Tíminn - 19.02.1957, Síða 8

Tíminn - 19.02.1957, Síða 8
TIM I_N_N, þriðjudaginn 19. fébrúar 1957. S jötugur: Hjörleifur Sveinsson, Unnarholtskoti Sjötugur er í dag, 19. febr., Hjör leifur Sveinsson, bóndi, Unnar- fcoltskoti, Hrunamannahreppi. — Á þessum tímamótum ævi sinnar getur hann staldrað við og litið yf i>: farinn veg, litið yfir mikið starf og glaðst yfir unnum sigri, því éannarlega hefir hann gengið með eigur af hólmi í baráttunni við ó- blíð lífskjör. Um það ber bezt vítni jörð hans og bú. Ungur varð Iljörleifur fyrir erf- iðum véikindum, sem gengu nærri heilsu hans, og er hann steig upp úr þeim, hafði hann tapað að wiiklu leyti sjóninni. Hann fékk |)ó að halda skímu, sem enzt hefir honum fram á þennan dag. Sjón liáns hefir ekki verið það mikil, að hann hafi getað litið í bók né blað, hvað þá skrifað, en farið hefir hann flestra sinna ferða og hiklaust þar sem hann er kunn- ugur. Er að því kom, að Hjörleifur stofriaði sitt eigið heimili og veldi «ér ævistarf, ákvað hann að gerast bóndi. Þó var það ekki álitlegt, hann svona bagaður vegna sjónleys is og tímar erfiðir, en ekki var í inörg hús að venda, og fyrir hann, eem var alinn upp við bústörf, var iíklegast, að hann gæti séð sér og isínum bezt farborða sem bóndi. Hann hóf búskap í Unnarholts- lcoti og réðst í að kaupa jörðina, fátækur af veraldlegum efnum, en ríkur af sjálfsbjargarviðleitni og áræði. Oft mun róðurinn hafa verið Jmngur fyrstu árin, en með fram- úrskarandi dugnaði, ósérhlífni og hagsýni tókst honum að komast til efnalegs sjálfstæðis, auka bú- etofninn og bæta jörðina. Er Hjörleifur hóf búskap, var íöðruvísi umhorfs en nú er, í sam- göngu- og félagsmálum í uppsveit- um Árnessýslu. vegleysi, ár óbrú- aðar, en hesturinn eina farartæk- ið og verzlun sótt allt til Reykja- víkur. Hjörleifur mun ekki hafa ■yerið eftirbátur annarra í verzlun- arférðum, en mjög hafa þessar ferðir reynt á þrek manna og fcesta og verið tímafrekar. Hjörleifur hefir verið eindreg- inn stuðningsmaður þeirra sam- taka, sem heilladrýgst hafa reynst fyrir afkomu fólksins austan fjalls, og sem segja má, að hafi gjör- breytt lífsmöguleikunum, en þar fcer hæst Mjólkurbú Flóamanna «g Kaupfélag Árnesinga. Nú er fyrir nokkru kominn góð- vr vegur heim í hlað í Unnarholts Tcoti, bíll sækir mjólkina heim að túni og flytur um leið nauðsynjar til búsins, ef óskað er. Sími er fcominn þar fyrir nokkrum árum og nú þessa dagana er verið að leggja síðustu hönd að tengingu raflínu frá Soginu. Þar með hefir rætzt Iangbráður draumur. í höndum Hjörleifs hefir jörð- in tekið miklum stakkaskiptum. Tún margfaldast að stærð og gæð- nm og hús byggð upp. Fyrir fáum árum var jörðinni skipt og hóf þá sonur Hjörleifs búskap á öðrum hluta jarðarinnar. £íðan hafa þeir feðgar búið þar og verið um margt í félagi við bú- ekapinn, m. a. byggt saman vand- að íbúðarhús úr steinsteypu. Hjörleifi hefir verið og er það •netnaðarmál, að eiga góðar skepn ;tir og fara vel með þær, enda hafa |>ær skilað honum góðum arði. Hann hefir átt afburða kýr og tilotið fyrir þær viðurkenningu toæði innan sveitar og utan, t. d. t>egar landbúnaðarsýningin var haldin x Reykjavík 1947, þá var fcann með kýr þar og hlutu þær góö verðlaun. Hjörleifur mun eiga margar