Tíminn - 14.12.1956, Blaðsíða 6
6
T í MIN N, föstudaginn 14. desember 1956,
Útgefandi: Framsóknarflokkurinn.
Ritstjórar: Hauknr Snorrason
Þórannn Þórarinsson (áb.).
Skrifstofur í Edduhúsi viB Lindargötu
Slmar: 81300. 81301, 81302 (ritstj. og blaSamenn),
auglýsingar 82523, afgreiðsla 2323.
Prentsmiðjan Edda h.f.
Betra að borga útlendingum!
„EF SÍS hefði tekið
þessa afstöðu hefðu olíufé-
lögin eignazt olíuflutninga-
skip fyrir fjórum árum . . .“
Þetta eru orð Morgunblaðs-
ins í gær, og munu verða
lengi í minnum höfð. Hvað
merkja þau? í aðalgreinum,
að ef SÍS, samtök fólksins í
landinu, hefðu samþykkt
fyrir fjórum árum, að olíu-
flutningaskip, er þá var unnt
að kaupa, væri jafnt undir
stjórn samtakanna og út-
lendra olíuhringa, mundi
Sjálfstæ(ðisflokkurinn ljá
máls á því, að láta úti leyfi,
sem pólitískir umboðsmenn
oliuhringanna sátu á. Með
þessari eftirminnilegu yfirlýs
ingu hefur Sjálfstæðisflokk-
urinn lýst viðhorfi sínu til
þjóðmála öllu hreinskilnisleg
ar, en menn eiga að venjast.
Það hlýtur að fara um al-
menna kjósendur „allrastétta
flokksins", að sjá á prenti
í sjálfu Morgunblaðinu, að
fylgi flokksins við íslenzkt
olíuskip hafi verið háð stuðn
ingi við útlenda oliuhringa.
Þurfa menn frekar vitna við
auk raunverulegt innihald
,sjálfstæðisbaráttunnar‘? ,Ef
SÍS hefði tekið þessa afstöðu
... !“ Það var bara það. Með
þessu er játað, svo augljós-
lega, sem verða má, að það
hafi verið pólitískar spekúla-
sjónir og ekkert annað, sem
stóðu í gegn leyfisveítingu.
Ef leyfi hefði fengist, mundi
íislenzka þjóðin nú eiga 2
olíuskip a. m. k., e. t. v. 3,
og vera algerlega laus af
klafa útlendra olíuskipaeig-
enda, sem hafa mjólkað þetta
þjóðfélag um tugi milljóna
króna á síðustu árum.
MENN verða að muna
•það í þessu sambandíi, áð
olíuflutningar eru ekki smá-
mál í þjóðarbúskapnum, held
ur allt aö því helmingur
allra flutninga til landsins
að þungamagni, og farm-
gjöld skipta tugum milljóna
á ári, verða sennilega yfir
100 millj. króna. Það er því
ekkert smámál, hvort íslenzk
ir aðilar eða útlendingar
nota farmgjöldin til þess að
efla sta(rfrækslu sína. Það
er í raun og sannleika eitt
hið mesta hagsmunamál
þjóðfélagsins, þótt lengi hafi
legið í láginni.
NÚ ER komið skipið og
Ingólfur á Hellu segir lands-
mönnum að betra sé að borga
útlendingum farmgjöld en
íslendingum. Morgunblaðið
segir fullum fetum að ef
SÍS hefði reynzt ofurlítið
þjálla í viðskiputum við Shell
og BP hefði ekki staðið á
Sj álfstæðisflokknum að veita
leyfi fyrir olíuskipi. Þarf nú
frekar vitna við? í hvers
þjónustu er svona flokkur?
ÞAÐ ER lærdómsríkt, að
þegar það liggur fyrir og öll-
um augljóst, að töfin á leyfis
veitingunni hefir kostað þjóð
félagið 20 millj. króna, kem-
ur Morgunblaðiö og segir: að
SÍS hefði verið þjálla í samn-
ingum við Shell á íslandi og
British Petroluem ef íhaldið
hefði Ijáð máls á leyfi. Þetta
eru orð Morgunblaðsins. Þau
standa þar og lýsa viðhorfi,
sem mun vera öllum þorra
landsmanna algerlega fram-
andi. Þá er að kunna að
draga réttar ályktanir af þvi.
Ætla má, að þar séu flestir
sjálfbjarga.
„Shock" í Aðalstræti
MORGUNBLAÐIÐ Og
íylgiblað þess eru uppvís að
því að hafa símað rangar
fregnir af samningamálum
íslendinga og Bandaríkja-
manna til útlanda. Þessi
fréttastarfsemi gekk svo
langt, að talsmenn utan-
ríkismálaráðuneytis Banda-
ríkjanná gátu ekki orða
bundizt heldur sögðu, að allt
væri þar úr lagi fært. Eink-
um að því er varðaði sam-
stöðu íslands og Atlantshafs
þjóðanna. Þar væri engin á-
stæða til ummæla, sem frétta
menn í Reykjavík hefði birt.
