Tíminn - 08.12.1956, Blaðsíða 6

Tíminn - 08.12.1956, Blaðsíða 6
6 TÍMINN, laugardaginn 8. desember 1956. Útgefandi: Framsóknarflokkurinn. Eitstjórar: Haukur Snorrason Þórarinn Þórarinsson (áb.). Skrifstofur i Edduhúsi við Lindargótu. Simar: 81300, 81301, 81302 (ritstj. og biaSaraenn), auglýsingar 82523, afgreiðsla 2323. Prentsmiðjan Edda h.f. , -............................... Samkomiilag um varnarmálin EFNI SAMKOMULAGS islands og Bandaríkjanna, sem birt var á Alþingi í fyrra- kvöld, mun ekki hafa komiö neinum á óvart. Það var löngu ljóst orðið, að verald- arástandið í dag er allt annað en á s.l. vori, er Alþingi á- kvað að láta endurskoða varn arsamninginn og stefna að torottkvaðningu hersins. — Þá hafði um skeið mjög rof- að til í alþjóðamálum. Það var álit stjórnmálamanna um víða veröld, og ekki sízt i Bandaríkjunum, að þessi þróun mundi halda áfram. Þau tíðindi, sem gerðust í október og nóvember hafa kollvarpað þessum vonum og bókstaflega breytt ásýndl heimsins, eins og það var orð að hér í blaðinu fyrir mánuði. Yfir gengur nú um sinn dimmt él, en hvort í slóð þess kemur uppstytta eða blind- bylur, verður enn ekki séð til fullnustu, þótt skynsamleg- ast sýnist að ætla, að brátt muni e.t.v. heldur rofa til. í LJÓSI þessara atburða og viðhorfs og yfirlýsinga stjórnmálaflokkanna, er sam komulagið um að fresta við- ræðum um brottför varnar- liðs eðlileg þróun. Það er yfir lýst stefna, að hér skuli ekki vera her þá friðvænlegt er í heiminum, en það er líka hinsvegar fastur ásetningur og einlægur vilji þeirra, sem báru fram þingsályktunartil löguna 28. marz, að ekki sé í neinu kvikað frá þeim skyld um, sem við höfum tekið okk ur á herðar í vestrænu varn- arkerfi, þá er viðsjárverðir tímar og hættulegir ríkja. — Því var beinlínis yfirlýst af tveimur stjórnmálaflokkum fyrir kosningarnar, að þótt það væri ófrávíkjanlegt stefnumál þeirra, að ísl. skuli einir búa í landi sínu á eðlilegum tímum, verði hér varnarmannvirki til taks ef aftur syrtir í álinn, og undir eins og ástæða þykir til, vegna yfirvofandi hættu, verði varn arlið kvatt til landsins á ný. í þessu viðhorfi felst ekki aðeins sá vilji, að sjá fyrir eðlilegum vörnum landsins, og tryggja þjóðinni öryggi eftir því sem verða má í viö- sjárverðum heimi, heldur og j hiklaus yfirlýsing um, að við erum hlekkur í keðju frjálsra þjóða, og reiðubúnir til að leggja fram okkar skerf í þágu frelsis og friðar. Á þess- um grundvelli hvílir varnar- sáttmálinn frá 1951, og á þess um sama grundvelli er sam- komulagið, sem birt var í fyrrakvöld. ÞVÍ ER NÚ haldið fram hér í innlendri flokkabaráttu að stjórnarflokkar hafi skipt um skoðun í málinu og fall- izt á önnur sjónarmið en þeir áður höfðu. Þetta er auðvit- að alrangt. Það eru ekki sjónarmið og skoðanir, sem hafa hreyzt, heldur er það sjálft verai d- arástandið, sem liefur gjör- breytzt. Enginn sá fyrir þá miklu atburði, sem nú eru liðnir. Á nokkrum vikum er heim- inum hrundið aftur á bak til tíma, sem jafna má við þá tíð, er kalda stríðið stóð sem hæst. Það var því augljóst mál, þegar fyrir mörgum vik. um, að ekkert annað var í samræmi við yfirlýsingar þær, er gefnar voru fyrir kosningar, né heldur stjórn- arsáttmálann, en fresta öll- um ákvörðunum um brottför varnarliðs úr landinu. Með því eina móti var þjóðin sjálfri sér samkvæm, inn á við og út á við. Nýfundnar skýringar Sjálfstæðism. um að þeirra sérsjónarmið hafi orðið ofan á, eru alveg út í hött. En það er hinsvegar nokkur mælikvarði á þá breytingu, sem orðin er í ver öldinni, að talsmenn Alþýðu bandalagsins skuii hafa birt yfirlýsingar um að þeir fall- izt á frestunina, og telji tíma til ákvarðana um brotthvarf varnarliðsins ekki heppileg- an eins og á stendur. UM LEIÐ og samkomu- lagið markar þessi megin- sjónarmið, er gert ráð fyrir breyttri skipan við fram- kvæmd þess í nokkrum at- riðum. Sú breyting er í sam- ræmi