Tíminn - 20.02.1957, Qupperneq 12

Tíminn - 20.02.1957, Qupperneq 12
VcSorútlit: Hiti kl. 18: Norðaustankaldi eða stinnings- kaldi. Víðast léttskýjað. Búlpnin og Krusjeff J heSIa úr skáfum reiði sinnar JVfoskvu 19. febr.: Þeir félagar Búlg í'iiin oð Krustjoff voru í essinu súnu í dag í veizlu. sem haldin var J:yrir ráðamenn frá Búlgaríu, sem íítaddir eru í Moskvu. Búlganin lívað tillögur Eisenhowers varð- <audi austurlönd „illa dulbúna ný- Jendustefnu". Varaði hann öll ríki '/ið því að ijá lönd sín undir banda s'ískar herbækistöðvar. Rússar */æru því ekki óvanir að ráða niður i jgum ævintýramanna (auðsjáan- ícga átt við uppreisnarmenn í Ung verjalandi). Krustjoff réðst á þá svonefndu fcommúnista, sem vildu gera breyt- jngar á kenningakerfi marxismans og kölluðu það endurbætur. Þetta væri í raunini skemmdarstarfsemi, Kem aðeins væri í þágu auðvalds ins og afturhaldsins. Ekki nafn- (jreindi hann neina, en ekki dylst i^ð hann á hér við Titóista og þá er oðnyllast stefnu Gómúlka í Pól- latidi . Vopouð öryggisfög- regla tekur ti! við fyrri iðjn JBúdapest, 19. febr.: Ungverska r.tjórnin tilkynnir, að stofnað hafi verið sérstakur „verkamannaher" og skal lilutverk hans að halda appi „reglu" í verksmiðjum, sam vinufyrirtækjum og öðruin stofn inum. Skal herlið þetta sjá um að ekki verði tafir við framleiðsl 'ina og kæfa sérhverja tilraun ígagnbyltingar-sinna til uppreisn- ar. ]&ýpur-má!ið rætt á fundi stjórnmála- eefndar S. þ. New York, 18. febr. — Stjórn- snálanefnd S. Þ. tók í dag til um- ræðu Kýpur-málið. Fundurinn er jbaldinn að kröfu Breta og Grikkja um að málið verði tekið fyrir. Grikkir krefjast þess, að íbúar Kýp • jr fái að ákveða framtíð sína með jjjóðaratkvæðagreiðslu. Fulltrúi Grikkja sagði á fundinum í dag, «ð Grikkir hefðu samúð með ;:rændum sínum á Kýpur, nú ríkti hin versta skálmöld á eynni og :"æri ástandið versnandi með degi hverjum. Fulltrúi Breta, Alan Noble, bar fram ályktunartillögu, þar sem /ikorað er á Grikki að hætta öllum .'ituðningi við hermdarverkamenn á Kýpur. Kvaðst Noble hafa nægar .sannanir fyrir því, að Grikkir hefðu stutt hermdarverkamenn á Xýpur með vopnum og fjármagni. Þessi framkoma Grikkja væri ský- iaust samningsbrot. Reykjavík —3 stig, Akureyri —3, London 2, París 6, Kaup mannahöfn 1 stig. Miðvikudagur 20. febrúar 1957. Fhigstjori í sögufrægu áætlunarflisgi Þetta er flugkapteinninn, sem á að stjórna flugvél SAS í hinu sögulega flugi yfir norðurpólinn, er áætlunarflugið milli Kaupmannahafnar og RíksutvarpiS gengst fyrir kynningu myndlistar á vinnustöðum NorcSmatSurinn Kaare Koistad kominn hingað til lands til a«S skipuleggja starfsemina Nýlega er kominn hingað til lands í boði ríkisútvarpsins Norðmaður að nafni Kaare Kolstad framkvæmdastjóri félags- skaparins „List á vinnustað" í þeim tilgangi að aðstoða við sýningar myndlistar á vinnustöðum, sem ríkisútvarpið gengst fyrir um þessar mundir. Vilhjálmur Þ. Gíslason útvarps- stjóri ræddi í gær við blaðamenn og skýrði þeim frá fyrirhugaðri starfsemi útvarpsins í kynnin|u myndlistar. Útvarpsstjóri sagði, að þótt mikil grózka væri í íslenzku myndlistarlífi, hefði skort snert- ingu við list annarra landa og í þeim tilgangi að bæta úr þessu hefði ríkisútvarpið gengizt fyrir svipaðri starfsemi og á sér stað í Noregi er nefnist List á vinnustað. Útvarpið hefir á undanförnum Tókíó hefst um næstu helgi. Þetta er einn af elztu og reyndustu ’bog-!