Tíminn

Dagsetning
  • fyrri mánuðurfebrúar 1957næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    272829303112
    3456789
    10111213141516
    17181920212223
    242526272812
    3456789

Tíminn - 20.02.1957, Blaðsíða 4

Tíminn - 20.02.1957, Blaðsíða 4
TÍMINN, miðvikudaginn 20. febrúar 1957, 4 Tékknesk tónlist 1 300 ár Enn eni lönd Tékka í nokkrnm skiln- ingi „ténlistarháskóli Evrópu“ eins og á átjándn öld Hátíðahöldin á síðasta ári í tilefni af tveggja alda afmæli Mozarts hafa enn einu sinni minnt á, að á átjándu öld voru lönd Tékka nefnd ténlistarháskóli Evrópu. Tónlistin varð athvarf þióðar, sem hafði glatað sjálfstæði sínu. Það er ein- kennandi að fjörugt tónlistarlíf þessara tíma var síður en svo einskörðað við stærri borgir og menningarmiðstöðvar, það ólgaði einnig í smábæjunum og þorpunum, þar sem merki fékkneskrar tónlistarhefðar var haldið uppi í hinum svonefndu bókmenntabræðralögum, tónlistarfélögum ó- breyttra borgara, sem komu saman líkt og Meistarasöngvar- arnir til að iðka hljóðfæraleik og söng af alúð og kostgæfni. Smetana Félagar í bræ'ðralögunum skutu saman til að afla stjórn- anda sínum traustrar tónlistar- menntunar, stundum var kostuð för hans til annarra landa til að kynna sér tónlistarþróunina úti um Evrópu. Svo vel menntaður stjórnandi og tónskáld hafði for- ustu í öllu tónlistarlífi í sínu byggðarlagi. Hann stjórnaði kirkju íkórnum, samdi tækifæristónlist og annaðist sér í lagi tónlistarupD- eldi ungu kynslóðarinnar af öll- um stéttum. Þetta varð til þess að ekki var einungis völ á nógum nýliðum í kórinn, heldur einnig til þess að almenningur hlaut tón listarmenntun, sem gerði honum fært að meta listrænt starf stjórn- anda og kórs og njóta þess. Þessi hópur iðkaði ekki einungis söng, heldur einnig hljóðfæraleik, eins og eðlilegt var á þessum tímum. Starf tónlistarfélaganna varð til i þess að tvær aðrar þýðingar- miklar listgreinar tóku að blómstra í löndum Tékka, hljóð- færasmíðin, sem hefur gefið heim inum mörg frábær hljóðfæri, og tékkneski nótnaritunar- og nótna- prentunarskólinn. Nýr tórdisfarsfíll myndasf í þessum frjóa og hagstæða jarð vegi tók nýr tónlistarstíll að mynd ast, einkum þó í suðvestanverðum Bæheimi og um sunnanvert Mæri, á fjórða tug 18. aldar. Þessi stíll er mitt á milli skólanna sem keniidir eru við' "Féneyjar og Napoli. Nótur, sgm geymzt hafa, sýna, að iðkun þessarar tónlistar gekk í ættir og kerfisbundin tón- listarfræðsla var veitt frá barn- æsku. Fi;æðimönnum í tónligtar- sögu kom héldur en ekki á óvart þegar það sannaðist, eftir heims- styrjöldina síðari, að hallartón- smiðurinn Frantisek Mica frá bæn um Jaromerice á Suður-Mæri hafði um þessar mundir samið. verk, sem énn eru geymd og hafa í sér fólginn kjarna sónötuformsins. Og þetta verk er ekki einstakt í sinni röð í „tónlistarháskóla Evrópu“„ ekki einu sinni meðal verka Mica og samtímamanna hans .Auðvitað er ekki hægt að komast svo að orði að Frantisek Mica sé höfundur sónötufórmsins, en tékknesk tónskáld, kunn og gleymd, fræðslufrömuðir og þorps kennarar, hlustuðu á raddir heim kynna sinna og fundu nýja tón- tegund, sem stóð fyllilega jafn- fætis Vínarborg og öðrum mikl- um tónmenntasetrum. Tónskáldin frá Bæheimi Um þessar mundir skýtur tckkn eskum tónlistarmönnum upp hvar vetna um Evrópu. Fjárhagsástæð ur réðu mestu um, að þeir urðu að fara að heiman. Hæfni þeirra má marka af