Tíminn - 14.12.1956, Blaðsíða 5

Tíminn - 14.12.1956, Blaðsíða 5
TÍMINN, föstudaginn 14. desember 1956. 5 Gambítiir og verksvið hasis í skjóli hins langa þróunarferilsj síns hefir skákin fætt af sér mörg! tækniyrði, sem aðeins eiga sér I skýringu innan umráðasvæðis henn I ar og hvergi annars staðar. Viðj getum í því sambandi hugleitt orð-1 in „zugzwang" og „gambit“. Fyrra 1 orðið táknar þannig sérstaka þvingunaraðferð, sem stundum má beita, þegar dregur að lokum einhverrar einstakrar skákar. Hið seinna fjallar hins vegar um á- kveðinn þátt skákbyrjana, og erj það hugmynd mín að ræða hannj hér með tilliti til fyrri byrjana-j þátta minna. . Allflestir skákmenn vita hvað um er að ræða, þegar „gambit.“ | ber á góma. Ekki er mér ljós upp-j runi orðsins, en hinu leikur mér grunur á, að það eigi eitthvað skylt við ensku sögnina „to gamle“ (tefla á tvær hættur) og verður' þá merking þess augljós. Skilgrein ingin verður eitthvað á þessa leið: Gambítur er ákveðin tegund tafl- byrjana, þar sem annar teflenda! fórnar peði (peðum) eða manni| og hefir af því vissan hag (fram-j kallar t. d., með skjótri framrás manna sinna, hættulega sókn ái kóngsafm andstæðingsins). Spurn-1 ingin er hins vegar sú, hvort hag-j ræði þetta er virði þess liðs, sem j fórnað er fyrir málefnið. í því erj áhættan fólgin. Takist andstæð-j ingnum að standa af sér sóknina j og halda á sínu, vinnur hann eðli- j lega á liðsyfirburðunum. Nú er það hins vegar viðurkennd stað- reynd, að sífelld vörn hefir sál- fræðilega slæm áhrif og auðveldar afleiki, þegar svo ber undir. Fórn- in sjálf og sú sókn, sem af henni hlýzt, eru því ekki veigamestu at- riðin, hcldur hin nagandi sálræna óvissa, sem andstæðingurinn er stöðugt háður. Gambíta í orðsins fyllstu merk-1 ingu er vart annars staðar að finna en í kóngspeðsbyrjun eftir byrjunarleikina 1. e4,—e5. Þeir áttu blómaskeið sitt á dögum skák- snillinganna Anderssons og Morp- hys. Þessir tveir skákjöfrar voru langt á undan sinni samtíð og skildu mætavel þýðingu skjótrar framrásar mannanna. í þeirra höndum urðu gambítarnir því afar hentug og hættuleg vopn, sem brytjuðu miskunnarlaust niður sér- hvern hinna skilningssnauðu sam- ferðamanna þeirra. Nú á dögum hafa gambítarnir horfið í skugga raunhæfra byrjana, sem til eru komnar vegna aukins skilnings á grundvallaratriðum skákarinnar. Við megum samt ekki leiðast til að álykta, að réttmæti þeirra hafi á neinn hátt verið vísað á bug, heldur er hin raunverulega ástæða sú, að skilningur á vörn hefir al- mennt stóraukist síðan á dögum Anderssons og Morphys. En nóg um það, nú skulum við taka til at- hugunar sameiginleg einkenni þessa ævintýrafyrirtækis skákar- innar. Allir þeir gambítar, sem eiga sér stað eftir 1. e4,—e5, hafa þrennt sameiginlegt: 1) Sókninni er stefnt að veikasta blettinum í svörtu stöðunni, f7- peðinu. 2) Ef svartur óskar að halda því liði, sem á hann er fórnað, verð ur hann að sætta sig við erfiða varnaraðstöðu og óhentuga staðsetningu manna sinna. 