Tíminn - 20.02.1957, Side 6
6
TÍMINN, miðvikudaginn 20. februar 19}f»
ir
Útgefandl: Framsóknarflokkurimi.
Bitfitjórar: Haukur Snorrason
Þórarinn Þórarinsson (áb.).
Skrifstofur ( Edduhúsi rlB Lindargötu.
Sfmar: 81300, 81301, 81302 (ntstj. og blaðamenn),
auglýsingar 82523, afgreiðsla 2323.
Prentsmiðjan Edda h.f.
4
MeðferS f járlaganna
UNDANFARNA daga hef
ur staðið yfir á Alþingi önn
ur umræða fjárlaganna.
Fjáveitinganefnd hefur lagt
fram mikla vinnu í athug-
un frv.* og leggur hún til,
að útgjaldabálkur þess verði
hækkaður um 70 milljónir
króna. Aðalhækkanirnar eru
vegna aukinna lögbundinna
útgjalda, aukinna niðurborg
ana (24 millj.) og aukinna
framlaga til verklegra fram
kvæmda, aðallega í dreifbýl-
inu. Þá boðar nefndin nýjar
hækkunartillögur vegna raf
væðingar dreifbýlisins, fram
iaga til atvinnuaukningar og
framlaga til þeirra býla, þar
sem ræktun er skemmst á
veg komin.
UM ÞESSAR tillögur seg
ir svo í áliti meirihluta nefnd
arinnar:
„Meiri hluta nefndarinnar
er Ijóst, að hækkun fjárlag-
anna getur í fljótu bragði
virzt í ósamræmi við þá yfir
lýstu stefnu núverandi ríkis
stjórnar og flokkanna, sem
hana styðja að draga úr of-
þenslu efnahagslífsins og
tryggja jafnvægi í fjármál-
um þjóðarinnar og öryggi.
En við mat á því, hvað gera
skuli, verður að hafa eftir-
farandi í huga:
Sá maður ,sem bjargar sér
út úr vagni, sem er á hraðri
ferð, kemst ekki hjá því, til
þess a ðforða sér frá að missa
fótanna að hlaupa fyrst í
sömu átt og vagninn stefndi,
Þjóðin og þeir, sem henni
stjórna, eru í bili um margt
sömu lögmálum háðir og slík
ur maður. Líðandi stund er
rnjög háð liðinni tíð um fjár
iagasetninguna.
Nefna má sem dæmi:
Launalögin frá síðasta þingi,
sem óhjákvæmilega valda
hækkun fjárlaganna. Lög
um greiðsiu kostnaðar skóla-
bygginga, sem skuldbinda
til hækkunar o. s. frv.. Þá
er kostnaðurinn við stöðvun
á hækkun kaupgjalds og
verðlags, niðurgreiðslurnar
til þess að stöðva verðbólg-
una. Á það ber einnig að
iíta, að ríkissjóðurinn er lát-
;inn í stórum stíl vera til
efnahagsjöfnunar. Þar eru
framkvæmdar millifærslur
á tekjum þjóðfélagsþegn-
anna til þess að jafna hag
manna. Útgjöld ríkissjóðs í
þeim efnum eru ekki eyðsla
en þurfa að vera því meiri,
sem meira þarf að leiðrétta
í skiptingu teknanna."
VARÐANDI framtíðina
farast nefndinni svo orð:
„Áður en frv. til fjárlaga
fyrir 1958 verður samið, þarf
ríkisstjórnin að taka til ræki
legrar athugunar, hvað þjóð
félagið má leyfa sér í út-
gjöldum, ef nást á efnahags
jafnvægi og full lækning
verðbólgu.
Ef lækka verður gjöld rík-
issjóðs, svo að um muni frá
því, sem nú eru þau, þarf að
endurskoða lagaákvæði þau,
er skuldbinda ríkissjóð til út
gjalda.
Ríkisstjórnin hefur nú
þegar skipað þriggja manna
nefnd sér til aðstoðar við
athugun á því, hvað hægt
er helzt að spara við setn-
ingu fjárlaga fyrir 1958.
Vitanlega verður ríkisstjórn,
sem studd er af flokkum
hinna vinnandi stétta, að
gera allt, sem hægt er, til
þess að skapa heilbrigt efna
hagslíf og traustan atvinnu
grundvöll, jafnvel þótt það
í bili kunni að kosta ein-
hvern sársauka. Sú hlýtur að
vera aðalósk og krafa hinna
vinnandi stétta.
