Tíminn - 22.02.1957, Page 6

Tíminn - 22.02.1957, Page 6
6 T í M1N N, föstudaginn 22. febrúar 1957, 1 Útgefandl: Framsóknarflokkurinn. Ritstjórar: Haukur Snorrason Þórarinn Þórarinsson (áb.). Skrifstofur 1 Edduhúsi fIB Lindargötu. Hmar: 81300, 81301, 81302 (ntstj. og blaðamenn), auglýsingar 82523, afgreiðsla 2323. Prentsmiðjan Edda h.f. Sjálfstæðismenn og efnahagsmálin MORGUNBLAÐIÐ hef- ur það eftir framsögumanni Sjálfstæðisflokksins í fjár- veitinganefnd, Magnúsi Jóns syni, að tekjuöflun vegna ríkissjóðs og ■ útflutnings- sjóðs muni nema 1200—1300 millj. kr. á þessu ári, eða rúm lega 100 millj. kr. á mánuði. Að sjálfsögðu ber að taka þessar tölur með hæfilegri yarúð, þar sem heimiidin er ekki sem bezt og endanlegri afgreiðslu fjárlaganna er enn ekki lokið. í ÞESSUM tölum felst vissulega glöggur dómur um afleiðingar þeirrar of- þenslustefnu, er Sjálfstæð- isflokkurinn knúði fram við stjórnarskiptin 1953. Hinar stórfelldu byggingarfram- 'kvæmdir í höfuðstaðnum og nágrenni hans sköpuðu yfir- boð á vinnumarkaðinum, er síhækkuðu bæði kaupgjald og verðlag. Til að verjast al- gerri stöðvun af völdum þess arar öfugþróunar, verður nú að borga til útflutningsupp- toóta og niðurgreiðslna á vöruverði yfir 500 millj. kr. °g ríkisútgjöldin hafa hækk að ár frá ári af þessum á- stæðum. Þegar íhuguð er þessi höf- nðsök þess, hvernig komið er, væri ekki óeðlilegt, þótt Sjálfstæðismenn ræddu þessi mál af nokkurri hóg- værð. Sliku er hinsvegar ekki að dreifa. Forkólfar hans haga sér alveg eins og strandkapteinninn, er kendi öðrum um að siglt var vit- iausa leið, þótt hann væri sjálfur við stýrið* og mark- aði stefnuna. NOKKRAR málsbætur væri það fyrir Sjálfstæðis- flokkinn, ef fokólfar hans og talsmenn gætu sýnt fram á, að þeir hefðu bent á önnur úrræði og betri úr- ræði en þau, sem núv. stjórn beitir til að sigrast á þeim vanda, er hún tók við. Þessu er hinsvegar síður en svo að heilsa. Forkólfar Sjálfstæðis flokksins hafa ekki bent á nein önnur úrræði. Þeir hafa staðið uppi algerlega ráða- iausir frammi fyrir þeim vanda, sem ofþennslustefna þeirra skapaði. Hið eina, sem þeir hafa gert, er að skamm- ast yfir úrræðum stjórnar- innar, án þess að benda á nokkur úrræði sjálfir. ÞÓTT ádeilur Sjálfstæð- ismanna hafi mjög beinzt að því, að álögur á almenn- ing væru orðnar of þungar, fer samt fjarri því, að þeir hafi unnið samkvæmt því í verki. Áróður íhaldsblaðanna hefur nefnilega öðrum þræði snúist um það, að telja verðlagshömlur þær, sem settar hafa verið, of strangar. Forkólfar Sjálf- stæðismanna hafa m. ö. o. viljað hækka verðlagið enn meira en orðið hefur. Svo þykjast þeir geta bölsótast yfir of þungum álögum! Jafnhliða þessu hafa svo blöð Sjálfstæðisflokksins rek ið markvissan áróður fyrir kauphækkunum. Þau hafa margfaldað í frásögnum sín um allar kjarabætur, sem fengist hafa fram undanfar- ið, t.d. í flugmannadeilunni. Tilgangurinn hefur bersýni- lega verið sá, að ýta undir kröfur þeirra félaga, sem nú eiga í samningum, og hvetja önnur félög til að fylgja í slóðina. Ef fylgt væri þeirri stefnu, sem kemur fram í umrædd- um áróðri íhaldsblaðanna, er það augljóst, að haldið yrði áfram á verð- og kaup- hækkunarbrautinni með stórauknum hraða, en afleið ing þess yrði fyrr eða síðar stórauknar álögur á almenn ing. ÞEGAR MENN líta þannig yfir öll þessi mál í heild, verður málstaður Sjálfstæð- isflokksins harla óglæsileg- ur. Ofþenslustefna