því að þeir voru hafðir í hávegum í framandi lönd um, enda þótt þeir kæmu bangað öllum ókunnir og nytu einskis stuðnings áhrifamanna. í Dresden starfaði Jan Dismas Zelenka, sem Johann Sebastian Bach mat svo mikils, að hann sendi sonu sína til að afrita tónverk hans, svo að hægt væri að leika þau í Leip- zig.Organistinn og kennarinn Dvorák Matej Cernohorsky gat sér mikinn ! orðstír á Ítalíu, ^ meðal nemenda | hans voru Gluck’ og Tartini. Til i Mannheimskólans, sem haft hefur svo mikla þýðingu fyrir tónlistar þróunina, töldust þrjú tónskáld frá Bæheimi, þeir Stamich, Richt- er og Filz. Á fyrri tónleikum Sinfóníu- hljómsveitar íslands, sem tékkn- eski hljómsveitarstjórinn dr. Václ- av Smetácek stjórnar, var í fyrra- kvöld flutt sinfónía eftir Stamich. Þessir menn fluttu með sér að heiman ótæmandi fjársjóð þjóð- laga, kjarna hins fornklassíska stíls, sem var að fá á sig fasta mynd, og tékkneska alþýðuhljóð- færið klarínett, sem vann sér fast an sess í hljómsveitinni. Kennari Mozarts Enn víðar fóru tónlistarmenn frá löndum Tékka, þeir hafa skil- ið eftir sig minjar í Róm og París, London og Stokkhólmi. Tékkinn Antonín Rejcha var um tíma stjórnandi tónlistarháskólans í París. ítalir nefndu hið vinsæla óperutónskáld Josef Myslivecek- Venatorini II divino Boemo, og til hans leitaði faðir Mozarts með son sinn ungan til þess að kynna Wolf- gang litla list tónskáldsins. Sjá má í bréfum Mozarts, hversu mikils hann mat hinn tékkneska kennara sinn. Á ferðum sínum hafði hinn mikli meistari með sér tónverk Myslivecek og Benda á nótum til i þess að læra af þeim. Hinir tveir Íí Vínarþrenningunni sígildu, Hay- dn og Beethoven, höfðu einnig ná- in kynni af tékkneskum tónlistar- ! mönnum. Barátta Smetana Janácek I En nú varð tékkneskt tónlistar- | líf fyrir reiðarslagi. Jósef , keisari annar skipaði svo fyrir, að bók- menntabræðrafélögin skyldu leyst upp með valdi og tékknesk menn- ing rýma fyrir þýzkri. Eínungis hinir mestu eldhugar í hópi tónlist arkennara héldu merki tékkneskr- ar tónlistar á lofti af mikilli hug- dirfsku fram til byltingarársins 1848, þegar Bedrich Smetana stóð í fylkingarbrjósti tékknesks tón- listarlífs. Helzti fulltrúi hinnar þjóðlegu vakningar, sem undirbjó jarðveginn fyrir Smetana, var Frantisek Skroup, fulltrúi fyrstu nemenda tónlistarháskólans í Prag, sem stofnaður var í upphafi 19. aldar. Hann er höfundur þjóð- söngs Tékkóslóvakíu. Tékkneskir tónlistarmenn sóttu enn sem fyrr til útlanda. Skroup andaðist í Amsterdam. Smetana dvaldi um tíma í Gautaborg í' Sví- þjóð, en hann sneri.heim og lágöi þann grundvöll, sem tékknesk nú- tímatónlist hvílir á. Ópera hans „Selda brúðurin“ og sinfóníska verkið „Vltava“ eru heimskunn. Dvorák og Fibich Franz Liszt haíði miklar mætur á Smetana og kynnti verk hans er- lendis. Svipuð vinátta tókst með Johannes Brahms óg öðru fræg- asta tónskáldi Tékka, 'Antónín Dvorák, sem starfaði baéði í Bret- landi og Bandaríkjunum við hljóm sveitarstjórn og kennslu. Þriðji tónlistarjöfur Tékka á T9. öld er Zdenek Fibich. Sum smærri verk hans eru víðkunn, en stærri verk hans eiga skilið meiri útbreiðslu en þau hafa enn hlotið. Helzti fulltrúi tékkneskrar nú- tímatónlistar gagnvart umheimin- um er Leos Janácek, ópera hans „Jenufa" er næstum eins kunn og vinsæl og „Selda brúðurin“. Sig- ur hennar hefir brotið sinfónísk- um verkum og kammertónlist Jan- áceks braut út um