Tíminn - 08.12.1956, Side 12

Tíminn - 08.12.1956, Side 12
VeSrið: Allhvass suðvestan. Snjór eða slydduél. ____ Hitinn kl. 18: Reykjavík 5 T t,' Ungverskir verkamenn aðvara Rússa og leppa þeirra: Nauðungarflutnmgar og a aíram Fiskur og mjólk verður jólamatyr Ungverja í ár London—MTB, 7. des: Byitingarráð verkamanna í Búda- pest hefir sent aðvcrun tii leppstjómar Kadars þess efnis, a3 ef nauðungarílufningum á ungverskum horgurum og fjöldahandtölium verði ekki þegar í stað hætt, rnuni verSa eínt til annars allsherjBrverkfaíls og þá megi einnig búast við nýju blóðbaði í landinu. Leppsfjórnin hefir lagt mikla áherzlu á þaS undanfarna daga að reyna að uppræta cll byltingarráð í landinu og hafið fjöldahandtökur í því skyni. Bardagar á milli frelsissveitanna og stuðningsmanna leppstjórnar- innar verða tíðari með hverjum deginum. í gær sló oft í bardaga á götum Búdapest og skárust rúss neskir hermenn vopnaðir skrið- tírekum og vélbyssum í leikinn. Rússneskir hermenn hafa oft reynt að dreifa kröfugöngum og hefir þá slegið í bardaga. Undanfarna daga hafa nýjar rússneskar hersveitir streymt inn í Búdapest og hafa allir hinna nýju hermanna borið stálhjálma í stað hinna venjulegu hermanna- höfuðfata. pest lögðu niður vinnu í dag, er þeir komust að raun um, að mik- ill fjöldi unglinga hafði verið lokaður inni í járnbrautarvögn- um á aðaljárnbrautarstöð borg- arinnar og biðu þess að verða sendir nauðugir á brott í þræla- búðir kommúnista. (Fraruh. á 2. síðu.'' stig, Akureyri S, Khöfn 4, Stokkhólmur -i-3, Ne* Vork 17 stig. j Laugardagur 8. desember 1956. Soslov, varaforsætisráðlir. Rússlands, r neitað om vegabréfsáritnn ti! Italíu Jafavel skóSabörnin era handtekin cg send í þræSabúðir kommónisía Flóttamenn, sem nýlega hafa komizt til Vínarborgar skýra svo frá, að á miðvikudag hafi rúss- neskir hermenn handtékið mik- inn fjölda ungra manna og ung- linga og er talið víst, að þeir verði fluttir nauðugir lír Iandi. ef þeir eru þá ekki þegar komnir I rússneskar þrælabúðir. Ungur piltur komst undan úr hóp skólabarna, er Rússar höfðu tekið höndum. Fór hann til verk smiðju í nágrenninu og skýrði verkamönnum frá hvað hefði gerzt. Kom mikill fjöldi verka- manna þegar í stað á vettvang og komust að raun um, að skóla- börnin voru öll lokuð inni í 3 stórum vörubifreiðum, en fengu ekki að gert þar eð rússneskir hermenn hófu strax skotliríð á hópinn. Einn piltanna slapp á brott í átökum þessum. Járnbrautarstarfsmenn í Búda- Hittast Eden, Eisenhower og í Bandaríkjnnnm eftir áramótin? Bæjakeppai í skák Á sunnudaginn kemur fer fram bæjarkeppni í skák milli Austur- og Vesturbæjar. í keppninni taka þátt allir beztu skákmenn bæjar- ins, en fyrirliðar verða Friðrik Ól- afsson fyrir Austurbæinn og Bald- ur Möller fyrir Vesturbæinn. Með- al þátttakenda fyrir Austurbæinn eru auk Friðriks þeir Ingi R. Jó- hannsson, Freysteinn Þorbergsson, Ásmundur Ásgeirsson, Arinbjörn Guðmundsson og Þórir Ólafsson, en af keppendum Vesturbæjar má nefna auk Baldurs, Guðmund Á- gústsson, Guðmund Arnlaugsson, Eggert Gilfer og Árna Snævarr. Keppt verður á 10 borðum, en keppnin fer fram í Þórskaffi og hefst kl. 2. HáskóSafónSeikar Sin- r IsSands á morgnn Sinfóníuhljómsveit