Tíminn - 02.04.1957, Blaðsíða 12

Tíminn - 02.04.1957, Blaðsíða 12
JWhirfitlI*: 1 [ Hægviðri, viða Iéttskýjað Hiti kl. 18: Ræða Maemillans um Berimida-fundinn: Kjarnorkutilraimum haldið álrani - allt óvíst um lausn Súez-deikimar KeflvííiiiigHr geíur Ms til stofaunar eláilieimilis í Keflavík Bæjarstjórnin hefir veitt gjöfinni viðtöku eg ákvetSið að setja heimiliS á stofn þar sem fyrst Frá fréttaritara Tímans í Kefiavík. Bretar vara vi? öfugjjróun á vettvangi S, Þ. — FjarstýrS flugskeyti til Bretlands innan skamms London-NTB, 1. apríl. — Umræður fóru fram í dag í neðri deild brezka þingsins um fund Macmillans og Eisenhowers á Bermuda. Macmillan forsætisráðherra var fyrsti ræðumað- ur við umræðurnar. Forsætisráðherrann skýrði m. a. frá því aö hann heíði mikið rætt við Eisenhower um núverandi hlut- vcrk og stöðu bandalags Sameinuðu þjóðanna og framtíðar- hlutverk þess. Macmillaií kvaðst hafa skýrt forsetanum frá áhyggjum hrezku stjórnarinnar vegna uggvænlegr ar þróunar á vettvangi S. þ., sem stefndi nú í aðra átt, en upphaf lega hafði verið ákveðið. Til dæmis hefði stöðug beit- ing neitunarvaldsins í öryggis ráðsins gert það að verkum, að hin raunverulegu völd hefðu færzt meir og meir í liendur allsherjarþingsins, þvert ofan í það sem í upphafi var ætlað. Fagnaðarópunum ætlaði aldrei að linna frá fylgismönnum Mac- millans er hann lýsti því yfir, að hann hefði gert Eisenhower það ljóst, að algjört traust á bandalag S. þ. væri enginn grundvöllur fyr ir sjálfstæðri stefnu í utanríkis málum. ÓVISSA UM LAUSN SÚEZ-DEILUNNAR. Macmillan sagði, að enn væri allt á huldu með lausn Súez-deil unnar og ekki hefði verið mögu legt á Bermudafundinum að sain ræma aístöðuna sem skyldi vegna samningaviðræðna Nassers og Hammarskjölds, sem stóðu yfir á sama tíma í Kairó. Síðasta til- boð Nassers væri með öllu ófull nægjandi, sagði forsætisráðherr- ann, en sem stæði væri frum- kvæðið í þessum málum í hönd um Bandaríkjamanna. Hann upplýsti ennfremur, að brezkir og bandarískir skipaeigend ur hefðu varað áhafnir skipa sinna við því að sigla um Súez- skurð að sinni. DVÖL GÆZLULIÐSINS NAUÐSYNLEG. Forsætisráðherrann sagði, að bæði Bandaríkin og Bretland væru sammála um, að koma í veg fyrir, að M-Austurlönd yrðu að bráð hinum alþjóðlega kommún- isma. Einnig hefði náðst um það fullt samkomulag, að dvöl gæzlu liðs S. þ. á Gaza-svæðinu væri nauðsynleg, ef takast mætti að finna viðunandi framtíðarlausn. Akaba-flói yrði einnig að vera op inn öllum þjóðum jafnvel þó að mynni hans væri innan egypskrar landhelgi. KJARNORKUTILRAUNUM HALDIÐ ÁFRAM. Þá tók Macmillan að ræða til raunir með kjarnorkuvopu. Ilanu sagði, að slíkum tilraunum yrði að halda áfram, svo inikilvægar væru þær fyrir allt varnarkerfi hinna vestrænu þjóða. Forsætis ráðherrann bætti því við, að hann væri sannfærður um, að stjórnarandstaðan myndi vera á sömu skoðun, ef hún stæði nú í sporum hans. Forsætisráðherrann kvaðst hafa 1 fengið þær upplýsingar frá vísinda ' mönnum, að fullvíst væri, að á-| hrifa kjarnorkusprenginga myndi1 ekki gæta svo nokkru næmi utan tilraunasvæðisins, svo að af þess um tilraunum stæði engin hætta. , I ' FJARSTÝRÐ FLUGSKEFTI VÆNTANLEG. Macmiilan upplýsti, að innan tiltölulega skatnms tíina væri von á fyrstu sendingunni af fjar stýrðuin flugskeytum frá Bauda ríkjunum til Brctlauds