Tíminn - 19.02.1957, Qupperneq 6
6
Útgefandi: Framsóknarflokknrinn.
Eitstjórar: Haukur Snorrason
Þórarinn Þórarinsson (áb.).
SkrifstOfúr I Edduhíísi "ið Lindargotu.
Simar: 81300, 81301, 81302 (ntstj. og blaðamenn),
auglýsingar 82523, afgreiðsla 2323.
Prentsmiðjan Edda h.f.
SementsverksmilSjan og Ólafur
í STJÓRNARSÁTTMÁL-
ANUM, sem var gerður við
myndun ríkisstjórnar Ólafs
Thors sumarið 1953, var m.a.
gefið það fyrirheit, að lán-
taka vegna hinnar fyrirhug-
uðu sementsverksm. skyldi
ganga fyrir öllum öðrum
iánsútvegtfnum hins opin-
toera. Þessu til frekari á-
herzlu var sementsverksm,-
málið látiö heyra undir for-
sætisráðherra.
Af hálfu stjórnarvaldanna
var líka fullkomlega reynt
að standa við þetta loforð.
Öll þau ár, sem stjórnin sat
að völdum, var haldið uppi
stöðugum tilraunum til að fá
'ián til verksmiðjunnar, bæði
vestan hafs og austan. Allt
reyndist þetta árangurslaust.
Það geröist svo loks 1
þessu sambandi, að Banda-
rikjastjórn, er hafði fylgst
með þessum raunum ís-
lenzku stjórnarinnar,
toauðst til að lána fé úr eins-
konar bjargráðasjóði, sem
hún hefur yfir að ráða, fyrir
erlenda kostnaðinn við verk
smiðjuna. Þetta var að
sönnu gott boð, en tryggði
þó engann veginn fram-
kvæmd verksins. Eftir sem
áður vantaði fé fyrir inn-
' lenda kostnaðinum, sem
skipti alltaf nokkrum tug-
um milljóna króna. Án þess
að afla þessa fjár, var úti-
lokað að tryggja byggingu
verksmiðjunnar.
Tilboð Bandaríkjatjórn-
ar gerði það að sjálfsögðu
að verkum, að enn frekari á-
herzla var lögð á það að út-
vega það fé, sem þurfti fyrir
ínnlenda kostnaðinum. Nýj-
ar bóngöngur voru farnar
utanlands og innan, en al-
veg árangurslaust.
ÞÓTT MÁLIÐ stæði
þannig á síðastliðnu vori,
lét Ólafur Thors samt hefj-
■ ast handa um nokkrar fram
kvæmdir til undirbúnings á
byggíngu verksmiðjunnar.
Fjár til þeirra var aflað með
bráðabirgðalánum. Til þess-
arra framkvæmda var fyrst
og fremst stofnað vegna
kosninganna, sem voru fyrir
dyrum. Bersýnilegt var, að
toráðabirgðalánin yrðu þrot-
in fljótlega eftir kosningar
og þá hlaut verkið að stöðv-
ast af sjálfu sér, ef ekki
gengi betur með útvegun
íjár fyrir innlenda kostn-
aðinum en á undanförnum
þremur árum.
Nú er líka svo komið, að
þetta lánsfé, sem útvegað
var til bráðabirgða, er ekki
aðeins þrotið, heldur hefur
einnig orðið að standa skil
á því. Myndi það hafa vald-
ið hinum mestu erfiðleikum
ef núverandi stjórn hefði
ekki tekizt að útvega lán
vestan hafs um síðastliðin
áramót. NokkUr hluti þess.
var notaður til að greiða hin
ar áföllnu skuldir vegna
bráðabirgðalána verksmiðj-
unnar.
ÞRÁTT fyrir það, þótt
Ólafur Thors skildi ekki bet
ur við þetta mál en raun ber
vitni, er Mbl. fullt af gorgeir
yfir framgöngu hans.
Ólafur Thors útvegaði fé,
sem þarf fyrir erlenda kostn
aðinn, segir Mbl. á sunnudag
inn. Þannig er sagt frá
þeirri staðreynd, að Banda-
ríkjastjórn bauð þetta fé ó-
umbeðið eftir að allar til-
raunir Ólafs til að útvega
það, höfðu misheppnast.
Ólafur Thors lét byrja á
verkinu, segir Mbl. ennfrem
ur. Þess er hinsvegar ekki
getið, að hann lét byrja
framkvæmdir rétt fyrir
kosningar, án þess að hafa
útvegað nokkurt raunveru
legt lánsfé fyrir inlenda
kostnaðinn. Þriggja ára leit
hans í þeim efnum hafði
reynst árangurslaus. Hér
var því aðeins verið að sýn-
ast fyrir kosningar.
