Tíminn - 02.04.1957, Blaðsíða 6

Tíminn - 02.04.1957, Blaðsíða 6
6 TIMINN, þriðjudaginn 2. apríl 1957. Utgefandi: Framsóknarflokkurlnn Ritstjórar: Haukur Snorrason, Þórarinn Þórarinsson (áb). Skrifstofur í Edduhúsinu við Lindargötu Símar: 81300, 81301, 81302 (ritstj. og blaðamenn). Auglýsingar 82523, afgreiðsla 2323. Prentsmiðjan Edda hf. Tvö stórmál dreifbýlisins í AFMÆLISBLAÐI Tím- ans birtist athyglisverð grein eftir Gísla Guðmundsson um jafnvægi í byggð landsins. Hann rifjaði þar m. a. upp þær miklu framfarir sem orðið hafa seinustu ára- tugina í byggðum landsins, þrátt fyrir harða mótspyrnu ýmsra aðila. Þeir hefðu þó ekki nægt til að halda jafn- væginu og væri því þörf stærri aðgerða. Síðar segir Gísli: „í STEFNUSKRÁ ríkis- stjórnar þeirrar, er nú fer með völd, segir svo: „Ríkisstjórnin mun beita sér fyrir að skipuleggja al- hliða atvinnuuppbyggingu í landinu, einkum í þeim þrem landsfjórðungum, sem nú eru verst á vegi staddir i at- vinnulegum efnum“. Slík yfirlýsing hefur ekki komið fram fyrr svo að ég muni, við myndun ríkisstjórn ar hér á landi. Þessi yfirlýs- ing er vottur þess, að meiri hluti landsmanna er nú orð- inn fylgjandi jafnvægisstefn unni. Jafnvægi í byggð lands ins er um þessar mundir eitt af kjörorðum þjóðarinnar. Vel er, að svo sé, því að það, sem þjóðin vill gera, má ætla að hún geri eftir því, sem geta leyfir á hverjum tíma. í þessu sambandi er sér- stök ástæða til þess að geta sérstaklega tveggja mála, sem verið hafa til meðferð- ar á Alþingi því er nú situr. Vil ég þá í fyrsta lagi nefna frumvarp það, er landbún- aðarráðherra lagði fyrir þingið í s. 1. mánuði, um land nám, ræktun og byggingar í sveitum. í örðu lagi lög, sem samþykkt voru á þinginu rétt fyrir áramótin, um heimild til skipakaupa og lántöku erlendis í sambandi við þau. Þessi tvö mál eiga það sam- eiginlegt, að með afgreiðslu þeirra eru stigin stór og at- hyglisverð spor í þá átt að Dreifbýlið og Reykjavík ÞVÍ hefur oft verið hald ið fram, að það væri óhag- stætt höfuðstaðnum, ef dreif býlið væri eflt. Á þeim grund velli hefur verið haldið uppi mjög röngum áróðri gegn Framsóknarmönnum í R.vík. Um þetta atriði segir Gísli Guðmundsson í grein sinni: „Breytingin í jafnvægis- átt verður fyrst og fremst að gerast í sambandi við vöxt atvinnulífsins og fjölg un þjóðarinnar á komandi árum, og til þess að slíkt megi verða, þarf að nota hvert tækifæri, sem gefst. Sú breyting, sem hér er um að ræða, þarf, ef rétt er að farið, ekki að vera andstæð hagsmunum þeirra, sem í þéttbýlinu búa, t. d. í höf- uðstaðnum. Þvert á móti. Hin öra fólksfjölgun í Reykja vík hefir það í för með sér, ERLENT YFIRLIT: Umtöluð bréf frá Bulganin Bréf hans til Gerhardsens og Hansens vekja mikla athygli og umtal stuðia að jafnvægi í byggð landsins. HÉR ER annars vegar ákveðið að verja árlega veru legum fjárhæðum úr ríkis- sióði umfram það, sem gert hefur verið, til eflingar at- vinnulifi í sveitum landsins til þess að fjölga nýbýlum og gera þau betur úr garði en verið hefur og til þess að koma því í kring, að lág- marksstærð ræktaðs lands á byggðum jörðum verði sem svarar 30 dagsláttum. Til þess að svo megi verða, er gert ráð fyrir, að ræktaðar verði 36 «;ús. dagsláttur sam tals i sveitum í þessu skyni. Fyrir fáum árum hefði slík fyrirætlun vissulega verið til tíðinda talin. Hins vegar er gert ráð fyrir, að ríkis- valdið hafi forgöngu um útvegun stórra fiskiskipa með það fyrir augum fyrst og fremst, að þeim verði á sínum tíma ráðstafað til út- gerðar í þeim landshlutum, þar sem verkefni skortir við sjávarsíðuna. En er að vfsu óséð, hvernig til tekst um framkvæmd þeirra heimilda, sem í þessum lögum felst. Til þess, að lögin beri þann árangur, sem til er stofnað, þarf mikla fjármuni, sem ekki verða til staðar nema þjóðin geti fengið þá að láni erlendis með viðráðanlegum kjörum. En sú viljayfirlýs- ing þingsins, sem í þessum lögum fellst, er sögulegur við burður ekki síður en hin nýja ræktunaráætlun, sem nú liggur fyrir Alþingi.