Tíminn - 22.12.1956, Blaðsíða 6
6
Útgefandi: Framsóknarflokkurinn,
Ritstjórar: Haukur Snorrason
Þórarinn Þórarinsson (áb.).
Skrifstofur i Edduhúsi viO Lindargðtu.
Simar: 81300, 81301, 81302 (ritstj. og blaðamann),
auglýsingar 82523, afgreiSsla 2323.
Prentsmiðjan Edda h.f.
i.y-— ------------------ -----------—■*-■
AS loknum ófriSi
VONIR STANDA til þess,
sagði Eysteinn Jónsson fjár-
xnálaráðherra, í þingræðu fyr
ir fáum dögum, að sú lausn,
sem nú er fundin á aðkall-
andi vandamálum framleiðsl
unnar, geti markað merkileg
tímamót, einmitt vegna þess,
að hún er fengin með víð-
tæku samkomulagi. Hér er
drepið á meginatriði málsins,
sem Sjálfstæðismenn hliðra
sér hjá að tala um. Hér er
um að ræða algera nýjung í
stjórnmálasögunni. Þrátt fyr
ir marga erfiðleika og óvissa
tíma, geta landsmenn nú um
þessi jól horft fra'm á atvinnu
öryggi og óhindraða fram-
leiðslu. Það er mergurinn
málsins. Sjálfst.menn hafa
ekki, enn sem komið er, lagt
fram neinar tillögur, sem
máli skipta, í efnahagsvanda
málunum. Þeirra hlutskipti
er að skammast og vera á
móti og reikna út „skatta“ á
hverja fimm manna fjöl-
skyldu vegna hinna nýju ráð-
stafana? Kannast menn við
slíka útreikninga? Þeir hafa
verið birtir um hver áramót
að kalla að undanförnu, en
þeir hafa ekki fyrr sézt í
Morgunblaðinu. Þar hafa
aðrir verið að verki. Þetta er
áminning um, hvar á vegi
Mbl. er statt í stjórnarand-
stöðunni. Það er í sömu spor
um og í haust, þegar þessir
umboðsmenn auðstéttarinn-
ar í landinu voru að telja
aurana upp úr mánaðarum-
slögum launþeganna og
kenna þeim, hversu mikið
væri „tekið af þeim“ með
verðfestingarlögunum. Sjálf-
stæðismenn hafa ekkert lært
síðan þeir gerðu sig að við-
undri með þeim útreikning-
um.
ALLAN ÞENNAN mánuð
hefur Morgunblaðið lika ver-
ið að segja lesendum, að í
ráöstöfunum stjórnarinnar
væri „ekkert nýtt“, þar væri
allt á sömu bók lært og var
hjá Ólafi og Bjarna í fyrra
og hitteðfyrra. En svo þegar
tillögurnar koma fram, þá
snúast þessir foringjar ekki
til liðs við gömlu „ihaldsúr-
ræðin“ heldur hamast gegn
þeim og kalla þær „gálga“ og
framkvæmd þeirra „svik“.
Hvað eiga lesendur Morgun-
blaðsins og kjósendur Sjálf-
stæðisflokksins að hugsa um
svona málflutning? Hér er
ekki heil brú í neinu. Annað
tveggja eru úrræði stjórnar-
innar ný að gerö og undir-
stöðu, og Sjálfstæðisfl. er á
móti þeim vegna þess að þau
henta ekki stefnu flokksins,
eða þau eru gömul og í anda
liðinnar stjórnarstefnu, en
þá hlýtur Sjálfstæðisfl., sem
mestu réði um hana, líka að
vera með þeim og fagna þeim,
sem hinum réttu úrræðum.
En það undarlega hefur skeð,
að Mbl. og foringjarnir á
þingi segja að þetta séu allt
gömul íhaldsúrræði, en samt
berjast þeir á móti þeim eins
og ljón. Á þessu er vandfund-
in önnur skýring en sú, að
síðan það opinberaðist endan
lega fyrir flokksforustunni,
að hún á ekki afturkvæmt í
stjórnarráðið til að standa
þar vörð um „hagsmuni okk-
ar“ er áttaviti flokksins allur
úr lagi genginn. Flokkur, sem
hefur enga stefnu nema að
vera við völd til að gæta hags
muna, er líka sannarlega illa
á vegi staddur, þegar sjálf
undirstaðan er frá honum tek
in, og öll hersingin allt í einu
utangátta. Liklega áttar
flokksforustan sig á nýju ári,
og tekur upp skynsamlegri
vinnubrögð. Eitthvert sam-
ræmi þurfa almennir kjós-
endur að sjá í „sjálfstæðis-
stefnunni". Er það ekki til
mikils mælst.