ljúf ■ar minningar af samskiptum sín- vm við hestana, en þá hefir hann marga átt, trausta og duglega. Oft «nun það hafa komið fyrir, ef hann fcefir verið seint á ferð og lent í •nyrkri eða dimmviðri, að hann fcafi látið klárinn sinn um að skila sér heim og gefist það vel. Hjörleifur er áhugasamur um landsmál og fylgist vel með þrátt tfyrir sjónleysið. Hann er minnug- tir og hefir það komið sér vel, þar «em hann hefir ekki getað skrifað sér til minnis, en oft í mörgu að snúast. Hann er ræðinn og skemmtileg- ur í viðræðum og bregður oft fyr- ir sig gamansemi samferðamönn- um til ánægju. Hjörleifur hefir ekki staðið einn í lífsbaráttunni, því kvæntur er hann ágætri konu, Helgu Gísla- dóttur. Hún varð sjötug 14. maí s. 1. Hún hefir staðið með sóma í stöðu sinni, þrátt fyrir allmikla vanheilsu um langt árabil, og stutt mann sinn með ráðum og dáð. Helga er fróð um marga hluti, og ættfræði er henni mjög hug- leikin. Börn þeirra hjóna eru þrjú, Dóra, búsett í Fagradal í Vopna- firði; Gísli, sem býr ásarnt föður sínum í Unnarholtskoti og Val- gerður, búsett í Reykjavík. Ég óska Hjörleifi og fjölskyldu hans til hamingju með afmælið. Jón Sigurðsson. Fyrir nær fjörutíu árum hófu þau hjónin Hjörleifur Sveinsson og Helga Gísladóttir búskap í Unnarsholtskoti í Hrunamanna- hreppi. Jörðin var mjög niður- nídd svo að allt varð að byggja upp að nýju. Tún að meðallagi að stærð að mestu leyti þýft, eins og þá gjörðist. Jörðin fremur landlít- il, en nokkurt flæðiengi til slægna sem þótti mikil jarðarbót í þá daga. Þetta var að nýafstöðnu fyrra striðinu, þegar þjóðinni hafði í fyrsta sinn gefist kostur á að hafa fjármagn með höndum, afurðir hækkað í verði og meiri möguleikar til þess að fá fé til framkvæmda, *en áður hafði þekkst. Þessi velmegun stóð þó ekki lengi, því eftir nokkur ár skall á verðhrun og kreppa og átti þá margur , erfitt með að standa í skilum við lánsstofnanir og einstaklinga. Einkum mun kreppan hafa leikið þá hart, sem byrjað höfðu búskap á þessum ár- um og voru þau hjón, er hér um ræðir, í þeirra hópi — keyptu jörðina óheyrilega háu verði og urðu að byggja allt upp að nýju. En það voru einnig fleiri örð- ugleikar, sem steð.iuðu að Hjör- leifi og heitmey hans. Veturinn 1918—19 gekk hinn illræmdi in- flúenzufaraldur, svokallaða spánska veiki, sem marga lagði í gröfina og ýmsa til örkumla, þótt þeir lifðu veikina af. Þegar Hjörleifur var á bernsku aldri, veiktist hann af svæsinni taugaveiki og missti þá annað aug- að. Þessi veikindi lömuðu mjög hið mikla fjör og skarpleik, sem honum var gefin í ríkum mæli, m. a. þoldi hann mjög illa að horfa í bók eftir þetta áfall. Nii veiktist Hjörleifur einnig af spönsku veik- inni, sem fyrr getur, og inflú- enzubakterían fundvís á veilu blettina, því að ætíð varð sú raun- in á, að bakterían bjó þar um sig, sem sjúklingurinn var veik- astur fyrir og nú stappaði nærri að hann missti sjónina að fullu, en fyrir aðgjörð lækna og þó mest fyrir áeggjan sjúklingsins sjálfs, varð því bjargað, sem bjargað varð, svo að hann missti ekki alveg sjónina, en lítil sjón er það þó, á borð við alsjáandi fólk. Einnig var Hjörleifur þjáður af magaveiki um margra ára skeið og stundum undir læknishendi, en sigraðist þó á þeim sjúkdómi, enda