hans hef- ur haft þær afleiðingar, að ríkisvaldið þarf að heimta inn 100 millj. kr., í skatta og tolla á mánuði, sbr. frásögn sjálfs Mbl. Sjálfstæðismenn benda svo ekki á nein úr- ræði til lausnar þessu á- standi, heldur beina áróðri sínum mjög að því að knýja fram enn meiri verð- og kauphækkanir. Margir hafa haft þá trú, á undanförnum árum, að Sjálfstæðisflokkurinn væri ábyrgur flokkur, og því veitt honum brautargengi. í þeim hópi hafa t.d. verið margir framleiðendur og launa- menn. Merkilegt má vera, ef þessi seinasta reynsla af Sjálfstæðisflokknum verður ekki til þess, að þetta fólk snúi við honum bakinu. Tímabær tillaga um handritamálin ÞEIR Pétur Ottesen og Sveinbjörn Högnason hafa :nýlega lagt fram í Samein- 'uðu þingi tillögu til þings- ályktunar, þar sem ríkis- stjórninni er falið að beita sér fyrir því við dönsk stjórn arvöld, að orðið verði við ítrekuðum kröfum íslend- inga um, að skilað verði aft- ur hingað til lands íslenzk- um handritum, fornum og nýjum, sem borizt hafa til Danmerkur og geymd eru í söfnum þar, svo sem safni Árna Magnússonar. Þessi tillaga þeirra Péturs og Sveinbjörns er vissulega tímabær. Mjög hefur verið hljótt um þetta mál að und anförnu. Danir gætu haldið af því, að áhugi íslendinga fyrir því væri eitthvað að dofna. Það er fyrst og fremst verk Alþingis að sýna, að svo sé ekki. Walter Lippmann ritar um alþjóðamál: Bandaríkin í erfiðri aðstöðu í refsi- aðgerðamálinu á allsherjarþinginu Nýlega voru þeir Eisenhower forseti og Dulles utanríkis- ráðherra spurðir að því á blaðamannafundi, hvort Bandarík- in myndu framfylgja refsiaðgerðum, ef ísraelsmenn færu ekki að vilja Sameinuðu þjóðanna um burtkvaðningu her- sveita sinna inn fyrir vopnahléslínuna og Sameinuðu þjóð- irnar ákvæðu að beita þeim. Forsetinn svaraði því til, að Bandaríkin væru skuldbundin að styðja Sameinuðu þjóðirnar. Svarið er varla fullnægjandi því aS ekki liggur fyrir, hvort Banda- ríkin muni nota eigiS atkvæði og áhrifamátt sinn að auki til þess að gera Araba- og Afríkuþjóðun- um, ásamt Sóvétblökkinni unnt að fá refsiaðgerðirnar samþykktar með tilskildum meirihluta. Því að eins og styrkleikahlutföll eru nú á þingi Sameinuðu þjóðanna, er það á valdi Bandaríkjanna að á- kveða, hvort refsiaðgerðum verð- ur beitt eða ekki. ASstaSan á þingi S. Þ. Ef Bandaríkin ákveða að fylgja refsiaðgerðum, hafa þau og þeim vinveitt ríki nægilegt atkvæða- magn til að tryggja að slík tillaga fái atkvæða, sem til þarf. Ef Bandaríkin ganga liins vegar gegn refsiaðgerðunum, þá mun sú af- staða þeirra valda því, að tillagan nær ekki því lágmarksfylgi. Það er því villandi að segja að Banda- ríkin séu skuldbundin að styðja Sameinuðu þjóðirnar því að af- staða þeirra á þinginu hefir úr- slitaáhrif á hverjar aðgerðir Sam- einuðu þjóðirnar ákveða, sem þá um leið kalla á stuðning Banda- ríkjamanna. Sameinuðu þjóðirnar eru ekki dómstóll, sem fellir úr- skurði, sem síðan er skylda að framfylgja. Ríkin eru sjálf með- limir í dómnefndinni og hafa á- hrif á, hvernig úrskurðurinn fell- ur. Bandaríkjamenn hafa ekki vald til að ákveða jákvæða af- greiðslu, þegar hagsmunir Araba- landa og Sovétsamsteypunnar eru á dagskrá, en þau hafa neitunar- vald. Þau geta með því að sam- stilla með Arabalöndum og komm- únistaríkjunum ráðið því, hvort Sameinuðu þjóðirnar ákveða já- kvæðar aðgerðir. Það er hægt að fyrirbyggja aðgerðir, og það er hægt að stuðla að því, að