“ NÚVERANDI ríkisstjórn hefur með þessum tveimur málum vissulega sýnt full- an hug á að standa við þá stefnu sína að treysta jafn- vægið í byggð landsins. En margt fleira verður þó að gera. Þessi byrjun spáir hins- vegar góðu um, að það verði ekki látið sitja á hakanum. SEINUSTU dagana hefir Noreg og Danmörku mjög borið á góma í umræðum heimsblaðanna um al- þjóðleg málefni. Ástæðan er sú, að Bulganin, forsætisráðherra So- I vétríkjanna, hefir skrifað þeim |Gerhard=en forsætisráðherra Nor- egs og H. C. Hansen forsætisráð- herra Danmerkur bréf, þar sem hann ræðir mjög náið um sambúð þessara landa og Sovétríkjanna. Bréfið t:l Gerhardsen var b'rt á miðvikudaginn var og bréfið til Hansens á sunnudaginn. Margt hefir verið rætt og ritað um það hver muni vera tilgangur Bulganins með þessum bréfaskrift um. Verður hcr á eftir reynt að rifja upp það helzta, sem hefir komið fram í þessu sambandi. BÆÐI BRÉF Bulganins eru skrif- uð i vinsamlegum tón. Það er far- ið viðurkenningarorðum um Norð- Imenn og Dani og játað, að stjórnir jþeirra séu friðarsinnaðar. Hins jvegar er ráðist mjög á Bandaríkin i og þau talin í árásarhug. í því sam bandi er ráðist á Atlantshafsbanda lagið og tilgangur þess ekki talinn góður, en þó er tónninn um það ekki eins óvinsamlegur og oft áð- ur í skrifum rússneskra ráða- manna. Þannig er t. d. tekið fram í bréfinu til Gerhardsen, að rúss- neska stjórnin gerir ekki kröfur til þess, að Noregur fari úr At- lantshafsbandalaginu. Hins vegar er í báðum bréfunum mjög varað við því, ef viðkomandi ríkisstjórn-. ir leyfi að byggðir séu árásarstöðv- ■ ar í landi þeirra, því að Rússar j muni láta það verða fyrsta verk j sitt að eyðileggja þær, ef til stríðs j kæmi milli þeirra og vesturveld- j anna. í því sambandi er bent á ( eyðileggingarmátt kjarnorku- sprengjunnar. í framhaldi af þessu j er farið mörgum fögrum orðumj um friðarvilja Sovétríkjanna og j rifjaðar upp ýmsar tillögur þeirraj i afvopnunarmálum. Bréfunum lýk ur með ósk um aukin samskipti Sovétríkjanna og viðkomandi landa og bæði bj’rja bréfin með að minna á heimsókn viðkomandi ráðherra til Sovétríkjanna í fyrra. 1 m U m— „ m um og eins miklum áróðri um frið- arvilja Sovétríkjanna. Vissulega er þessi áróður ekki ætlaður þeim Gerhardsen og Hansen, heldur hin- um óbreytta manni, sem les bréf- j in. Á ýmsan hátt er þessi áróður j laglega settur upp, séð frá sjónar- i hæð kommúnista, en á einum stað jskýtur þó algerlega yfir markið, I eða þegar rætt er um „uppreisn j fasista í Ungverjalandi". Sú eina setning er alveg næg til þess að eyðileggja áhrif af öðrum áróðri í bréfunum, sem ef til vill hefði annars frekar getað haft á- hrif. Þannig er áreiðanlega viðhorf almennings á Norðurlöndum. Hér hafa þá verið nefndar helztu ástæðurnar, sem eru færðar fyrir bréfaskiptum Bulganins. Að sjálf- sögðu geta þær verið meira og minna samverkandi. BULGANIN höfðu einnig fengið boð frá stjórn um Svíþjóðar Og Finnlands Eftir atburðina í Ungverjalandi, hafa stjórnir