hélt hann stranglega fyrirskipaðar matarreglur læknisins, og hefir mér oft orðið hugsað til þess, hve fábreytt og lítið fæði hans var og hve mikilli vinnu hann afkastaði og ætíð fyrstur til vinnu, þótt hann væri annarra hjú. Þegar hinn misvelséði Kreppu- lánasjóður kom til sögunnai’, geklc Hjörleifur í hann, þó rnest fyrir á- eggjan annarra, enda mun hann hafa lítið grætt á því fjárhagslega. í fyrsta lagi voru hús og jörð met- in til stóreigna, þótt í algjörri skuld væru, og í öðru lagi brugðu þessi hjón út af venjunni og laga- heimildinni, þar sem mátti láta skuldir við lánsstofnanir skella á ábyrgðarmönnunum, sem álitust efnalega stæðir. Einnig mátti eftir lögum þessum svíkja greiðslur vinnulauna og einstaklinga al- mennt í peningaviðskiptum. En þau Unnarholtshjónin munu með tíð og tíma hafa borgað hverjum og einum það, sem þau skulduðu, hvort heldur voru vinnulaun, lán- taka hjá einstaklingum eða það, sem ábyrgðarmenn borguðu fyrir þau til lánsstofnana. Það er því með ólíkindum og ævintýri líkast, hvað miklu þessi hjón hafa afkastað og er þar sjón sögu ríkari. Þeim, sem leggja leið sína að Unnarholtskoti og lítast þar um, gefst að líta reisulegt'i- búðarhús fyrir þrjár fjölskyldur, vandað að öllum frágangi, nýrækt- að land, með því stærsta, sem gjörist meðal einstaklinga. ■ Gamla túnið véltækt, sem gefur árlega margfalda "grassprettu. Hjörleifur í Unnarholtskoti hef- ir ætíð verið skjólstæðingur lítil- magnans, nærgætinn og skilnings- ríkur á lundarfar og þarfir barna og unglinga, sem með honum hafa dvalið. Þótt ég hafi nú aðallega minnst bóndans í Unnarholtskoti, er þó hlutur húsfreyjunnar þar vel þess verður að hennar sé minnst. Helga er í bezta lagi verklagin og hag- sýn við öll búsýslustörf og hefir unnið að framleiðslunni jöfnum höndum, svo sem að garðyrkju og hænsnarækt, einnig var mikið unnið við tóskap á þessu heimili. Helga hefir þó, sem bóndi hennar, orðið fyrir heilsubresti og hefir síðan á unga aldri verið böguð við ýms störf. En þessi hjón hafa lyft Grettistaki í búskapnum, enda verið samtaka í áformum sínum og stutt hvort annað í framkvæmd- um og í daglegum störfum. Helga hefir annast bókhald heimilisins fyrir hönd bóndans, þar sem hann hefir ekki mátt á bók sjá vegna þeirra áfalla, sem hann hefir orðið fyrir og áður er á minnst, einnig hefir hún annast um útréttingar að miklu leyti fyr- ir heimilið og hann þá vérið henn ar önnur hönd við barnagæzluna og annað og m. a. létt henni næt- urvökurnar yfir börnunum. Hjörleifur er fæddur í Efra Langholti í Hrunamannahreppi 19. febrúar 1887. Foreldrar hans voru Dóróthea Högnadóttir og Sveinn Arnoddsson, ættuð austan- undan Eyjafjöllum; voru skyld í móðurættir sínar. Dóróthea var í föðurætt út af presta-Högna en í móðurætt systurdóttir Benedikts sýslumanns Sveinssonar (föður Einars skálds). Helga er fædd á Bjalla í Landssveit, dóttir Gísla Árnasonar og Valgerðar Bjarna dóttur og er föðurætt hennar rak- in til Víkingslækjarættar og móð urætt til bændafólks í Árnessýslu greindar- og grandvarleikafólks í hvívetna. Börn þeirra Helgu og Hjörleifs eru þessi: Dóróthea, gift Guðna Einarssyni, búsett í Fagradal í Vopnafirði; Gísli, giftur Helgu Runólfsdóttur, bóndi í Unnars holtskoti; Valgerður, gift