Tíminn - 20.02.1957, Page 2
TIMINN, miðvikudaginn 20. febrúar 1957,
Mynd þessi var tekin fyrir nokkrum árum, er Chester A. Rönning af-
henti forseta íslands trúnaöarbréf sitt sem sendiherra Kanada hér á
landi. Viðstaddur var einnig þáverandi utanríkisráðherra dr. Kristinn
Guömundsson. Rönning stendur yzt til hægri á myndinni. Norsk blö3 skýra
frá því, að C. A. Rönning hafi veriS skipaður sendifulltrúi í Indlandi. —
Vinátta íslands og Kanada er góð en
æskilegt að koma á nánari menningar
tengslom
Samtai vií sendiherra Kanada, Chester A. Ronning,
sem hér hefir verið í kveftjuheimsókn undanfarilS
Héðan fór í morgun mr. Chester A. Ronning sem verið
hefir sendiherra Kanada á íslandi með aðsetri í Noregi und-
anfarin ár, en hann er jafnframt ambassador lands síns í
Noregi. í þetta skipti var sendiherrann hér í kveðjuheim-
sókn en hann leggur niður embætti siít á næstunni og hverf-
ur heim til Kanada. Fréttamaður Tímans hitti mr. Ronning
snöggvast að máli í gærmorgun og spurði hann um kynni
sín af íslandi og íslendingum.
Steína ísraelsstjórnar á vaxandi skiln
ingi að mæta á Bandaríkjafnngi
Israelsmenn munu heldur hefja styrjöid aÖ
nýju en láta af stefnu sinni
Washington og London, 19. febrúar. — Eisenhower forseti
hyggst vera viðstaddur fund allsherjarþings S. Þ. n. k.
fimmtudag, er rætt verður á nýjan leik um málefni nálægari
Austurlanda og þá fyrst og fremst hvað gera skuli eftir að
ísraelsstjórn hefir neitað að verða við tilmælum ráðsins um
að verða á brott með herlið sitt frá Akaba og Gaza-svæðunum.
Eisenhower forseti ræðir á morgun við foringja flokkanna á
Bandaríkjaþingi. Sagt er, að þeirri skoðun vaxi fylgi innan
beggja þingflokkanna, að veita skuli ísrael fulla tryggingu
;fyrir því, að siglingar verði frjálsar um Akabaflóa og Gaza
verði undir umsjá alþjóðlegs löggæzluliðs.
2
Kar! Bjamarson fyrr
verandi dyravörður í
Árnarhvoli látinn
Nýlátinn er hér í bænum, (15.
þ. m.) Karl Bjarnason, 82 ára að
aldri, sem um aldarfjórðungs skeið
var umsjónarmaður í skrifstofu
húsi ríkisins, Arnarhvoli. Hann var
fæddur á Langanesströnd í Norður
Múlasýslu, en átti heima hér syðra
mestan hluta ævi sinnar, lengst í
Reykjavík. Um tíma var hann á
Eyrarbakka og fékkst þar við prent
verk og blaðaútgáfu. Síðar var
ihann starfsmaður við Landsverzlun
ina og fleira I Reykjavík, en tók
við umsjón Arnarhvols, er þá var
nýbyggður, um 1930.
Karl var vel gefinn maður og
prýðilega skáldmæltur, glaður í
bragði og ljúfur í umgengni. Höfðu
margir ánægju af kveðskap hans
og viðræðum við hann og eiga um
hann góðar minnin|ar. Hann verð
ur jarðsunginn frá Fossvogskirkju
á morgun.
Síðasta umferð skák
mótsins í kvöld
Þau óvæntu tíðindi gerðust á
Skákþingi Reykjavíkur í gær, að
lítt kunnur maður úr 2. fl. Guð-
mundur Aronsson, sigraði skák-
meistara Islands, Inga R. Jóhanns
son.
Onnur helztu úrslit í gær urðu
þau að Herman Pilnik vann Eggert
Giifer, Guðm. Agústsson vann Þóri
Olafsson. Lárus Johnsen vann
.Kára Sólmundarson og Sveinn
Kristinsson vann Gunnar Olafs-
son.
Eftir 10 umferðir er Pilnik nú
einn efstur með 8(4 vinning og
Ingi R. næstur með 7(4 vinning.
I 3.—6. sæti eru Guðmundarnir,
Lárus og Sveinn með 7 vinninga
'hver og þar á eftir koma Gilfer,
Aki, Baldur Davíðsson og Bjarni
Magnússon með 6(4 vinning livor.
