Tíminn - 02.04.1957, Blaðsíða 4

Tíminn - 02.04.1957, Blaðsíða 4
-4 T í MIN N, þriðjudagmn 2. apríl 1957, Spænskan er eins og sinfóma, íslenzkan eins og höggmynd Rætt við ungan Spánverja, sem er kominn hingað til lands til að þýða verk Laxness áspænsku GROÐUR OG GARÐAR: INGOLFUR DAVIÐSSON Grasgarður Englendinga Kannske hafa einhverjir tekið eftir því á dögunum, að í blöðum kom fyrirferðarlítil tilkynning þess efnis, að ‘ kennsSa í spönsku fyrir al- menning væri að hef jast í há- skóEanum. Maðurinn, sem þessa kennslu annast, er ung- ur Spánverji, José Antonio Fernanclez Romero; hann lauk í fyrravetur norrænu- , prófi við háskólann og er nú nýkominn aftur hingað til lands. En hann ætlar sér annan og erfiðari starfa en kennsluna eina; í þetta skipti kemur hann hingað fyrst og frerrtst til að þýða verk Lax- ness á spönsku. Þegar maður hittir Romero-, vek ur það undrun hversu vel hann talar íslenzku. Og fyrsta spurning- in verður því eðlilega: Hefurðu verið hér lengi? Og hvernig stóð á því, að þú lagðir leið þína hing- að til lands? — Það liggja nú engar furðu- legar ástæður til þess að ég kom hingað í fyrsta skipti, segir Rom- ero. Árið 1952 var auglýstur styrk- ur handa Spánverja til náms á ís- landi. Ég hafði þá hug á að velja mér einhverja sérgrein íil náms, var alveg óráðinn — og lét freist- ast af styrknum. Síðan kom ég hingað og kunni vel við mig, kom hii’gað' aftur og nú hefi ég dvalið hér 25 mánuði að öllu samanlögðu. í þetta skipti er Laxness höfuð- tilgaugurtnn með ferð minni; það er samningum bundið að ég þýði tvö verk hans, Heimsljós og ís- landsklukkuna, á spönsku. Og nú verð ég a'ð lesa og kynna mér sem bezt allt eftir og um Laxness. Eg hef þannig verið beðinn að at- huga um möguleika á að þýða síð- ustu bók hans, Brekkukotsannál, en það mál er á undirbúningsstigi ennþá. Ég er að lesa bókina.... Hvernig mér finnst hún? Ég get nú tæpast gert mér grein fyrir því enn sem komiö er. Jú, mér finnst allmikið til hennar koma; hún er ólík öðrum verkum Laxness, kannske betur við hæfi útlendinga. Ísíendingar og Spánverjar — íslenzkar bókmenntir eru að sjálfsögðu lítt þekktar á Spáni enn sem komið er? — Já, þær hafa lítið verið þýdd- ar og þá úr öðrum málum en ís- lenzku það lítið sem er. Sjáifstætt José Antonio Romero inn og var af sumum talinn líkleg- folk eftir Laxness hefir þo venð astur tjj Nóbelsverðlauna í haust. þytt a spönsku, kom ut í Argen-, ^f yngrj höfundum eru einkum tinu. Ég man lika eftir barnabok-, mgrg athyglisverð Ijóðskáld, enda um eftir Jón Sveinsson sem senni lega hafa verið þýddar úr þýzku eða frönsku. Eitthvað hefir einnig hefir ljóðagerð alltaf staðið föstum fólum meðal Spánverja. Einnig eigum við nokkra góða skáldsagna- verið skrifað um fornbókmenntir höfunda; það er athyglisvert að ykkar; það er vist aðallega byggt a margjr þeirra fást einkum vi'ð trú- þyzKum utgafum og gefið ut i ar]eg vándamál svipað og við þekkj Argentinu. Eg man hka eftir að um úr írönskum bókmenntum ... hafa seð ema bok eftir Knstmann | gn svo vug vjhjum ag