Kjartani Skúlasyni, búsett í Reykjavík. í þessum línum hefi ég aðeins stiklað á stærstu æviatriðum Unnarholtskotshjónanna, en þeir sem eru þeim kunnugastir, finna þó eflaust bezt, að margt er hér ósagt, sem vert hefði verið að Utanríkisráð- herra Ísraelsríkis Frú Golda Meir (eða Meyer), varð utanríkismálaráðherra ísra- els s. 1. sumar og hefur vafalaust haft í mörg horn að' líta í sinni embættistíð. Hún er 58 ára göm ul, ekkja og tveggja barna móðir og önnur konan, sem vitað er að gegnt hafi uanríkismála- og ráð- herraembætti. Sú fyrsta var Ama Pauker I Rúmeníu. Golda Meir er fædd í Rússlandi, en uppalin í Ameríku, dóttir húsa smiðs. Hún fór ung að taka þátt í stjórnmálum og flutti til Palest ínu með eiginmanni sínum. Þar ráku þau hænsnabú, en frúin hélt afram að mennta sig og las þá á næturna, er dagsverkinu var lok iið. Hún fékk skjótan frama í stjórnmálabaráttunni og það kom í hennar hlut að lesa upp tilkynn inguna um það, að Sameinuðu þjóðirnar legðu til, að ísrael yrði sjálfstætt ríki. Hún var fyrsti sendiherra ísra els í Rússlandi og er sagt, að hún hafi keypt sinn fyrsta hatt, er hún tók við því embætti. Síðar várð hún vinnumálaráð- herra lands síns og nú utanrík ismálaráðherra. Hún er eljumann- eskja og hraðmælsk. Sumir vilja telja hana þann, sem mest eggi Ben Gurion til að halda sem fast ast við allar kröfur ísraelsmanna. Auk allra annarra starfa er hún sögð baka framúr skarandi góðar kökur! Erlent yfirlit Benzínskömmtun (Framhald af 5. síðu). ir eru nú nær því óseljanlegar á innanlandsmarkaði og verð á not- uðum bílum hefir fallið að mun. Reynt var að halda í horfinu hvað bílasölu snerti með því að auðvelda afborgunarkerfið. Bílaverksmiðjurnar stækkaðar. Á sama tíma og þessir erfiðleik- ar skella yfir brezka bílaiðnaðinn, sem þó átti ekki sjö dagana sæla fyrir, eru nokkrar hinna stærri verksmiðja að ljúka við stækkun og breytingar á tækjum sínum og húsakynnum, og sem hefði tvö- faldað afköst þeirra með fullum vinnutíma. Meðal þeirra eru Ford, Waukxhall, Roote og Standard. Hins vegar vinna verkamenn í smiðjum Morris og Austin fulla fimm daga vinnuviku og fjóra yfirvinnutíma að auki við smærri gerðirnar sem áður var minnst á. Fyrir nokkrum dögum tilkynntu verksmiðjurnar sem framleiða Wauxhall og Jagúar að þær myndu hefja framleiðslu af fullum krafti vegna pantana er borizt hefðu er- lendis frá. minnast. En ég veit, að þau kæra sig ekki um að þeim sé hátt á loft haldið, þau hafa að mörgu leyti verið gæfumenn, séð ávöxt iðju sinnar í ríkum mæli, eignast efni- leg börn, sem hafa ætíð látið sér annt um heill heimilisins og for- eldra sinna. Með þessari fjölskyldu hefir því ávallt verið eining og samhugur. Það munu margir og á öllum aldri hugsa með hlýju til Hjörleifs x Unnarholtskoti á þess- um tímamótum ævi hans. Það hafa mörg vandalaus börn og ungl ingar verið honum samtíða og á heimili hans og lengi muna ,mí.s heimili hans og „lengi muna börn- in“, segir máltækið, því hugsa nú margir til hans með þakklæti fyr- ir liðna tíma. — X. (Framhald af 6. síðu) því að hamra á henni, hvernig sem andstæðingarnir haga málflutningi sínum. Minni hans virðist óbrigðult og rökfesta hans er einnig mikil. Gromiko hefir verið oft talinn sannur fulltrúi