Tíminn - 22.01.1957, Blaðsíða 2
2
TÍMINN, þriðjudaginn 22. janúar 1957,
Steingríms Jónssonar fyrrv. bæjarfógeta
og alþingismanns minnzt á Alþingi í gær
RætSa forseta SameinatSs Alþingis Emils Jóns-
sonar á þingfundi í gær
Áður en horfið er að afgreiðslú þingmála, vil ég minnast
nokkrum orðum fyrrverandi alþingismanns, Steingríms Jóns-
sonar fvrrum sýslumanns og bæjarfógeta, sem andaðist að
heimili sínu á Akureyri 29. desember, 89 ára að aldri.
Steingrímur Jónsson fæddist á
Gautlöndum í Mývatnssveit 27.
desember 1867, sonur Jóns bónda
þar og alþingismanns Sigurðsson-
ar og konu hans, Sólveigar Jóns-
dóttur prests í Reykjahlíð og síð-
ar í Kirkjubæ í Hróarstungu Þor-
steinssonar. Hann brautskráðist úr
lærða skólanum í Reykjavík vor-
ið 1888, lauk embættisprófi í lög-
fræði við Kaupmannahafnarhá-
skóla 1894 og gerðist sama ár að-
stoðarmaður í íslenzku stjórnar-
deildinni í Kaupmannahöfn. Árið
1897 varð hann sýslumaður í Þing
eyjarsýslu og hafði það starf á
höndum í 23 ár, til 1920, er hann
var skipaður sýslumaður i Eyja-
fjarðarsýslu og bæjarfógeti á Ak-
ureyri. Gengdi hann því embætti
til ársins 1934, er honum var veitt
iausn sakir aldurs, en heimili átti
hann á Akureyri til dauðadags.
Jafnframt umsvifamiklum em-
bættisstörfum voru Steigrími Jóns
syni falin ýmis trúnaðarstörf önn
ur í þágu þeirra hóraða, þar sem
hann bjó, og landsins alls. Árið
1906 var hann skipaður konungs-
kjörinn alþingismaður, átti sæti
á 7 þingum alls á árunum 1907—
1915 og féll frá síðastur þeirra
alþingismanna, sem voru konung-
kjörnir. Meðan hann sat í Húsa-
vík var hann lengst af í stjórn
Kaupfélags Þingeyinga og Spari-
sjóðs Húsavíkur. Hann var bæjar
fulltrúi á Akureyri á árunum 1923
—1929 og jafnframt forseti bæjar
stjórnar. Þar átti hann einnig sæti
i yfirskattanefnd og stjórn Sjúkra
samlags Akureyrar. Héraðsdóms-
lögmaður gerðist hann árið 1942.
Steingrímur Jónsson var kominn
af traustum ættstofni. Hann ólst
app og hugarfar hans mótaðist
á þeim slóðum, þar sem þjóðmála
hreyfingar og menningarstraum-
ar áttu sér einna greiðastan far-
/eg hér á landi á síðustu áratug
jm 19. aldar. Faðir hans var for-
Eisenhower
(Framh. af 1. síðu).
Þrjú stefnumið.
Forsetinn setti fram þrjú meg-
inatriði, sem Bandaríkjastjórn
tæri eftir í viðleitni sinni til að
varðveita heimsfriðinn. í fyrsta
;agi yrðu Bandaríkin að vera fær
jm að mæta ógnun þeirra, sem
/ildu ráða heiminum með tilstyrk
/alds. Bandaríkin yrðu því að bera
jtgjöldi er tryggðu nægilega öfl-
jgan herstyrk, þeim og öðrum
pjóðum til varnar. í öðru lagi yrðu
stjórnarvöldin að notfæra sér þekk
ingu og dugnað þjóðarinnar og
stundum eignir einstaklinga til
pess að hjálpa öðrum þjóðum úr
oasli og örbirgð, án tillits til þess
hve langt í burtu þessar þjóðir
itæru. í þriðja lagi yrðu Bandarík
in að taka á sig og viðurkenna
þá ábyrgð, sem á þeim hvílir, um
örlög manna, hvar sem er á hnett
inum Og Bandaríkin yrðu að efla
3. þ., því að þessi samtök eru
helzta von mannkyns á okkar tím
um um að gera megi að veruleika
þá hugsjón að skapa frið á jörðu
byggðan á lögum og réttlæti.