Á þetta leyfir meiri hl.
fjárveitinganefndar sér að
leggja mikla áherzlu, þó að
hann við afgreiðslu þessara
fyrstu fjárlaga á samstarfs
tíma núverandi stjórnar-
flokka taki tillit til lögmáls-
ins, sem gildir, þegar yfir-
gefinn er vagn á hraðri ferð,
— í þessu efni dýrtíðarvagn
inn.“
FULLTRÚAR Sjálfstæð-
isflokksins skila séráliti. Þeir
standa að öUum hækkunar-
tillögum meirihlutans og
flytja auk þess til viðbótar
hækkunartillögur ,er nema
rúmum 7 millj. kr. Ekki
flytja þeir neinar sparnaðar
tillögur.
Reikningslist í
austri og vestri
Fjárhagsafgreiðslu er ný
lega lokið í Rússlandi, og
tók skemmri tíma en í A1
þingi íslendinga. Eru upp
hæðirnar, sem um er fjallað
þó ærið ólíkar, sem vonlegt
er. Æðsta ráð Sovétríkjanna
gekk frá fjárlögunum á ör
fáum dögum, en hér sitja
kjörnir fulltrúar fólksins vik
um saman að fjárlagaaf-
greiðslu. Það er ólíkt fljót
virkara einræðiskerfið. En
þeir sem eru að burðast við
að hafa þingræðisstjórn og
lýðræðislegt stjórnskipulag
verða að taka afleiðingunum
af því.
SAMKVÆMT fjárlögun-
um í Rússlandi er varið til
landvarna 96 milljörðum
rúblna og hefur lækkað um
1 milljarð á árinu. Ekki nær
það einu prósenti og mátti
varla vera minna. Hernaðar-
útgjöldin eru alls 16% af
ríkisútgjöldunum og finnst
kommúnistum það dásamleg
sönnun fyrir friðarvilja ráð
stjárnarríkjanna, því Banda
rikjamenn telja miklu hærri
hundraöstölu af sínum ríkis
útgjöldum bundinn í land
vörnum. En það er ekki sama
hvernig reiknað er. í Rúss-
landi er allur iðnaðuðr ríkis-
ERLENT YFIRLIT:
Næsti kanslari V.-Þýzkalands?
Erich Ollenhauer minnir á margan hátt á Clement Attlee
Fyrstu sjö árin eftir styrjöld-
ina, voru aðeins tveir vestur-
þýzkir stjórnmálamenn verulega
þekktir utan Vestur-Þýzkalands.
Þessir menn voru Konrad Aden-
auer var foringi kristilegra demo-
auer var foringi Kristilega demo-
krata, en Schumaeher foringi jafn
aðarmanna. Báðir höfðu mikla
hæfileika til forustu, þótt þeir
væru annars ólíkir. Schumacher
hafði lengi setið í fangelsi hjá naz-
istum og þolað þar pyntingar.
Framkoma hans bar þess merki.
Hann var hinn skapheiti, tilfinn-
ingaríki leiðtogi, sem vakti hrifn
ingu fylgismanna sinna, en hins-
vegar einstrengingislegur og ráð-
ríkur. Söguleg þýðing hans er
sennilega mest sú, að hin þrótt-
mikla forusta hans vann verka-
menn til fylgis við flokk sósíal-
demókrata, svo að kommúnistar
náðu aldrei verulegri fótfestu í
Vestur-Þýzkalandi.
Mestallan þann tíma, sem Schu
macher veitti sósíaeldemokrötum
forustu, var hann sjúkur maður.
Áðeins eldmóður hans hélt hon-
um uppi. Árið 1952 féll hann frá
og kom það þá í hlut Erich Ollen-
hovers að taka upp merki hans.
Ollenhauer er ekki að neinu leyti
eins litrík persóna og Schumacher
var. Hann skortir og alveg glæsi-
leik Adenauers. Eigi að síður hef-
ur hann reynzt farsæll foringi og
vaxið með verlcefnunum. Hann er
vafalítið sá þýzkur stjórnmálamað
ur er nýtur nú mests persónulegs
trausts næst Adenauer.
OLLENHAUER hefur ekki ó-
sjaldan verið lýst þannig, að hann
væri Attlee Þýzkalands. Attlee og
Ollenhauer eru likir á margan
hátt. Ollenhauer hefur unnið sér
traust flokksbræðra sinna á lík-
an hátt og Attlee. Þeir treysta
heiðarleika hans. Hann er laginn
að halda frið í flokknum og setja
niður jafnt málefnalegar og per-
sónulegar deilur, sem oft rísa í
stórum flokki. Hann stendur
hvorki til hægri né vinstri í
flokknum, heldur hefur skipað sér
í einskonar millistöðu. Hann er
ekkert sérlega snjall málflutnings
maður, en hann talar hinsvegar
aldrei a fsér og flytur mál sitt yfir
leitt sannfærandi og öfgalaust. Af
þeim ástæðum nær hann senni-
lega lengra inn í raðir millistétt-
anna en Schumacher gerði. Þótt
hann verði ekki talinn stórsnjall
leiðtogi, er hann án efa traustur
og laginn og oft klóknari en menn
legur í sjón, þótt hann sé á sama
hátt feitlaginn og Attlee er renglu
legur. Ollenhauer er fremur lágur
vexti og mjög búlduleitur með
afturlangt enni. Augun eru greind-
arleg.
