinsæll prestur í fjörutíu ára prestsstarfi á Suður- nesjum. Hann var latínu- og lær- dómsmaður mikill á sinnar aldar vísu. Guðmundur R. Ólafsson úr Grindavík hefir búið bók þessa til prentunar, ritar formála um höf- undinn og eftirmála um val pré- dikana þeirra, sem í bókinni eru. Segir hann, að séra Jón Guðjóns- son á Akranesi hafi valið úr hand- ritasáfni séra Brynjólfs, sem geyma mun hátt á annað þúsund ræður, 150 ræður, en lézt áður en lengra var haldið í valinu. Guð- mundur R. Ólafsson segist þá hafa tekið við og valið úr safni því, sem séra Jón liafði tekið frá ræð- ur þær, sem í bókinni birtast. »-3 Ffétttr frá landsbyggðinni % „Hamraíeir' losar ekki í HafnarfirSi a<S fiessu sinni Það var ranghermt í blaðinu í gær, að ,,Hamrafell“ mundi koma til heimaháfnar sinnar, Hafnar- fjarðar nú um helgina, er skipiö kemur með fyrsta olíufarminn. Skipadeild SÍS skýrir blaðinu svo frá, að upphaflega hafi verið ráð- gert, að skipið kæmi með sinn fyrsta farm hingað frá Aruba í Venezúela og losaði í Hafnarfirði, en vegna ástandsins í olíubirgða- málum og vandkvæða á flutning- um til landsins, var þessu breytt og skipið látið iaka Rússlandsolíu í Batúm. Þá olíu er'ekki unnt að losa í Hafnarfirði. Mun þessi fyrsti farmur fara á land í Örfirisey, Laugarnesi og Skerjafirði og skip- ið ekki koma til Hafnarfjarðar í þessari ferð. Tvö skip taka beinamjöl Ólafsfirði: Reykjafoss og Detti- foss tóku hér beinamjöl til út- flutnings 1. og 2. des. s.l. Ágæta skemmtun hélt Slysa- varnadeild karla í Ólafsfirði 1. des. Sýndur var sjónleikurinn Geim- farinn, skrautsýningar voru settar á svið og" dansað var af miklu fjöri að endingu. Á föstudaginn var voru gefin saman í hjónaband af sóknarprest I inum ungfrú Eva Guðrún Willi- amsdóttir og Kristján Ásgeirsson, skipstjóri. Heimili þeirra er að Ólafsvegi 3, Ólafsfirði. Gaman og alvara 50 ára | Fosshóli: Á laugardaginn var jhélt Ungmennafélagið Gaman og I alvara upp á 50 ára afmæli sitt : með myndarlegri samkomu að Yzta ! felli í Kinn. Yngri og eldri félag- |ar voru boðnir, svo og hreppsbú- ar aðrir. Jón Sigurðsson, bóndi, ! Yztafelli, rakti sögu félagsins í ræðu, meðan setið var undir borð- um. j Fyrsti formaður félagsins var Jónas Jónsson frá Hriflu, og var hann við þetta tækifæri gerður að heiðursfélaga. I Núverandi formaður félagsins er Baldvin Baldursson, bóndi á Ó- feigsstöðum. Ungar listamatSur opnar máíverkasýningu á Akureyri | Akureyri í gær: — N. k. laug- , ardag opnar ungur listamaður mál j verkasýningu á Ilótel KEA hér í bæ. Er það Kristinn G. Jóhanns- l son, ungur stúdent héðan úr bæ, . er stundar nám í myndlist í Rvík. | Hann sýnir um 50 vatnslitamyndir \ og nokkur olíumálverk. Kristinn hefir áðu.r sýnt myndir hér og vakið athygli.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.