Noregs, Danmerkur og Svíþjóðar, slegið því á frest að á- kveða tímann, svo að niðurstaðan verður sú, að Bulganin og Krust- jeff heimsækja aðeins Finnland að þessu sinni, en þangað koma þeir í júní. Kunnugir telja, að valda- menn Sovétríkjanna telji það mið ur farið að geta ekki heimsótt fleiri löng vestan járntjalds, því að þeir óttist einangrun og vax BLAÐADÓMAR á Norðurlöndum eru mjög misjafnir. Mörgum blöð- um ber saman um, að bréfin sýni sérstakan áhuga Rússa fyrir Norð- urlöndum um þessar mundir. Fyrst hafi þetta komið í ljós, þegar rúss- neska stjórnin birti hina fjarstæðu kæru um njósnir sænsku stjórnar- innar í Sovétríkjunum. Þetta geti m. a. sprottið af því, að afstaða Norðurlanda hefir sennilega meiri áhrif á almenningsálitið í heimin- um en flestra landa annarra. Slíkt er það álit, sem þessi lönd njóta. Mörg hin gætnari blöð, t. d. Aft- enposten í Noregi og Politiken í Danmörku, telja rétt að stjórnir andi andúð almennings vestan Noregs og Danmerkur taki sér rúm tjalds. Þeir leggi mikla áherzlu á an tíma til að svara bréfunum. Al- að komast úr þeirri einangrun, semyeg sérstaklega þurfi þær að gera þeir hafa lent í vegna atburðanna sér góða grein fyrir því, hvað So- í Ungverjalandi. vétstjórnin sé að fara, og haga Bæði upphaf og niðurlag bréf-Svarinu eftir því. anna gæti bent til þess, að vald- Af blöðunum verður það ótví- hafar Sovétríkjanna vildu fá auk-rætt ráðið, að bréf Bulganins mun in skipti við norræna stjórnmála-ekki neinu breyta um afstöðu menn endurnýjuð. Bréfaskriftirn-Norðmanna og Dana til Atlants- ar eigi að greiða fyrir því, þótthafsbandalagsins. Hótanir þær, vafasamt sé, að þær séu rétta leið Sem felast í bréfunum, munu því in að því marki. engin áhrif hafa. Þessum þjóðum er Ijóst, að komi til styrjaldar í ÞRIÐJA SKÝRINGIN er sú, að Evrópu, verða lönd þeirra vígvöll- að bæjarfélagið og stofnanir þess hafa ekki við að ræsa fram land undir löðir, gera götur við hæfi umferðarinn- ar og sjá fyrir öðru því, er bæiarbúar þurfa til sameigin legra afnota. Ef fólksfjöldi í höfuðborginni yxi hægar en verið hefir eða stæði 1 stað um tíma, yrðu þessi verkefni öll viðráðan- legri, og þá er ekki ólíklegt, að fljólega tækist að ráða bót á hinum margumrædda húsnæðisákorti þar. Því verð ur heldur ekki neitað, að at vinnulíf höfuðborgarinnar hvílir enn sem komið er á helzt til veikum grundvelli, þrátt fyrir allt það fjármagn sem þar hefir verið fest á þessari öld. í þessu er allmik il áhætta fólgin fyrir hinn mikla fólksfjölda, sem þar er saman kominn, og væri EIN SKÝRINGIN á bréfum Bulg- anins er sú, að rússneska stjórn- in óttist það öðrum þræði, að her- stöðvum með kjarnorkuvopnum verði komið upp í Noregi og Dan mörku. Að þessu er líka vikið í bréfunum. Hún vilji vara viðkom- andi stjórnir við áður en slíkar framkvæmdir verða hafnar. Það mun rétt að orðrómur hefir gengið um þetta í sambandi við þær breytingar á herbúnaði, sem nú er verið að ráðgera með tilliti til breyttrar tækni. Segja má, að bygging slíkra stöðva geti táknað nokkrar breytingar á stefnu þessara landa, þar sem þau hafa lagt áherzlu á, að allur við- búnaður þeirra væri miðaður við varnir, en ekki árás. Ekkert liggur hins vegar fyrir um það, að stjórnir Noregs og Danmerkur hafi haft slíkar fyrir- ætlanir í huga, þótt orðrómur hafi komist á kreik um ráðagerðir í þessum efnum. Blaðamenn koma oft svipuðum orðrómi á kreik með ágizkunum í skrifum sínum. ÖNNUR SKÝRING á bréfum Bulg- anins er sú, að þau séu sprottin af vissri gremju