Tíminn - 22.12.1956, Síða 8
60ára:Magnós Helgason Héraðsdal
ÞAÐ VERÐUR mörgum á að
stanza við þetta nafn, Héraðsdalur,
svo svipmikið er það og einstakt,
að ekkert hérað á landinu á ann-
að slíkt bæjarnafn, ekki einu sinni
Hérað austur, og er þar þó margur
dalurinn. En Skagafjöröur hefir
lagt sér til þetta nafn, og síðan
engar líkingar af því dregið, utan
vötnin, sem falla um hérað langt.
þau heita Héraðsvötn.
Næsta merkilegt er það, að þessi
dalur skyldi endilega heitin Héraðs
dalur í svo dalríkri byggð sem
Skagafjörður er, og maður þarf að
elta draumsjónir aftur í fornan
tima, til þess að gera sér hugmynd
um stolt þessa dals, er honum var
haldið undir skírn með svo miklum
veg að kenna hann við hérað allt.
Sagan gefur nokkrar skýringar.
Löngum hefir verið hér stórhöfð-
ingjasetur, og líti maður kringum
sig í Héraðsdal, sér maður að göt
urnar heim að bænum, eru legíó
þar úti í móunum. Þá blasir sagan
en betur við. Þetta er þjóðleiðin,
sem farin hefir verið um aldir milli
fjórðunga, og þarna er farið yfir
Iféraðsvötnin, svo lengi sem hestur
nær niðri og oft þótt yfir hann
fijóti. Allra hugir stefndu á dalinn
þár sem lagt er út í Vötnin, og
livað er þá eðlilegra en hvað sé
við annað kennt. Héraðsvötn og
Iféraðsdalur. Og þetta er orðin
löng saga, og bóndinn, sem nú býr
í Héraðsdal, getur sagt hana svo
að gildi fyrir allan tíma. Svo brota
lítið hefir það verið að fara göturn
ar heim að Héraðsdal og fá fréttir
af Vötnunum og síðan fylgd yfir
þau. En það segir líka sína sögu
um bóndann í Héraðsdal, átroðn-
inginn á jörðina og heimilið, og
svo hitt að hér þýddi ekki að sækja
aukvisann heim til atfylgis um það
að komast yfir Héraðsvötn lifandi.
Um það er líka bóndinn, sem nú
býr í Héraðsdal, gott vitni og gild-
it- sennilega fyrir þá flesta, sem
þarna bjuggu á götu um allar aldir
ít'am á þennan tíma.
Það er yfirskrift sem getur stað
ið yfir ævisögu Magnúsar í Hér-
aðsdal, og mætti þá telja að eigi
færi lítið á eftir.
i MAGNÚS er fæddur að Ána-
síöðum í Lýtingsstaðahreppi, 21.
désember 1896. Voru foreldrar
I4ns Helgi Björnsson bóndi á
rféykjum í Tungusveit og Ána-
stöðum í sömu sveit. Var hann af
kunnum bændaættum í Skagafirði.
Björn faðir hans bjó á Syðri-Mæli-
fellsá, Jónsson bónda í Grundar-
koti, Þorsteinssonar á Hofsstöðum
í Viðvíkursveit, Pálssonar á Ás-
geirsbrekku í sömu sveit, Jónsson-
ar. — Helgi var afrendur maður
að afli og mikill vaskleikamaður.
Móðir Magnúsar var seinni kona
Itelga. Margrét Sigurðardóttir
bónda í Ásmúla í Holtum í Rangár
vallassýlu, Sigurðssonar bónda í
Iíálfholtshjáleigu í sömu sveit,
Qlafssonar, en móðir Sigurðar í
Asmúla var Sigríður Brynjólfsdótt
ir prests í Kálfholti, Guðmundsson
ar prests sama staðar Bergssonar
prófasts í Bjarnarnesi Guðmunds-
sonar prests á Hofi í Álftafirði
Högnasonar prests í Einholti, Guð-
mundssonar, prests í Einholti,
Ðlafssonar prests og skálds á
Sauðanesi d. 1608. Kona Guðmund
ar prests á Einholti, var
Þórunn dóttir Sigurðar prests
á Breiðabólstað, Einarssonar prests
og sálmaskálds í Eydölum, en frá
þeim skáldprestum, séra Einari og
séra Ólafi er mikill fjöldi Aust-
firðinga og annarra landsmanna
komnir.