heiminn. Á þjóðlegum grunni Af öðrum tékkneskum nútíma- tónskáldum, sem samið hafa verk sem tekin eru að hljóma í tón- leikasölum og útvarpi víða um lönd, má nefna Josef Suk,: Josef Bohuslav Foerster og Vítezlav No- vák, sem. allir eru djarfir braut- ryðjendur og nýjungamenn. Jafn- framt standa þeir á traústum grunni tékkneskrar tónlistarhefð- ar. Þessir menn eru lifandi. sönn- un um þróttmikið tónlistarlíf, sem dafnar enn með þjóð Bedrich Sme- tana. Heimkynni Tékka eru enn einn af tónlistarháskólum Evrópu pngu síður en á þeim frægu dög- um, þegar ópera Mozarts „Don Giovanni“ var frumsýnd í Prag. Leiðrétting f sunnudagsblaðinu, þar sem skýrt var frá breytingartillögum við fjárlagafrumvarpið var mein- leg prentvilla í fyrirsögn, þar sem stóð að gert væri ráð fyrir 24 millj kr. hækkun í stað þess að standa átti nær 8 millj. kr. hækkun. — Prentvillan kom aðeins fyrir í fyrirsögninni og var ekki í neinu samhengi, við það sem í greininni stóð um einstaka hækkunarliöi fjárlaganna. 75 ára: Þórður Jósefsson frá Yziaglli I dag er Þórður Jósefsson, fyrr> bóndi á Yztagili í Langadal 75 ára I að aldri. Þórður er fæddur að: Litla-Búrfelli í Svínavatnshreppi: 20. febr. 1882. Foreldrar Þórðar voru hjónin Guðrún Þórðardóttir og Jósef Jó- hannsson er bjuggu á Litla-Búr-, felli um langt skeið á síðari hluta 19. aldar. í I Litla-Búrfell var þá rýrðarkot, með litla grasnyt, en alítaf talin góð beitarjörð. Þau Guðrún og Josef háðu harða iífsbaráttu því börnin voru mörg, en alltaf munu þau hjón hafa verið fremur veit- andi en þiggjandi. Nokkuð var það, að engin linka var í börnum þeirra, er upp kom- ust, því þau urðu öll hið mesta, dugnaðarfólk og mun þó Þórður hafa borié. af. Fyrir börnum efna- minna fólks lá ekki annað en vinnumennskan þegar þau kom- ust á legg, á þessum árum. Þórður fór því snemma úr foreldrahúsum, og þótti þá strax með afbrigðum dugmikill og velvirkur. Þegar sá, er. þetta ritar, kynnt- ist Þórði fyrst, rétt eftir aldamót- in, var hann vinnumaður eða lausa maður á heimili foreldra minna á Snæringsstöðum í Svínadal. Mér er fyrjr barnsminni hin miklu vinnuafköst Þórðar, glaðlyndi og ljúfmennska í umgengni. Trú- mennska Þórðar og húsbóndaholl- usta var með afbrigðum. Mér er minnisstætt eitt atvik frá þess- um árum. Þórður fór marga vet- ur á vertíð á Suðurnesjum. Réði hann sig ávallt með þeim skilyrð- um. Þau ár, sem hann dvaldi hjá foreldrum imínum, fór hann á- vallt til sjós á vetrum. Einn vetur- inn, sem hann fór suður, mun hon um ekki hafa þótt faðir minn eins birgur af heyjum og honum þótti æskilegt. Eigi gat hann hugsað til fjarveru frá heimilinu, ef að hann þyrfti að óttast heyskort hjá hús- bónda sínum. Fáum dögum áður en suður var haldið, brá hann sér til heybirgasta bóndans í sveit- inni til þess að biðja hann að bjóða föður mínum hey, ef hann héldi að slíks þyrfti. Eigi vissi faðir minn um þetta fyrr en nokkr um árum síðar, því eigi flíkaði Þórður slíku. Því segi ég sögu þessa í fáum minningarorðum, ‘að slík trú- mennska og umhyggja fyrir ann- arrá' hag hefir alltaf einkennt Þórð. Eigi hefir hann níðst á neinu, sem honum hefir verið fyrir trú- að, svo sem talinn var háttur hinna beztu drengja fyrr á öldum. Árið 1920 giftist Þórður Krist- ínu Þorfinnsdóttur og hófu þau þá búskap á jörðinni Yztagili í Langa- dal, sem Þórður keypti þá. Á Yztagili bjuggu þau hjón til ársins 1947, að þau