ögru: jþað Guðmundsson Morgunn lifsins er skemmtilegt athugunarefni, hét hún víst. jhversu íslenzka og spánska eru Spanverjar hafa þa varla mik- gej-gijbaj- tungur. Sennilega á þetta il kynni af Islendingum sjalfum? uppruna sinn að miklu leyti j — Jæja, þau fara heldur vax- ólíkri iyndisejnkunn þjóðanna; andi. Þegar ég fór hingao xyrst,1 ímyndUnaraf 1 Spánverja er xrjáls- vissi enginn neitt um Island, og iegra 0g skrúðugra en íslendinga, kunningjar mínir töldu mig með ísiendingar eru aftur á móti þyngri öUu glataðan. En ég kom reyndar jog fastari fyrir. 0g þetta speglast aftur heill á huf i, hafði hvorki ver-! SVQ j rnálinu. spænska er eins og ið etmn ne frosið i hel og þa sinfonia> islenzkan eins og högg- urðu suœir meira en hissa. Upp mvncj j>etta gerir vitaskuld erfið- : úr Þessu fengu ymsir studentar ara um vik að þýða úr öðru mál. ' áhuga á Islandi, studentaskipti hafa tekizt milli landanna og all- margir íslendingar dvalizt á Spáni mu a hitt; margt sem er fagurt og íilkomumikið í okkar máli, verð- ur beinlínis hlægilegt, þegar það Kj artan, Þórbergur, Laxrtass — En hefurðu nokkuð fengizt við þýðingar úr íslenzku áður? — Já, ég hef þegar þýtt tvær bælcnr, íslenzkan aðal eftir Þór- berg og Sól í fullu suðri eftir Kjartan Ólafsson. Þær hafa ekki verið gefnar út ennþá en samn- ingar standa nú yfir um útgáfu þeirra. íslenzkur aðall kemur vita- skuld út í styttri gerð, margt í bókinni höfðar til íslendinga einna og suinir þættir ástarsögunnar eru þess eðlis að vafasamt er að rit- ÆkoðunÍR spánska leyfði birtingu þeirra. Þeir gætu víst reynzt sið- fcríi Spánverja eitthvað háskaleg- ii ’ Það hefir reynzt mér ágæt æf- ing að fást við þessar bækur, og 'ég hef notið aðstoðar ýmissa góðra ’manna; þannig hjálpaði Kjartan Ó1 afsson mér mikið við þýðinguna á bók sinni. Forlagið, sem ætlar að gefa verk Laxness út, er eitt stærsta útgáfu- fyrirtækið í spánska heiminum, Aquilar forlagið. Laxness kemur út í sérstökum flokki Nóbelsverð- launahöfunda, og verða bæði verk- ir, í einu bindi. Þetta eru stórar bækur og fallegar og mjög ódýrar. Ef bókin fær góðar viðtökur, er í ráði oð gera undantekningu og gcía út annað bindi með verkum Laxness. Ég vil ekkert segja um það hve- mær ég lýk þessu verki eða hvern- ig það gengur. Þetta er erfiður starfi og tjáir ekki að flasa að neinu, aðalatriðið er að þýðingin lánist sæmilega. Laxness er sjálfur vel heima i spænskri tungu og bók- menntum, og hann hefir lofað að vera rflér innanhandar við þýðing- una. Ég skal heldur engu spá um það, hverjar móttökur bókin fær, en hitt er víst, að áhugi er all- mikill á Laxness meðal Spánverja. um lengri eða skemmri tima. Allt hefir verið þýtt á íslenzku og eins þetta hefir stuðlað að auknum er meg ýmisiegt ur ykkar bók- kynnum, og emnig liafa þrir at-; menntum, í>annig held ég að ís- i óurðir orðið til að Island komst til lendingasögurnar væru mjög íor- umrasðu í blöðum og manna á þýddar a Spænsku, hinn knappi milli. Það var í fyrsta lagi Nobels- sfill þeirra næst aldrei í þýðing- verðlaun