VINNUBRÖGÐ Ólafs
Thors í sementsverksmiðju-
málinu eru táknræn fyrir
vinnubrögð Sjálfstæðis-
flokksins yfirleitt á undan-
förnum árum. Það er byrj-
að á framkvæmdum, jafnt
nauðsynlegum og ónauðsyn-
legum, án þess að tryggja
það nokkuð, að hægt verði
að koma þeim í höfn. Fjár-
festingin er m. ö. o. orðum
gefin alveg laus taumurinn.
Síðan er hælst yfir framför
unum og reynt að vinna sér
þannig stundarhylli. En ekk
ert er gert til að afstýra
strandinu, sem slík stefna
hlýtur óhj ákvæmilega að
hafa í för með sér.
Vonandi tekst hinni nýju
ríkisstjórn að tryggja fram
hald nauðsynlegustu fram-
kvæmda eins og t. d. sem-
entsverksmiðjunnar. En
þess ber vel að minnast, að
það er ekki létt um vik,
þar sem stjórnin tekur við
tæmdum sjóðum og þrotn-
um lánsmöguleikum, eins og
sementsverksmiðjumálið er
svo glöggt dæmi um.
Fundarhald smálestanna
MORGUNBLAÐIÐ upp-
lýsir á sunnudaginn að á
nýloknum aðalfundi Sölu-
sambands ísl. fiskframleið-
enda hafi verið samþykkt
með 25 þús. smál. gegn 100
smál. að mótmæla frum-
varpi ríkisstjórnarinnar um
nýja yfirstjórn útflutnings-
verzlunarinnar. Um 4—5
þús. smálestir hafi setið hjá.
Mbl. finnur það ekki, en al
menningur mun áreiðanlega
finna það, að eitthvað meira
en lítið er bogið við það fyr
irkomulag, þar sem atkvæð-
isrétturinn er miðaður við
smálestir. Fyrirkomulag,
TIMINN, þriðjudaginn 19. febrúar 1957,
ERLENT YFIRLIT:
Gromiko te
Sennilegt, aí valdhafar Rússa ætli nú a$ snúa sér meira a<S Evrópw en Asíu
f ERLENDUM stórblöðum er
nú mjög rætt um utanríkisráð-
herraskiptin í Moskvu. Að sjálf-
sögðu snúast þær umræður mjög
um bað, hvort þau muni tákna ein-
hverja verulega breytingu á utan-
ríkisstefnu Sovétríkjanna. f fyrstu
kom það allmjög fram í blaðadóm-
um, að ráðherraskiptin táknuðu
aukin áhrif Molotoffs og aftur
yrði því horfið tii stefnu Stalíns
á sviði utanríkismála, þ. e. kalda
stríðið yrði hert að nýju. Þegar
frá hefir liðið, hafa blöðin þó held
ur dregið úr þessum fullyrðingum,
og fleiri og fleiri hallast að þeirri
skoðun, að ráðherraskiptin þurfi
ekki að tákna neina meiriháttar
stefnubreytingu. Gromyko sé fyrst
og fremst embættismaður og skip-
un hans í utanríkisráðherrastöð-
una svipi til þess, þegar Vishin-
sky var settur í hana á sínum
tíma. Vishinsky var aldrei talinn
ráða neinu verulegu um stefnu
Sovétríkjanna, en þótti hins veg-
ar góður að túlka það, er fyrir
hann var lagt. Svipað gildir um
Gromiko. Hann hafði hreppt stöð-,
una nú, því að hann þykir lík- j
legur til að fylgja því vel fram, er 1
fyrir hann verði lagt. Öðru máli i
gilti um Sépiloff, sem er þekktur'
fyrir sjálfstæðar skoðanir og vant-
ar auk þess reynslu í tafli hinna
alþjóðlegu stjórnmála. Gromiko sé
miklu færari en Sépiloff til að
fylgja „línu“, er ákveðin sé á
hærri stöðum.
TVENNT ÞYKIR sönnun þess,
að ráðherraskiptin muni ekki
breyta verulegu um utanríkis-
stefnu Sovétríkjanna, a. m. k. ekki
fyrst um sinn. Annað er það, að
rétt áður en æðsta ráð Sovétríkj-
anna, sem helzt svipar til þings
í lýðræðisríkjunum, lauk fundum
sínum í fyrri viku, flutti Sépi-
loff mikla ræðu um utanríkismál,
þar sem hann boðaði eins konar
„friðarsókn" af hálfu Sovétríkj-
anna, einkum þó í málum hinna
nálægari Austurlanda. Æðsta ráð-
ið samþykkti þessa stefnu Sépi-
loffs einróma. Rétt á eftir flutti
Zukoff marskálkur, sem staddur
var í Nýju Delhi, ræðu, þar sem
hann endurtók meginatriðin úr
stefnuyfirlýsingu Sépiloffs. Það
þykir ekki sízt sönnun þess, að
þessari stefnuyfirlýsingu Sépiloffs
verði fylgt, a. m. k. í náinni fram-
tíð.