Nú er aðeins ein umferð eftir
í mótinu. Verður hún tefld í kvöld
og eigast þá við Lárus Johnsen
og Hermann Pilnik, Sveinn og Ingi
Guðmundur Aronsson og Guðmund
ur Agústsson, Aki og Gilfer og
Bjarni og Baldur Davíðsson.
Hraðskákmót Reykjavíkur verð-
ur haldið á fimmtudagskvöldið á
sama stað. Urslitin verða á sunnu
dag. Búast má við þáttöku okk-
ar beztu hraðskákmanna, þar á
neðal teflir Pilnik sem gestur.
gfandritin heim
(Framh. af 1. síðu)
skili þeim aftur. Þýkir ekki ástæða
til í þessari greinargerð að rök-
styðja það frekar.
Nú um skeið hefur orðið nokk
. urt hlé á því, að Alþingi léti mál
ið til sín taka á þann veg að fela
. ríkisstjórninni að hefja nýja sókn
■ i málinu. Danir kusu fyrir nokkru
nefnd til þess að athuga handrita
málið út frá kröfu Islendinga um
! iieimflutning á handritum. Sumir
. litu svo á, að rétt væri að doka við
og sjá, til hverrar niðurstöðu þess
ar athuganir hinnar dönsku nefnd
ar leiddu. Ef til vill hafa verið
runnar undan rifjum einhverra
þeirra manna, er nefnd þessa skip
uðu, tillögur þær um lausn á þessu
máli, sem ríkisstjórn Danmerkur
sendi íslenzku stjórninni 1953. En
þær tillögur voru þess eðlis, að
ríkisstjórn og Alþingi vísuðu þeim
algerlega á bug. Það er vitað, að
þrátt fyrir afstöðu danskra stjórn
arvalda eins og hún birtist þá er
fjöldi manna í Danmörku, sem skil
ur sjónarmið Islendinga, telur kröf
ur þeirra á fyilstu rökum reistar
■ og leggur eindregið til, að við
þeim verði orðið. Islenzkur maður,
sem dvalizt hefur um skeið í Dan
mörku, Bjarni Gíslason, rithöfund
ur, hefur tekið drengilega og rögg
' samlega í strenginn með löndum
' sínum í þessu máli. Hefur hann
ferðazt um Danmörku þvera og
; endilanga og haldið fyrirlestra u.m
málið. Hefu.r þetta orðið Islending
um hinn mesti styrkur, enda al-
menningsálitið í Danmörku okkur
hiiðholt í málinu.
Nú er því tími til þess kominn,
að Alþing'i taki mál þetta upp að
Mr. Ronning kvaðst ekki bregða
sér við veðrið hér, þótt svalan
blási og mörgum innfæddum sé
nóg boðið. Þetta er ekkert hjá
því, sem maður á að venjast heima
í Kanada, sagði liann.
— Ég hefi verið sendilierra hér
síðan 1954, sagði hann ennfremur.
Hingað til lands hefi ég komið 7
sinnum og þannig haft nokkur
tækifæri til að kynnast landi og
þjóð. Mér þykir sérlega vænt um
að hafa getað kynnzt íslendingum
vegna þess, að margir landar mín-
ir eru af íslenzku bergi brotnir,
ég á ýmsa góða vini af íslenzkum
ættum heima í Kanada. Sjálfur er
ég fæddur í Alberta, þar sem hið
mikla skáld ykkar, Stephan G.
Stephansson, bjó búi sínu. íslend-
ingarnir, sem fluttu til Kanada,
hafa orðið góðir þegnar í hinu
nýja föðurlandi sínu. Mér finnst
að Kanada hafi hreppt það bezta,
sem íslendingar geta flutt út: fs-
lendinga sjálfa.
Ferðast um landið.
— Hafið þér farið viða hér á
landi, mr. Ronning?
— Já, ég hefi ferðast talsvert
um landið, heimsótt alla helztu
staði, sem ferðamenn sækja til ög
farið nokkuð víða að auki, eink-
um um norðanvert landið. Ég tala
norsku og á ferðum mínum hér á
landi hefir það orðið mér til mik-
illar hjálpar að geta þannig gert
mig skiljanlegan við aila. Hér tala
ekki allir ensku, en allir geta gert
sig skiljanlega á „skandínavísku".
Sennilega er ísland eina landið í
víðri veröld, þar sem það ágæta
tungumál er talað.
Mér hefir fallið vel að koma
hingað, hefi hrifizt af landinu
sjá-ifu og geðjast ekki siður að í-
búunum. Og nú er ég kominn til
að kveðja, þetta er sjöunda og síð-
asta heimsókn mín hingað sem
sendiherra.
nju og feli ríkisstjórninni að beita
sér fyrir framgangi þess.