aðgerðir verði hafnar. Þannig er staða Bandaríkjanna í dag á þingi Sam- einuðu þjóðanna. um Akabaflóa og með því að senda sífellt skæruliða inn fyrir lar.da- merki ísraels. Sameinuðu þjóðirnar þurfa að finna leið til þess að fá ísraels- menn til að hörfa með her sinn, án þess að veita Egyptum um leið á ný aðstöðu til að herja á ísrael. Það þarf sem sé að fyrirbyggja að Lippmann báðir aðilar geti hafið stríð á ný, ekki aðeins annar aðilinn. En hins vegar eru S. Þ. svo skipaðar, að þar fæst meirihluti til að fyrir- skipa ísrael og þvinga það til hlýðni, en ekki meirihluti til að beita sömu aðferðum við Egypta. Af þessu leiðir svo, að Nasser telur sig geta neitað að gefa nokk- ur loforð um að hann muni virða vopnahléssamninginn gamla, ef ísraelsmenn láta nú að vilja S. Þ. Þeir, sem einkum hafa unnið að lausn vandamálsins, hafa því reynfc að fá fullvissu á bak við tjöldirn um að Egyptar ætli ekki að hefja stríðið á ný, þótt engin opinber yfirlýsing liggi fyrir. En það lít- ur hreint ekki út fyrir, að nein slík fullvissa fáist. Nasser er að nokkru leyti verndaður af S. Þ., en ísrael, sem er lýðræðisríki, get- ur ekki tekið gildar prívatyfirlýs- ingar, sem Nasser kann að gefa Hammarskjöld eða Eisenhower og Dulles vona að þeim takist að lierja út úr Nasser. Hvað er þá til ráða? Eins og nil standa sakir fær Israelsríki engar skuldbindingar frá Nasser, ef það ákveður að hörfa með her sinn. Sameinuðu þjóðirnar geta ekki þvingað hann, eins og fyrr er lýst. Þá er það eftir, að Bandaríkin full- vissi ísraelsmenn um að þau muni ibeita sér fyrir lausn málsins í r, framtíðinni. Auðveldast af öllu fyrir Banda- ríkin er að fyrirbyggja að S. Þ. geri nokkuð. Skynsamlegast er hins vegar að fresta endanlegum ákvörðunum í málinu og reyna ems i að leysa það með samningum á bak ! við tjöldin. j Af því mun ekkert nema illt ; leiða, ef gengið verður til atkvæða um það nú, hvort neyða eigi j fsraelsmenn með refsiaðgerðum að hörfa skilyrðislaust. Ef Banda- ríkin greiða ekki atkvæði me<5 slíkri tillögu, er úr sögunni vonin um að Eisenhower-áætlunin í Arabalöndunum nái fram að ganga. Ef Bandaríkin hins vegar taka höndum saman við Araba- lönain og Sovétblökkina, mundi ranglætið í aðgerðunum hafa víð- tæk áhrif, e. t. v. til óbætanlegg tjóns. Vinir Sameinuðu þjóðanna í öll- um ríkjablökkum hafa sameigin- legra hagsmuna að gæta með því að fara að ráðum Hammarskjölds og leggja til hliðar ákvarðanir um refsiaðgerðir. (NY Herald Tribune. Einkarétt- ur á íslandi: TÍMINN). VAÐsromN Egyptar í sérstöðu Þau vandræði, sem nú steðja að Bandaríkjastjórn, spretta bein- línis af aðstöðunni á þingi S. Þ. Grundvallaratriðið er, að ísraels- menn verða beittir þvingun, ef Bandaríkin kjósa að svo verði, en aftur á móti er ekki hægt að beita Egypta þvingun, þótt Bandaríkja- menn vilji. Þar er engin samstaða með Arabalöndum og Sovétblökk. Og gagnvart slíkum aðgerðum við Egypta mundu Rússar beita neit- unarvaldi. Vandinn hér er sá, að tvö ríki eru brotleg og brot þeirra eru af svipuðum toga gagnvart Samein- uðu þjóðunum, en samt er aðstað- an þannig, að á þinginu er unnt að bæta fyrir annað brotið aðeins, en ekki hitt. Ísraelsríki hefir brot- ið lög og reglur S. Þ. með því að ráðast inn á Sínaískaga og Gaza- svæðið. En Egyptar eru ekki síður brotlegir, því að þrátt fyrir vopna- hléssamninginn við ísrael á sinni tíð hafa þeir átt í stríði við ísraels- menn með því að loka