Hjálpa öðrum þjóðum.
Forsetinn kvað Bandaríkin fús
að hjálpa öllum þjóðum, einnig
þeim sem ættu við ófrelsi að búa.
Þeir óskuðu ekki eftir að gera
hernaðarbandalög við þessar þjóð
ir. Áður hafði hann rætt um
frelsisbaráttu Ungverja. Hann
kvao Bandaríkin ekki óttast, held
ur miklu fremur fagna þeim fram
förum sem nú ættu sér stað í
Sovétríkjunum á sviði fræðslu-
mála og verkmenningar.
ustumaður í héraðsmálum og þjóð
mólum, og ekki mun það hending,
að þrír synir Jóns á Gautlöndum
áttu samtímis sæti á Alþingi. Stein
grímur tók jafnan allmikinn þátt
í umræðum, meðan hann sat á
þingi. Á fyrsta þinginu, sem hann
sat, 1907, var hann kosinn í milli
landanefndina svokölluðu, sem
ætlað var að semja við Dani um
samband íslands og Danmerkur.
Samvinnuhreyfingin átti jafnan
eindreginn stuðningsmann, þar
sem hann var, hann var formaður
Sambands kaupfélaganna á árun
um 1905—1910, átti löngum sæti
á aðalfundum Sambands íslenzkra
samvinnufélaga og var kjörinn
heiðursfélagi þess árið 1952. Eitt
af hugðarefnum hans var stofnun
og strammmefgsg?óð
og starf menntaskólans á Akur-
eyri. Lét hann sér jafnan annt um
skólann, var 1928-50 prófdómari í
sögu við stúdentspróf, enda fór
orð af áhuga hans á sagnfræði og
þekkingu í þeirri grein.
Steingrímur Jónsson var glæsi-
menni, virðulegur og skylduræk-
inn embættismaður og réttsýnn í
dómum. Hann var greindur og
langminnugur, mælskur vel og
vandaði jafnan málfar sitt. Fé-
lagslyndur var hann og ljúfmenni
í kynningu, undi sér ætíð vel í
hópi ungra manna, þótt aldur færð l
ist yfir, og reyndist í hvívetna |
drengur góður.
Ég vil biðja háttvirta alþingis-
menn að votta minningu þessa
látna heiðursmanns virðingu sína
með því að rísa úr sætum.
Slys á Reykjanesbraut
í fyrradag varð það slys á
Reykjanesbraut, kl. 17,20 að kona
varð fyrir bifreið og meiddist
töluvert. Slysið varð á móts við
Þóroddsstaðacamp. Þegar slysið
varð var snjókoma og slæmt
skyggni. Tvenn hjólför voru kom
in í fönnina á veginum og hált í
þeim. Bifreiðastjóri í fólksbifreið
var á leið suður Reykjanesbraut
og ók í hjólförunum vinstra meg-
in. Sá hann þá allt í einu stúlku
gangandi í vinstra hjólfarinu og
hemlaði. Samtímis reyndi hann að
sveigja úr hjólförunum, en í því
var bíll að fara fram hjá hinum
megin. Skipti engum togum að
bifreiðin rann áfram í hálkunni
á konuna og felldi hana. Mun hún
hafa lent á vinstri framhlíf og
lá hún í skaflinum hliðhallt fyrir
aftan bifreiðina, þegar hún stöðv-
aðist. Konan heitir Gerda Köster
og meiddist hún töluvert. Kom í
ljós við rannsókn að hún hafði rif
beinsbrotnað og mjaðmagrind
brákast eða brotnað. Aðra konu
sem með henni var sakaði ekki.