íslands hefir sýnt háskólanum þá miklu velvild, að bjóðast til að efna til ókeypis hljómleika fyrir stúdenta og starfs- menn háskólans og gesti þeirra. Verða þeir í hátíðasal háskólans á morgun, sunnudaginn 9. des., og hefjast klukkan 5 síðdegis. Flutt verða Septett, ópus 20, eítir Beet- hoven og Svíta í h-moll eftir Jo- han Sebastian Bach. Stjórnandi verður Björn Ólafsson. Er ekki að efa, að háskólastúdentar muni með þökkum nota sór þetta einstæða kostaboð. LONDON, 7. des. — Samkvæmt fréttaskeyfum frá Róm hefir ítalska stjórnin neitað Suslov um vegabréfsáritun til landsins, en Suslov er einn helzti ráðamaður rússneskra kommúnista og einn varaforsætisráðherra Rússlands. Suslov er formaður nefndar þeirr ar, sem hyggst sækja þing í- talskra kommúnista, sem haldið er í Róm um þessar mundir. BAR ÁBYRGÐ Á BLÓÐ- BAÐINU í UNGVERJALANM. Öðrum meðlimum nefndarinn'ar mun verða hleypt inn í landi'ð. Fréttamenn telja, að ástæðan fyr- ir neitun ítölsku stjórnarinnar sé vafalaust sú, að Suslov er talinn bera mikla ábyrgð á blóðbaðinu í Ungverjalandi. SUSLOV SKAMMT FRA LANDAMÆRUNUM. I Nokkrir meðnefndarmenn Sus- lovs komu flugleiðis til Rómaborg- ar í kvöld og var sterkur lögreglu- vörður á flugvellinum. ítalska stjórnin mun í fyrstu hafa veitt honum vegabréfsáritun, en eftir kröftug mótmæli flestra andkomm- únistiskra blaða, ákvað stjórnin að Suslov skyldi meinað að koma til landsins. Er það var ákveðið, var Suslov á ferð í lest ekki langt frá landamærum Ítalíu. Innanríkisráðuneyti landsins hefir gefið landamæravörðum strangar skipanir um að hleypa honum ekki inn fyrir landamæri Ítalíu. Álirifamiki! stmid er ungverskir íþróttameim yfirgáfo Melbourne MELBOURNE, 7. des. — Helm- ingur þeirra ungversku íþrótta- manna, sem kepptu á Olympíu- leikunum, lögðu í dag af stað flugleiðis heim á leið. Níu íþrótta mannanna skipíu um skoðun á flugvellinum rétt áður en lagt var af stað og rnunu sækja um landsvist í Ástralíu. Búizt er við, að allmargir fleiri muni sækja um landsvist, en ekki verður vitað, hvað þeir verða margir fyrr en eftir tvo daga, er önnur flugvél á að halda áleiðis til Ungverjalands. Mikill fjöldi fólks, flestir ungverskir landnemar, safn aðist saman á flugvellinum í dag áður en vélin lagði af stað. Það var áhrifamikil stund er allur mannfjöldinn söng ungverska þjóð sönginn rétt fyrir brottförina og marga hrast í grát. Grseiileoáing&r vilja taka Færeyinga sér fyri r um Einkaskeyti frá fréttaritara Tlmans í Khöfn, Augi Lynge þingmaður kom við í Færeyjum, er hann var á leið til Grænlands fyrir nokkrum dögum. Átti þá fær- eyska blaðið Dimmalæting viðtal við hann. í>ingmaðurinn lét þess þá getið að Grænlendingar ættu að taka Færeyinga sér til fyrirmyndar, þegar að því kæmi að efla sjósókn og sjávarútveg með nútímasniði frá Grænlandsströndum. Það veldur þó nokkrum erfið- leikum, að Færeyingar vilja ekki setjast að á Grænlandi. En það er talið nauðsynlegt til þess að Græn- lendingar geti lært af þeim hin nýju handtök við veiðarnar. Færeyingum þykir það of lítið London, 7. des: — Talsmaður franska utanríkisráðuneytisins lét svo um mælt í dag, að miklir inöguleikar væru á fundi æðstu manna Vesturveldanna þriggja1 eftir