út af því, að stjórnir Noregs og Danmerkur hafa ekki viljað taka á móti þeim Bulganin og Krustjeff í heimsókn að sinni. Eftir að þeir Gerhardsen og Hansen höfðu verið í heimboði í Moskvu í fvrra, buðu þeir þeim Bulganin og Krusljeff í heimsókn, en tíminn var hins vegar ekki til- tekinn. Yfirleitt var þá gert ráð fyrir, að þeir myndu heimsækja Norðurlönd á þessu vori, en þeir bréfin séu fyrst og fremst skrifuð í áróðurstilgangi. Bulganin hafi gert sér Ijóst, að bréf hans yrði ur, hvort heldur sem þau eru fyr- irfram í varnarbandalagi eða hlut- laus. Von þeirra er fólgin í þvi, að birt í mörgum blöðum og því mik- ekki komi til styrjaldar, og það ið lesið. Það styður þessa skýringu, telja þau sig geta tryggt betur með að komið er á framfæri í bréfinu miklum áróðri gegn Bandaríkjun-| (Framhald á 8. síðu) ‘BAÐgrorAN ekki vanþörf á, að ráðrúm gæfist til úrbóta á þessu sviði sem sennilega myndi verða, ef minni orku væri eytt í að stækka bæinn.“ Ekki eintómar aðfinnslur. ÞIÐ FINNIÐ að mörgu, sagði húsmóðir í borginni, við bað- stofufólkið hér á dögunum, og efalaust oftast með réttu. En þið eigið ekki að vera með eintómt nöldur og aðfinnslur. Þið eigið líka að tala um það, sem vel er gert. Lofa því fólki, sem vel vinnur, að finna, að eftir því er tekið, og almenningur er þakk- látur. Þetta sagði þessi húsmóðir, og hún hefir alvea rétt fyrir sér. En það er gömul saga, að þeir, sem eru ánægðir, hafa hljótt um sig, en þeir, sem eru óánægðir, grípa penna og skrifa bréf eða láta til sín heyra með öðrum hætti. Þannig verða þeir óá- nægðu hávaðasamari en hinir, þótt þeir séu e. t. v. færri. Það er eins og óánægjan knýji menn fastar til að hefjast handa í ein- hverju máli en ánægjan. Abend- ing húsmóðurinnar er réttmæt. Það á að láta fólk. sem vel vinn- ur, heyra það. Ekkert er meiri uopörvun í starfi en réttmæt við- urkenning. Ekkert betur fnllið til að draga starf og áhuga niður, en tómlæti og kæruleysi, sem aldrei lætur í Ijósi, hvort betur líkar eða verr. Góð þjónusta I Vesturbænum. ÁSTÆÐAN TIL ÞESS, að hús- móðirin, sem ég nefndi hér aö framan, fór að hafa orð á þessu, var sú, að hún vildi koma á fram- færi hversu vel henni líkaði við afgreiðsluíólk og aðstöðu alla í einni af nýjustu matvöruverzlun- um bæjarins; í kjötbúð Vestur- bæjar, sem er ein af verzlunum Sláturfélags Suðurlands. Og fleiri hafa haft orð á þessu. Þar virð- ast allir sífellt vera í géðu skapi, tilbúnir að veita viðskiptamönn- um góða þjónustu, telja aldrei eftir smáviðvik, ganga mjög rösk- lega að starfinu. Og búðin sjálf björt og vistleg. Gott úrval af vönduðum vörum á boðstólum. Ég er húsmóðurinni sammála um að þetta megi gjarnan koma fram. Það er svo oft, sem blöðin eru beðin að finna að, kvarta og nöldra. Þegar mönnum líkar eitt- hvað vel, geta þeir alveg eins haft orð á því. Hún kom að kveða burt snjóinn. LÓAN KOM að þessu sinni að kveða burt snjóinn. Hann er bók- staflega. horfinn á nokkrum dög- um, jafnvel klakinn að húsabaki er gufaður upp. Þetta eru vor- dagar eins og þeir gerast beztir, bjart yfir landi og lognkyrrum sjó. Báran þvær mjúklega klapp- irnar við Grandann og handan við flóann hillir upp fjöllin. Á svona vormorgni finnst borgar- búa sumarið skammt undan, sýn- ist það vera uppi í Borgarfirði eða á Snæfellsnesi, með fangiö fullt af fyrirheitum. Og áður en varir rennur bíll úr hlaði og ferðinni er heitið til þess heims, sem ekki er hér á stéinlögðum strætum. — Finnur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.