Lögreglan hefir beðið blaðið að
geta þess, að hún óskar eftir vitn-
um að slysinu.
Flugbjörgunariæki
_(Framh. af 1. síðu).
bjarg“, sem Fiskimannafélaginu
er heimilt að sýna í fjáröflunar-
myndinni „Björgunin við Látra-
skyni í Færeyjum, en ágóði verði
látinn renna til frekari eflingar
slysavarna í Færeyjum.
Gjöfin afhent.
Frú Guðrún Jónasson afhenti
form'anni Færeyingafélagsins hér
gjöfina fyrir hönd Slysavarnafé-
lagsins, en formaður Færeyingafé
lagsins, frú Signhild Konráðsson
veitti henni móttöku fyrir hönd
Fiskimannafélagsins. Við þetta
tækifæri ræddi frú Guðrún störf
kvennadeildanna íslenzku frá upp-
hafi og hvernig þær hefðu staðið
af dugnaði fyrir nauðsynlegum
fjársöfnunum til að hægt væri að
standa fjárhagslega straum af
nauðsynlegum framkvæmdum í
þágu slysavarna. Óskaði hún fær-
eysku þjóðinni og þó einkum fær-
eyskum konum alls góðs í framtíð-
inni „og berið systrum okkar kær-
ar kveðjur héðan með von um lík
störf í þágu slysavarna í Færeyj-
um og hér hefir tíðkazt með góð-
um árangri".
Þakkaði góða gjöf.
Þegar frú Guðrún hafði afhent
gjöfina, tók Pétur Vigelund til
máls og þaklcaði fyrir hönd Fær-
eyingafélagsins. Sagði hann að það
væri Færeyingum sönn gleði og
ánægja að taka við þessari gjöf
Slysavarnafélagsins. Hann sagði
einnig, að Slysavarnafélag íslands
hefði löngum átt sérstakan sess
í hugum færeyskra eiginkvenna og
barna, sem átt hafa eiginmenn og
feður við^ veiðar hér uppi við
strendur íslands, vegna þess örygg
is, sem það veitti með góðum
björgunarútbúnaði og skipulagn-
ingu sinni í þágu slysavarna. Þá
kvaðst Vigelund vona, að færeysk-
ar starfssystur hinna íslenzku
slysavarnakvenna tækju þessari
gjöf frá þeim sem hvatningu og
Viðuíkenningar
fyrir björgun
__ í ávarpi því, sem Guðbjartur
Ólafsson, forseti SVFÍ, flutti í
gær, þegar fram fór afhending
gjafar SVFÍ til Fiskimannafé-
lagsins í Færeyjum, gat hann
þess siðar Englendinga að sæma
björgunarmenn viðurkenningum
og merkjum fyrir vasklega fram
göngu við björgun. Hefðu Bretar
alltaf verið fremstir í flokki
livað þennan ágæta sið snertir
og Færeyingar hefðu einnig tek-
ið upp þennan sið. Sagði Guð-
bjartur að íslenzk stjórnarvöld
ættu einnig að taka upp þennan
sið, enda væri hann réttmætur
í fyllsta lagi.
Tjón af ve'Sri í Bolungavík
Bolungavík í gær. í ofviðrinu hér
á dögunum urðu engar stór-
skemmdir en nokkrar minni hátt
ar. Þak fauk af húsi Einars Guð-
finnssonar að nokkru, hlaða fauk
með dálitlu heyi. Ýmsar fleiri
smáskemmdir urðu.
V erzlunin Ás opnar k jörbúð
aS Brekkulæk 1
í dagverður opnuð ný kjörbúð að Brekkulæk 1 í Laugar-
neshverfinu. Síðar munu fleiri verzlanir verða starfræktar
við hlið hennar, svo sem kjötbúð, fiskbúð og mjólkurbúð.