3) Bezta leiðin til að mæta gam- bít cr að þiggja fórnina og því næst að einbeita sér að skjótri liðskipan. Ef nauðsynlegt reyn- ist skal svartur láta aftur af hendi peð það eða mann, sem hvítur hefir fórnað. Hann ætti einnig að, leitast við að leika —d5 eins snemma og mögulegt er. Oft fær hvítur í stað fórnarinn- ar sterkt miðborð eða að öðrum kosti skjóta og áhrifamikla lið- skipan. Leikurinn Ba3 kemur og tíðum í veg íyrir svarta hróker- ingu. (Einkum í Evansgambít). En nú vaknar sú spurning aftur: „Vega stöðuyfirburðir hvíts upp á móti liðsmuninum“? Þetta er mjög þýðingarmikil spurning, sem að- eins verður svarað með athugun á stöðunni: Sé hreyfifrelsi svörtu mannanna settar þröngar skorður, verður að telja möguleika svarts verri, sér í lagi, ef kóngur hans er berskjaldaður og illa staðsettur. Hafi svartur aftur á móti frjálst, opið tafl, ætti hann að vinna, að öðrum kosti vera öruggur um jafn- tefli. Fyrsti gambíturinn, sem við tök- um fyrir í dag, er þeirra elztur og tilkomumestur, Kóngsgambíturinn. Hann kemur fram eftir leikina 1. e4—e5. 2. f4 (lykilleikurinn). Hér greinist hann í tvennt og byggist sú greining á því, hvort svartur þiggur peðið eður eigi. Við athug- um fyrst „Kóngsgambít þeginn“. Itóngsgambítur þeginn. Leikjaröð: 1. e4—e5. 2. f4—exf. Opnun f-línunnar gerir það aug- um ljóst, að sókn hvíts muni verða beint að f7-punktinum. Sú stað- reynd, að svarta kóngspeðið er nú! úr vegi, gerir hvítum fært að öðl- ast sterkt miðborð með því að leika d4 síðar meir. Fyrsta verk hans er þó að varna drottningar- skákinni á h4 með 3. Rf3. Sú hugmynd að fórna manni í þágu sóknarinnar, gæti þó komið liér í stað myndun hins sterka mið- borðs. Muzio-gambíturinn er af- kvæmi þeirrar hugmyndar: 3. Rf3 —g5. 4. Bc4—g4. 5. 0—0!—gxf3. 6. Dxf3 með um það bil jafna möguleika. ENÍiAB # M % M mtmímtmt m m m m mm y* pi « §« ym '■zm. H H1 RITSTJORI: FRIÐRIK ÓLAFSSON kafla um Kóngsgambít og athug- um tvær skákir til hliðsjónar. Hv.: Stoltz. Sv.: Samisch. 1932. 1. e4—e5. 2. f4—exf. 3. Rf3—g5.i 4. h4—g4. 5. Re5—Rf6. 6. d4—j d6. 7. Rd3—Rxe4. 8. Bxf4—De7.j 9. De2—Bg7. 10. c3—h5. 11. Rd2 —RxR. 12. KxR—DxD. 13. KxD —Bf5. 14. Ilhfl—Rd7. 15. Rb4—i Rf6. 16. Bb5f—Bd7. 17. Haelt—I Kd8. 18. Bg5—BxB. 19. HxB*svarti ur gefur. Hv.: Kramer Sv.: Euwe.j 1941. 1. e4—e5. 2. f4—-exf. 3. Rf3— Be7. 4. Bc4—RfS. 5. e5—Rg4 (eða; 5. —Rh5 eins og að framan: greinir). 6. d4—d5. 7. Bb3— Bh4f 8. Kfl—b6. 9. Bxc4—Ba6f 10. c4—dxc. 11. Ba4f—b5. 12. Rc3—bxa. 13. Dxa4t—c6. 14. h3 —Rh6. 15. d5—Rf5. 16. Hdl— 0—0. 17. g4—Db6. 18. Dc2—De3. 19. BxD—RxBf 20. Ke2—RxD. 21. RxB—cxd. 22. Hxd5—Bb7. 23. Hcl—BxH. 24. RxB—Rd4f 25. Ke3—Re6. Hvítur gefst upp. Hér er svo að síðustu svarið við dæminu í síðasta þætti. Staðan var þannig: Hv: Kel — Df3 — Hal — Hhl — Bd3 — Rc3 — RÍ4 — peð á a2 — b2 — c2 — d4 — e5 — f2 — g2. Sv.: Kg8 — De7 — Ha8 — Hh8 — Bc8 — Rb8 — Rd7 — peð á a6 — b7 — c5 — d5 — e6 •— f7 — g7 — h7. SVAR: 1. Bxh7f (Algengt „thema“ undir óvenjulegum kring- umstæðum). 1. ■—Hxh7. (Ekki —Kf8 vegna 2. Rg6t). 2. HxH—• KxH. 3. 0-0--0—f5 (flýtir fyrir úr- slitunum). Hhl—Kg8. 