Súez-skurði fyrir þeim og meina þeim að sigla Sú kyrrö, sem hvílt hefur yfir málinu undanfarið, hef ur ekki sízt stafað af því, að íslendingar hafa verið að gera sér von um, aö Dan- ir myndu bjóða fram lausn, án þess að frekari eftirgangs muna þyrfti með. Svo hefur ekki orðið. Þessvegna er orð ið tímabært, að Alþingi láti til sín heyra. íslenzki kvenbóningurinn. „KALÍS“ SICRIFAR: „í janúar í vetur átti hinn ágæti þáttur þeirra Björns Th. Björnssonar og Gests Þorgrímssonar tal við ungú kvenþjóðina um viðhorf hennar til íslenzka kvenbúnings- ins. Það er nú orðið það langt um liðið, að ég man það ekki greinilega, en þó það, að öll svör þeirra voru neikvæð, búningur- inn talinn óhentugur og þungur og þar fram eftir götunum. Væri ekki rétt að athuga þetta betur? Nú á tímum að minnsta kosti, er hann aðeins spariklæðnaður og er hann þá óhentugri en siðu kjólarnir? Hann er úr litlu eða engu þyngra efni og aðskorinn eins og þeir, en engu þrengri og hann má nota aftur og aftur án þess að fyrirverða sig, svo að ekki verður kostnaðarhliðin tal- in óhagstæðari". Útlendu efnin. „EIN TALDI HANN ekki eiga rétt á sér lengur, því að efnið í honum væri útlent. Þetta er at- riði, sem ég hnaut um og síðan hefi ég verið að glöggva mig bet- ur á þvi. Allt frá því fyrsta, að sögur okkar minnast á klæðnað, var í honum útlent efni, þá var talað um skarlatsklæði og þann- ig hefir það alltaf verið, að út- lent efni var flutt inn til að nota í skartklæðnað, nema sízt á nið- urlægingartímum og einokunar, þá varð að bvia að sínu sem mest, lika með klæðnað og margar kon ur voru svo mikið velvirkar, að þær gátu gert fötin falleg úr því, sem fyrir höndum var, eins og heimaunnu peysufötin sýna, sem eru á fornminjasafninu. En á þessum myrku tímum þjóðarinn- ar áttu konurnar samt útlend efni í fötin sín, faldúrinn t. d. var alltaf úr útlendu efni og silki klútar, sem kallaðir voru hand- lín eða handlínur, ég veit ekkl með vissu, hvort var, en það var haft til skrauts á herðunum eða um hálsinn." Haldið f hátíðleikann. ENN SEGIR: „Ég er enginn fræði maður, en ég held að allir þjóð- búningar hafi einu sinni verið tízkubúningar, en síðan staðnað af ýmsuih ástæðum, af þessarl gerð hér, og annari í öðrum lönd um, eftir því, sem tízkan var, þegar kyrrstaðan varð í löndun- um. Síðan hefir hver þjóð haldið sinum búningi í höfuðatriðum, aðeins smábreytt honum eftir sínum fegurðarsmekk en gætt þess, að aðalheildin héldist. Hér hefir verið haldið í hátíðleikann og mér liggur við að segja virðu- leikann í búningnum. — Skotfc- húfan er eitt af því, sem lengl er búið að fylgja honum í ofur- lítið breyttri mynd, mismunandl djúp og skúfurinn mislangur og fór það eftir hártízkunni að nokkru. Á meðan húfan var dýpst var skúfurinn stuttur og þykkur og hárið undir henni ó- fléttað, aðeins brugðið upp undir hana fremstu lokkunum hvoru megin, hafa gamlar konur sagfc mér. Skúfurinn lengdist ekki að ráði fyrr en kom fram á 20. öld- ina. — Þetta held ég sé að mestu rétt með farið. Annars ætti að rannsaka þetta nú á þessarl rannsóknanna öld og þjóðbún- ingar okkar ekki dæmdir úr gildl af sleggjudómum þeirra, sem á- líta þá ekki þess verða, að halda þeim við, eða missti þjóðin ekki talsvert af sínum sérkennum, væru þeir alveg horfnir?" spyr „Kalís" að lokum, og er svarið raunar augljóst. En baðstofu- spjalli er lokið í dag.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.