Tíminn - 06.04.1957, Blaðsíða 6
6
T í MIN N, laugardaginn 6. apríl 1957,
Útgefandi: Framsóknarflokkurlnn
Ritstjórar: Haukur Snorrason,
Þórarinn Þórarinsson (áb).
Skrifstofur í Edduhúsinu við Lindargötu
Símar: 81300, 81301, 81302 (ritstj. og blaðamenn).
Auglýsingar 82523, afgreiðsla 2323.
Prentsmiðjan Edda hf.
Leiðin „til úrbóta“
EFTIR STORIJ svikin í
íjárfestingarmálunum á und
anförnum árum, er einn
helzti umferðarprédikari
Sjálfstæðisforingjanna lát-
inn boða „leiðir til úrbóta“
á íbúðalánamarkaðinum;
ríkissjóður á að legga fram
meira fé til íbúðalánakerfis-
íns á ári hverju, segir í stefnu
yfirlýsingu Sjálfstæðisfor-
íngjanna, er þeir birtu á
Varðarfundi nú í vikunni.
Tíu milljón kr. meira í ár
en 1 fyrra, segja þeir. Þar að
auki komi til „erlendar lán-
tökur", því næst að kaupfé-
lögin í landinu láti af hendi
fé félagsmanna sinna úr inn
lánsdeildum, og síðan aðrar
peningastofnanir. Þetta birt
ir Mbl. undir fyrirsögninni:
„Leiðir til úrbóta“. Falla
menn ekki í stafi yfir hug-
kvæmninni? Þessir kunna þó
vel til vígs í pólitíkinni. Varla
mun það þó undra þá, sem
fylgst hafa með vinnubrögð
um „stjórnarandstöðunnar
hörðu“, að ekki er gerð nein
grein fyrir því, úr hvaða
sjóði þjóðarinnar eigi að
taka þær 10 millj. kr„ sem
tillagan fjallar um. Þeir
nefna bara ríkissjóð, þann
óþrjótandi næetabrunn, sem
sumir stiórnarandstæðingar
halda að hægt sé að ausa úr
1 sífellu, án þess að séð sé
fyrir tilsvarandi rennsli í
hann. Þó má það þykja ein-
kennilegt, hversu þeir ætla
hann gjafmildari nú en með-
an þeir voru sjálfir við stjórn
og áttu að gæta hans. En
til að flýta fyrir, á að taka
erlend lán. Því í ósköpunum
eru ekki tekin erlend lán til
að bvggja fyrir hús, spyrja
Sjálfstæðismenn, saman-
komnir á Varðarfundi í
Reykjavík. Þannig tala þeir
sem ekki gátu einu sinni
fengið lán til stórfram-
kvæmdanna, sem þeir skildu
eftir í broti, svo sem til raf-
orkuframkvæmdanna og til
að ljúka sementsverksmiðj-
unni, meðan beir sátu í
stjórn. Um þörfina þá þurfti
ekki að deila. Það liergur nú
fyrr í skýrslu framkvæmda
stjórnar Landsbankans, að
það var hin brvnasta nauð-
syn þegar á árinu 1955 að
tryggia erlend stórlán, ef
ekki væri von um stóraukn-
ar gjalripvrisfekjur af eigin
afla. Ekkert slíkt lánsfé
fékk't meðan Sjálfstæðis-
menn sátu í stiórn, ekki einu
sinni t.il að levsa þessi að-
kallandi stórmál.
En nokkrum mánuðum
eftir að þeir hafa hrökklast
úr stjórnarráðinu, eftir
strand „kapteinsins“, koma
forinpuarnir saman og birta
„leiðir til úrbóta“ í húsbygg
ingarmálum. Það á að leysa
hnútinn með því að fá erlend
lán. Er þetta ekki dásamleg
sönnun um fyrirhyggju og
ábyrgðartilfinningu hinna
þaulæfðu stjórnmálagarpa
Sjálfstæðisflokksins?