ERICH OLLENHAUER verður
56 ára í næsta mánuði, fæddur
í Magdeburg, þar sem faðir hans
var skósmiður. Hann hóf prent-
nám 15 ára gamall og byrjaði litlu
síðar að starfa í æskulýðshreyf-
ingu jafnaðarmanna. Skipulags-
liæfni hans kom þar fljótt í ljós
og leið ekki á löngu, unz hann
gekk alveg í þjónustu samtak-
anna. Hann stundaði bæði rit-
stjórn og erindrekastörf á vegum
þeirra. Um skeið var hann ritari
alþjóðasambands ungra jafnaðar-
manna. Árið 1933 eða sama árið
og Hitler kom til valda, hlaut
Ollenhauer sæti v miðstjórn þýzka
jafnaðarmannafl okksins Ollenhau-
er taldi það heppilegt nokkru síð-
ar að flýja land og var hann út-
lagi í 12 ár, fyrst í Tékkóslóvakíu,
síðan í Frakklandi og loks í Bret-
landi. A útlegðarárunum tók hann
mikin þátt í bæði opinberri og
leynilegri baráttu gegn nazistum.
Þegar hafist var handa um end-
urreisn þýzka jafnaðarmanna-
flokksins eftir styrjöldina, gerðist
Ollenhauer strax nánasti samverka
maður Schumachers. Hann átti
manna mestan þátt í því, að sam-
fylkingu við kommúnista var hafn
að. Hinsvegar hefur hann alltaf
verið andvígur því að flokksstarf-
semi kommúnista væri bönnuð,
eins og nú á sér stað í Vestur-
Þýzkalandi.
Þegar Schumacher féll frá 1952,
þótti Ollenhauer eðlilegur eftir-
maður hans.
f SEPTEMBER í haust fara
fram þingkosningar í Vestur-
Þýzkalandi. Líklegt er talið, að
jafnaðarmenn muni vinna á, en
vafasamt er hinsvegar, hvort það
nægir til þess, að Ollenhauer falli
stjórnarforustan í skaut. Sennilega
veltur það mjög á því, sem gerizt
hér eftir fram að kosningum.
Ollenhauer hefur hagað baráttu
jafnaðarmanna þannig, að utan-
ríkismálin, eða réttara sagt sam-
eining Þýzkalands verður höfuð-
mál kosninganna. í innanlands-
málunum beita jafnaðarmenn sér
ekki fyrir neinum stórfelldum
breytingum, t.d. engri meiriháttar
Ollenhauer
þjóðnýtingu. f utanríkismálunum
deila þeir hinsvegar á stefnu Aden
auers og telja hana liindra sam
einingu Þýzkalands. Þeir telja rétt
að Vestur-Þýzkaland bjóðist til að
ganga úr Atlantshafsbandalaginu,
ef Rússar fallast á sameiningu
Þýzkalands. Jafnframt leggja þeir
til, að Vesturveldin, Sovétríkin
og Þýzkaland standi að nýjum sátt
mála um öryggi Evrópu.
Margt bendir til, að þessi stefna
jafnaðarmanna eigi vaxandi hljóm
grunn í Vestur-Þýzkalandi. Aden-
auer þarf því að geta sýnt einhver
aukinn árangur í þessum efnum
áður en kosningar fara fram. Það
veltur hinsvegar mjög á Rússum.
Margir telja, að framkoma Rússa
næstu mánuðina muni fara mjög
eftir því, hvort þeir vilji heldur
styðja Adenauer eða Ollenhauer.
OLLENHAUER virðist hinsveg
ar ekki svo miög óttast slíka íhlut
un Rússa. Hann er hinsvegar
miklu hræddari við bein afskipti
Bandaríkjanna. Áhrif þeirra mega
sín miklu meira í V-Þýzkalandi
en áhrif Rússa. Kosningasigur
Adenauers 1953 er ekki sízt talinn
rekja rætur til þess, að Dulles
lýsti því yfir rétt fyrir þær, að
Banadaríkjastjórn óskaði eftir
sigri hans. Sumir héldu, að þetta
myndi spilla fyrir Adenauer, en
reynslan varð á aðra leið.