eins og um hefði verið samið á Bermuda Flugskeytum þessum væri ætlað að auka varnarmátt V-Evrópu. Fiugskeyti þessi yrðu eign brezku stjórnarinnar og yrði aldrei skotið af öðrum en brezk um borgurum. Ræðu Macmillan var mjög fagn að af þingmönnum íhaldsflokks ins. VILL FARA VARLEGA f SAKIRNAR. Næsti ræðumaður var Hugh Gaitskell, leiðtogi verkamanna- flokksins sagði, að það sem for sætisráðherrann hefði sagt um kjarnorkutilraunir og fjarstýrð flugskeyti, léki á því enginn vafi, að algjör óvissa ríkti í sambandi við þessi mál og margir hefðu áhyggjur af þróun þessara mála. Ekki væri aðeins hætta á einni allsherjarsprengingu í heiminum, heldur fjölda slíkra sprenginga, eftir því sem meira yrði fram leitt af þessum ægivopnum. Þess vegna yrði að taka til athugunar hið fyrsta vandamálið um tilraunir með kjarnorkuvopn, sem raunar ætti að aðskilja frá samningum um afvopnunarmál. Ungir Framsóknarmenn rœða verkalýðsmál a morgun Félag ungra Framsóknarmanna heldur fund á morgun og eru verkalýðsmál á dagskrá. Fundurinn verður hald- inn á venjulegum stað kl. 8,30. Framsöguræður flytja Þórarinn Þórarinsson og Skúli Benediktsson. Síðan verða frjáisar umræður. Stutt kvikmynd verður sýnd. Kaffi- veitingar. Skorað er á félagsmenn að fjölmenna á þenn- an fund. Framsóknarmenn í Haínarfirði Framsóknarfélag Hafnarfjarðar heldur fund í Góð- templarahúsinu n. k. föstudag klukkan 8,30 síðdegis. Rætt verður um stjórnmálaviðhorfið og verður Eysteinn Jónsson, fjármálaráðherra, frummælandi. Framsóknar- menn eru hvattir ti! að fjölmenna á fundinn. Þau merkilegu tíðindi gerðust á fundi bæjarstjórnar Kefla- víkur 26. marz s. 1., að einn af bæjarbúum, Jón Guðbrandsson, ] Faxabraut 15, afhenti bænum að gjöf heilt hús. Tiikvnnti i hann með bréfi tii bæjarstjórnar, að hann gæfi bænum húsið ' nr. 13 við Faxabraut í því augnamiði að bærinn reki þar elli- heimili. Eina skilyrðið fyrir gjöfinni er, að gefandinn fái að j njóta þar umönnunar eftir að hann er sjötugur, ef líf endist. i Hús það, sem hér um ræðir, er j 125 ferm. að flatarmáli, tvær hæð- ! ir með porti og risi, fullir 900 rúm- [ metrar. Það er fokhelt, með nokk- urri innréttingu, og fylgir efni til miðstöðvar. Þótt húsið sé teiknað sem íbúðarhús, er fyrirkomulag þess þannig, að auðvelt er að gera úr því vistlegt hæli fyrir gamalt "ólk. ' Bæjarfulltrúar undirrituðu þakk arávarp til Jóns fyrir þessa frábær- lega höfðinglegu gjöf og gengu síð- an á fund hans. Ávarpaði forseti bæjarstjórnar, Alfreð Gíslason hann í nafni bæjarstjórnar, þakk- aði honum gjöfina, stórhug þann og fórnarvilja. sem lýsti sér að baki þessarar göfugu gjafar, og til- kvnnti honum, að bæjarstjórnin hefði á fundi sí’ium samþykkt að setja á stofn elliheimili í þessu húsi. Jón Guðbrandsson er fæddur 3. febrúar 1894. Hann fluttist til Keflavíkur úr Dölum vestur árið 1931 og hefir dvalið hér síðan. Hann er sérstakur elju- og dugnað- Jón Guðbrandsson , — húsiö sem hann gaf í baksýn armaður, hefir lengst af unnið að i húsbyggingum auk almennrar verkamannavinnu. KJ. Frait'sfea ntanríkisráSaneytið vísar á bng fidlyrðingum um leynilegt sam- band viS Israelsmenn Á Bermudii-fundinum var samió uin,, aS B'-indirikin lécu Sretum i té nok*c urt magn fjarstýrðra flugskeyta til aS styrkja varnir Bretiands og alir- ar Vestur-Ev'-óou Hér sést eitt hinna