ÞEGAR þetta allt er
sannað og ótvírætt, segir
Mbl. að aðeins hafi verið um
smávægilegan misskilning að
ræða, en þegar Mbl. menn
telja hæfilegan frest úti,
segja þeir að þeir hafi alla
tíð sagt rétt og frómt frá.
„Shockið", sem talsmenn í
Washington lýstu yfir komi
þeim bara hreint ekkert við.
STAÐREYND ER, að
Morgunblaðið fór herfilega
rangt með fregnir af varnar
málasamkomulaginu, og ó-
frægingarskeyti urðu til þess
að gera málstað í íslands tor
tryggilegan.
ÞAÐ ER „shock“ fyrir
heiðarlegt fólk að sjá þessar
aðfarir. Verst er þó að sjá
Mbl. halda því fram, að það
geri rétt í því standa þannig
aö íslenzkum málefnum.
MENN GETA deilt um
málefni og haft skiptar skoð-
anir á hlutum innan þess
þjóðfélags sem þeir lifa í,
en það gefur augaleið, að
að mjög er hæpið að menn
geti haldið þannig á mál-
um, að hættulegt sé heild-
inni. Það er aldrei neinn mál
flutningur að reifa röksemd-
ir sínar með röngum forsend
um. Jafnvel þótt hægt sé að
komast upp með slíkan moð-
reyk í byrjun, kemur að því
að ósannindin koma í ljós og
vekja ógeð allra sannsýnna
manna.
FRÉTTAÞJÓNUSTU er-
lendra blaða hérlendis hefur
verið mjög ábótavant frá
því fyrir kosningar og hafa
verið pólitískt litaðar. Erlend
Pistlar frá New York:
Výr saraverkamaðnr Dulles
Herter fær góða dóma sem væntanlegur alSstotJarutanríki’sráíherra
New York, 9. des.
SÍÐAN forsetakosningarnar fóru
fram í Bandaríkjunum, hefir mik-
ið verið um það rætt í blöðunum,
hvort John Foster Dulles myndi
vera utanríkisráðherra áfram og
hver væri líklegasti eftirmaður
hans, ef hann léti.af störfum. Yfir-
leitt virðist það' nú álitið, að Eis-
enhower láti ekki Dulles hætta,
nema hann óski sjálfur eftir því,
þar sem hann beri fullt traust til
hans. Það virðist einnig álitið, að
Dulles. vilji vera utanríkisráðherra
áfram meðan heilsan endist. Að ó-
breyttum ástæðum virðist því ekki
líklegt, að Dulles dragi sig í hlé.
En þetta getur breytzt fljótlega,
því að Dulles er orðinn gamall og
hefir nýlega verið skorinn upp
við krabbameini. Talið er, að sú
aðgerð hafi heppnast vel.
Jafnhiiða því, sem það þykir
nú nokkurn veginn víst, að Dulles
muni ekki láta af störfum fyrst
um sinn, þykir það einnig orðið
öruggt hver verður eftirmaður
hans, ef hann skyldi forfallast
fljótlega. Þetta byggja menn á
þeirri tilkynningu, sem Eisenhow-
er lét birta í gær þess efnis, að 1.
febrúar næstkomandi muni Chri-
stian A. Herter verða aðstoðarut-
anríkisráðherra Bandaríkjanna í
stað Herberts Hoovers yngra, sem
lætur þá af því starfi.
Herter ríkisstjóri er einn þeirra
manna, sem að undanförnu hafa
verið taldir líklegastir til að taka
við af Dulles, ef hann léti af störf-
um. Hinir eru Thomas Dewey,
fyrrv. ríkisstjóri í New York, Ca-
bot Lodge, aðalfulltrúi Bandaríkj-
anna hjá S. Þ., McClay, fyrrv. her-
námsstjóri Bandaríkjanna í Vest-
ur-Þýzkalandi, og Gruenter, fyrrv.
yfirhershöfðingi Atlantshafsbanda-
lagsins.
CHRISTIAN A. HERTER ríkis-
stjóri er 61 árs gamall, fæddur í
París. Bæði móðir hans og faðir
voru mjög listhneigð og dvöldu
við listnám í París, þegar Herter
fæddist. Þau voru þá fremur fá-
tæk, en varð síðar allvel ágengt á
listamannsbrautinni, þótt hvorugt
þeirra hlyti mikla frægð. Herter
reyndist snemma milcill námsmað-
ur og lauk hann laganámi við Har-
vard-skólann 1915 með mjög hárri
einkunn. Hann gekk strax að nám-
inu loknu í utanríkisþjónustuna
og starfaði fyrst á annað ár við
bandaríska sendiráðið í Berlín.