hins þrönga „línu“- kommúnisma. Um það hefir þó verið nokkuð deilt, hvort honum sé þessi framkoma eiginleg eða' hvort hún byggist á strangri emb- ættismennsku. Það kemur senni- lega betur í ljós nú eftir að hann hefir tekið við forustunni á sviði utanríkismálanna. Þ. Þ. Volkswagen í Banda- ríkjunum (Framhald af 5. síðu.) enn aðrir yfir því að ekki skyldi vera benzínmælir í bílnum. Þá þótti sumum glæmt að koma bíln- um í afturábakgír. Einnig að aft urrúðan væri of lítil og þessvegna erfitt að 'fylgjast með ef bíll færi framúr. Þá var kvartað yfir benzíngjöf- inni og sérstaklega þykir frúnurix rúllan erfið. En samt sem áður góður bíll. Verkfræðingur sá, sem ritar greinina í P.M. segist sjálfur varla hafa trúað öllum þeim sögum er hann fékk í bréfunum. Sérstaklega átti hann erfitt með að trúa því að Volkswagen flyti ef ekið væri út í vatn, en frá því hafi verið sagt í mörgum bréfunuln. Svo það var ekki um'anriað að gera en reyna. Berizíhgeymirinn var fylltur og svo var ékið út í Michigan vatnið. Og bxilinn flaut þrátt fyrir að dropar smugu inn með hurðunum að neðan. Flestir þeir, sem bréfin. sendu eru mjög hrifnir af hvé auðvelt sé að aka Volkswagen í hinni öru umferð stórborganna, en allir taka fram að hann sé ekki síðri í langferðum. Sumir taka fram hve langt þeir hafi ekið. M.a. var einn sem ók 1800 kílómetra á 24 klst. og annar sem ók 3300 km. á 27 klst. Öllum þessum ber saman um hve ódýrt það sé að ferðasí þannig, og margir taka það fram, að þeir hafi ekki verið eins þreytt ir eftir aksturinn og ef þeir hefðu ekið stórum bandarískunx bíl. Marglit mannlífsmynd (Framhald af 4. síðu) yfir höfnina og baðströndina, það á einnig að hafa það sem ríkt fólk sækist eftir auk útsýnis og góðrar fæðu. Sjálfstætt fólk Iíka hér Við förum til markaðs borgar- innar, sem er í geysistóru húsi. Ég vonaði að hér fengi ég að sjá það sem maður hefir lesið svo oft um í greinum, bókum og öðru sem viðkemur Spáni, sem sagt: æpandi sölukonum, frekum skóburstara, sem maður ætlar aldrei að losna við, auma betlara og sækjur, en ekkert slíkt er hér að sjá. Þegar ég spyr hvar slíkt fólk lialdi sig er mér sagt að stjórnin hafi gert ráðstafanir til að útrýma slíku, að vísu eru ennþá skækjur hérna, en betlarar fyrirfinnast ekki leng- ur, þeir hafa verið settir á stofn- anir, þar sem þeim er kennt ein- hver nytsamleg störf. Við kaupum kjöt hjá slátrara, sem vill fá að vita hvaðan ég sé, þegar ég seg- ist vera frá íslandi segir hann: Ó, írlandi og ég segi aftur íslandi, þaðan sem saltfiskurinn kemur, Þá hristir hann höfuðið og segir að hann komi frá Noregi, svo horf ir hann á mig eins og ég sé allt-í- plati-maður og hristir höfuðið. Koma okkar á markaðinn hefir vakið forvitni meðal kvennanna, þær eru ekki vanar að karlmenn kaupi í matinn, það er þeirra verk, hér er þeirra heimur, hér reynir á kunnáttu þeirra og hæfni. Mér koma ósjálfrátt í hug orð frægr- ar konu heima á íslandi: Mitt heimili er minn heimur. Fyrir framan bókabúð eina, þar sem Sjálfstætt fólk Laxness státar í glugganum, náum við okkur í bíl, sem á að flytja okkur seinasta spölinn út á búgarð einn, þar sem mér hefir verið boðið að dvelja yfir jólin. Guðbergur Bergsson.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.