Tíminn - 22.12.1956, Page 9

Tíminn - 22.12.1956, Page 9
I í MI N N, laugardaginn 22. desember 1S5S. 31 og kraginn var oftast brettur upp öðru megin. Allur fatnað- ur hans var fyrsta flokks, þó að hann væri allur keyptur tilbúinn í Gibbsville. Og hon- um tókst það sem hann ætl- aði sér; með mestu gaum - gæfni tókst honum að telja öllum trú um, að hann kærði sig kollóttan um öll föt. Það var býsna erfitt að komast hjá því að klæðast eins og þíla- kóngur því að verzlanir buðu slík klæði af ódýrri gerð hver í kapp við aðra, en þó tókst William þetta. Og ekki ein einasta spjör á líkama hans dró athyglina frá manninum, sem bar hana. Bifreið hans var fjögurra dyra Buick, svartur og model •1940 með útvarpi og mið- stöð en ekkert ónytjudrasl. Meðborgarar hans hlutu að vita að þetta var bifreið hans, þeir sáu það ekki aðeins af hinum opinberu kennimerkj- um heldur var bifreiðin jafn greinilega lítið áberandi og eigandinn sjálfur. — Erum við aö tefja fyrir þér, Tom? — Þetta er allt í lagi, sagði gæzlumaðurinn. Hann bauðst ekki til að setja vagninn í gang eða aka honum út af stæðinu. Hann .vissi betur en svo. Dómarinn sá alltaf sjálfur um bíl sinn og hann ók honum sjálfur af stað. Hann fylgdi öllum umferða reglum af mestu nákvæmni. Hann var góður bilstjóri, lip- ur og tók tillit til annarra. Aðeins einu sinni braut hann reglurnar og alla kurteisis- siði bílstjóra: þegar hann ók framhjá húsasamstæðu í Market street flautaði hann þrisvar, eitt langt, tvö stutt. Engin ástæða virtist þó vera til þess arna. En hann flautaði þarna á hverjum degi, á sama stað í Market street. Á æskuárum sínum meðan hann var enn við nám og síð- ar eftir að hann var orðinn lögfræðingur drakk Lloyd Williams með strákunum án þess að taka minnsta tillit til hverjir strákarnir voru hverju sinni. Hann gat drukkið meira áfengi án þess að verða drukk inn en nokkur félaga hans og þetta jók honum virðingu. Honum var engan veginn nauð synlegt að drekka daglega til að halda þessari frægð við lýði, hún fylgdi honum ævi- langt. í munni kjaftakerling- anna varö hann dæmið um hinn ágæta og drykkfellda lög fræðing alveg eins og nokkr ir læknar voru álitnir fá sér snörfulega neðan í því. Áfeng isneyzla Lloyd Williams var honum til hagsbóta, hún sýndi að hann var karlmaður en engin skræfa. Annað sem vai’ð stimpill á karlmennsku hans voru kvennamálin. í æsku hans sóttu drykkjufé- lagarnir skárri hóruhúsin og Williams fylgdi þeim fast eft ir. Hann kom nógu oft á ári til að verða velkominn gest- ur og það var tekið á móti honum með virðingu en hann kom aldrei oftar á hóruhúsið en fimmtán sinnum á ári. Aðrir vöktu minni eftirtekt og komu þó á hóruhús næstum hvert laugardagskvöld eða út borgunardag en Lloyd Will- iams hafði alltaf veriö maður sem tekið var eftir og það voru alltaf tilþrif á athöfnum hans. Hann fékk þetta kvenna mannsorð fyrir að koma mán- aðarlega eða svo á hóruhús en orðrómurinn lét sér ekki nægja að bendla hann viðj vændiskonur. Aðrir karlmenn héldu af einhverjum ástæö- um að Williams hefði áhuga á öllu kvenfólki og margar konur voru sömu skoðunar. Orðspor það sem af honum gekk sem gleðimanni jókst en við það að hann kvæntist býsna seint. Samt varð eng- inn til þess að kynna sér bet- ur hæfileika hans sem drykkju bróður og kvennaflagara. Karl mennirnir drukku sig fulla þegar Williams var nærstadd- ur og geröu ráð fyrir að hann drykki sig fullan líka, þeir gerðu líka ráð fyrir því að hann sem svaf hjá vændis- konum svæfi líka hjá hinum og þessum ástmeyjum sem sem hann þyrfti . ekki að borga. í raun réttri var Will- iams sérlega feimin í allri um gengi við kvenfólk en jafn- vel þessi feimni var talin her- bragð eitt og yfirskin. Og þegar hann kvæntist að lokum, fjörtíu og eins árs að aldri, urðu vinir hans eng- an veginn hissa á vali hans. Lottie Williams var barnlaus ekkja á aldur við hann sjálf an og upprunnin í Gibbsville. Fyrri maður hennar dó úr in- flúenzu árið 1918. Lottie Dann er og Jimmie Franklin höfðu verði ástfangin allt frá skóla árunum. Lottie var falleg stúlka með hvítar og skínandi tennur og mikið kastaníu- brúnt hár. Kannski var hún dálítið feitlagin en rödd henn ar var djúp og fögur og rödd in ein nægði til að skáka öll- um skólasystrum hennar. Jimme var hár og grannur og einn af fremstu íþróttamönn- um skólans og afbragðs knatt spyrnumaður að auki. Eftir að skólanum sleppti reyndi hann að komast að sem at- vinnumaður í baseball-flokki en árangurslaust. Síðan lét hann sér nægja aö leika í liði jbæjarins en helgaði sig aðal- lega bjór, gerði í senn aö drekka hann og selja. Hann fylgdist með öllum íþróttavið burðum í Gibbsville og í fyrstu Munið þessar jólabaekur: /!,//' ()!.,/....... astt og ævi, eftir Benedikt frá Hofteigi. Lifandi iý»«sgar af ævikjörum fiessa vinsæla skálds. ^JCertalfóó, öll Ijó'í? Jakobínu Johnson. Ljó'S herniar eru fögur og litrík eins og islenzk blóm. ^JCam elíuj^rií ui7 ástarsagan, sem aldrei fyrnist. Leiftur f f Þingholtsstræti 27. I n M* EL (j / * m h-í 9 muiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiNiniiimiMiiiiniiiiiiiiiiiiiniiiniiiiiiiiiiiiiniiimninp | í mcitinn cí | I cinum ótciÉ I | Svínakóíeíettur Hangiókjöt | Svínasteik Kjúkíingar | Hamborgarhryggur Hænsni | Beinlausir fuglar Alikálfakjöt | Fjölbreytt úrvaí af aílskonar áleggi og salatil 2 a a 3 =3 3 AilSTURSTRÆT | iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiimuinis C'jteum.ié encýu Snorrabr. 56. — Sími 2853, 80253 | Útibú, Melhaga 2 — sími 82936. |, iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiimiiimiiiiiiiiiiiimiiiiimiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiinniiim VV.V.W.VAV.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.VJV,^ Gerist áskrifendur :■ að TÍMANUM £ Askriffasími 2323 í ___ %

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.