RÁÐSTAFANIR stjórnar
innar verða fyrirsjáanlega
lögfestar í dag eða á morgun.
Að því búnu færist væntan-
lega. meiri kyrrð yfir sviðið.
Alþýðusamtökin hafa lofað
stjórninni starfsfriði, bænd-
ur og launþegar lýst fylgi við
ráöstafanir hennar. Sá aðil-
inn, sem engan frið vill, hef-
ur senn runniö á enda skeið-
ið í hamslausri stjórnarand-
stöðu. Sá ófriður, sem Sjálf-
stæðisforingjarnir hafa magn
að að stjórninni, heima og
erlendis, síðustu mánuðina, er
að þrotum kominn. Flokkur-
inn hefur beðið ósigur á öll-
um vígstöðvum. Hann tapaði
ófrægingarstríðinu og nú er
hann að tapa i átökunum um
stefnuna í efnahagsmálum.
Ríkisstjórnin stendur styrk-
ari en áður, með alþýðu- og
framleiðslustéttirnar að baki
sér. Þótt við marga erfiðleika
verði að etja, og fólkið í land
inu verði að vara sig á laun-
ráðum íhaldsins, geta menn
horft fram á friðsamlegri
tíma en ríkt hafa um sinn.
Hæst ber, að framleiðslan
heldur áfram hindrunarlaust
og menn snúa bökum saman
í vörn gegn dýrtíð og íhaldi.
Rödd úr öSrom heimi
BORGARBUUM VARÐ
hverft við, er þeir lásu blöð
sín í gærmorgun og sáu, að
fulltrúi Þjóðvarnarflokksins í
bæjarstjórn, hafði allt í einu
látið til sín heyra. Þetta
vax eins og að heyra rödd úr
öðrum heimi. Þessi rödd *
hafði þann boðskap að flytja,
að farmgjöld af olíu, sem eru
miklu lægri en á heimsmark-
aði og mil^lu lægri en olíu-
félög hér greiða erlendum að
ilum, séu samt „meira en
helmingi hærri en nauðsyn
krefur."
Hér talar víst sá, sem veit.
Þegar þetta var mælt, var
frumvarp rikisstj órnarinnar
þegar komið hálfa leið í gegn
um þingið. í því eru ákvæði,
sem bæta rösklega 9 millj.
krónum ofan á kaupverð
Hamrafells, eins og nánar er
TÍMINN, laugardaginn 22- desember
Paul-Henri-Spaak - hinn nýi fram-
kvæmdastjóri Atlantshafshandal.
r
Ahrifaríkur stjórnmáSamaður, sem berst
fyrir sameinaðri Evrópu
Paul-Henri Spaak tekur senn við embætti Ismays lávarð-
ar, stöðu framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins. Verk-
efni hans er að tengja Atlantshafsþjóðirnar sem traustustum
böndum og gera Átlantshafsbandalagið að pólitísku afli. Ilann
fær víðtækari völd en fyrirrennari hans, verður í senn sátta-
semjari og eins konar vakandi auga allra bandalags-
þjóðanna — og efunarlaust mun hann ná enn frekari völdum
og áhrifum.
Spaak tekur við hinu nýja emb-
ætti sínu í apríl og lætur þá um
leið af störfum sem utanríkisráð-
herra Belgíu. Viðurnefni hans hin
síðari ár hefir verið mr. Evrópa og
byggist þetta á því að allt starf
hans undanfarið hefir miðað að
einu marki: að sameina Evrópu í
sem allra ríkustum mæli. Hann er
snjall stjórnmálamaður, margbrot-
inn og skemmtilegur persónuleiki
og ekki hvað sízt — hann neitar
því ekki einu sinni sjálfur — tals-
verður áróðursmaður.
Uppreisn í æsku.
Stjórnmálaferill Spaaks hófst
með uppþoti í íhaldssamri fjöl-
skyldu hans. Þegar hann tók þátt
pólitískum uppsteit nokkurra
æskumanna hótaði frændi hans,
Janson þáverandi dómsmálaráð-
herra að láta varpa honum í fang-
elsi. Spaak sagði: Einhvern tíma
skal ég ná mér niðri á þér. Og
honum tókst það. 1936 varð hann
utanríkisráðherra í stjórn frænda
síns. Og tveimur árum síðar tók
hann við embætti forsætisráðherra
af honum. Hann var þá 39 ára að
aldri.
Þegar Spaak var sextán ára gam
ill og heimsstyrjöldin fyrri stóð
yfir reyndi hann að komast yfir
landamæri Belgíu og Hollands til
þess að ganga í her Bandamanna.