5. Hh8f og svartur gafst upp. T. d. 5. —KxH. 6. Rg6f og svarta drottningin fell- ur. 5. —Kf7. 6. Dh5f og mát í næsta leik. Appeisínubrauð. 2 appelsínur. 1 bolli púðursykur. 3 bollar hveiti. Vz bolli strásykur 3 tsk. ger 2 matsk. smjör Vt tsk. salt. Sjóðið börkinn af appelsínunurr þrisvar sinnum (5 mín. í hverl skipti) og skiptið um vatn í hverl sinn. Merjið hann síðan gegnurr sigti og bætið púðursykrinum út í. Setjið í pott og látið bráðna Kælt. — Blandið saman hveitinu strásykrinum, gerinu, saltinu og smjörinu, bætið út í það upplausn inni og dálítilli mjólk. (Deigið á að vera stíft). Bakið við fremur lágan hita (325 til 350 F) í Wi klst. Þegar brauðið er tekið úr ofninum er dálítið smjör sett of an á. Banana-brauð. 1 bolli srnjör 1 bollí strásykur 3 bananar 2 egg 3 matsk. súr mjólk 2 bollar hveiti y2tsk. salt 1 tsk. bökunarsódi. Hrærið smjör og sykur vel, bætif síðan eggjunum (sem hafa veric þeytt dálítið). Merjið bananana og bætið þeim út í. Sigtið hveitið, salt ið og sódann og hrærið saman við. mjólkin er sett síðast í. Bakist í vel smurðu móti við meðal hita i 50 mínútur. Húsráð Það er hægt að geyma sítrónur lengi með því að pensla þær með bræddu parafíni. Þegar þarf að nota þær, eru þær hitaðar lítið eitt og má þá fletta parafíninu af. Það er hægt að fá helmingi meiri safa úr sítrónum, með því að hita þær vel, áður en þær eru pressað- ar. — Tveir telpukjólar úr röndóttum efn- um meS hvítum krögum og uppslög- um. A annan kjólinn eru líka stungn ar hvítar leggingar, en a5 siálfsög'ðu má hafa annsn lit en hvitan til skrauts á kjólana, ef þeir eru úr einhverju efni, sem ekki þoiir sifeltd an þvott. Eftir 3. Rf3 hefir reynslan sýnt að bezta varnarkerfi svarts bygg- ist á 3. —Rf6!, sem krefur hvítan þegar svars. T. d. 4. e5—Rh5. 5. d4—d5 og svartur þarf ekkert að óttast. Eða 4. Rc3—d5. 5. exd— Rxd5. 6. RxR—DxR. 7. d4—Be7. 8. Bd3—g5 (hinir fzúðsamari gætu leikið 8. —Bf5). 9. De2—Bf5 og svartur má vera ánægður með sinn hlut. Svarið 3. —g5 (í stað 3. —Rf6) leiðir til svo óhugnanlega margra og flókinna afbrigða, að því er eng inn kostur að gera skil hér. (Ég vil taka það fram hér, að skýring- arkaflar þessir um byrjanir eru í engu tæmandi. Þeir, sem vilja fræðast eitthvað nánar um þessi efni, ættu að reyna að útvega sér einhverja byrjanabók, t. d. Modern Chess Openings eða Practical Chess Openings, báðar ágætar bækur. Eigi þeir þess ekki kost, skal ég taka að mér útvegunina og geta menn þá skrifað mér. Ut- anáskrift ,,Tíminn“). í Biskups-gambítnum (3. Bc4 í stað Rf3) er hvítur þess albúinn að leika kóngi sínum til fl (skáki svartur á h4) í skjóli þess að liið sterka miðborð hans og skjót lið- skipan vegi upp á móti glataðri hrókeringu. Þessu er mætt á ein- faldastan hátt með 3. —d5!. 4. Bxd5—Rf6. 5. Rc3—Bb4. 6. Rf3— Bxc3. 7. dxc3—c6. 8. Bc4—DxD. 9. KxD—0—0. 