ANNARS er ástæða til
að staldra við og líta nánar
á „úrbóta“-tillöguna um 10
milljón kr. viðbótarframlag
úr ríkissjóði til veölánakerfis
ins. Þeir eru ekki smátækir,
Sjálfstæðismenn. Hvað halda
menn að þetta ársframlag
sé stór hluti af byggingar-
kostnaði Morgunblaðshallar
innar? Skyldi það samsvara
þeirri upphæð, sem kostaði
að reisa þann hlutann, sem
gerður var í trássi við fjár-
festingareftirlitið? Mundi 10
millj. króna upphæð hæfileg
táknmynd af stóru svikun-
um í fjárfestingarmálinu,
eða hve hve mörgum núllum
þarf að bæta aftan við til
að fá rétta mynd? Eða hvað
mundi slík upphæð duga
handa mörgum máttarstólp-
um Sjálfstæðisflokksins, er
hver væri jafngildur Þorleifi
H. í framkvæmdamálunum?
Það eru ekki kveifarlegir
menn, sem koma fram fyrir
þjóðina með fjárfestinga-
sögu íhaldsins og „frelsis-
stefnuna“ á bakinu, og kenna
stjórn, sem setið hefur að
völdum í 8 mánuði, um að
sparifé landsmanna er þorrið
og stendur ekki undir þeim
íbúðabyggingum, sem i tak-
inu eru. Það vantaði aðeins
á óskammfeilnina, að fund-
ur sá, sem ræddi um „úrbæt-
ur“ í húsnæðismálum al-
mennings, væri haldinn í
Morgunblaðshöllinni, húsa-
kosti Sparisjóðs Reykjavík-
ur eða á lóðinni, sem sá sjóð-
ur keypti nýlega af innsta
ráði Sjálfstæðisflokksins fyr
ir milljónir króna.
ÞAÐ ER þá heldur ekki
ónýtt fyrir landsfólkið að
heyra þá tillögu íhaldsfor-
ingjanna í Reykjavík, að
taka beri fé úr innlánsdeild
um kaupfélaganna til að láta
í veðlánakerfið, eftir að búið
er að þurrka upp sparifé
landsmanna með eyðslu
stefnu dýrtíðarbraskaranna
annars vegar og svikunum
við fjárfestingareftirlitið
hins vegar. Hvað varðar þá
um það, þótt félagsmenn
kaupfélaganna hafi lagt allt
það fé er þeir mega, í upp-
byggingu atvinnulífs í kring
um land, og hafi orðið hart
úti vegna þess, hve misskipt
er fjármagni bankanna. Hið
mikla uppbyggingarstarf
kaupfélaganna við sjávar-
síðuna og á sviði mjólkur-
iðnaðar hefur notið allt of
lítils stuðnings frá fjármála-
stofnunum þjóðarinnar, m.a.
af pólitískum ástæðum.
Þessi „leiö til úrbóta“ er
því lærdómsrík fyrir fólkið
víðs vegar um landið, sem
þekkir þessa sögu og þessa
aðstöðu.
LEIÐIN til úrbóta í láns
fjárvandamálinu liggur burt
frá stefnu íhaldsins, að á-
byrgri, skynsamlegri og þjóð
hollri stefnu, sem ekki leyf-
ir gæðingum og bröskurum
Hægfara frelsisbarátta Pólverja
er merkileg stjórnmálatilraun
Efnahagslegir öríJugleikar erfiíastir viífangs,
Bandaríkjamenn rátSgera veruleg lán úr örygg-
issjótSi Eisenhowers og af offramíeiföshisjóUum,
ti! styrktar pólsku stjórninni
Um þessar mundir eru Pólverjar að semja um að fá 75
miljón dollara efnahagsaðstoð í Bandaríkjunum. Af þessari
upphæð mun — ef til kemur — um 20 milj. dollarar verða
veittir úr sjóði þeim, er Eisenhower forseti hefir til umráða
til þess að veita lán, er ætla má að styrki efnahagsaðstöðu
lántakenda. Ennfremur munu Pólverjar þá fá verulega fjár-
fúlgu að láni úr sjóðum þeim, sem kenndir eru við Public
Law 480. og eru tilkomnir vegna sölu á offramleiðslu Banda-
ríkjamanna á ýmsum sviðum landbúnaðarins.
efnahagslegs öryggis. Þessi aðstaSa í
skýrir að nokkru leyti þá samn-!
inga um efnahagsaðstoð, sem nú ]
fara fram í Bandarikjunum, og
ætla má að leiði til 75 milj. doll-
ara láns.
Þróun í frelsisátt
Ef Gómúlka tekst ekki að rétta
við efnahagslega, er talið að stjórn
hans muni faila í átökum stalín-
istanna og andkommúnistanna, og
Þessi fyrirgreiðsla við Pólverja
vestan hafs er merki þess, að
Bandaríkjastjórn vill fyrir sitt
leyti styðja þá í sjálfstæðisbaráttu
þeirra, en í þeirri baráttu eru efna
hagsmálin þungamiðjan.