Kiljans, siðan alyktun Al- unnii missir áhrif sín með öllu. ! þingis um uppsögn lierverndar- xökum til dæmis litla setningu samningsins og loks sigur Islend- eins 0g þessa: Miklir menn erum ings á Ólympíuleikunum. Þetta hef vig; jjrglfur minn. Þetta hljómar ir orðið til þess að almenningur ve| á sinum stag En á spönsku hefir heyrt meira um Island og myndi þag lata j eyrum eins 0g fengið meiri áhuga á landmu en fireinasti bjánaskapur. nokkru sinni íyrr. ; Annars er það athyglisvert að ... . , Islendingar eiga mjög auðvelt með ^ að komast niður í spönsku; ég miða þá aðallega við þá, sem hafa stúdentsmenntun og kunna því dá- lítið fyrir sér í latínu og frönsku. En hvað um verk Laxness í Það er einmitt það, sem ég er að glíma við þessa dagana. Ég held jafnvel að þeir kaflar úr verk um hans, sem beztir yrðu á Með því að leggja nokkra rækt j spænsku, ef vel lánaðist, séu tor- við námið, geta þeir náð góðum i yeldasíir viðureignar. Það eru hin- árangri á sex mánuðum, orðið vel ljóðrænu kaflar eins og t. d. læsir á málið og komizt þó nokkuð uPPhafið að Fegurð himinsins. Ef upp á lag með að íala Eg held það væri vel farið af frekari menningarskipti tækjust með löndunum, því að báðar þjóð- irnar hafa margt til hvor annarrar að sækja. Spánverjar geta fengið héðan íleira en saltfisk, fslending- ar annað og meira en rauðvín frá Spáni. -------------------** vel tekst til í þýðingunni, verða þeir mjög fagrir — en ef þýðing- in mistekst, er voðinn vís. Ljóð- rænn skáldskapur Spánverja er einmitt að miklu leyti í lausu máli — t. d. verk Jimenez — og minnir talsvert á þessa kafla hjá Laxness eða Fornar ástir Nordals, svo að dæmi séu tekin. Og það er vitað mál, að Spánverjar kunna vel að meta slíkt — ef þýðingin á þeim lánast á annáð borð. Þetta er erfitt verk, satt er það. En maður reynir að vona hið bezta. Munurinn á ísienzku og arabisku — Það var skemmtileg tilviljun, segir José Antonio Romero að lok- um, að Spánverji skyldi fá Nóbels- verðlaunin næstur á eftir íslend- ingi, og eru þeir þó ólíkir höfund- ar að flestu leyti Laxness og Jim- enez. En báðir eru þeir mikil skáld og góðir fulltrúar þessara ólíku þjóða á skáldaþingi. íslend- ingar þekkja lítið til Jimenez, Spánverjar lítið til Laxuess. Von- ar af eldri kynslóðinni er tvímæia- j andi eiga þjóðirnar samí eftir að lauSt Juan Ramón Jimenez. en j kynnast betur hinu bezta úr aienn Baroja er einnig mjög mikils met-lingu hvor annarrar. Sinfónía og höggmynd — Hvað geturðu helzt sagt mér um spænskar nýbókmenntir? — Ja, ég er nú enginn bók- menntafræðingur, þú mátt ekki taka mig sem neinn spámann í þeirn efnum. — En ég held það megi segja, að við Spánverjar höf- um misst mörg beztu skáld okkar á undanförnum árum og áratug- um, en þó ekki komið nýir menn, sem skipa sess þeirra til fulls. Á árum borgarastyrjaldarinnar lét- ust þeir Lorca og Unamuno og skömmu síðar Benavente, leikrita- skáldið fræga, sem lilaut Nóbels- verðlaun á sinni tíð. Ortega er ný- látinn. Mesta núlifandi skáld oklc- Kew Gardens er frægur um all- an heim. Maður