við fengna reynslu beggja aðila og ætti að verða til bóta. Andlift í morgunskímu HÉR úti í miðju Atlants- hafi er mönnum gjarnt að hugsa sem svo, er þeir sitja heima hjá sér á skamm- degiskvöldi og hlýða á heims fréttirnar: Þetta gæti aldrei gerzt hér hjá okkur, það eru bara aðrar þjóðir, sem verða að þola hörmungarnar. Svo birta blöð allt í einu myndir og frásagnir af komu flótta- fólks frá Ungverjalandi til ís lands. Þetta eru nokkrar persónusögur, sagðar á lát- lausan hátt, fjalla um venju legt fólk, verksmiðjuverka- mann, húsgagnasmið, náms menn. Allt í einu stendur þetta fólk úti í suðvestan storminum á Keflavíkurflug- velli, hafði fyrir fáum vikum gengið til daglegra starfa heima hjá sér. Þannig svipta veraldaratburðirnir mann- eskjunum til án fyrirvara; koma þessa fólks hefur fært atburðina nær okkur, þótt það aldrei stanzaði nema skamma hríð á leið til nýrra heimkynna. HIN LÁTLAUSA frásögn þessa fólks af miklum hörm- ungum var sannarlega áhrifa rík, og ætti að vekja til um- hugsunar. Þessi ungversku andlit í grárri morgunskím- unni á Reykjanesi minna á, Tveir ungir íslendingar gestir í amerísku heimili á „ihanksgiving day", heirrta hjá Wisemanhiónunum í San Luis í Kaliforníu. íslendingarnir standa fyrir enda boi-Ssins, hjá húsbóndanum, vinstra megin er Steingrímur Jónsson, sýslumanns Steingrímssonar í Borgarnesi, hœgra msgin Einar Þorsteinsson búnaSarféhgsformanns Sigurðssonar í Vatnsleysu. Hann segir frá fsrðinni í bréfi á þessari biaösíðu. Ungir bæodnr á íerðglagi í Bandankjimnm: nóvember minnir jöroin I forniu á móa og mýrar hér heima En fjar er þaS ekkI kuisli og séiarleysij, heldur þurrkur @g sálskira sem veldur þvi ai förS söinar Hópur íslenzkra pilta úr sveitum ferðast nú um Bandaríkin í boði Bandaríkjastjórnar til að kynnast amerísku þjóðlífi og amerískum búsltap og vélamenningu. Fararstjóri piltanna er Haukur Jörundsson kennari. Hafa þeir þegar farið yfir þvera Ameríku. til Kyrrahafs, og séð og heyrt margt. Eru nú staddir í San Luis í Kaliforníu, en verða í Washington um jólin. í þessum hópi er Einar Þorsteinsson í Vatnsleysu, Sigurðssonar bónda þar, og hefir hann lýst nokkrum hluta ferðalagsins þannig í bréfi, sem hann ritar í San Luis 25. nóv. s. 1.: — Við dvöldum á þriðju viku í Maine-fylki í mjög góðu veðri, ferð uðumst mikið þar í heila viku, fór- um alveg norður undir landamæri Kanada. Fjórir i hópnum komu fram í sjónvarpi í Bangor, en það er borg í Maine, skammt írá há- skólanum, þar sem við dvöldum. Ég var í þessum hóp. Þetta var hálftíma þáttur, sem helgaður var okkar landi, sýndar myndir, sem við fengum að láni hjá þýzkum manni, er lengi hefir verið heima og er nú kennari við háskólann í Maine. Síðan var aðallega rætt við tvo okkar, Hauk Jörundsson farar- stjóra og annan til. Ég hafði mjög gaman af að koma í sjónvarpsstöð- ina. Vorum þar í klukkustund og sáum þegar verið var að sjónvarpa. Sveitadrengir í stórborg Frá Maine héldum við til Chicago og vorum þar í 3 daga. Það er fyrsta stórborgin, sem við gistum hér vestan hafs. Þar er margt að sjá, sem sveitadrengjum kemur talsvert spánskt fyrir sjónir. En ekki get ég sagt að mér íyndist Chicago aðlaðandi borg. Mér fannst ég varla geta dregið andann þar fyrst í stað, því að loftið var svo þrungið verksmiðjureyk og sóti, og yfirleitt er borgin óhrein álit- sér bá vel að hafa úlpu með í ferð- inni! í Lincoln hlýddum við á fyrir- lestra eins og áður, en unnum ekk- ert. Yfirleitt hafa fyrirlestrar þeir, sem við höfum heyrt, verið um allt annað en vélar. Vildum við giarnan heyra meira um þær, ekks sízt þeir eldri, sem einkum fórií til þess að læra um þær. - t í heimboði hjá íslenzku tónskáldi Frá Nebraska fórum við hingað til Kaliforníu (bréfið er ritað í um. Ekki sízt úthverfin. En auð-1 San Luis). Hér fórum við í heim- vitað var þar margt stórfenglegt sókn til Sigurðar Helgasonar, sem að