Erfið aðstaða Gómúlka
Allt síðan hinn þjóðlega stefna
Gómúlka hófst til valda á s. 1.
hausti og Stalínistarnir og Moskvu
þjónarnir urðu að láta í minni pok-
ann, hefir aðstaða hinna nýju ef til slíkra átaka kemur, þarf ekki
stjórnenda verið erfið og e. t. v. ] að spyrja að leikslokum, þar sem
nokkuð óráðin. Það er nú ljóst, i rússneskur her er í landinu.
að nærri lá, að Rússar beittu her-1 Ef Gómúlka tekst hins vegar að
valdi og „kremdu Pólverja eins' styrkja framleiðsluna og tryggja
og flugu undir hæl“. En ekki var þjóðinni bærilegri lífskjör, þá mun
samt horfið að því ráði, og Gó- hvorugur hinn stríðandi aðili
múlka og menn hans fengu að treysta sér til að rísa gegn hon-
sitja. En ógnunin hefir sífellt ver- ] um. Þá mundi Gómúlka loks vinn-
ið í augsýn, ekki sízt eftir Ung- j ast tóm til að snúa sér gegn stal-
verjalandsatburðina. Vafalaust er, j ínistunum, sem sífellt reyna að
að Gómúlka mundi miklu verr á vega að honum úr launsátri, í
vegi staddur en hann er í dag, ef! skjóli rússneskra áhrifa og rúss-
hann hefði ekki getað fagnað nesks hervalds.
sigri í hinum almennu kosning- j
um í vetur. Þær kosningar voru I Ef Gómúlka heldur velli
að vísu ekki frjálsar á vestrænan I við s]íkar aðstæður mun þróun-
mælikvarða, en samt frjálslegri en | in j póllandi halda áfram í átt til
nokkrar kosningar í kommúnista-j aukins frjá]Sræðis til handa fólk-
ríki hafa venð. „Natolin“-klíkan j inu Ekki má samt ætla að þar
svonefnda, sem er klíka hinna sann risi Upp vestrænt lýðræðisríki. En
trúuðu staiínista, hafði vonað, að. samt rnundi þar þróast mildu
kosningarnar mundu sýna, að stal- j meira almennt frjálsræði en þekk
ínisminn stæði föstum rótum, og' ist ] öðrum kommúnistalöndum.
Gómúlka væri valtur. Slík útkoma j siík þróun mundi Rússum mikill
mundi hafa leitt til þess, að Rúss- þyrnir í augum, af ýmsum ástæð-
ar hefðu á ný náð fullkomnum ný- um
Við þessar aðstæður fara Rúss-
ar sér hægt sem stendur, lofa Gó-
múlka að lifa, en hafa vakar.di
lenduyfirráðum yfir Póllandi.
Kirkjan og kosningarnar
Þá var það, sem Wysynski kardi-! aýSa roeð því, sem gerist. Það
náli greip inn í rás atburðanna, Usir nokkuð viðhorfinu, að sú
af mikilli framsýni. Hann las rétt efnahagsaðstoð, sem Rússar láta í
þau tákn, sem sáust á himni stjórn, té, er ekki veitt í stórum slump-
málanna, og hann ákvað, að beita ' ™ til langs tíma, heldur er hún
hinum miklu áhrifum kaþólsku látin úti í smáskömmtum, til
kirkjunnar í Póllandi til að styðja skamms tíma í senn. Rússar láta
Gómúlka í kosningabaráttunni.
Með þessum hætti náði þjóðernis-
stefna Gómúlka því markmiði að
sigra stalínistana eftirminnilega í
kosningunum.
Pólverja t. d. fá hveiti, en af-
GOMULKA
greiðslu er þannig hagað, að sí-
fellt liggur við brauðskorti í land-
inu.
Með þessum aðferðum hefir því
tekizt að neyða Gómúlka til að
láta aðeins undan síga fvrir kröf-
um stalínista, og sá undansláttur
hefir vakið nokkurn ugg á vestur-
löndum, og m. a. valdið því, að
í Bandaríkjunum er upni veruleg
andspyrna gegn þeirri stefnu
stjórnarinnar, að lána Pólverjum
fé. Hefir Knowland öldungadeild-
arþingmaður gerzt talsmaður þess-
arar andspyrnu. En stjórnin mun
leggja nokkra áherzlu á að halda
við fyrirætlun sína um þessa efna
hagsaðsíoð, sem að vísu er ekki
stórvægileg, og e. t. v. njóta stuðn
ings Demókrata til þess. Þeir, sem
fylgja því siónarmiði, að styðja
eigi Pólveria. benda á. að ef Gó-
múlka takict að leiða þjóðina í
sjálfstæðisbaráttunni og til efna-
hagslegs öryggis og frelsis, muni
volgna undir fótum kommúnista í
öðrum löndum. Verður ekki erfitt
fyrir kommúnistastjórnina í Tékkó
slóvakiu að halda óbreyÞri stefnu,
| ef Pólveriar brjótast til frelsis
þessa leið?
