Tíminn - 20.02.1957, Blaðsíða 8

Tíminn - 20.02.1957, Blaðsíða 8
 a T í M I N N, miðvikudaglnn 20. f ebrúar 1957. Hjonin í Reykjadal Traustir skulu horlisteinar hárra sala í kili skal kjörviður. Bóndi er bústólpi bú er landstólpi því skal hann virður vel. ■Þannig kvað listaskáldið Jónas Hallgrímsson um íslenzka bónd- ann 1840 í hinu ódauðlega kvæði <sínu „Alþingi hið ný,ja“. Þá voru íslendingar að byrja iað rumska eftir margra alda eymd ■og áþján. Síðan hefir margt gerzt í þessu landi og margt verið sagt ■um íslenzka bóndarin og af mis- jöfnu viti. En ætli það sé nokkru minni þörf nú en fyrir 100 árum, að f~lriii sé kjörviður,- þegar mið- «að er við þjóðarskútuna, því „Siglt •er hátt og siglt er mikinn“ eins •og segir í kvæðinu um Stjária bláa. Nú hefir borgarmenningin tekið íorustuna í þessu landi og má margt gott um það segja, því að ekki gefa sveitirnar veitt lífsskil- yrði öllu því fólki, sem þær fóstra ■og ala upp, en guð hjálpi þessari nýmenningu ef hún hættir að geta aótt kjörviðinn í sveitir landsins, eins og hingað til. Vonandi er að fiú þjóðfélagsógæfa hendi aldrei þessa litlu þjóð sem á í vök að verjast á mörgum sviðum. Ástæð- an til þess að ég sting nú' niður penna og ætla að biðja Tínáann íyrir fáar línur er sú, að á morg- un, 21. febr., er 80 ára einn af bústólpum þessa larids, bændaöld- ungurinn Einar Jónsson í Reykja- <ial í Hrunamannahreppi. Þau merku hjón Pálína Jóns- dóttir og Einar Jónsson í Rð'ykja- dal áttu 50 ára hjúskaparafmæli í fardögum síðast liðnum, 4. júní, og var þess hvergi minnzt svo ég hafi séð, hafa blöð þó oft minnzt ævistarfs manna, sem ekki hafa meira afrekað en þessi merkú hjón. Tel ég ekki eftir Tímanum að ljá rúm stuttri grein af þessu tilefni, svo öflugir stuðningsmenn hafa þau hjónin verið bæði við blaðið og stefnu þess, frá fyrstu tíð. Einar er fæddur á Högnastöð- um í Hrunamannahreppi, sonur hjónanna Jóns Einarssonar frá Laugúm og Guðrúnar Jónsdóttur frá Syðra-Seli í Hrunamanna- hreppi. Er hann því kominn af traustum bændaættum í sömu •sveitinni hvert sem rakið er, sem ekki verður gert hér. Einar flutt- ist unglingur með foreldrum sín- um að Þórarinsstöðum og þaðan aftur aldamótaárið að Reykjadal. Harin hefirþví átt heima í Reykja- dal allan tímann sem liðinn er af þessari öíd óg gert þar garð- inn frægan, enda við þann stáð kenndur alla tíð. Einar fór fyrst að heiman þeg- ar hann var 15 ára, en ekki var það til þess að setjast á skólá- bekk, eins og nú er mest í tízku, enda var ekki eins auðvelt þá áð láta bókvitið í askana, eins og nú. Heldur var það sá skóli, serfi margir ungir sveitapiltar fóru í úm þær mundir, þótt kaldsamari væri nokkru en þeir nú gerast. Hann var sendur til sjávar, fyfst að Stókkseyri — og auðvitað að- eins til þess að beita svo ungur sem hann var. k Ékki: er ég í neinum vafa um það, að ungir duglegir sveitapiltar hafa lært margt hagnýtt I þess- um vertíðarferðum, sem hefir komið þeim að notum síðar í líf- jnu í þeirri hörðu lífsbaráttu sem <allir áttu fyrir höndum í þá tíð- Þeir reyndu á kraftana til þraut- ar, því Ægir karl með yglda brá, er ekki neitt lamb að leika við. Það er heldur ekki neinn smávegis lærdómur að koma í fjölmenni og kybnast mönnum víðs vegar að af landinu. Má geta því nærri að Ein- ■ar hefir átt vel samstöðu með glöðum ungum mönnum í verstöðv unum jafn vel og hann kann að vera í fjölmenni. Hann