er nefndur Josep Banks. Hann sigldi umhverfis jörð- ina í leiðangri hins fræga sæfara James Cook 1768—1771. Banks var náttúrufræðingur. Hann ferðaðist hór á landi árið 1772, og hafði tals verð og vinsamleg afskipti af ís- landsmálum á dögum Magnúsar Stephensens. Eftir heimkomuna úr ; ieipangursferð Cooks, fór Banks að hugsa um að koma á fót fyrirtæki með útvegun plantna og plöntu- sendingaviðskipti í brezka heims- veldinu. Leiðangursmenn höfðu komið með mikið af plöntum frá ýmsum löndum og nú vildi Banks láta reyna þessar og aðrar plöntur víðs vegar i löndum Breta — í hag nýtum tilgangi. Georg III konungi leizí vel á hugmyndina og gerði Banks að forstjóra hins konung- lega grasgarðs vio sveitaþorpið Kew, suðvestan við Lundúnaborg. Starfaði Banks við garðinn í 40 ár. í Kew voru fyrir þá þegar fjöl- margar trjátegundir, stórir blóma- garðar og nokkur stór gróðurhús. Banks tók þegar til óspilltra mál- anna og sendi á næstu árum hóp duglegra grasafræðinga út í heim í jurtaleit. Grasafræðingarnir ferð- uðust víða og leituðu hvarvetna að nytsömum trjám og runnum, mat- jurtum, grastegundum og skraut- jurtum. Margir kannast við hina frægu sögu „Uppreisnin á Bounty“, sem einnig hefir verið sýnd hér sem kvikmynd. Færri vita kannske að einn grasafræðinga Banks var með skipinu og átti m. a. að flytja brauð aldintré frá Suðurhafseyjum til Vestur-Indía. Seinna tókst að flytja brauðaldintrén til mikilia hagsbóta fyrir íbúa Vestur-Indía Einn Banks-manna kom heim með mörg skrautblóm frá Afriku og eyjunum í Suður-Atlantshafi, t. d. rósageraníuna, sem hér er ræktuö í stofum. Grasafræðingarnir komu einnig heim með þurrkaðar og pressaðar jurtir svo nú er talið að sex milljón eintaka sé geymt í grasasafni Kew. Streyma þangað vísindamenn til rannsókna. Banks skildi að gagnsiítið var að dreifa plöntum til nýlendnanna og viðs vegar um önnur lönd, nema þar væru til menn, sem kynnu að rækta þær. Þess vegna stofnaði hann garðyrkjuskóla, sem starfar enn. Árlega sækja skólann 20 garð yrkjunemendur utan Englands og nema þar grasafræði og garðyrkju. Er nú talið, að menn, sem lært hafa í Kew, stjórni um 200 gras- görðum víða um heim (eða séu þar garðyrkjumenn). Standa flest- ir þeirra stöðugt í plöntusendinga- viðskiptum við Kew. — Enskur læknir, Ward, gerði á árunum 1820 —1830 uppgötvun, sem mjög auð- veldaði sendingu plantna um langa vegu. Ward læknir hafði látið fiðr- ildapúpur ásamt handfylli af blautri mold í lokaða glerkrukku, og ætlaði að láta púpuna klekjast. En í staðinn spíraði burkni upp úr moldinni, óx í loftþéttri krukk- unni í 4 ár og lifði m. a. á vætunni sem settist innan á glerið. Síðan hafa Ward kassar verið notaðir mikið til plöntusendinga. Á stutt- um ferðum er mikið farið að nota plastkassa og plastvefjur. Sérfræð ingar frá Kew fluttu m. a. hið fræga kínatré frá Perú til Ceylon og Indlands. Varð það til þess, að læknislyfið kínin lækkaði stórum í verði. Með brögðum náðu þeir í fræ af paragúmmítrénu; sáðu því Sedrusviður frá Líbanon-f jöllum í Kew Gardens í gróðurhús