^rum fju^ erfn<jf 0g fréttir er stjórum SAS, Aage Hedall Hansen. | nstir varða og kvað útvarpsstjóri Kaupfélag Þingeyinga minnist 75 ára afmælis, stofnað 20. febrúar 1882 Afmælisblað Boðbera, sýning á gömlum félagsgögnum og boð fyrir starfsfólk. S í S á einnig 55 ára afmæli í dag Frá fréttaritara Tímans í Húsavík í gær. Kaupfélag Þingeyingar elzta kaupfélag landsins, er 75 ára í dag. Það var stofnað að Þverá í Laxárdal 20. febrúar 1882, og mættu á stofnfundinum 15 menn úr 5 hreppum í austur- hluta Suður-Þingeyjarsýslu. Tala félagsmanna fyrsta árið var 131, en nú eru félagsmenn 1404. Árið 1882, fyrsta starfsárið, var vörusala félagsins 57 þús. kr. en árið 1956 var vörusala félagsins og fyrirtækja þess um 60 milljónir króna og er um þúsundfalda aukn- ingu að ræða, en saman fer þar verðrýrnun og aukning. í árslok 1956 voru helztu sjóðir félagsins þessir: Stofnsjóður félagsmanna 1,6 millj. kr., varasjóður félagsins 1,6 millj. kr. og innstæður í inn- lánsdeild 3,9 millj. kr. Á síðustu 20 árunum hefir félagið endur- greitt félagsmönnum sínum af við- skiptum í reikninga og stofnsjóð rúmlega 3 millj. kr. Félagið rekur nú mjólkursam- lag, smjörlíkisgerð og fatahreins- un. Það er og aðaleigandi að brauð gerð og meðeigandi í Fiskiðjusam- lagi Húsavíkur og síldarsöltunar- stöð í Húsavík. Starfsfólk og kaupfélagsstjórar. Starfsfólk félagsins og fyrir- tækja þess er nú samt. 58 manns. Kaupfélagsstjórar hafa þessir Tillögur hafa þegar veriS lagðar fram varSandi rekstur Súez-skurSar London og Washington, 19. febrúar. — Talsmaður brezku stjórnarinnar skýrði svo frá í dag, að Bretar og flest önnur ríki, sem eiga skip, er sigla að jafnaði um Súez-skurð, hefðu komið sér saman um tillögur varðandi rekstur Súez-skurðs, unz endanlega hefði verið gengið frá samkomulagi þar að lútandi. Ekki vildi hann þó gefa neinar upplýsingar um ráða- gerð þessa og litlu meira var að græða á upplýsingum Dulles, er fréttamenn spurðu hann um þetta mál í dag. Brezki talsmaðurinn kvaðst þó geta upplýst, að ætlunin væri að -siglingagjöld skipanna yrðu greidd inn á sérstakan reikning hjá Al- þjóðabankanum. Hann gaf og í skyn, að sennilega yrðu Egyptum strax greiddur helmingur þessarar upphæðar. Talsmaðurinn kvað nú samninga um framtíð skurðsins vera hafna milli fulltrúa notendabandalagsins, sem stofnað var á s. 1. sumri, og Egypta hins vegar, en S. Þ. annast meðalgöngu við samningagerðina. Dulles sagði, að tillögur þær, sem áður getur væru nú í athugun hjá Dag Hammarskjöld framkvæmda- stjóra S. Þ. menn verið frá upphafi: Jakob Hálfdánarson 1882—85, Jón Sig- urðsson, Gautlöndum, 1886—89, Pétur Jónsson, Gautlöndum, 1889 —1919, Sigurður Bjarklind 1920— 35, Karl Kristjánsson 1935—36, Þórhallur Sigtryggsson 1937—53 og núverandi kaupfélagsstjóri er Finnur Kristjánsson. Afmælisblað Boðbera. Kaupfélag Þingeyinga hefir all- lengi gefið út fjölritað félagsblað, er nefnist Boðberi Kþ. í tilefni af- mælisins kemur Boðberi út á morg un 24 síður að stærð og er þar birt stofnfundargerð K.Þ. stafrétt. Þar eru og ýmsar greinar eftir félags- menn í tilefni þessara tímamóta. Vegna snjóþyngsla og ófærðar af þeim sökum taldi félagsstjórnin ekki fært að efna til almenns mannfagnaðar í héraðinu í tilefni afmælisins, en annað kvöld hefir hún boð inni fyrir starfsfólk fé- lagsins. Sýning á félagsplöggum, Á morgun munu þjóðfáninn og samvinnufáninn blakta saman á byggingu félagsins. í sýningar- gluggum verzlunarhússins hefir og verið komið fyrir sýningu á ýms- um munum og plöggum félagsins frá fyrri tíð. Eru þar m. a. blöð, skjöl og gerðabækur, svo og verzl- unarþækur. Háskólafyrirlestur jimsænskar lausavísur Sænski sendikennarinn, fil mag. Bo Almqvist, flytur erindi um sænskar lausavísur á morgun kT. 8.