er manna glaðastur og hrókur alls fagnaðar í vinahópi. Ber þar mest af, að hann er hverjum manni orðheppn- ari, hvort sem er í sókn eða vörn og kímnigáfa er honum gefin af guðsnáð. Hefi ég engan þekkt hon- um snjallari á því sviði, eða jafn fljótan að koma auga á skoplegu hliðina á hlutunum, enda hefir hann r'kulega stráð kátínu og glettni Tkringum sig um dagana. I Er kímnigáfan vissulega ein af ástgjöfum guðanna til bragðbætis | í þessum kalda og heimska heimi.! En öll kjörvopn eru tvíeggjuð stendur einhvers staðar skrifað og það er kímnigáían líka, ef henni er ekki beitt af fullum drengskap og það hefir Einar gert, hann er of vitur maður til þess að ganga lengra en fullt hóf er að, svo þessi eiginleiki hefir aðeins gert hann allra manna vinsælastan í kunningjahóp og með honum hafa | allir viljað vera, hvort heldur var í ferðalögum íil kaupstaðar eða inn á reginfjöll. Það mátti alltaf ganga að því vísu, að þar sem Ein-' ar var með í ferð, þar var eitt- hvert lífsmark. Það er því lítill j vafi á því, að Einar hefir getið. sér gott orð í verstöðvunum á j fyrri árum, annar eins dugnaðar-1 maður og hann var. Það mætti vel segja mér að hann hafi farið úr þeim skóla með fyrstu ágætis-! einkunn eftir 12 vetra nám, fyrst1 6 vertíðir á Stokkseyri og aðrar ö í Grindavík, og séð hefir hann Ægi í allri sinni dýrð í einni mestu brimveiðistöð landsins. Sá var háttur í sveitinni um og eftir síðustu aldamót að stjórn búnaðarfélagsins réði nokkra unga menn í vinnu á vorin, og unnu þeir hjá bændum, eftir því < sem menn pöntuðu þá vinnu. Var j þetta nefnt búnaðarfélagsvinna og voru 3 menn í hverjum flokki og oftast voru flokkarnir líka 3. Átti þetta helzt að vera einhverjar jarðabætur, helzt skurðir og túna- sléttun. Var þetta hliðstætt því, sem vélavinna er nú, þótt með öðrum tækjum væri unnið. Var Einar í Reykjadal mörg vor í þess- ari vinnu og allra manna eftir- sóttastur af bændum, því það varð fljótt alkunna að allt lék í hönd- unum á þessum unga manni, sem hann snerti á. Var hann því sjálf- kjörinn fyrirliði í þeim floklci sem hann vann í. Er mér enn í minni, hvað þessir kátu félagar voru mik- ill gleðigjafi á mínu heimili og hvað allir hlökkuðu til komu þeirra. Hefir líklega eitthvert sam- band á milli þess verið að pabbi var I stjórn búnaðarfélagsins, og að Einar með sinn flokk vann hjá honum öll vorin. Þá fengu menn 1 krónu á dag í kaup og Elnar auk þess 1 krónu á viku fýrir verkstjórnina og þótti þetta nú heldur en ekki uppgrip í þá daga. -Þá hefir nú vinnudagurinn sjálfsagt fremur verið 12 stundir én 8 og meira að segja ekki víst áð klukkan hafi verið látin ráða, éf um það var að ræða að Ijúka eirrhverju verki. Þá var orðið eftir vinna ekki til í málinu og hefði aldrei átt að verða til, því heimsk- um manni fjandinn fól að finna upp á því orði, sem öllum hefir orðið til bölvunar. Þá var aðeins til dagvinna og næturvinna og fleiri en tvö dægur hafa aldrei verið til í einum sólarhring frá því að Guð almáttugur lagði svo fyrir við sköpun heimsins. En það voru fleiri verkfæri en skóflan og gaffallinn sem léku í höndunum á Einari í Reykjadal, því að hann var ágæta vel hagur bæði á tré og járn, smíðaði yfir- leitt allt sem fyýir kom á heim- ilum, enda hafa margir leitað til hans um dagana með ýmsar við- gerðir á öllum hlutum. Það mátti segja um hann eins og Hallgerður sagði um Njál. „Hann kann