Þjóðverjar tóku hann til fanga og
hann mátti dúsa í fangabúðum um
tveggja ára skeið. Þar. sinnti hann
leikstarfsemi, setti leikrit á svið
og lék sjálfur og jafnframt glædd
ist áhugi hans á stjórnmálum.
Móðir hans var fyrsti kvenþing-
maður í Belgíu og sat á þingi þar
til liún var orðin 82 ára gömul.
Frá henni mun Spaak hafa erft
áhuga sinn á stjórnmálum. Og er
Spaak hafði verið kjörinn þingmað
ur 33 ára að aldri hóf hann fyrstu
þingræðu sína með þessum orðum:
Maman, Mesdames, Messieurs . . .
Þessari kveðju til móðurinnar tók
þingheimur með dynjandi fagnaðar
látum.
Jafnframt því að Spaak sinnti
stjórnmálum gerðist hann snjall
málafærslumaður og vann sér m.
a. heimsfrægð fyrir vörn sína í
máli ítelsks stjórnleysingja sem
reyndi að myrða Umberto, þáver-
andi krónprins ítala, er hann kom
til Brussel til að heitbindast Marie
Jose prinsessu.
Snemma varð Spaak kunnur sem
glórauður sósíalisti, hann fór til
Moskvu og hann átti langa fundi
með Trotsky — en samt sem áður
gat hann ekki með öllu slitið tengsl
in við hina borgaralegu fortíð sína.
Eitt sinn fór hann í fararbroddi
hópgöngu og bar rauðan fána ann
arri hendi en í hinni hélt hann á
vönduðu göngupriki. Hann var
stöðugt velkominn gestur í beztu
klúbbana í Brussel og hina dýr-
ustu veitingastaði. Hann var áhuga
samur tennisleikari og eitt sinn
gerðist hann svo ókurteis að sigra
Gústav Svíakonung í tennisleik.
Þegar menn álösuðu honum fyrir
þetta hnussaði í Spaak: Eg er eng
inn hirðmaður, ég er sósíalisti.
Viðureign við nazista.
Þegar Þjóðverjar réðust inn í
Belgíu var Spaak utanríkisráð-
herra. Leopold konungur og Spaak
höfðu í öllu bróðerni komið sér
saman um hlutleysisstefnu en nú
hrundi hún í rúst. Þegar þýzki am
bassadorinn kom á fund Spaaks
til að skýra formlega frá innrás-
inn öskraði Spaak á móti honum:
Moi d’abord (ég fyrst) og flutti
síðan tíu mínútna þrumuræðu og
sagði afdráttarlaust álit sitt á Hitl-
er, Þýzkalandi og ambassadornum
sjálfum án þess að hirða um að
vanda málfar sitt sérlega. Og lauk
máli sínu með þessum orðum: Og
reynið þér svo að hypja yður út.
Spaak reyndi að fá Leopold kon-
ung til að flýja og halda baráttunni
áfram. Konungurinn var ófáanleg
ur til þess og vinátta þeirra breytt
ist í fjandskap, sem lauk með því
að Spaak flæmdi konung frá völd-
um. Spaak flúði sjálfur undan naz
istum um Spán og naut þar aðstoð-
ar brezku leyniþjónustunnar sem
dulbjó hann sem kaþólskan prest
af ótta við útsendara Þjóðverja.
í Lundúnum gerðist Spaak for-
S P A A K
ustumaður belgísku frelsishreyfing
arinnar og fékk vesturveldunum
hinar auðugu belgísku úraníum-
námur í Kóngó til umráða. Eftir
fur.d með Churchill gerðist hann
bezti lærisveinn gamla mannsins í
hugsjóninni um sameinaða Evrópu.
Hann undirritaði Atlantshafssátt-
málann, hann barðist af alefli fyr-
ir stofnun og eflingu Evrópuráðs-
ins, hann tók mikinn þátt í að
koma Efnahagssamvinnustofnun
Evrópu á laggirnar, hann barðist
mjög fyrir stál- og kolasamsteypu
Evrópu og Evratomáætluninni. Og
hann heíir aldrei dregið dul á að
hann sé hlynntur Sameinuðu þjóð
unum en engu að síður treystir
i hann betur Atlantshafsbandalag-
inu, sem og þeirri pólitísku og hern
(Frh. á 7. síðu)
Nýi Norðfjarðatog-
arinn kemur í janúar
Frá fréttaritara Tímans
á Norðfirði.
Ákveðið er nú að hinn nýi tog-
ari Norðfirðinga, Gerpir, sem ver-
ið er að smíða í Þýzkalandi, verði
afhentur eigendum um 10. janúar.