Það er Verzlunin Ás, sem starfrækir þessa nýju kjörbúð.
Húsið að Brekkulæk 1 er byggt
með það fyrir augum, að þar sé
rúm fyrir fjórar verzlanir. Verzl-
unin Ás opnar í dag kjörbúð, þar
sem allar algengar nýlenduvörur
verða á boðstólum, en auk þess
verður þar fyrst um sinn seld
mjólk svo og rjómi og brauð.
Kjörbúðin er á 80 ferm. gólffleti
og auk þess eru geymslur í kjall-
ara. í kjallara er einnig rúm fyrir
kjötvinnslu en kjötbúð og fiskbúð
verða opnaðar í húsinu innan
skamms.
Mjólkursamsalan á og hús í
smíðum við enda aðalhússins og
verður þar mjólkurbúð, er tímar
líða.
Auk þess er rúm fyrir söluturn,
er verður opinn fram eftir kvöld-
um og mun eigandi hússins Úlfar
Nathanaelsson annast rekstur
hans.
Þakkarskjal frá skip-
verjum á Goðanesi
Þegar SVFÍ afhenti fluglínu-
björgunartækin í gær, voru við-
staddir þrír af skipverjum, sem
voru á Goðanesinu, þegar það
strandaði við Færeyjar. Einn
þeirra var Axel S. Óskarsson,
loftskeytamaður, en hann var og
loftskeytamaður á Agli rauða,
þegar hann fórst. Við þetta tæki
færi afhcnti liann formanni Fær
eyingafélagsins hér skrautritað
þakkarávarp til þeirra, sem að-
stoðuðu við björgunina á Flesj-
unum við Skálafjörð, 2. janúar
sl. og var ávarpið undirritað af
skipverjum.
Fimm togarar
á ísafirði
Frá fréttaritara Tímans
á ísafirði.
Kér eru nú staddir fimm togar-
ar, Jón forseti og Skúli Magnússon
vegna ketilbilunar, en Þorkell
Máni vegna þess að framgálginn
var laus. Þá er færeyski togarinn
Gullberg með bilaðan radar. Allir
hafa þessir togarar landað smá-
vegis afla hér, svo og Karlsefni.
Sjómenn á togurum láta illa af
veðrinu og segja lítinn afla á mið-
unum.
Bátarnir héðan hafa róið í
Djúpið og fengið 3—5 lestir í
róðri.
• •
Omurlegur afmælis-
dagur fyrir Adam
lækni
Eastbourne, 21. jan. John Bodk-
in Adams, læknirinn í Eastbourne
sem ákærður er fyrir morð á
ekkju einni auðugri og grunaður
um morð á mörgum öðrum, á 58
ára afmæli í dag. Var honum af-
hentur stór bunki af heillaóska-
skeytum, bréfum og bréfakortum
í dag, er hann kom inn í réttar
salinn. Ekki fékk hann þó miklar
hamingjuóskir frá aðalákærandan
um, lögregluforingjanum Hannam
frá Scotland Yard, en hann bar
það fyrir réttinum í dag, að lækn
irinn hefði reynt að fela ýmsar
meðalaflöskur fyrir lögreglunni,
er hún fyrir nokkru gerði húsrann
sókn hjá honum .Adams var held
ur ekki í afmælisskapi í réttinum,
byrgði andlitið höndum sér og
engu líkara, en hann gréti.
Þýzku unglingarnir
vilja gjarnan fara
í herinn
Bonn, 21. jan. Fyrstu æskumenn
irnir í V-Þýzkalandi mættu í dag
til skráningar í herbúðum sínum,
skv. hinum nýju herskyldulögum.