í Kew og gróðursettu plönturnar í Malajalöndum. Með þessu var rofinn einkarétt- ur Brasilíu með ræktun gúmmí- trjánna og framleiðslu. Kew hafði náð í fræ. sem upp af spíruðu 2000 gúmmítré. Það varð vísir að stór- kostlegri gúmmíframleiðslu. Kew hefir staðið fyrir geysivíðtækum plöntuflutningum til nýrra heim- kvnna. Nok.kur dæmi skulu nefnd; Olíupálmar fluttir frá V-Afríku til Indlands. ýmsar kryddjurtir frá S-Ameríku til Afríku, fjölmargar læknisjurtir, grastegundir, urmull skrautiurta, triá og runna. Talið er að um hundrað lönd hafi auðg- að garða sína og gróðurríki með plöntum frá Kew. Grasgarður Eng lendinPa er bannig mjög mikilvæg viðskintamiðstöð, jafnframt vísinda starfseininni, sem er fræg um all- an heim. Saut, er jafnvel að vísinda menn frá Nýja Sjálandi, Pakistan o. fl. löndum komi til Kew til að rannsaka gróðurríki síns eigin Jands! Það sé auðveldara þar en heima. Enda ræður Kew yfir um 120 hektörum lands og þangað lief ! ir lengi verið safnað saman bæði lifandi plöntum og burrkuðum frá flestum löndum veraldar. I íslenzkum grasgarði mun nú fyr ! irhugaður staður í Laugardalnum ; í Reykjavík. Hann á að verða bæði i skrúðgarður og kennslugarður og | jafnframt plöntuviðskiptagarður. , Grasgarðsmálið hefir verið á döf- ! inni í hálfa öld hér á landi og má |ekki dragast úr þessu. Væri æski- I legt að bær og ríki bindist samtök um um málið og hrindi því í fram- kvæmd. — Ing. Ðav. Styrkur ti! háskóla- náms á Spáni Ríkisstjórn Spánar hefir heitið íslenzkum stúdent eða kandidat styrk til háskólanáms á Spáni frá 1. október 1957 til 30. júní 1958. | Styrkurinn nemur 16.000 peset- 'um nefnt tímabil. Ef námsmaður- j inn æskir, mun honum verða út- I vegað húsnæði og fæði í stúdenta- garði, gegn venjulegu gjaldi. Styrk ; þegi þarf hvorki að greiða innrit- . unar- né skólagjald. ' Þeir, sem kynnu að hafa hug á iaðhljóta styrk þennan, sæki um hann til menntamálaráðuneytisins i fyrir 1. maí n. k. Umsókn beri með sér, hvers kon ar nám umsækjandi hyggst stnnda, og fylgi staðfest afrit af prófskír- teini svo og meðmælum ef til eru. (Frá Menntamálaráðuneytinu). Það má kannske skjóta því inn að lokum, að íslenzka er bezt borg- að mál á Spáni, betur en segjum arabiska eða rússneska. Þýðing úr íslenzku er greidd 10.000 pesetum , betur en þýðingar úr þessum ágætu málum. Það er því varla hægt að segja að íslenzkan sé van- metin á Spáni. — Við óskum hinum unga Spán- verja til hamingju með þann árang ur, sem hann hefir þegar náð. Vonandi lánast honum að túlka verk Laxness fyrir landa sína á sem minnilegastan hátt. Jó. Tyrkneska stjórnin mót- fallin bví aí leysa Makarios úr haldi ISTANBÚL - NTB, 3ð. marz. — Ilafí er eftir góðum heimildum, í Istanbúl í gærkveidi, að tyrkn- eska stjórnin ínyn.di bera fraro formleg mótmæli til brezku stjórnarinnar vegna þeirrar á- kvörðunar hennar að leysa Makaríos erkibiskup úr haldi. Tyrkneska stjórnin heldur því fram, að Makaríos beri að miklu leyti ábyrgð á hermdarverkun- um á Kýpur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.