Seinna var hann fluttur til Brus-
sel og dvaldi þar þangað til
Bandaríkin gerðust stríðsaðili.
Meðan Herter dvaldi í Brussel,
samdi hann ítarlega skýrslu um
nauðungarflutninga á belgískum
borgurum til Þýzkalands. Skýrsla
þessi vakti mikla athygli og herti
á andstöðu Bandaríkjastjórnar
gegn Þjóðverjum. Hún átti hins
vegar eftir að valda Herter sjálf-
um alvarlegum erfiðleikum, því
að Þjóðverjar handtóku hann sem
njósnara, er hann var á leið til
Sviss frá Brussel, en bandaríska
sendiráðið þar var lagt niður, þeg-
ar Bandaríkin gerðust stríðsaðili.
Eftir miklar yfirheyrslur og fang-
blöð hafa birt þessar fregnir
vegna þess, að þau vita ekki
betur en þeim séu sendar
hlutlausar fréttir samkvæmt
anda allrar óháðrar frétta-
mennsku. En það er ekki
einstefnuakstur í rógsfrétt-
um íhaldsblaðanna hér. Eft-
ir að farið er að minnka um
gróusögurnar hér að heim-
an, fara sömu aðilar og sendu
þær út á sínum tíma, að
flytja þær inn í mynd afbak-
aðra frásagna, sem hermd-
ar eru upp á virðuleg erlend
blöð og þessir „móttakarar“
og „sendirar“ vilja svo við
ekkert kannast þegar bent er
á ófrægingarstríð þeirra gegn
íslenzkri þjóð.
Herter
elsisvist í eina nótt, tókst Herter
að sannfæra Þjóðverja um, að
hann væri diplomatiskur embætt-
ismaður. Annars hefði hann verið
skotinn samstundis.
Eftir að Herter kom heim til
Bandaríkjanna, hugðist hann að
ganga í herinn, en var neitað um
inngöngu. Ástæðan var sú, að hann
var ekki talinn hafa líkamsþunga,
er samsvaraði hæð hans. Ilerter er
með hæstu mönnum eða 6 fet og
rúmir 5 þumlungar á hæð. Hann
hefir gildnað með aldrinum og
samsvarar sér nú allvel.
HERTER GEKK aftur í utanríkis-
þjónustuna, þegar honum var neit-
að um inngöngu í herinn. Hann
varð ritari nefndar þeirrar, er
skipulagði heimflutning herfanga
frá Þýzkalandi og síðar varð hann
starfsmaður amerísku sendinefnd-
arinnar, sem vann að friðarsamn-
ingunum í París. Um svipað^leyti
kynntist hann Herbert Hoover, er
síðar varð forseti. Sá kunnings-
skapur leiddi til þess, að Hoover
réði hann nokkru seinna í þjón-
ustu sína, en hann var þá yfirmað-
ur víðtækrar hjálparstarfsemi í
Evrópu. M. a. ferðaðist Herter þá
fram og aftur um Sovétríkin til
þess að afla upplýsinga um, hvern-
ig hjálparstarfsemin gengi þar.
Eftir að þessu starfi lauk, gerð-
ist Herter starfsmaður í verzlun-
armálaráðuneyti Bandaríkjanna,
en Hoover var þá verzlunarmála-
ráðherra.
Árið 1930 ákvað Hérter að
skinta um atvinnu. Hugur hans
hafði jafnan beinst að stjórnmál-
um og hann ákvað því að gefa sig
alveg að beim. Hann bauð sig fram
til fvlkisbingsins í MassachusettS
og náði kosningu. Þar átti hann
sæti í 12 ár og var fiögur seinustu
árin forseti fulltrúadeildarinnar.
Árið 1942 náði hann kosningu til
fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og
átti þar sæti næstu 10 árin. Allan
bann tíma átti hann sæti í utan-
ríkisnefnd deildarinnar og vann
sér mikið álit þar. Hann var m. a.
talinn eiga mikinn bátt í því, að
lögin um Marshallhjálpina kom-
ust klakklaust gegnum fulltrúa-
deildina. Herter er sagður hafa
notið mikils álits þingbræðra sinna.
Árið 1952 skoruðu flokksbræður
Herters á hann að gefa kost á sér
sem ríkisstjóra í Massachusett.