Að öliu samanlögðu er sú hæg-
fara frelsisbarátta, sem háð er í
Póllandi, e. t. v. merkilegasta fyr-
irbærið austan járntjaldsins nú
um langa hríð. Ef þessi tilraun
mistekst, fellur miðaldamyrkur
kúgunar og örbirgðar á ný yfir
þessi lönd. II. Sn.
I milli tveggja afla
En erfiðleikar pólsku stjórnar-
innar eru þar fyrir mjög miklir
og aðstaðan völt. Hægra megin
við Gómúlka og samstarfsmenn
hans, standa andkommúnistar Pól-
lands og þeir eru margir, líklega
mikill meirihluti þjóðarinnar. Þeir
styðja Gómúlka, en hata kommún-
istaflokkinn. Vinstra megin við
hann eru stalínistarnir gömlu, og
þeir njóta stuðnings valdhafanna,
í Kreml og vinna að fullkominni
undirgefni á nýjan leik. Og beint
í fang stjórnarinnar koma svo stór-
felldir efnahagslegir örðugleikar,
og þeir geta ráðið úrslitum, hvor
aðilinn verður ofan á um það er
lýkur. Upphaf þessara erfiðleika
er að rekja til nýlendustefnu
Rússa gagnvart lepprikjunum, pllt
frá stríðslokum. En lausnin er
ekki auðfundin, jafnvel þótt okinu
sé að verulegu leyti aflétt. Áhorf-
endur, sem nú rita um pólsk
stjórnmál í erlend blöð, telja, að
Gómúlka og menn hans hafi árs-
frest eða svo til að sýna þjóðinni,
að þeirra stefna leiði í burt frá
fátækt og eymd og í átt til meira
<1^ , ‘MBBlwaiiaiiyiíWfciihrtnic -
að fara með fjármagn þjóð-
félagsins eins og það sé
þeirra séreign.
FerSalög um páskana.
MENN ERU FYRIR aillöngu farn-
ir að búa sig undir að njóta vor-
sólarinnar einhvers staðar upp til
fjalla eða út til stranda í páska-
fríinu, og er ekki að undra, þótt
ferðahugur komi í menn þegar
viðrar eins og gert hefir síðustu
daga. Sannkölluð sumartíð er á
þessum landshiuta a. m. k. Nú er
snjórinn farinn af láglendi hér,
og völlurinn er að byrja að
grænka. Bæjarfólkið finnur and-
blæ sumarsins, og veit, að það er
skammt undan. Vafalnust verða
mikil ferðalög um páskana. Úti-
vist á þessari árstíð færist sífellt
í aukana hér, og líkist meira því,
sem er í nágrannalöndum. í No-
regi tæmast borgirnar bókstaf-
lega þegar líður að páskum.
Samgöngurnar um páskana.
VESTFIRDINGUR, sem hringdi
til biaðsins nú í vikunni, kvaðst
fagna því, að innisetufólkið ætti
þess kost að njóta útivistar um
páskana, óg gjarnan fjarri dag-
legu umhverfi, en hann kvaðst
kvíða því, ef sú saga ætti eftir
að endurtaka sig, að þessar
skemmtiferðir bitnuðu á eðlilegri
samgönguþörf landsbyggðarinnar.
Hann taldi óþolandi með öllu, að
áætlunum strandferðaskipa væri
breytt roeð tilliti til þæginda
skemmtiferðamanna.ef það kæmi
beint í bága við hagsmuni og
þægindi fóiksins, sem treystir á
þessar samgöngur, og þekkir, að
þær eru iíftaug byggðarinnar.
Áætlim á eð standa.
HANN VILDI því koma á fram-
færi þeirri skoðun, að hváð sem
liði ferðaiagi fólks ura páskana,
ætti sú áætlun, sem gerð er með
tilliti samgönguþarfa landsbyggð-
arinnar. að standa. Mundi þess og
eindregið vænst á Vestfjörðum,
að strandferðaskipin kæmi á all-
ar áætlunarhafnir í ferðum sín-
um um páskana, en slepptu ekki
sumum. eins og hann taldi að orð
ið hefði stundum áður. Einkum
kvað hann þetta hafa bitnað á
vestfi’-zku fjörðunum þegar stað-
ið höfðu yf’" flutningar fólks á
skíðaviku á ísafirði. Af því hefði
orðið bæði töf, kostnaður og leið-
indi fyrir aðra. Og þar að auki
fyndist mönnum ekki réttlátt, að
breyta skyndilega áætlun.
Mér finnst réttmætt að koma
þessum ábendingum Vestfirðings
á framfæri. Þótt menn sæki fast
að komast á skíði í aðra lands-
hluta, verða menn í leiðinni að
taka fullt tillit til aðstæðna, og
þeirra samgangna, sem aldrei
mega niður falla. — Finnur.