sjá. Frá Chicago héldum við svo íil Lincoln í Nebraska, vorum þar 2 nætur. Þar er fremur kalt og lítils háttar snjór, líkara því en áður, að við værum komnir heim. Kom býr hér í San Luis, og var það mjög skemmtilegt. Sigurður er tón skáld, hefir m. a. samið lagið „Skín við sólu Skagafjörður“. Frú- in er sænsk og leikur á píanó og (Frh. á 7. síðu) að tíð hlutleysis og einangr- unar er liðin. Fyrir okkur, sem aðrar þjóðir, er friðurinn undirstaða frelsis og menn- ingarlífs. Það er lítill skerf- ur, sem við leggjum fram til að efla þann frið og til að styrkja þau samtök, sem eru hans helzta hlíf. Koma ung- versku flóttamannanna hing að til lands minnir ekki að- eins á liver stórbreyting er á orðinn á heimsástandinu síð ustu vikurnar. Þessi rauna- legu, en æðrulausu andlit, eru líka áminning um gildi þeirra frjálsu samtaka, sem varna því, að alda kúgunar og menn ingarlegra formyrkvunar velti vestur yfir álfur og höf. Þróun iþrótta í heila öld. í 800 metra hlaupinu á Ólymp- íuleikunum í Melbourne tókst þeim fjórum keppendum, er fyrst- ir urðu í mark öllum að hnekkja ólympíumetinu. í tilefni af þessu er forvitnilegt að kynna sér nokk uð þann árangur, sem mannkyn- ið hefir náð undanfarna hálfa öld — þ. e. a. s. þann árangur, sem mældur er með stoppúrinu. Niður staða þessara athugana er furðu- leg; ár eftir ár hefir nýjum met- um verið náð á Ólympxuleikunum og eftir því að dæma, sem gerst hefir á leikunum nú hefir tak- mörkum mannlegrar getu á þessu sviði enn ekki verið náð. Court- ney hljóp 800 metra hlaupið nú á 1 mín. 47,7 sek. Ef við athug- um Ólympíuleikana í París árið 1900 sjáum við að þá vann A. E Tysoe þetta sama hlaup á 2 mín 1,4 sek. Hvílíkt erfiði hefir það ekki kostað að vinna þessar 14 sekúndur — það er uppskera í- þróttaafreka í hálfa öld. í styttri hlaupum hefir ekki verið unnt að ná jafngóðum árangri. Samt tókst Morrow að ná nýjum mettíma í úrslitakeppninni í 200 metra hlaupinu í ár. Hann hljóp á 20,6 sek. (þ. e. a. s. næstum 10 meti-a á sekúndu) og eru það góð fram för síðan árið 1900, en þá hljóp Tewkesbury á 22,2 sek. Svona má halda áfram með hverja íþróttagreinina af annarri og maður lcemst ekki hjá að velta því fyrir sér hvaða árangri Grikk- ir hafi náð á sínum tíma, þegar þróunin hefir verið svona ör und- anfarna hálfa öld. Og eftir öllum heimildum að dæma voru Grikkir miklir íþróttagarpar. Metaskrár Grikkja. AÐ ÞVÍ ER bezt er vitað, eru ekki til neinar skrár yfir íþrótta- afrek hinna fornu Grikkja. Máske voru þeir ekki haldnir samskonar metabrjálæði og nútímamaðurinn enda segir Pindar, að íþróttamenn irnir hafi metið erfiðið og ánægj- una af íþróttinni mest. Fyrsti sig- urvegari á Ólympíuleikuxium, sem sögur fara af, er unglingur nokk- ur að nafni Coroebus, sem vann kapphlaupið árið 776 f. Kr. En engin lýsing er til á afreki hans. Það er vitað að í Ólympíueiðnum urðu þeir að sverja að þeir hefðu æft dyggilega í tíu mánuði fyrir leikana. Þeir hafa því sjálfsagt vcrið færir í flestan sjó — en hvað eru þeir til móts við íþrótta menn okkar tíma, sem sumir hverjir hafa stundað æfingar bók staflega síðan þeir skriðu úr vögg unni? Tólf alda saga Grikkja. Á SÍÐARI TÍMUM hefir sér- hæfing íþróttamanna farið stöð- ugt í vöxt og á það sinn þátt í hve mörg met hafa verið sett. En Grikkir, sem mátu fjölhæfnina mest skipuðu pentathlom í heið- urssess, það er keppni i hlaupi, stökki, glímu, spjótkasti og kringlukasti. Þeir stunduðu í- þróttir á skipulegan hátt í tólf aldir og ekki er ólíklegt, að þeir hafi náð miklum árangri 1 þess- ari grein og fleirum. En þar sem enn er enginn vitnisburður til um þetta getum við snúið samanburð inum við og reynt að ímynda okk ur hversu góður Pirie eða Kutz væru með spjót eða í þeirra tíma stökki eða hvernig þrístökkvarinn Vilhjálmur stæði sig í glímunni, sem þá var háð. —Frostl.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.