Orðalag á þessari þingsályktunar
tillögu er hið sama og var á tillögu
um þetta efni, sem samþykkt var
á Alþingi 1950.
Sambúð íslands og Kanada.
— Hvað viljið þér segja um sam
búð íslands og Kanada?
— Um hana er ekkert að segja
nema gott eitt. Þjóðir okkar eiga
við mörg sams konar vandamál að
etja, þannig er t. d. útfærsla land-
helgi hagsmunamál beggja land-
anna. Kanada er Norður-Atlants-
hafsríki eins og ísland og bæði
löndin hafa svipað viðhorf í al-
þjóðamálum. Þar að auki eru engin
ágreiningsmál milli þjóðanna. Ég
held, að heimsókn Lester Pearson
utanríkisráðherra síðastliðið haust
hingað, hafi verið þýðingarmikil
fyrir sambúð landanna, utanríkis-
ráðherrann kynntist þá helztu
stjórnmálamönnum ykkar og fékk
sjálfur tækifæri til að kynnast
sumum vandamálum íslendinga.
Hann var mjög ánægður yfir að
fá tækifæri til að koma í þessa
heimsókn.
Nánari menningartengsl.
— Mór finnst æskilegt, segir
sendiherrann að lokum, að nánari
menningartengsl kæmust á milli
íslands og Kanada. Við gætum
skipzt á heimsóknum listamanna,
námsmannaskipti orðið milli skóla
og fleira í þeim dúr. Við háskól-
ann, í Mantoba er kennarastóll í
íslenzkum fræðum og íslenzku
prófessorarnir þar hafa unnið á-
kaflega gott starf með því að
kynna ísland og íslendinga í Kan
ada og efla tengsl Kanadamanna
af íslenzkum ættum við heimaland
ið. Nú er í undirbúningi að senda
háskólanum hér kanadiska bóka-
gjöf og ég vona að það megi verða
upphaf að frekari menningarvið-
skiptum milii þessara tveggja
þjóða. Og þótt góð vinátta hafi
verið með þjóðunum hingað til
skulum við vona að hún eigi enn
eftir að aukast.
Mr. Ronning fór eins og fyrr seg
ir héðan í morgun áleiðis til Nor-
egs. Honum fylgja góoar óskir
allra þeirra, sem hafa kynnzt hon
um hér á undanförnum árum.
Auglýsið i TlMANUM
«
í Timaimn!
Forsetinn sneri heim til Wash-
ington í dag úr orlofi sínu í Ge-
orgíu og var það miklu fyrr en
hann hafði ráðgert. Orsökin er hið
alvarlega ástand, sem skapast hef-
ir vegna andstöðu ísraels við sam-
þykktir S. þ. Strax í dag ræddi
hann við Dulles utanríkisráðherra.
Styðja fsraelsmenn.
Mansfield varaforamður demo-
krata á Bandaríkjaþingi sagði í
dag, að hann áliti að Bandaríkin
ættu að beita sér fyrir því, að al-
þjóðlegt herlið yrði látið dveljast
til frambúðar á Gaza-svæðinu. —
Ennfremur að fullnægjandi trygg
ingar væru gefnar fsraelsmönnum
fyrir siglingafreisi á Akabaflóa.
Telja fréttamenn, að kröfur ísra-
elsstjórar eigi vaxandi fylgi að
fagna innan beggja þingflokka
Bandaríkjaþings.
Reiðubúnir að fara í styrjöld.
Blaðið New York Times segir í
dag, að ísraelsstjórn muni heldur
leggja út í styrjöld að nýju en
víkja frá stefnu sinni um trygg-
ingar við Akaba og Gaza. Hins
vegar muni þeir fúsir til að semja
sér um hvort málið fyrir sig. Ef
þeir fái viðunandi tryggingu fyrir
siglingafrelsi um Akaba, muni
þeir flytja herlið sitt þaðan, og
telji sig þá hafa orðið við kröfu
S. þ., þar eð þeir telji ekki Gaza
egypzt land. Frakkar hafa fylgt
Bíl og skellinöðru
síolið á Laugavegi
I fyrrakvöld var stolið bifreið er
stóð móts við Laugaveg 145. Eig
andi bifreiðarinnar skrapp inn í
hús, en skildi bifreiðina eftir í
gagi á meðan. Þegar hann kom út
aftur var hún horfin. Bifreiðin,
sem er R-2875, er rauður „station“
Skodi og hefur hún ekki fundizt
enn.
