Tíminn - 22.02.1957, Page 4

Tíminn - 22.02.1957, Page 4
„Föðurlandsvinir vorum viS víst því að við yfirgáfum land okkar til þess að gera því gott.“ Þannig segir í ljóði eft- ir brezkan fanga og útlaga í Ástralíu frá þeim tíma, er það mikla meginland var fanganý- lenda Breta á 18. öld. Líklega hafa þau Vladimir og Evdokia Petrov aldrei lesið þessar ljóð- línur, en þær gætu vel átt við þessi rússnesku hjú, sem sögðu skilið við rússnesku leyniþjónustuna árið 1954 og leituðu á náðir ástralskra stjórnarvalda. Var það mál — Pefrovs-málið — mjög frægt á þeirri tíð, og nú haf? þau hjónin sjálf fyllt út í eyðurn- ar í bók. er þau hafa ritað og gef- ið út og nefna „Heimsvelöi ótt- ans“, en það nafn þykir þeim lýsa bezt föðurlandi þeirra. Reyfari og kennslubók Saga Petrovhjónanna er spenn andi eins og be?ti reyfari, og hún geymir líka fróðlegar upplýsingar sem þjóðirnar ættu að geta lært af. Þar er því mæta vel lýst, hverr ig þeir verða til, allir rússnesku njósnararnir og agentarnir, sem eru að starfi úti um allan heim. Um leið er brugðið upp mvnd af hinni nýju manntegund, sovétborg aranum, sem ekki þekkir frelsið xiema sem gamla þjóðsögu, og hef- ir aldrei hevrt getið um menning- arlíf og þjóðfélagslegt réttlæti á vesturlöndum. Daprar æskuminningar Petrovhjónin eru komin af bændafólki. Fyrst kom stríðið og síðan byltingin og líf bændanna Varð aldrei sjálfu sér líkt aftur. Allt hið gamla var rifið upp með rótum. Hann kom til Moskvu frá Síberíu, hún er úr nágrannasveit- um borgarinnar. Þau gengu að krlla jafnsnemma á hönd leynilög reglunni, því ægilega tæki, en höfðu áður orðið að ganga í gegn- um undírbúningsskóla hjá „æsku- lýðsfylkingum" kommúnista. f þessu þjóðfélagi var starf hjá leynilögreglunni eftirsóknarvert. Ungt fólk var þar tekið til starfs, eins og verið væri að skrá menn til framleiðslustarfa. Bæði Vladi- imir og Evdokia þekktu ruddalegar aðfarir og barsmíðar frá æskuár- um. Evdokia hafði verið hengd úpp í hlöðurjáfur á fótunum og Ijarin fyrir að hnupla rófu úr garði afa síns. Vladimir þekkti sult ög þjáningarfulla daga frá þeim xima, er hann reyndi. að selja hvít- liðum áburðarklár fjölskyldunnar, en hann reyndist of magur og illa á sig kominn til þess að hann væri útgengilegur. Faglegt tal spillti gleðinni \\ I leynilögreglunni var góður matur, góð föt, talsvert um skemmt, anir og alls konar forréttindi.j Hann átti notaíeg sumarfrí á hvíld! arheimilum, ásamt félögum sínum| úr þessum ógnai«ve:tum. en hon-j um fannst þeir spilla gleðinni meðj ífaglegu tali um aftökur. i Þau Evdokia giftust ár:ð 1940 og framtiðin brosti við þe:m Ungt par í góðum stöðum í blóðugustu aftökusveit Evrópu. Svo rann upp nýr dagur. Þáu voru gerð út til rússneska sendiráðsins í Canberra í Ástralíú: Hamingjustjarnan hækkaði enn á lofti. í Canberra voru allsnægtir. Petrov hafði laun sem offursti í leynilögreglunni, en hún var launuð sem lægra sett- ur foringi. Samtals höfðu þau í kaup me;ra en áströlsk ráðherra- ^laun. PeirovlijORÍii hafa skráð sögu sína - „Heimsveldi óttans“ kalla þau sitt gamla land ■ Békin er í senn reyfari og kennsluhók í starfsaðferðum komm- itnista - Sendiráðsmeim í Canberra köIIuSu heimakommúnista fífl og einíeldninga Eólið brýtur sér braut , í Ástralíu lifa menn frjálst og óþvingað, það er að segja almenn- ingur í landinu, en í rússneska sendiráðinu réði ótti rikjum. Fyr- ir Petrovhjónin varð lífið þar smátt og smátt að