Ollenhauer vill nú koma í veg
fyrir að þessi saga endurtaki sig.
Hann er því staddur nú vestur í
Bandaríkjunum í fyrirlestraferð
(Framh. á 10. síðu). .
’BAÐsromN
álíta hann vera.
Vafalaust hefur það sín. áhrif á
vinnubrögð Ollenhauers, að hann
dvaldi mestöll stríðsárin í Bret-
landi og kynntist þá vel starfshátt
um enskra jafnaðarmanna. Ensk
áhrif virðast a.m.k. oft einkenna
vinnubrögð hans.
Starfsmaður er Ollenhauer mik
ill. Það er meira verk hans en
nokkurs annars manns, hve vel
skipulagður flokkur sósíaldemo-
krata er. Skipulagi flokksins er
það ekki sízt að þakka, hve komm
únistum hefur orðið lítið ágengt
með undirróðri sínum t. d. á vinnu
stöðvunum.
Það gildir um Ollenhauer eins
og Attlee, að hann er ekki glæsi-
rekinn. Á öðrum liðum fjár-
laga eru liðir eins og rekstur
flugvélaverksmiðja og kaf-
bátasmíðastöðva, kolanáma
og raforkuvera til hernaðar-
framleiðslu o. s. frv. Þær
miklu fjárfúlgur, sem í
Bandaríkjunum ganga beint
til kaupa á vopnabúnaði, eru
í Rússlandi talinn kostnaður
við iðngreinar, en ekki bein
landvarnaútgjöld. Banda-
ríkjamenn telja að 10% af
þjóðartekjum þeirra öllum
gangi til landvarna, en þeir
áætla að 16% af þjóðartekj
um Rússa standi nú undir
herstyrk þeirra.
Breytingar á bæjarsimanum.
UNDANFARIÐ hafa verið miklir
erfiðleikar í sambandi við bæj-
arsímann og svo rammt hefir
kveðið að, sérstaklega eftir há-
degi, að símanotendur hafa orð-
ið að bíða langa stund eftir því
að fá samband. Um þessar mund-
ir standa yfir miklar breytingar
á símakerfinu vegna stækkunar
og breytingar í fimm stafa nú-
mer, og það er af því, sem erfið-
leikarnir stafa. Það eru annars
fáir, sem gera sér í hugarlund,
hve mikil vinna liggur að baki
því, að við getum slegið á sím-
ann til kunningja okkar, valið
sjálf númerið og heyrt í viðkom-
andi í hinum endanum að andar-
taki liðnu. Símamenn liggja ekki
á liði sínu og vonir standa til, að
stækkun símastöðvarinnar og
breytingar í fimm stafa númer
verði lokið um mitt sumar. Fram
að þeim tíma getum við átt vón
á ýmsum erfiðleikum og töfum í
sambandi við símtöl innanbæjar.
„Vælið" og kvæði kvöldsins.
f GÆRKVÖLDI hófst lestur
Passíusálma Hallgríms Pétursson-
ar í útvarpinu en kvæði kvölds-
ins þokar um set að sinni. Það
hefir annars tekizt heldur klaufa-
lega til með flutninginn að und-
anförnu og ýmsum, sem kvæðum
unna, hefir orðið illa við, er allt
annað kvæði var flutt en kynnt
var. Líkast því að segulbandið
hafi flækst hjá þeim, blessuðum.
En það er annað við kvæði kvölds
ins, sem margir eiga bágt með að
venjast, og það er „vælið", sem
leikið er undan og eftir. Kveður
svo rammt að þessu, að dæmi eru
til að fólk hafi rokið til og slökkt
á viðtækjum sínum, er þulurinn
byrjaði að kynna kvæðalesturinn.
Ótrúlegt er, að ekki megi finna
skemmtilegra stef eða lagstúf til
flutnings í þessum þætti, því
mörg góð kvæði hafa verið, og
verða eflaust flutt í framtiðinni.
Meiri snjór.
ENN BERAST fréttir af snjó og
ófærð utan af landsbyggðinni.
Heil héruð eru án samgangna við
umheiminn og sums staðar er
svo komið, að matvara og skepnu
fóður er á þrotum. í fréttum er
sagt frá því, að snjóýtur séu svo
til gagnslausar, vegna þess, að
snjóinn skefur í slóðina jafn-
skjótt og hún hefir verið rudd.
Hér duga aðeins snjóbílar, en
þeir eru fáir til og hafa ærið að
starfa um þessar mundir. Einnig
eru hér á landi til nokkrir belta-
bílar, sem ætlaðir eru til jökla-
ferða. Trúlega gætu þeir komið
að haldi við flutninga, þar sem
þörfin er orðin hvað brýnust.
— Kaldbakur