bandarísku íiugskeyta. PARÍS—NTB 1. apríl: Franska utanríkisráðuneytið gaf í dag út yfiriýsingu vegna þeirrar full yrðinga í nýútkoininni bók þess efnis, aö stjórnir Bretlands og Frakklands hefðu staðið í leyni legu sambandi við ísraelsmenn fyrir innrásina í Egyptaland. Bók þessi er skrifuð af tveim blaða mönnum, sem m. a. halda því fram, að Mollet hafi átt leyni- legan viðræðufund við forsætis ráðherra ísraels rétt áður en f iraelamenn hófu innrásina í Egyptaland. f yfirlýsingu ntanrík isráðuneytisins segir, að í bók þessari sé furðulegur heilaspuni sem ekki eigi við nokkur rök að styðjast, Jálamerki bafa verið gefin át feér á landi síðan árið 1904 Komin út bók meb öllum íslenzkum jólamerkjum, og er fyrsta tilraun til aÖ safna þeim öllum Árið 1904 fékk danskur póstmeistari, Einar Holböll, hug- myndina um útgáfu jólamerkja og það sama ár var fyrsta jóla- merkið gefið út i Danmörku. Siðan var hugmyndin tekin víðs vegar um heim og nú eru jólamerki gefin út í um það bil 50 löndum. Þessi einfalda hugmynd um jóla- merki hefir orðið til blessunar fyr- ir milliónir manna í hetminum, því að andvirði þeirra hefir fyrst og fremst verið notað til þess að kosta baráttuna við útbreidda sjúk-! dóma, einkum berklaveikina. í Finnlandi, Svíþjóð, Danmörku og Noregi hafa stórvirki verið unnin í baráttunni við sjúkdóma. í Banda ríkjunum var árið 1943 búið að reisa 800 heihuhæli með 75000 rúmum fyrir andvirði seldra jóla- merkja. Fyrir nokkru skrifaði blaðamaður á þá leið, að þegar sagnfræðingar framtíðarinnar færu að skýra það, hvernig sigrast hefði verið á berklaveikinni í Bandaríkj unum, þá myndi það verða upplýst, að það var hugmyndin um jóla- merkið frá Danmörku, sem með sínum gleðilegu iólum hefði unnið bug á berklaveikinni þar. Fyrsta jólamerkið 1904. Hér á íslandi hófst útgáfa jóla- merkja einnig árið 1904, fálkamerk in þrjú til ágóða fyrir barnahæli, og síðan 1913 hefir Thorvaldsens- félagið í Reykjavík gefið út jóla- merki óslitið að undanskiidu árinu 1917 og unnið með því óeigingjarnt og fagurt starf. Elzfa jólamerkið, frá 1904, efri mynd Neðri mynd merki Thorvaldsenfél. 1927 Á Akureyri hefir Kvenfélagið Framtíðin gefið út jólamerki mörg undanfarin ár til styrktar fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri og lagt þar með sinn ágæta skerf til s (Framhald á 2. síðu). Arangursríkt starf áfengisvarnamefnd- ar kvenna í Hfirði Áfengisvarnanefnd kvenna í Reykjavík og Hafnarfirði hélt að- alfund sinn 27. marz s. 1. Formaðurinn Viktoría Bjarna- dóttir baðst undan endurkosningu. Hafði hún gegnt formennsku í 8 ár og hefur nefndin á þeim ár um unnið mikið og árangursríkt starf að bindindis- og menning- armálum. T. d. hafa „tómstunda kvöld kvenna“ verið starfrækt í 6 undanfarin ár, yfir vetrarmán uðina. Sömuleiðis hefur nefndin nú síðustu árin haft opna skrif stofu í Veltusundi 3, tvo daga vik unnar, þar sem fram hefur farið leiðbeingar- og hjálparstarfsemi. Stjórnina skipa nú þessar kon ur: Form. Guðlaug Narfadóttir, varaf. Fríða Guðmundsdóttir, gjaldkeri, Sesselja Konráðsdóttir, ritari Sigríður Björnsdóttir. Með stjórnendur: Aðalbjörg Sigurðar dóttir, Þóranna Símonardóttir og Jakobina Mathiesen.. í varastjórii eru Guðrún Sigurðardóttir Jó- hanna Egisdóttir og Ragnhildur Þorvarðardóttir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.