martröð. Fróð- legasti kaflinn í bók Petrovhjón- anna er lýsing þeirra á lifinu í So- vétsendiráðinu. Það var eins og einagruð eyja í mannhafinu í Can- berra, lífið þar var í engu líkt líf- inu utan dyra. Hið „stéttlausa“ þjóðfélag hefir á undarlegan hátt þróað næma tilfinningu fyrir stöðu mannsins í embættismannaklík- unni. Eðlið fer þá leiðina. Og það er tekið hart á yfirsjónum. Evdo- kia lenti í klandri þegar það upp- götvaðist að hún hafði stillt upp skopmynd við liliðina á Stalíns- mynd. Fífl og einfeldningar En starfið hélt áfram. Rússar töluðu sín í milli um höfuðborg- ina sem „þorpið", og þeir nefndu utanríkisráðuneytið „bankann", en þangað sóttu þeir upplýsingar, þar virtist ótæmandi sjóður. „Þorpið“ átti sin fífl eins og önnur þorp, og það voru nytsömu sakleysingj- arnir og rauðu einfeldningarnir, sem létu Vladimir í té allar upplýs ingar er þeir máttu. Allt leit vel út fyrir Vladimir, og ætla mátti að hann ætti eftir að hljóta Len- inorðuna fyrir vel unnið starf, og vist á hvíldarheimili við Svarta- haf í ellinni. En þá gerðust atburð ir í Moskvu. Bería var tekinn af lífi. Nú hafði Bería verið æðsti húsbóndi þeirra. Petrov-hjónin voru tengd nafni hans. Eftir það voru þau í bráðri lífshættu. Hræðsla en ekki hugsjónastefna Sagan um flótta Petrovhjónanna í apríl 1954, á náðir ástralskra stjórnarvalda, er kunn úr blaða- fregnum frá þeim tíma. í bókinni kemur glöggt í ljós, að það var engin hugsjónastefna eða sektar- tilfinning, sem hrakti þau út á þá braut heldur nagandi ótti. En þeim var vel tekið og saga þeirra varpaði birtu inn í þann myrkvið, sem umvefur undirróðursstarfsemi kommúnista og aðferðir þeirra. Nú eru Petrovhjónin ástralskir borgarar og undir sérstakri vernd stjórnarinnar. Ástralíumenn kynnt ust í þeim nýrri manntegund, sem kommúnisminn elur upp. Petrov- hjónin hafa lagt fram skerf til auk ins skilnings á eðli kommúnism- ans. Og með því hafa þau gert landi sínu gagn í pokkrum skiln- ingi, eins og fangarnir frá 18. öld gerðu Bretlandi gott með því að yfirgefa það. Merkt skógræktarstarf Húnvetninga félagsins í Þérdísarlundi Aðalfundur félags Húnvetninga í Reykjavik, var haldinn seint á síðastliðnu ári. Þar gaf formaður og aðrir starfsmenn félagsins upp lýsingar um starfsemi félagins á árinu. Félagið hefur ýmis verk- efni með höndum. Það hefur gefið út tvær bækur. Sú fyrri, Troðning- ar og tóftabrot, og seinni, Búsæld og barningur. Þessar bækur eru sagnaþættir úr Húnaþingi eftir ýmsa merka menn. Um bækur þessar hefur verið skrifað í dag- blöðin. Er nokkuð óselt ennþá af bókum þessum, og ættu Húnvetn ingar og aðrir bókamenn að ná sér í þær meðan þær eru fáan- legar. Þá er alltaf verið að vinna að örnefnasöfnun, og hefur Pétur Sæmundsson annast það verlc ein- göngu. Þá hefur eitthvað lítillega veriö unnið að byggðasafni. Skemmtistarfsemi félagsins hef- ur gengið vel að undanförnu. Árs- hátíð félagsins var haldin nú seint í janúar, og var þar fjölmenni. En hátíð þessi fór vel fram. Svo er það skógræktin í Þór- d'sarlundi, sem ég tel aðalstarf félagsins, og hið merkasta. Þetta er líka tilraunastarfsemi. Það fara um tuttugu manns norður á hverju vori, venjulega í stórri bifreið. Allir hafa nauman tíma, en þó er reynt að finna kunningjana nyrðra og hafa sem mest gaman af ferða- laginu, enda má segja að ferðirn- ar haía gengir með ágætum vel, og eru þetta líka einu skemmti- ferðirnar, sem farnar hafa verið á vegum