Þau Helgi og Margrét komu upp
10 börnum og auk þess átti Helgi
4 börn af fyrra hjónabandi. Öll
urðu þau hið mesta þroskafólk og
er meðal þeirri hin þjóðfræga
kona, Móníka á Merkigili.
Á þeim dögum var það slíkt þrek
virki að ala upp svo mörg börn
að fáir einir gátu eftir sig látið
líggja, og vel þekkt hve snemma
er kallað á manndóm barnanna til
þ'ess að hjálpa til.Tíu ára gamall er
Ivlagnús líka orðinn smali hjá Er-
lendi bróður sínum á Þorljótsstöð-
um, en sá bær er langtum innst
í Skagafjarðardölum í heiðarvíð-
lendinu norðan undir Hofsjökli. Nú
er sá bær löngu aflagður, en enn
þá vakir í hugum sumra Skagfirð-
inga eftirsjá eftir landkostunum
og veðursældinni. Magnús kynntist'
því snenuna heiðunum suður af
Skagfirði, en þær hafa síðan sett
mikinn blæ á líf hans og starf. Á
þessum árum dvaldi Magnús að
öðru leyti heima hjá foreldrum
sínum á Ánastöðum, og Erlendi
á Breið í sama hreppi, en fór fljót
lega að eiga með sjálfan sig, eins
og það er kallað, en komst fljótt
að því að lítt hafði hann skap-
lyndi til að þjóna og á tvítugsaldri
reisti hann bú með Sigurjóni bróð
ur sínum, lítið eitt eldra manni í
Kolgröf í Lýtingsstaðahreppi. Er
sá bær neðstur í þessum stóra
hreppi og liggur stutt upp þaðan,
sem komið er ofan af Vatnsskarði
í Skagafjörð. Voru þeir bræður þá
báðir ókvæntir menn, en samvald
ir um dugnað og áræði og barst
hagur þeirra vel fram, þótt með lít
ið væri byrjað. Á þeim árum kvænt
ist Magnús Jónínu Guðmundsdótt-
ur, af ætt þeirra manna, sem bú-
ið höfðu í Héraðsdal frá því
snemma á 18. öld. Ilún fæddist í
heiðarbýli í Mælifellsdal sem heit-
ir Reykjasel. Var þar eigi auður í
garði og nokkurn tíma dvaldi Jón
ína með frændum sínum í Iléraðs-
dal á barnsárum. Grunaði þá eng-
ann að ætti fyrir henni að liggja
að gera óðalsréttinn í Héraðsdal.
Óx nú Magnúsi ásmegin, því að
samvalin reyndust þau hjón að
dugnaði og áræði og mannkostum,
sem skapa hverjum manni traust.
Árið 1922 réðst Magnús í það að
kaupa hálfan Héraðsdal, og segir
hann að meir hafi því valdið áræði
en orka, og fáir spáð vel fyrir sér.
En Sigmundur hét bóndi á Vind-
heimum, Andrésson, bróðir séra
Magnúsar á Gilsbakka. Hann sagði
við Magnús: „Nú gjörðir þú rétt,
og ef að þér kreppir þá leitar þú
til mín.“ Lýsir það vel lundarfari
Magnúsar og mannskap, að þetta
traust hafði hann fyrir óbilandi
hvatningu og ásetti sér, að eigi
skyldi það bitna á Sigmundi, sem
hann taldi rétt gjört. Þurfti og held
ur eigi til að taka og blómgvaðist
hagur Magnúsar á þessum árum,
sem þó voru mörgum ýfrið erfið.