til hversvetna ráð“. Ekki hefir hann þó lært smíðar nema rokkasmíði lærði hann ungur og stundaði það talsvert fyrr á árum, helzt fram- an af vetri, áður en hann fór til sjávar, og svo í ígripum, ef stund gafst. Þóttu rokkar frá honum eftirsóttir, enda voru þeir næst- um einu heimilisvélarnar í þá daga. Hún hefir áreiðanlega orðið sannmæli vísan sem Magnús Teits- son orti um Einar, þegar hann var að læra þessa iðn og er svona: Til að grafa upp gæfupund og gleðja meyjar flokka smíðar hann hjá Gvendi á Grund gyllta silfur rokka. Þessi vísa er sá fyrsti og eini dægurlagatexti sem ég hefi lært um dagana. Hún var óspart rauluð af stúlkunum, þegar þær höfðu rokka Einars fyrir framan sig og spunnu sem ákafast. Lagið var víst alveg eftir því hver söngvar- inn var. Hvað þær hafa svo verið að hugsa um undir söngvunum þeim verður hver að spá um eftir því sem hann er spakur til. Ekki kostaði nýr rokkur nema 9 krónur, ef hann var ómálaður, en 10 ef hann var málaður. Stúlkurnar urðu samt að láta næstum hálft árs- kanp til þess að geta eignast þetta ómissandi áhald. Var oft leitað til Einars með viðgerðir á rokkum og það fram eftir árum, meðan þeir voru í notk un, bæði úr þessari sveit og þeim næstu. Minnist ég þess þegar ég var krakki að stundum kom til okkar maður sem nefndur hefir verið síðasti flakkarinn, Hallgrím- ur Iíalldórsson, og sagðist hafa verið sendur með rokk að Reykja- dal. Hann átti heima í Biskups- tungum, en þarna var ágæt á- stæða til þess að bregða sér í næstu sveit og ekkert tiltökumál þótt hann færi ekki beinustu leið heim aftur, því ekkert lá honum á að hraða för sinni, því hann er víst síðasti Árnesingurinn, sem stundaði þá atvinnu að ganga milli góðbúanna. Vorið 1907 tók Einar við búi og jörð af föður sínum og kvæntist það vor Pálínu Jónsdóttur frá Hrauni í Grindavík, frábærri dugn aðar- og myndarkonu og hafa báð- ir þeir ágætu kostir komið sér vel fyrir hana á langri og oft erf- iðri ævi, sem nærri má geta, þar sem þau lijón hafa eignazt 12 börn sem öll náðu fullorðinsaldri, 7 sonu og 5 dætur. Eru nú 11 á lífi, allt dugnaðar- og myndarfólk eins og þau eiga kyn til. Eina dóttur misstu þau hjón 28 ára gamla frá- bæra efnisstúlku og var hvíti dauð inn þar að verki. Hafa þau hjónin því alið upp 11 börn, en einn sonur var alinn upp annars staðar. Það er því all- álitleg fjárhæð sem þjóðfélagið skuldar þeim hjónum, ef miðað er við það, sem nú er lagt til barna- uppeldis, þótt hitt sé auðvitað mest um vert að leggja þjóðinni til svona marga ágæta borgara. Er það tæpast láandi þótt hjón eins og þau í Reykjadal brosi að næstu kynslóð, sem kemur á eftir þeim, og þarf að fá styrk til þess að ala upp þrjú börn. Enda sannast hér að skammt er öfganna á milli, eins og oft vill verða. Börn þeirra hjóna eru þessi: Magnús bóndi á Reykjabóli, sem er nýbýli úr landi Reykjadals, kvæntur Sigrúnu Jónsdóttur frá Tungufelli. Guðmundur og Hörður bændur í Reykjadal. Guðmundur ókvænt- ur, en Hörður kvæntur Þóru Bjarnadóttur frá Sólheimum í Mýr dal. Búa því 3 bræðurnir í Reykja- dal og er vel þegar svo er á mál- um haldið. Jón bóndi á Reykjabakka, sem er nýbýli úr Grafarbakkalandi, kvæntur Þóru Tómasdóttur frá Grafarbakka. Jóhann bóndi í Efra-Langholti, kvæntur Sigríði Magnúsdóttur vestan úr Hnappadal í Kolbeins- staðahreppi. Eru þannig 5 af 7 sonum þeirra hjóna í Reykjadal bændur í sveit- inni og er