félagsins undanfarin ár. Alltaf hafa einhverjir tekið á möti okkur fyrir norðan, unnið með okkur og boðið okkur, að loknu starfi, til veizlufagnaðar, og hafa þessi boð verið með hinum mesta myndarskap. Ég vil hér geta þess, að Hún- vetningur einn ,sem býr hér í nágrenni, sýndi þá átthagatryggð við gömlu sveitina sína, á s. 1. sumri, er hann fór fram í Vatns- dal, að senda Húnvetningafélaginu kr. 1000,00 að gjöf til eflingar skógræktinni í Þórdísarlundi. Mað ur þessi var Ólafur Bjarnason, hreppstjóri I Brautarholti á Kjal- arnesi, en Ólafur er eins og allir vita uppalinn í Steinnesi í þingi. Var þetta stórmyndarleg gjöf, er ég leyfi mér að þakka Ólafi fyrir. Ýmsir mætir menn hafa gefið plöntur í lundinn, og höfum við fyrirheit um slíkt á komandi sumri. Allur kostnaður við lund- inn hefur verið greiddur af sam- skotafé, ekki einungis af félags- mönnum, heldur líka af ýmsum öðrum. Færi ég öllum þessum gef endum innilegustu þakkir okkar, sem fyrir söfnun hafa staðið. Nú er Kristmundur Sigurðsson farinn að undirbúa ferðina norð- ur, en Kristmundur er aðalfram- kvæmdastjóri að öllu sem víkur að Þórdísarlundi. Fyrir nokkrum dögum var hald inn almennur fundur í félaginu, og þótt hann væri ver sóttur en skyldi, þá voru fundargestir ánægð ir með þann fund. Ýmis mál komu fram. Verður næsti fundur í næsta TIMINN, föstudaginn 22. febrúar 1957. Fjögnr íslenzk met og jafnmörg img- lingamet sett á Sundmóti Ægis Eins og á undanförnum sund-1 mótum voru fjölmörg ný met sett á Sundmóti Ægis í Sund- höliinni í fyrrakvöld, af þeim voru fjögur íslenzk met og fjög- ur unglingamet. Framför í sund- íþróttinni hefir verið óvenju glæsileg hjá okkur síðustu mán- uði og á liverju einasta móti| hafa verið sett þetta fjögur til j átta ný met. Siíkt ber vitni um markvissa þjálfun og góða þjálf- ara — og vonandi væri að slík- ur fjörkippur kæmi í aðrar í- þróttagreinar hér á landi. Fyrsta íslenzka metið á sund- móti Ægis var sett í fyrstu grein mótsins og jafnframt var sett ungl ingamet í þeirri grein, sem var 300 m. skriðsund. Helgi Sigurðs- son, Ægi, bætti met Ara Guð- mundssonar, Ægi, verulega, synti á 3:35,8 mín., en eldra metið var 3:40,4 mín. Unglingametið setti Guðmundur Gíslason, hinn bráð- efnilegi ÍR-ingur, sem synti á 3: 48,0 mín. Guðmundur setti nýtt íslenzkt met og unglingamet í 50 m. bak- sundi eftir mjög skemmtilega keppni við fyrrverandi methafa, Ólaf Guðmundsson, ÍR. Guðmund- ur synti á 32.8 sek., en Ólafur á 33,1 sek., og mátti ekki á milli þeirra sjá fyrr en á síðustu metr- unum. Eldra met Ólafs var 33 sek. Ágústa Þorsteinsdóttir, Ár- manni, bsetti met sitt í 50 m. skrið sundi, synti á 30,8 sek., sem er hálfri sekúndu betra en eldra met- ið var. Ekki kæmi á óvart þótt Ágústa setti önnur tíu met á þessu ári eða fleiri, eins og hún gerði s. 1. ár, því framför hennar er alltaf jafn mikil. í 50 m. hringusundi synti Ágústa einnig undir íslenzka met- inu, en var dæmd úr leik. Tími hennar var 40.6 sek., en metið á vegalengdinni er 40.9 sek. og á Þórdís Árnadóttir það. Sigríður Sigurbjörnsdóttir, Ægi, varð sig- urvegari í greininni á nýju ungl- ingameti, 41,0 sek. Sveit Ægis setti met í 4x200 m. skriðsundi, og bætti eldra met- ið, sem sveit úr sama félagi átti, verulega. Nýja metið er 9:55,6 mín., en eldra metið var 10:04,4 mín. í metsveitinni syntu Helgi Sigurðsson, Guðjón Sigurbjörns- son, Magnús Guðmundsson og Ari Guðmundsson. Ekki voru met sett í