Eftir fá ár keypti Magnús hina
hálflenduna, og Sigmundi hefir
sjálfsagt þótt rétt gjört. Magnús
kom að Héraðsdal í fornu ástandi.
Túnið þýft og eigi vel mikið. Bæj-
arhúsin stór, þar sem jafnan hafði
verið í tvíbýli, en forn voru þau
orðin og óþægileg, er-nú var mörgu
orðið svo bfeytt í búskaparháttum.
Magnús hóf að slétta túnið þegar
í stað og varð vel ágengt og árið
1939 reisti hann íbúðarhús og
sléttaði hin forna bæ við jörð. Var
nú kominn skriður á Magnús og
má segja mikla sögu í stuttu máli.
Hann er búin að byggja upp í Hér-
aðsdal, svo sem fremst verður ■ á
kosið að timans kröfum. Tólfkúa
fjós. Fjárhús yfir liátt á þriðja
hundrað fjár.Hlöðu yfir 1000 hest?
heys. Verkfærageymslu, og túnið
gefur nú að sér framt að 1000
hesta af töðu. Allt er þetta vel gert
og ennþá lifir andi Sigmundar í
sveitinni og segir: „Þetta er rétt
gjört‘.
MAGNÚS hefir komið mikið við
opinber mál í Lýtingsstaðahreppi.
Hefir hann lengi verið í hrepps-
nefnd og síðast kosinn með fleiri
atkvæðum en nokkur hinna og í
fleiri sveitarnefndum hefir hann
komið við og alls staðar reynst
hinn trausti drengur. Og við fjall-
skilamálið hefir hann komið allra
manna mest. Þar er hann sá krýndi
konúngur. Þekkir heiðarnar allra
manna bezt en þær eru stórar og
fjallskilamálið í Lýtingsstaðahreppi
er mikið mál, hreppurinn einn hinn
stærsti á landinu og utansveitarfé
ESTRELLA OG VÍR FRAMLEIÐSLA
T I MIN N, laugardaginn 22. desember 1956,
margt gengur þar á heiðum. Strax
á 17. sumarhelgi kemur hrepps-
nefndin í Héraðsdal til ráðstafana
í þessu efni. Magnús hefir veg og
vanda af þessu öllu og er síð-
an fjallkóngurinn á Eyvindarstaða
heiði. Þarf hér mikið reikningsliald
að hafa og annast Magnús það með
mikilli snyrtimennsku. Og þótt
hann hafi aldrei á skóla gengið,
skrifar hann fagra rithönd og hvert
orð rétt og reikningshald og skjaia
umsýslu trúlega gjört, að ölium
búningi. Liggur hér mikil saga bak
við langt starí. Magnús stóð einnig
fyrir byggingu Mæliíellsréttar fyrir
2 árum, en það er mikil rétt, stéypt
fyrir um 14 þús. fjár.
ÞEGAR MAGNÚS kom í Hér-
aðsdal tók hann við hinu gamla
vandamáli staðarins að fylgja ferða
mönnum yfir Héraðsvötn. (Þess
skal getið að ferju er ekki hægt
að koma við). Þar, eins og jafn-
an reyndist hann ódeigur, en þó
gætin og traustur. Var það eitt-
sinn að hann fylgdi nokkrum mönn
um yfir, að stúlka hrökk af baki
og barst niður vötnin. Magnus lét
óðara í bíti synda á eítir henni
niður straum og streng og tókst að
ná henni, leit hann þá til fálaga
sinna en þeir sátu á hestun-
um í Vötnunum og virtust sig
hvergi kunna að hreifa. Er hér
eins og á heiðunum, margs um
Magnús að minnast, sem ber all-
mikið yfir meðalmennskuna.