slíkt óvenjulega góð iil- tala eftir því sem nú gerist, og yngsti sonurinn, Haukur, er einnig skrifaður í sveitinni, en stundar brúarsmíði á sumrum. Ein sonur Sigurðar er búsettur í Hafnarfirði, kvæntur Sigríði Guðmundsdóttur úr Hafnarfirði. Dæturnar 4 eru hins vegar komn ar víðs vegar og hafa Hreppamenn ekki borið gæfu til þess að kyrr- setja þær í sveitinni. Þær eru þessar: Jóhanna, gift Engilbert Jónssyni, búsett í Grindavík. Ásta, gift Kort Ingvarssyni, bú- sett í Vestmannaeyjum. Elísabet, gift Braga Guðmunds- syni, búsett í Reykjavík. Auður, gift Jónasi Björnssyni, búsett norður á Svalbarðsströnd. Margrét, sem dó 28 ára gömul eins og fyrr er getið. Reykjadalur liggur í þjóðbraut og ber því oft gest að garði, enda eru þau hjón manna bezt heim j að sækja. Fer þar saman alúðlegar viðtökur og rausn í hvívetna, enda væri sá maður úr skrítnum steini, sem Einar gæti ekki komið tali Sínu við. Er víst að ég er ekki sá eini sem á góðar endurminn- ingar utn þá hluti. Ekki hefir Einar komizt hjá því að starfa fyrir sveit sína að ýms- um málum og var til dæmis yfir 20 ár í hreppsnefnd og gat sér þar góðan orðstír eins og annars staðar, enda kosinn þar til að hann gaf ekki lengur kost á sér til þess starfa og afsannaði þar með það sem í vísunni stendur: „Þeim verður flestum fátt til vina sem flækjast inn í hrepps- nefndina." Um aldamótin þegar Einar kom að Reykjadal var jörðin með stærri jörðum sveitarinnar, enda oft ver- ið tvíbýlisjörð. Sérstaklega voru túnin talin góð og stór, gáfu af sér 240 hestburði. Hefir Einar alltaf haft stórt bú og gagnsamt, annað var ekki hægt með svona margt fólk í heimili. Áður fyrr var Reykjadalur kirkjustaður og prestssetur. Kirkjan var Lússíu- kirkja, helguð hinni sælu Lússíu. Er helzt útlit fyrir að hinir fyrri Hreppamenn hafi treyst konunum bezt til að vera meðalgangarar milli guðs og manna. Hrunakirkja sem er 2—3 kílómetra frá Reykja- dal var Maríukirkja. Þótt þessar sælu konur séu löngu hraktar úr hásætum guð- anna, hér á landi, eiga þær ennþá örnefni í sveitinni, sem minna á þeirra fyrri frægð. f Tungufells- skógi eru til dæmis örnefni eins og Lússíuhöfði og Máríuhrís. Þar áttu þær skógarhögg og í Reykja- dal er bæði Lússíuhóll og Lússíu- þýfi. Síðasti prestur í Reykjadal hét Jón Steingrímsson. Var hann vigð- ur þangað 1809, sama árið og Jör- undur sálugi hundadagakóngur réði hér ríkjum. Fór hann síðan að Hruna 1818 og síðan hefir eng- inn prestur setið í Reykjadal. Er vitað með vissu um nálega 20 presta sem verið hafa í Reykja- dal, en ekki eru nema tveir af þeim þjóðkunnir. Daði Halldórsson frá Hruna byrjaði þar prestsskap, en fluttist síðar að Steinsholti í Gnúpverjahrepp. Þessi Hreppa- maður sem getið hefir sér mesta frægð allra íslendinga fyrr og síð- ar fyrir að eignast barn í lausa- leik. Enda er það vafalaust dýr- asta skemmtun, þess kyns, sem sögur fara af hér á landi. Hafa orðsnillingar og skáld lýst því svo vel, að þar þarf engu við að bæta. Hinn er Þórður Jónsson, sem var prestur á fyrri hluta 18. aldar. Eru margar kunnar sögur af klerki þeim, en frægastur er hann fyrir ræðugerð sína, sem var tneð þeim ágætum, að ennþá eftir 200 ár kunna Hreppamenn orðrétt heila pósta úr ræðunum. Geri aðrir prestar betur. Er það sízt að undra þótt menn muni jafn snjallt upphaf á bæna- gjörð og þetta: Skundaðu upp að Haukholtum drottinn minn, en var- aðu þig á henni Kotlaugakeldu, hún hefir margan kaskan kollvelt.