10. Rx4—Rxe4 o.s.frv. I flestum þessum afbrigðum er svörtum sjaldnast hagur í því að skáka á h4. Hér ljúkum við þessum fyrri íslendiagar í Kalifomíu héldu há- tíðlegan fullveldisdag 1. desember íslenzk-ameríska félagið í Norður-Kaliforníu minntist full- veldisdagsins með samkvæmi þann 1. desember að Whitcomb hótelinu í San Francisco. Formaður félagsins, hr. Ingvar J son; ritarar, frú Bertha McLeod og frk Margret Brandson og frétta- ritari frú Gunnhildur S. Lorensen. • íslenzkir og amerískir söngvar voru sungnir undir borðum. Að fundi og borðhaldi loknu var stiginn dans til kl. 1 e. m. Skemmti atriði önnuðust hjónin Dan og Louise Welty. Þórðarson, bauð gesti velkomna til hófsins. Undir borðum hélt ræðu hr. Steinþór Guðmundsson og minntist hann dagsins og sögu hans. íslenzki konsúllinn í San Francisco, séra S. O. Thorlákson, talaði einnig og las þakkarbréf frá íslenzka gamalmennaheimilinu Stafholti í Blaine í Washington- fylki, fyrir peningagjöf, er félagið hafði sent heimilinu í minningu um hr. Andres F. Oddstad, lækni, er lézt síðastliðið ár og var fyrsti formaður ísl. félagsins hér. Meðan undir borðum var setið var einnig haldinn stuttur fundur til þess að kjósa embættismenn fé- lagsins fvrir næsta ár. Kosnir voru: Formaður, hr. K. S. Eymundson, læknir; varaform.: hr. Sveinn Ólafs son; gjaldkeri, Steinþór Guðmunds Læknir á flótía, saga eftir Slaughter Bókaútgáfan Setberg hefir gef- ið út skáldsöguna Læknir á flótta eftir Frank G. Slaughter, amer- iska lækninn og rithöfundinn, sem hlotið hefir miklar vinsældir fyr- ir skáldsögur sínar úr lífi og starfi lækna. Hann er höfundur bókar innar Líf í læknis hendi og fleiri skáldsagna, sem komið hafa út hér á landi síðustu árin. Þetta er allstór bók, og gerist saagn í suð urríkjum Bandaríkjanna og á Kúbu. Tveir snotrir skólaklæSnaðir. Við dökkt pils er röndótt blúsa með kraga og uppslögum úr sama efni og pilsið, en við skokkpilsið er köflótt blúsa. Byggingafélag verkamanna í Rvík hefir alls byggt 326 íhéSir Aðalfundur Byggingarfélags verkamana í Reykjavík var haldinn í Iðnó 10. þ. m. Nú eru í byggingu hjá félaginu 32 íbúðir, en leyfi er fengið og byrjað á framkvæmdum 32 Ábúða að auki og verður það 9. byggingarflokkur "élagsins. Þegar þessum framkvæmdum er lokið, hefir félagið byggt 326 íbúð- ir alls, auk skrifstofu- og verzlunarhúss. Úr stjórninni gekk eftir eigin ósk Grímur Bjarnason, er annazt hefir gjaldkerastörf fyrir félagið frá stofnun þess. Þökkuðu fundar- jmenn honum góð og mikil störf í þágu félagsins. í stað Gríms Bjarna i sonar var kosinn Jóhann Eiríksson. |Aðrir í stjórn eru Bjarni Stefáns- ; son, Magnús Þorsteinsson og Al- freð Guðmundsson, en stjórnskip- aður formaður félagsins er Tómas Vigfússon. Svohljóðandi tillaga kom fram og var hún samþykkt samhljóða: „Aðalfundur Býggingarfélags verkamanna haldinn 10. des. 1956 beinir þeim tilmælum til stjórnar Byggingarsjóðs verkamanna, að lán til íbúða byggðra af Byggingarfé- lögum verkamanna verði veitt sam kvæmt anda laga um verkamanna- bústaði, en ekki eins og nú tíðkast aðeins fast lán á hverja íbúð, þar sem sú upphæð nemur um % af byggingarkostnaði“. Á fundinum ríkti ánægja með framkvæmdir félagsins og kom fram mikill áhugi um að hægt væri að auka byggingarframkvæmdir félagsins.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.