Heimilisbragur í Héraðsdal er hlýr
og vinsamlegur í allra garð og
er það beggja hjóna einkum. Þeir,
sem eru þar kunnugir, eins og ég,
fara beint í eldhúsið. Húsfreyja
þreifar strax á kaffikönnunni, eins
og þetta væri á Ilvanná. Sepparn-
ir leggja kollana í kné manns og
hlæja í augunum. Kisurnar skríða
í fang manns og mala og sú yngsta
býður manni að leika sér. Allt tal-
ar sínu máli af manntryggðinni,
sem það er vant við að búa. Hest-
arnir eru traustir og vekja vin-
semd og allar skepnur búa við
mannúð og umhyggju. Allt talar
sínu máli um sál heimilisins, þar
sem húsbændurnir og jafnvel gest-
ir og gangandi, skilja allt mál.
Magnús í lléraðsdal með hærri
monnum í vöxt, fríður sínum og
tígulegur í framgöngu. Hinn mesti
karlniennskumaður, verkamikill og
í handtakasnar. Ilann er hitamaður
í skapi um málefni lífs og lands, og
j sveitasálin á hann fyrir dýrkanda,
■ og Héraðsdalur er honum helgi-
! reitur. Hann reiðist rammlega, ef
honum þykir rétt af brautu bera,
: og er harðlega opinskár ef hon-
um þykir eitthvað öfugt snúa, en
skemmtilega kíminn ef aðeins grín
er á ferðinni. Hann er vísnasjór og
kann frá mörgu skillega að segja.
Allir hafa traust til hans að sækja
í hverjum vanda og öllum vill
hann liðsinna með ráðum og dáð.
Hafa margir þess notið og mætti
enn í mikla sögu færa.
ÞAU HJÓNIN Magnús og Jón-
ína eignuðust tvö börn, en urðu
fyrir þeirri sorg að missa einka-
son sinn, Ilelga, á tvítugsaldri hinn
mesta efnismann. Það er eins og
Páll Ólafsson kvað „minnisstæða
sárið“ og eins og líka er gamalt
mál, að sitt hefir hver að kæra..
Dóttir þeirra, Margrét Selma, er
gift Svavari Einarssyni, bifreiða-
stjóra á Sauðárkróki, af ætt Ás-
manna í Hegranesi. Ekki kann ég
tölu þeirra barna, sem þau hafa al
ið upp og dvalið þar lengri eða
skemmri tíma, en tvo systursyni
Magnúsar ólu þau upp frá blautu
barnsbeini, en faðir þeirra hafði
fallið frá. Veit ég í þeirra fari
eitt fegursta dæmi um aðbúð við
munaðarlaus börn og öll börn. Sú
saga er einnig mikil í Héraðsdal.
Magnús er í einu orði sagt: dáða-
drengur, og rétt áður en hann
kvæntist, dreymdi hann, að hann
j þóttist svo vel búinn, sem hann
kaus helzt að vera.
NÚ ER MAGNÚS , Héraðs-
dal orðinn sextugur að aldri. Enn
sér lítt á þreki hans og traust
hans er sívaxandi. í 35 ár er hann
búinn að vera vottur að nábýli
j þeirra Héraðsdals og Héraðsvatna
og nú hafa Vötnin lýst þeim vilja
sínum að koma heim undir Héraðs-
dal. Magnús hefir sagt þeim stríð
i á hendur og andi Sigmundar mun
segja að það sé rétt gjört. Magn-
ús mun standa í því stríði unz yf-
ir líkur og andi landsins er skyldug
ur að hljálpa til að verja jörðina,
sem heitir einstakasta og stoltasta
nafninu, allra jarða. Og þótt nú
sé búið að standa svo í aldir að
staðið hafi ein á örnefnavísu í
landinu Héraðsdalur og Héraðs
vötn, þá segir þó gamall þjóðfræða
(Fiamhxíd á 11. síðu.)
Fallegar flíkur
Nauðsynlegar flíkur
því gæðin
eru þau
sömu
og
verðið
óbreytt