áramótin. Talsmaðurinn sagði, að rætt hefði verið um möguleikana á slíkum fundi á viðræðufundi John Foster Dull- es og sendiherra Frakka í Wash- ington fyrir skömmu. Líklegt væri að þessi fundur Edens, Eisenhowers og Mollets yrði haldinn í Bandaríkjunum í lok janúar eða í byrjun febrúar. Talsmaður bandaríska utanríkis- ráðuneytisins lýsti því yfir í Wash ington í dag, að hann hefði ekki lieyrt um neinar áætlanir varð- andi slíkan fund æðstu manna þrí- veldanna. Hann sagði, að Dulles myndi ræða við utanríkisráðherra Breta og Frakka í París í næstu viku er ráðherrafundur Atlants- hafsbandalagsins verður haldinn þar í borg. Vegnriim ti! freisisins er mjór og vandgenginn Eden frestar ferS sinni til Astralíu og Nýja Sjálands London, 7. des: — Forsætisráð- herra Nýja Sjálands, Holland, íil- kynnti í dag, að sir Anthony Ed- en hefði frestað fyrirhugaðri ferð sinni til Nýja Sjálands um ára- mótin. Engin tilkynning hefir um þetta borizt frá Ástralíu, en Hol- land taldi það fullvíst, að Eden myndi ennfremur fresta ferð sinni þangað. Eden kemur til Englands frá Jamaica eftir eina viku. Þetta er enginn línudans, að minnsta kosti ekki kom-núnistiskur línudans. Og þó er þaS mikilvæg jafn- vægisæfing í meira en einum skilningi. En þetta er enginn gamanleikur. Rússneski herinn í llngverjalandi leggur allar þær hindranir, sem hann getur í veg flóttafóíksins, sem streymir til Austurríkis. Fólkið verð- ur að fara yfir fen og fjöll. Rússar hafa eyðilagt ýmsar brýr yfir ár og síki á landamærunum, og fólkið reyn- ir að vaða og jafnvel synda. Hér hefir flóttafólkið lagt lélega brú yfir á við landamærin og nokkrar mann- eskjur sjást vera að feta yfir. í aðra hönd við fiskveiðar og ótt- ast hin miklu umskipti árstíðanna og harða veðráttu í Grænlandi. Þingmaðurinn efast svo sjálfur um það, hvort verð það sem Græn lendingar fá fyrir fiskinn (en þar er enn dönsk einokunarverzlun), sé nógu hátt til að hægt sé að byggja á því nútíma fiskveiðar og fiskiðnað. Sjóvinnubankinn í Þórshöfn á nú í nokkrum erfiðleikum, vegna fjármála, í sambandi við hvalveiði stöðvun Færeyinga. Hefir verið leitað til Þjóðbankans um samstarf en sá banki krefst trygginga að upphæð 3 millj. danskra króna. Lisímunauppboð Sig. Benedikíssonar i dag f dag heldur Sigurður Benedikts son eitt hinna vinsælu listmuna- uppboða og hefst það kl. 5 í Sjálf- stæðishúsinu. Þarna verða að venju á boðstólum mörg merk listaverk og má þeirra á meðal nefna málverk eftir Ásgrím Jóns- son, sem heitir Horft til jökla úr Landbroti, og mynd eftir Jón Ste- fánsson af Búrfelli við Þjórsá. Þá eru tíu málverk eftir Jóh. S. Kjar- val og eitt eftir Mugg. Of langt yrði að telja öll lista- verkin, enda betra að menn leggi leið sína á uppboðið og sjái með eigin augum hvað þar er fagurra muna og fágætra. Auk málverk- anna eru nokkrir hlutir, svo sem „Kabarett“-bakki fyrir heitan mat, hinn veglegasti gripur úr hvít- málmi og silfri. Útskorin harðvið- arkista fyrir borðbúnað o. fl. List- munauppboð Sigurðar eru mjög vinsæl og fjölsótt enda jafnan á boðstólum hinir eftirsóknarverð- ustu gripir. Eins og fyrr er sagt, hefst upp- boðið í dag kl. fimm stundvíslega.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.