öllum grein um á mótinu, og önnur úrslit urðu sem hér segir. Pétur Kristjánsson sigraði í 50 m skriðsundi og 50 m flugsundi. Tími hans í skriðsund- inu var 26,8 sek. Sigurður Sigurðs- son Akranesi, sigraði í 200 m bringusundi á 2:54,6 mín. Annar varð Þorgeir Ólafsson, Ármanni, á 2:56,8 mín. Þá var keppt í sundknattleik milli Ármanns og Ægis og lauk þeim leik með jafntefli, hvort lið skoraði fjögur mörk. Enska bíkar- keppnin Úrslit hafa nú fengizt í öllum leikjunum úr 5. umferð ensku bik arkeppninnar. Á þriðjudaginn sigr aði Arsenal Preston með 2-1 og á miðvikudag sigraði West Brom- wich Blackpool með sömu marka tölu. í 6. umferð leika þessi lið saman. Birmingham-Nottm. Forest Bournemouth-Manch. Utd. Burnley-Aston Villa West Bromwich-Arsenal Sú umferð verður háð 2. marz næstkomandi. Mesta athygli vekur, að Bournemouth, sem sló Úlfana út í 4. umferð og Tottenham í 5. umferð, — en úrslit í þeim leik eru talin óvæntustu úrslit í knatt- spyrnuleik í Englandi síðan 1932 er Walsall sigraði Arsenal í bikar- keppninni — mætir í 6. umferð- inni Manch Utd., sem tvimælar laust er bezta knattspyrnulið Eng- lands. Áhugi á þessum leik er gíf- urlegur og forráðamenn Bourne- mouth eru í vandræðum vegna þess. Leikvöllur liðsins rúmar að- eins 25 þús. áhorfendur, en það er aðeins lítið brot af þeim fjölda sem vill sjá leikinn. Til tals hefir meira að segja komið, að leikur- inn verði háður á leikvelli Manch. Utd., en þar gætu þrefallt fleifi áhorfendur séð . leikinn, og tekjur af slíkum leik eru ekki neitt smá- alriði fyrir lítið og févana lið. Segja má, að Maneh. Utd. sé nú nokkuð öruggt með að sigra í 1. deild. Tveir leikir voru háðir á mánudag og miðvikudag, sem styrktu aðstöðu liðsins mjög. Manch. lék gegn Charlton í Lon- don og sigraði með 5-1. Tottenham tapaði hins vegar fyrir Chelsea með 3-4, og er nú sex stiga mun- ur á liðunum. Ekkert vegasamband við Þingvalla- sveit í tæpan mánuð, en opnaS í gær Ein jarðýta hefir verií aí verki á veginum austur aS Gjábakka afleggjara síían á fimmtudag Frá fréttaritara Tímans í Þingvallasveit í gær. Allt útlit er nú fyrir að vegurinn hingað til Þingvalla hafi opnazt í gær. Hefir verið unnið að því með einni jarðýtu að opna hann undanfarið, en nú er tæpur mánuður síðan vegur- inn lokaðist vegna snjóa og er að verða skortur á olíu hér í byggðinni vegna aðflutningserfiðleika. Jarðýta kom hingað austur að Kárastöðum á fimmtudaginn og Almannagjá var mokuð á föstudag og vegurinn austur að Gjábakka afleggjara. Á laugardaginn var þýðingarlaust að vinna vegna veð- mánuði, og munu ýmis mál verða lögð fyrir þann fund. Stjórn félagsins er skipuð þess- um mönnum: Form.: Finnbogi Júlfusson, og aðrir: Halldór Sig- urðsson, Kristmundur Sigurðsson, Jón Snæbjörnsson og Jón Sig- urðsson. Reykjavík 12. febr. 1957 H. S. urs, en hér var þá skafrennings- bylur. Að Stardal í fyrradag. Á sunnudagsmorguninn var *ft- ur byrjað að vinna með ýtunni og þurfti þá að ryðja veginn að nýju í Almannagjá og einnig^ frá Gjá- bakka afleggjaranum. Á sunnu- dagskvöld var búið að ryðja veg- inn að Kárastöðum og á mánudags morgun var haldið áfram og í fyrrakvöld var búizt við ýtunni að Stardal. Það er því reiknað með því, að Þingvallavegurinn hafi verið opnaður í gær. Vona menu að þessi mokstur verði að gagni, en annars staðar hefir verið nokk ur skafrenningur, þó með minnsta móti í gær. G. E.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.