A sama tíma var skellinöðru
stolið neðar á Laugaveginum, hún
er R-395 og grá að lit. Þeir, sem
kynnu að hafa orðið þessara farar
tækja varir eru beðnir að láta rann
sóknarlögregluna vita.
Á áttunda þúsund fjár í
Hrunamannahreppi
Hrunamannahreppi, 17. febr. —
Haglaust er svo að segja með öllu,
en bændur eru vel heyjaðir og
skepnuhöld yfirleitt góð. Fjártai-
an er nú komin á áttunda þúsund
í hreppnum, og mun nú vera hér
eins margt fé eða fleira en þegar
flest fé var hér fyrir fjárskiptin.
SG.
Haríísótt vöruflutninga-
ferft atJ Klaustri
Kirkjubæjarklaustri í gær. — S. .1
laugardag lögðu tveir stórir vöru-
flutningabílar af stað frá Vík í
Mýrdal austur að Klaustri. Var
þetta fyrsta ferð slíkra bifreiða
síðan snjóinn gerði. Varð þetta
seinleg og harðsótt ferð. Sæmilega
gekk yfir Mýrdalssand, og vestur
fyrir hraunið lcom bíll og ýta frá
Klaustri á móti. Bilaði jarðýtan
þar og annar bíllinn, en hinn
komst til Klausturs á sunnudag-
inn. Á sunnudaginn var unnið að
fordæmi Breta og Bandaríkja-
manna og lýst yfir að þeir muni
láta verzlunarskip sín sigla um
Akabaflóa og staðfesta þannig
skoðun sína um að flóinn sé al-
þjóðasiglingaleið.
Bókamarkaður í
Listamannaskálanum
I dag opna nokkrir útgefend
ur í Reykjavík bókamarkað í
Listamannaskálanum. Verður
skálinn opnaður klukkan 11 f. h.
en forstöðumaður er Oliver
Steinn. Þarna verða til sölu eldri
bækur sem fólk á ekki aðgang
að í hillum bókaverzlana og hafa
orðið að rýma fyrir nýrri bókum,
sem stöðugt berast á markað ár-
lega. Verð þessara bóka er lágt
miðað við núverandi verðlag á
bókum.
Kvikmyndasýning
að Laugavegi 13
í kvöld
I lcvöld, miðvikudaginn 20. febr
úar, verður kvikmyndasýning í
sýningarsal Upplýsingaþjónustu
Bandaríkjanna að Laugavegi 13,
efstu hæð (gengið inn frá Smiðju
stíg). Sýningin hefst kl. 9 s. d.,
og verða eftirtaldar myndir sýnd-
ar:
1. Víðsjá — 24. Fyrsti þáttur er
frá ólympíukeppni í reiðmennsku
í Stokkhólmi s. 1. sumar. Annar
þáttur er úr heimi dýranna.
Þriðji þáttur er um ferðalag land
stjórans í Kanada um heimskauta
héruð landsins og Eskimóabyggð
ir.
2. Drengurinn Mikael. Þetta er
mjög fróðleg og skemmtileg mynd
um sauðfjárbúskap í fylkinu Nýja
Mexíkó og drenginn Mikael, sem
tekur sinn þátt í starfinu af lífi
og sál, þótt ungur sé að árum.
Aðgangur er ókeypis og öllum
heimill. Aðgöngumiðar eru afhent
ir í ameríska bókasafninu að Lauga
vegi 13 (neðstu hæð).
viðgerð hins bílsins og lögðu bíl-
arnir af stað aftur til Víkur í gær.
VV.
Tvær ýtnr hafa haldiS
Hreppsvegi færura
Hrunamannahreppi, 17. febr. —
Snjór er mikill hér sem annars
staðar, en tvær ýtur héðan úr
sveitinni hafa haldið veginum fær-
um og einnig rutt snjó af skeiða-
veginum, svo að mjólkurbílar hafa
komizt hingað alla daga það sem
af er þessu ári. Símasambandslaust
varð nokkra daga við sveitina
vegna bilunar á símalínunni að
Selfossi. SG.
Fékk 70 rauftmaga í net
Dalvík, 18. febr. — Áður en
norðanáttina gerði hér voru menn
byrjaðir að leggja rauðmaganet og
hafði aflazt dálííið. T. d. fékk einn
maður 70 rauðmaga í einni vitjun
fyrir nokkrum dögum. Síðustu dag-
ana hefir enginn komizt á sjó og
ekki verið hægt að vitja um netin.
PJ.
Fréttir frá landsbyggðinni