Mjög vinsæll demokrati var þá
ríkisstjóri þar. Herter, sem gjarn-
an vildi vera á þingi áfram, lét und
an flokksbræðrum sínum. Hann
náði kosningu og þótti það mikill
persónulegur sigur, því að þetta
sama ár féll flokksbróðir hans,
Cabot Lodge, núv. aðalfulltrúi
Bandaríkjanna hjá S. Þ., við öld-
ungadeildarkosningu í Massachu-
sett eftir að hafa náð þar kosn-
ingu sem öldungardeildarmaður
tvívegis áður. Herter var svo end-
urkosinn 1954, en gaf ekki kost á
sér í haust. Hann er talinn hafa
reynst mjög vel sem ríkisstjóri,
enda kom hann mjög til tals sem
forsetaefni republikana, ef Eisen-
hower hefði forfallast. Harold
Stassen beitti sér fyrir því á sein-
ustu stundu, að Herter yrði vara-
forsetaefni republikana í stað Nix-
ons, en sú tilraun misheppnaðist
m. a. vegna þess, að Herter sjálf-
ur lýsti yfir stuðningi við Nixon
og gerðist aðalframsögumaður að
útnefningu hans á flokksþingi
republikana.
HERTER RÍKISSTJÓRI hefir jafn
an verið talinn tilheyra hinum
frjálslyndara armi republikana,
(Framhald á 8. síðu).
'BAVsromN
Danir hampa list.
FYRIR NOICKRUM árum hóf
danska samvinnuhreyfingin út-
gáfu á endurprentunum á ágæt-
um listaverkum eftir samtíma-
listamenn. Forustumenn sögðu,
að tilgangurinn væri að veita al-
menningi tækifæri til þess að
prýða heimili með góðri list, taka
fjárhagslega hindrun úr vegi
þorra fólks, sem gjarnan vill
njóta listar. Þessir dönsku forvíg-
ismenn töldu prentlist komna á
það hátt stig, að þetta væri unnt
að gera þannig, að öllum yrði til
gagns. Listamenn fengju nokkurt
fé fyrir erfiði sitt, heimilin aftur
á móti myndir, sem horfa til upp-
eldis og menntunar. Með þessu
var líka unnið að því að útrýma
alls konar glansmyndum og
þeirri tízku, að rammagerðir ráði
mestu um það, hvað menn hengja
upp heima hjá sér. í framhaldi
af myndaprentuninni hófu dönsku
samvinnumennirnir að styðja
framleiðslu fallegra listmuna úr
leir, gleri og postulíni; hófu til
vegs nýtt viðhorf í húsgagnagerð,
studdu eindregið framleiðslu
heimilisbúnaðar, sem er í senn
fallegur og hagnýtur. Af þessari
starfsemi hefir orðið hið mesta
gagn. Dönsk heimilismenning,
sem stendur á gömlum merg, lief-
ir notið góðs af.
íslenzk prentlist.
ÞETTA KEMUR í hug þegar at-
hugaðar eru útgáfur listaverka,
sem nú eru á boðstólum í ódýr-
um útgáfum. Mappa með nútíma-
list, eftir 10 nafnkunna lista-
meniv kostar 250 kr.; þjóðkunnur
listamaður hefir gefið út 10 mynd-
ir prentaðar í möppu fyrir 150
kr. Prentun á þessum teikning-
um er þannig, að aðgæzlu þarf til
að sjá, hvort um prentmynd eða
frumrit er að ræða. Með þessil
framtaki er stigið spor í rétta
átt. Raunar er þetta ekki nýjung.
Þetta er aðeins smækkuð mynd
af hinni glæsilegu málverkaprent-
un og útgáfu Ragnars Jónssonar.
Þar eru litfögur málverk prentuð
með fullkominni tækni erlendis.
Það sem hér er á bent. er ekki
svo stórt í sniðum. En prentun
er gerð heima, og hún er vottur
um íslenzka prentlist og sómir
sér vel.
Tíð postulínshundanna.
MENN HAFA löngum haft postu-
línshunda og glerkýr í flimting-
um, og víst er liðin sú tíð, að
mynd af Rússakeisara og danskrl
konungsætt prýði íslenzk heimili.
En menn þurfa ekki nema koma
inn í íslenzka rammagerð til að
sjá, hvað enn er hengt upp á
veggi í íslenzkum heimilum. Þar
ægir oft saman furðulegum hlut-
um; danskir og brezkir veiði-
hundar með önd í kjafti, og rauð-
jakkaður aðalsmaður með 10 þús-
und króna haglabyssu í hendi;
eða fornfálegur kastali við Rín
eða ámátlega lituð ljósmynd af
íslenzku landslagi. Þetta má allt
sjá í einni rammagerð, og margt
fleira. Útgáfa listaverka vinnur
gegn þessari húsaskreytingu. Slík
útgáfa gegnir því allmerku hlut-
verki. Ilún á skilið stuðning.
— FrostL