Vélar skipsins verða reyndar í
byrjun janúar og skipið væntan-
legt heim að öllu forfallalausu um
miðjan janúar. Dx-áttur hefir orðið
talsverður á afhendingu þess um-
fram það, sem samið var um, enda
átti togarinn að koma heim
snemma í haust.
‘RAÐSrorAA!
skýrt annars staðar í þessu
blaði. Þetta er dæmi um ó-
vissa tíma og afkomu. Sjálf-
ir eigendur skipsins, sem hafa
lagt í áhættusamt stórfyrir-
tæki til þjóðarheilla, virðast
ekki hafa neitt nándar nærri
sömu þekkingu til að bera um
rekstursútkomu og þessi fram
liðna rödd í bæjarstjórn
Reykjavíkur. Samt lætur bæj
arstjórnin hafa sig til að gera
furðulega og heimskulega á-
lyktun, eins og þar komi hver
maður ofan af fjöllum.
VAR ÞAÐ kannski mis-
heyrn, að þetta væri rödd úr
öðrum heimi? Hendurnar
voru Bárðar, en röddin var
samt undarlega lík Bjarna.
Ljós í kirkjugarði.
HÉR í BÆJARBLÖÐUNUM er
rætt um það, hvort rétt sé að
skreyta leiði í kirkjugörðum með
ljósum á jólum. En það gerizt nú
tízka hér. Eðlilegast er, að hver
og einn sé sjálfráður sinna gerða
í því efni sem öðrum. Þeir sem
óska að prýða leiði með slíkum
hætti, eiga að fá að gera það í
friði. Ef til vill væri fallegast að
kirkjugarðsstjórn léti Ijósum
prýtt grenitré standa í miðjum
garði. Það væri nóg. Geislar
þeiri’a ljósa mundu ná til allra.
Það gæti hún gert, hvort sem ein-
staklingar tækju sig fram um
meiri eða minni lýsingu annars
staðar í garðinum. Það mun eink-
um vera í Fossvogi, sem ljósin
blika í dimmunni, og er það fal-
leg sjón og hlýleg. Óvíða annars
staðar á landinu mun þessi siður
upp tekinn en vel má vera að
hann breiðist út. Frá Reykjavík
liggja margir straumar út um
byggðir landsins.
Fordæmi Reykvíkinga.
HVORT SEM landsmenn al-
mennt læra þetta af Reykvíking
um eða ekki, þyrftu þeir að kynn
ast því fordæmi, sem Reykvíking
ar gefa almennt í umhirðu kirkju-
garða. Hér eru garðarnir vel hirt
ir, grafreitum sýnd sú virðing,
sem vera ber og sæmir. Mikill mis
brestur er á þessu víða um byggð
ir landsins. Það er blátt áfram
hörmuleg sjón sem blasir við á
sumum kirkjustöðum. Eg hefi æ-
tíð undrast hve kirkjan sjálf sem
stofnun hefir látið sig þessi mál
litlu skipta. Prestar koma og préd
ilca í kirkju, sem stendur mitt f
grafreit í megnustu óhirðu. Mér
er nær að halda að það væri guði
þóknanlegra að leiða söfnuðinn út
í garðinn og beina athygli hans að
þvi, sem þar þarf að gera heldur
en lesa yfir honum langa ræðu a£
blöðum. Fagurt umhverfi orkar á
hugsanir manna. Umhverfi kirkju
á að vera fagurt eins og kirkjan
sjálf. Þetta finnst leikmanni, sem
ekki er tíður gestur í kirkju. —
Kannske mundi hann og fleiri
koma þar oftar, ef húsið sjálft og
nánasta umhverfi þess bæri meiri
vott fegurðar og lotningar, bæri
meiri svip þeirra kenninga, sem
þar eru fluttar.
Hending á ekki að ráða.
HVAÐ SEM því liður er tima-
bært að ræða um kirkjugarðana I
landinu, gerð þeirra og svip allan.
í Fossvogi er sá svipur virðulegur
og hlýr í senn, hvort sem ljós
loga þar eða ekki. Slíkt svipmót
þyrfti að vera ríkjandi alls staðar.
Kirkjugarður verður aldrei með
umhirðu nema einhver annist sér
staklega um hann og garðstjórri
kosti til fé. í viðbót við það kem-
ur svo umhirða einstaklinga um
þá staði innan garðs, sem þeim
eru kærir. Með slíku samstarfi
fæst árangur. Hin aðferðin að láta
hendingu ráða útliti hefir verið
reynd hér nógu lengi. Hún dugar
ekki í menningarþjóðfélagi.
—Frostl.