Það virðist þannig ósennilegt,
að Sépiloff hafi fallið vegna þess,
að ósamkomulag hafi verið um
stefnu hans eða aðgerðir hans x
málum hinna nálægari Austur-
landa, en Sépiloff var upphafs-
maður að vopnasendingunum til
Egyptalands og kom með því af
stað nýrri ringulreið þar eystra,
sem tvímælalaust hefir verið vatn
á myllu Rússa til þessa.
AÐ EINU leyti geta ráðherra-
skiptin bent til þess, að nokkur
breyting verði á starfsháttum
Rússa á sviði utanríkismála. Sépi-
loff hafði fyrst og fremst kynnt
sér málefni Asíu og hinna nálæg-
ari Austurlanda. Þekking hans á
málum Evrópu og Ameríku virð-
ist hins vegar takmörkuð. Hið gagn
stæða gildir um Gromiko, sem
hefir verið sendiherra í London og
Washington og aðalfulltrúi á þing-
um S. Þ. Af ráðherraskiptunum
mætti því draga þá ályktun, að
Rússar ætluðu ekki að snúa sér
eins mikið að Asíu og áður, jafn-
vel láta Kínverjum eftir forust-
una þar og gætu hin miklu ferða-
lög Chou En-lai bent til þess. Hins
vegar munu þeir snúa sér þeim
mun meir að málefnum Evrópu
og þá einkum að afvopnunarmál-
unum og Þýzkalandsmálunum. Á
því sviði er Gromiko mesti sér-
fræðingur Rússa. Á vettvangi
sem byggt er upp á slíkan
hátt, þarfnast vissulega end
urskoðunar, hvað sem líður
vilja smálestanna.
G R O M I K O
Evrópu standa Sovétríkin nú einna
höiiustum fæti, eins og ráða má
af fylgishruni kommúnista í öllum j
löndum Vestur-Evrópu.
f SAMBANDI við það, þegar J
rætt er um utanríkisstefnu Rússa,!
hlýtur sú spurning eðlilega að,
vakna, hver hún sé um þessar
mundir. í sannleika sagt hefir
hún sjaldan verið eins óljós og nú.
í Ungverjalandi er t. d. fylgt fram
Stalínisma, í Póllandi mildari
stefnu og Tító er ýmist kjassaður
eða skammaður. Valdhafar Rússa
virðast m. ö. o. mjög reikulir í
því, hvort þeir eigi að halda á-
fram Genfarstefnunni svonefndu
eða hverfa aftur til Stalínismans.
Ráðherraskiptin lej'sa ekki neitt
úr þeirri gátu, a. m. k. ekki að
sinni. Vel má vera, að þetta stafi
af því að andstæðar klíkur berjist
um völdin að tjaldabaki í Kreml
og þetta haldist, unz ein-
hverri þeirra tekst að verða ofan á.
Meðan hins vegar fæst ekki fylli-
lega úr því skorið, hver hin raun-
verulega utanríkisstefna Rússa er,
grúfir óvissa yfir öllu sviði hinna
alþjóölegu stjórnmála. Á meðan
þurfa lýðræðisríkin að gæta fullr-
ar varúðar, en loka þó engum
dyrum til hugsanlegs samkomu-
lags.
SKOÐANIR eru mjög rkiptar
um það, hvort fráför Sépiloffs
tákni minnkandi völd Krustjeffs*
en Sépiloff er af flestum talinn
fylgismaður hans. Fljótt á litið
gæti virzt svo, en við nánari at-
hugun kemur í ljós, að svo þarf
ekki að vera. Sépiloff verður einn
af framkvæmdastjórum kommún-
istaflokksins og í höndum dugandi
manns getur það verið valdameira
embætti en staða^utanríkisráð-
herrans. Sépiloff skortir áreiðan-
lega hvorki greind né dugnað. Vel
má því vera, að aðstaða Krustjeffs
styrkist við það, að Sépiloff verð-
ur einn af framkvæmdastjórum
flokksins. Iírúsjeff getur talið það
hyggilegt að lofa öðrum en fylgis-
mönnum sinum að fást við utan-
ríkismálin á næstur.ni, en efla þá
þeim mun meira til áhrifa innan-
lands. Ef úr því yrði, að Krúsjeff
tæki við af Bulganin sem forsætis-
ráðherra, gæti Sépiloff orðið Mal-
enkoff skæður keppinautur um
stöðu aðalframkvæmdastjórans.