“ Þessi póstur þótt stuttur sé sýnir, að kunnað hefir klerkur þessi betri skil á eðli tungunnar en þau rím- lausu flón sem oft koma í útvarp til þess að skemmta skrattanum og skaprauna hlustandanum, með Ijóð og kvæði, sem þau nefna svo, en hafa týnt úr þeim bæði höfuð- stöfum og rími, og eiga því vitan- lega ekkert eftir til þess að gæða hlustendum á, nema hortittana. Ræður séra Þórðar lifa um ald- ir, af því að hann kunui að beita íslenzkunni rétt, en þessi rímlausi óskapnaður lifir ekki stundinni lengur, af því verður enginn staf- ur skrifaður í lífsins bók. En snúum nú frá séra Þórði og til Einars í Reykjadal. Nú sjást engin merki um þá 20 presta sem setið hafa staðinn, utan nokkur gróin leiði í gömlum kirkjugarði, þar sem þeir hafa staðið og orpið moldu sína samtíðarmenn. Hins vegar munu lengi sjást merki eftir þau hjón sem þar bjuggu á fyrrihluta 20. aldar og verða óbrotgjarn minnisvarði um dugnað og manndóm þeirrar kyn- slóðar. Það sýnir líka vel ást og ræktarsemi þeirra hjóna til staðar- ins sem þau hafa búið á í hálfa öld, að þau hafa látið girða gamla kirkjugarðinn með ærnum kostn- aði og miklum myndarbrag og fengið hann lögfestan sem heim- ilisgrafreit. Er nú eitt nýtt leiði í þeim garði, stúlkunnar sem þau misstu og fyrr er getið. Niðjar þeirra hjóna geta því sagt eins og Væringinn: „í vögg- unnar landi skal varðinn standa.“ Að lokum þetta. Þau Revkja- dalshjón horfa nú til baka yfir langa og farsæla ævi og minnast margra sigra, sem ekki hafa verið auðveldir allir. En þau hafa bæði verið jafn ákveðin í því að sigr- ast á öllum erfiðleikum. Sjálfsagt hefir þeim fundizt stundum, að þau hafi tapað orr- ustu um dagana. En um hitt verð- ur ekki deilt að höfuðorrustuna hafa þau unnið, með þeim ágæt- um að þau mættu vera stolt af. Þau lifa nú í skjóli sona sinna og tengdadóttur og líður eins vel og gömlum og slitnum mönnum getur liðið. Bæði eru þau óbiluð and- lega og fylgjast vel með öllu sem gerist, eins og ung væru, geta þau nú veitt sér það sem þau höfðu ekki tíma til áður nema í stoln- um stundum, að lesa, og það gera þau mikið. Ég held næstum að Elli kerling þori aldrei að Einari gamla, því að hún veit að hann gerir bara ósköp græskulaust gys að henni, ef hún kemur og trúlega deyr hann með gamanyrði á vörunum, þeg- ar þar að kemur, sem líklega verð ur ekki næsta áratug. Einari mun- ar ekkert um að bæta við sig ein- ' um tug ennþá, og lifa sjálfum sér og öðrum til ánægju, því lítið hefir hann látið sér muna um átt- unda tuginn. | Að lokum þakka ég þeim hjón- um fyrir langa og ánægjulega sam- veru og fyrir mína hönd og allra sveitunganna þakka ég þeim giftu- ríkt starf í þágu þessarar fögru sveitar. Vil ég svo kveðja þau með þess- um ljóðlínum eftir séra Valdimar Briem: , Hafið þakkir hollvinanna hafið þakkir góðra manna ’ ykkur fylgi guð og gæfa gömlu og nýju sæmdarhjón. 1 Helgi Haraldsson Ferðaskrifstofa (Framhald af 5. síðu.) Þarin 1. þ. m. var skrifstofan opnuð með viðhöfn, og voru þar mættir um 80 gestir. Þeirra á meðal var sendiráðherra íslands í Lundúnum, dr. Krislinn Guð- mundsson, sem hélt ræðu við þetta tækifæri. Jóhann Sigurðsson veitir skrif stofunni forstöðu, en honum til aðstoðar er annar íslendingur, Steindór Ölafsson, og ensk stúlka, Mrs. Nichols að. nafni.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.