Tekur kvaðningin að þessu sinni
til 100 þús manna, sem fæddir eru
1937. Það kom í ljós í dag, að
það eru mjög fáir, sem hafa sótt
um að fá herskylduþjónustu sinni
frestað af einhverjum ástæðum,
sama var um þá, sem báðust alger
lega undan herskylduþjónustu.
Flestir hinna ungu manna vildu
komast í hinar nýju tæknigreinar
hersins.
Flugvél Iendir vií
Bolungavík
Bolungavík í gær. — Fyrir
skömmu lenti hér flugvél í fyrsta
sinn. Var það Björn Pálsson í
sjúkraflugvél sinni, sem lenti á
nýjum flugvelli, sem hér hefir ver
ið gerður. Líkaði honum allvel. Er
það til mikils öryggis fyrir Bol-
víkinga að hafa fengið þennan
sjúkraflugvöll- ÞH
Tjónið á Flateyri af völdum sjávar-
gangs tallð nema hálfri milljón króna
Varla vætt um eyrina í klofháum stígvélum, er
verst lét: öídurnar braut á húsunum og löðrið
gekk yfir þau
Frá íréttaritara Tímans
á Flateyri.
Eins og kunnugt er af fréttum,
þá var ákaflcga mikill sjógangur
hér á Flateyri í óveðrinu og
hlauzt af margvíslegt tjón. Er
kvaðst vona, að þetta yrði vísir að
öflugu starfi færeyskra kvenna í
þágu slysavarna. Að lokum sagði
Vigelund, að um leið og Færey-
ingafélagið tæki við þessari höfð-
inglegu gjöf vildi hann bera fram
þá ósk, að landsmenn hans fengju
lengi að njóta hennar.
Þá voru tækin skoðuð og lýsti
Henry Hálfdánarson þeim fyrir við
stöddum. Gat hann þess við það
tækifæri, að um þúsund manns
hefðu nú verið bjargað við strend-
ur íslands með aðstoð slíks út-
búnaðar.
þetta tjón álitið nema aldrei und-
ir hálfri milljón króna. Skemmd-
ust húsmunir og matvæli auk ým
islegs fleira, er fór forgörðum.
Um 40—50 tunnur af garðávöxt-
um voru geymdar í jarðhúsi
fremst á eyrinni, en sjór gekk í
það og skemmdi eða eyðilagði.
Sjórinn gekk yfir miðja eyr-
ina og skildi eftir eyju fremst á
eyraroddanum. Sjógangurinn var
slíkur, að öldur braut stöðugt á
húsunum og löðrið þeyttist yfir
þau. Sjór komst í benzíngeymi
og flæddi benzínið úr honum en
sjórinn sat eftir. Þegar vatnsag-
inn var sem mestur, var varla
gengt í klofháum stígvélum
fremst af eyrinni til gömlu verzl
unarhúsanna fyrir ofan.
Tjónið sem einstaklingar hér
hafa orðið fyrir, er gífurlegt, þar
sem tryggihgarfélög munu greiða
minnst af skemmdunum. Nokkuð
af skreið skemmdist og eyðilagð
ist og mun eitthvað af því fást
greitt.
í sveitinni hér í kring mun
cinkum hafa orðið tjón á þökum
íbúðarhúsa og skepnuliúsa, en
mest mun hafa fokið um þrjátíu
járnplötur af einu þaki. Skemmd
ir urðu í Holti, Hjarðardal innri
og Kirkjubóli í Korpudal. TF.
Félag vefnaðarvöru-
kaupmanna 25 ára
Félag vefnaðarvörukaupmanna
á 25 ára afmæli um þessar mund
ir. Stofnendur voru um 20 en nú
eru félagsmenn rúmlega 90.
Formaður félagsins er nú
Björn Ófeigsson og með honum í
stjórninni eru Halldór R. Gunn
arsson, Hjörtur Jónsson, Svein-
björn Árnason og Þorsteinn Þor*
steinsson
Afmælishóf félagsins verður n.
k. fimmtudag í Leikhúskjallaran
um.