HINN NÝI utanríkisráðherra
Sovétríkjanna, Andrei Gromiko,
er ekki nema 48 ára gamall, þótt
hann sé lengi búinn að koma við
sögu. Hann er hagíræðingur að
menntun. Rétt fyrir styrjöldina
gekk hann í þjónustu utanríkis-
ráðuneytisins og var bráðlega gerð-
ur að sendiráðsfulltrúa í Washing-
ton. Hann var sendiherra þar 1943
—46. en næstu tvö árin var hann
fulltrúi Rússa í öryggisráði S. Þ.
Árið 1949 var hann skipaður fyrsti
aðstoðarutanríkisráðherra. og
gegndi því til 1951, er hann var
gerður að sendiherra í London.
Eftir fráfall Stalins 1953 var hann
skipaður fyrsti aðstoðarutanríkis-
ráðherra og hefir gegnt því starfi
síðan. Hann hefir setið allar meiri-
háttar alþjóðlegár ráðstefnur. sem
hafa verið haldnar eftir styrjöld-
ina. t. d. allar, er hafa fjallað um
mál Þýzkalands.
Gromiko er sá fulltrúi Rússa,
sem einna minnstra vinsælda hefir
aflað sér á alþjóðlegum vettvangi.
Hann er alltaf jafn þurr og kaldur,
hvort heldur sem hann mætir á
fundi eða í samkvæmi. Ræðu-
mennska hans einkennist af því,
að hann heldur sér fast við hina
ákveðnu „línu“ og lætur aldrei af
(Framhald á 8. síðu).
‘SAÐsromN
„Brúin" í Borgartúni.
FYRIR NOKKRUM vikum síðan
hófu starfsmenn bæjarins skurð-
gröft mikinn og lá skurðurinn
frá borholunni við Höfða og upp
í gegn um Borgartún. Þar sem
skurðurinn skar götuna var sett
á brú til bráðabirgða, eða svo
litu víst flestir vegfarendur á,
því að þykkar járnplötur voru
settar yfir skurðinn. Einnig var
þarna settur á einstefnuakstur,
en þeir, sem að innan komu,
skyldu taka á sig krók til vinstri
og komast svo aftur inn á Borg-
artúnið. Er það skemmst frá að
segja, að útskot þetta varð fljót-
lega illfært bílum og sama máli
gegndi með brúna. Járnplöturn-
ar gengu á misvíxl og þær svign-
uðu þannig, að brúnir þeirra
standa upp fyrir götuna og eru
þannig hættulegar hinum dýr-
mætu hjólbörðum. Fyrir nokkr-
um dögum var enn aukið á vand-
ræði þeirra, sem um götu þessa
leggja leið sína með frekari
greftri og síðustu daga hafa um
ferðartafir verið þarna mjög
tíðar.
Skúlagatan lífið farin.
ÞETTA, ásamt því, að efsti hluti
Skúlagötu, sem ekki er malbikað-
ur, hefir verið í mesta ófremdar-
ástandi um margra vikna skeið.
Holur hafa verið þar svo gífur-
legar, að bílstjórar hlífast við að
aka þessa leið, sem bæði er sein-
farin og bílunum hætt við
skemmdum.
Síðastliðinn laugardag mátti og
sjá greinilegar afleiðingar þessa.
Flestir bílar, sem leið áttu niður
í bæ, óku Laugaveg og mátti þar
heita óslitin bílaröð frá því
snemma um morguninn og fram
að hádegi. Hins vegar sást varla
bíll á Skúlagötunni, sem á þó,
samkvæmt áætlunum, að vera að-
alleið niður í miðbæinn að norð-
anverðu. Umferðartafir voru með
mesta móti þennan dag. Nokkrir
lögregluþjónar reyndu að afstýra
vandræöum, en það var ekki auð-
gert, þar sem álagið var gífur-
legt. Ekki bætti það úr skák, að
hliðargötur, eins og t. d. Lindar-
gatan, var ekki rudd áður en
snjórinn fraus og er bæði sein-
farin og hættuleg þess vegna.
Einstefnuakstur um Lindargötu.
FYRIR nokkru sendu ailir hús-
eigendur við Lindargötu yfirvöld-
unum beiðni um að einstefnu-
akstur yrði tekinn upp á götu
þeirra. Ekkert hefir heyrst um
þetta mál síðan og sama öng-
þveilið er þar enn ríkjandi. Bíl-
um er gjarnan lagt beggja vegna
götunnar, sem er mjög þröng og
þegar bílstjórar þurfa að mætast,
situr allt fast tímum saman. Hins
vegar vona Lindargötubúar að
umferðayfirvöldum fari eins og
birninum, að hann skríði úr híðl
sínu, er sól hækkar á lofti og a3
einstefnuakstrinum verði komið
á fyrir vorið.
— Kaldbakur<