-30 í I. kennslustofu Háskólan^. Fyrirlesturinn verður fluttur ’ á sænsku. Sænskar lausavísur eiga sér langa sögu, hinar elztu eru frá 9. öld, hinar yngstu frá 20. öld. Þó eru þær yfirleitt með allt öðru sniði en hinar íslenzku. Mörg þjóðskáld Svía hafa reynt þá list að yrkja lausavísur, frú Lenngren, Geijer, Rydberg, Heid enstam, og af nútímaskáldum Gull barg og Ferlin svo að nokkur dæmi séu nefnd. Þróun lausavísnanna verður að nokkru rakin í fyrirlestri kvölds- ins. Ollum er heimill aðganguh þessa starfsemi stefna að auknum skilningi og fræðslu á því sviði. Það væru margir, sem þess óskuðu að myndlistarfræðsla yrði tekin upp, en meðan sjónvarp væri ekki fyrir hendi, yrði að hafa annan hátt á, og væru sýningar slíkar sem þessar einna nærtækastar. Byrjað yrði með sýningu í Þjóð- minjasafninu, er hefst n. k. fimmtu dag, en síðan verður myndunum dreift milli þeirra fyrirtækja, sem óskað hafa eftir þeim. Kaare Kol- stad framkvæmdastjóri félagsskap- arins List á vinnustað, í Noregi, sagði, að þessi hreyfing væri sjö ára gömul og ætti nú miklum vin- sældum að fagna. í upphafi hefðu aðeins fá stór fyrirtæki fengizt til að taka myndir á skrifstofur sín- ár og matsali, en á síðari árum hefði svo brugðið við, að sýningar félagsins væru mjög eftirsóttar. Kolstad sagði, að sýningunum væri skipt niður í deildir, sem væru um tvö hundruð að tölu og yenja væri að hvert fyrirtæki .sýndi fimm til sjö deildir árlega. Kostnaður við sýningar þessar er greiddur af opinberum styrkjum pg meðlimum félagsskaparins. Frumkvöðull félagsskaparins var JHarry Fett fornminjavörður og hefir hann unnið mikið og óeigin- .gjarnt starf í þágu hreyfingarinn- ,ar. Mjög tregur afli Faxaf lóabáta Afli var rnjög tregur hjá Faxa flóabátum í gærkvöldi. Þeir er voru komnir að klukkan átta í gærkvöldi voru aðeins með 2— 3 lestir, en ókomnir voru þá margir bátar, sem haldið höfðu injög langt út með línuna. Nokkrir bátar, sem reru mjög langt í fyrradag öfluðu sæmilega eða 8—10 lestir. Vonir stóðu til að þeir bátar sem héldu langt til veiða kæmu ineð eitthvað meiri afla. Samband ísl. samvinnufélaga 55 ára. Um leið og þessa afmælis K.Þ. er minnzt, er vert að geta þess, að Samband íslenzkra samvinnufé- laga á einnig merkisafmæli sama dag. Það er 55 ára. Það var stofn- að að Yztafelli á 20 ára afmæli Kaupfélags Þingeyinga, og var fyrst þingeyskt samband, að því stóðu þrjú kaupfélög, Kaupfélag Norður-Þingeyinga og Kaupfélag Svalbarðseyrar auk K.Þ. Síðar varð SÍS landssamband sem kunnugt er. j börnunum ÞF. I árangri. Skólastjóri smíðar hljóðfæri handa skéla börnum sínum að leika á í hljómsveit <6': Ágætar skólaskemmtanir skólabarna á Hvolsvelli Frá fréttarifara Tímans á Hvolsvelli. Undanfarna fjóra daga hafa nemendur barnaskólans að Hvoli haldið skemmtanir til ágóða fyrir ferðasjóð sinn. Hafa börnin boðið upp á fjölbreytt skemmtiatriði, kórsöng, söng með gítarundirleik, upplestur tvo leikþætti, sögulega sýningu og fleira. Alls koma um 40 börn fram og skemmta. Þá leikur hljómsveit skipuð 11 börnum undir smekk- legri stjórn frú Birnu Kristiansen. Hefir fólki þótt það hin bezta skemmtun að hlusta á hina korn- ungu hljóðfæraleikara. Hefir smíðað hljóðfæri. Það er í frásögur færandi, að skólastjórinn, Truman Kristiansen hefir smíðað sum hljóðfæranna, sem börnin leika á í hljómsveit- inni, svo sem sílófón, tvær pákur og þríhorn. Að öðru leyti eru í hljómsveitinni einn gítarleikari og sex blokkflautuleikarar. Skemmtun þessi er öll með mesta myndarbrag og þeim til sóma, sem að henni standa, bæði börnum og kennurum, og ekki sízt þeim, sem æft hafa og leiðbeint með þessum ágæta PE. Fréttir í fáum orðum: DULLHS segir Bandaríkin muni taka ila upp hvers konar hindranir af Egypta hálfu í sambandi við hreinsun Súez-skurðar. HANSEN forsætisráðherra Dana mun flytja útvarpsræðu til allra þjóða heims úr flugvél SAS, þ. .24. febrúar, er hann verður far- þegi með fyrstu vel félagsins, er flýgur frá Kaupmannahöfn til Tókíó yfir norðurpólinn. 1300 PÓLSKIR kommúnistar hafa hlotið uppreisn æru og verið teknir í flokkinn að nýju síðan Gómúlka komst til æðstu valda. KÝPURMÁLIÐ var til umræðu bæði í neðri málstofunni brezku í gær og í stjórnmálanefnd allsherjar- þingsins. Sjö prestar á Kýpur voru handteknir í gær að skipan landstjórans.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.