brugðu búi og fluttu til Blönduóss, en þar starf- ar Þórður síðan hjá Kaupfélagi Húnvetninga. Á Yztagili eignuðust þau hjónin 5 börn, og eru 4 á lífi. Þrír synir og 1 dóttir. Dóttirin er gift kona í Reykjavík, tveir syn- irnir eru búsettir í Keflavík, en einn stundar nám í sálarfræði í Austurríki. Öll hafa þau systkini erft manndóm og prúðmennsku foreldra sinna. Það sem okkur samferðamönn- unum verður Þórður minnisstæð- astur fyrir, er hinn óvenjulegi dugnaður, trúmennska í öllum störfum, drengskapur og jafn- lyndi. Engan mann hefi ég heyrt lasta Þórð, og allir, sem hann vann hjá, minnast hans ávallt, sem eins þess bezta verkamanns, er þeir hafa haft. Þórður var nær fertug- ur þegar hann hóf búskap. Öll sín beztu ár hafði hann unnið hjá öðrum lengst á stórbýlinu Holta- stöðum í Langadal. Þrátt fyrir dugnað sinn setti Þórður aldrei upp hærra kaup en almennt gerð- ist. Hins vegar var hann bóngóð- ur og greiðugur, og safnaði því aldrei miklu fé. Dugnaðar hans og verklagni nutu aðrir meira en sjálfur hann. Eftir að Þórður hóf búskap á Yztagili leituðu margir til hans með ýmsa vinnu og alltaf leitaðist Þórður við að verða við bón ann- arra, en ekki mun hann hafa grætt á slíkri vinnu utan heimilis. Árin frá 1920—1940 voru erfið bú skaparár. Yztagil 'var lítil jörð og erfið til umbóta. Þess vegna vann Þórður utan heimilis allmikið, t. d. mun hann öll haustin hafa ver- ið fláningsmaður hjá Sláturfélagi Austur-Húnvetninga á Blöndviósi, og þótt hann væri nokkuð kom- inn til aldurs afkastaði hann þó alltaf verki eins og bezt gerðist, enda þótt hann ynni um helgar að búi sínu. Samvinnumaður hefir Þórður alltaf verið, enda annað lítt hugs- anlegt með svo óeigingjarnan og hjálpsaman mann. Á þessum sjötugasta og fimmta afmælisdegi í lífi sínu getur Þórður litið á- nægður yfir farinn veg. Börnin, sem upp hafa komist, eru öll hin mannvænlegustu. Allir samferða- mennirnir munu minnast hans með góðhug og virðingu. Það eina, sem helzt skyggir á,' er það, að heilsa hans ágætu konu er ekki eins góð og skyldi, en enginn fær á allt kos ið. Eg árna þér svo allra heilla gamli vinur, og bið þig að fyrir- gefa það, að ég gat ekki stillt mig um að minnast þín með nokkrum fátæklegum orðum, á þessum merku tímamótum á ævi þinni. Lifðu heill! ! Hannes Pálsson Ekki vil ég skjall né skrum skrafa nú í bili. Þessar vísur, þær eru’ um Þórð frá Yzta-Gili. Þegar klemmdi þjóðarhag þrenging neyðar tíða, fæddist hann við Buslubrag böls og norðan hríða. Síðan eru sjötíu svo og fimm til betur, okkar þjóð og ættjörðu yfir runnir vetur. Sumur líka svona mörg sól úr hafi leiddi, grænu klæddi gráan hörg, gilja-fönnum eyddi. j Þá að koma’ í þennan heim, það var engin sæla, var þó boðið völvum tveim vizku orð að mæla. Sú hin eldri sagði á: „Svo að þjóðar gengi vaxi, sveinninn vinna má, vel og trútt og lengi“. „Hart á teigi hann skal slá, hann skal rista, móka, hann skai róa, hann skal flá hvergi neitt við doka“. Hin þá mælti: „Hann á sett heldur þung er draga en heilsa góð og lyndi létt létti ævidaga". Það að hafa létta lund léttir þunga byrði; má svo verða stríðs hver stund stórum mikils virði. Uppbót þá við auðnubrest (Framhald á 9 sfðu )

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað: 42. tölublað (20.02.1957)
https://timarit.is/issue/60363

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

42. tölublað (20.02.1957)

Aðgerðir: