Tíminn - 10.04.1957, Blaðsíða 4

Tíminn - 10.04.1957, Blaðsíða 4
TÍMINN, miðvikudaginn 10. apríl 1957. ÞATTUR AF INC-OLFUR DAVIÐSSC M Homo Sapiens Teppi meö mynstri eftir frú Barböru. ® © Frá Barbara Ámason liefir ofið gólí» teppi meS fallegnm mynstnmi ór ís- / • / / i iRegdbogans í Bankaslræli ; 1 Frú Barbara Arnason sýnir um þessar mundir nokkur smá-, gólfteppi í sýningarsal verzlunarinnar Regnbogans í Banka-; stræti. Fjölhæfni og hugmyndafiug þessarar merku listakonu j er næsta ótrúleg. Erlendis mun hún kunnust fyrir tréskurðar- j Biv ;dir sínar, sem söfn víða um heim hafa keypt. H heima þekkjum við einnig Tatn .litamyndir hennar, skreyting- ©r á uyggíngum, eins og Melaskól aiHi' i og hinni nýju lyfjabúð Vest- •urhv.'jar, og veggteppi þau og siierina, sem hún hefir gert með ásau; n s rnunstrum hin síðari ár. Hér h.effr hún enn valið sér nýtt «fni iil meðferðar og náð athyglis- verflum árangri. Til teppagerðar- innar notar hún strigagrunn, Aladd ínsn 'il og ullarband —- að mestu ís- len7.kt. Aðeins svarti liturinn er úr útlerdu bandi, því að hann var «kk; til hjá ullarverksmiðjunum hér. V- ‘Fjc'hœytt mynstur . E'- ég spurði frú Barböru, hver hef íu verið tildrög þess, að hún tók að sinna bessu verkefni, sagði hún, a3 hún hefði verið beðin að gera íutlckrar teikningar að munstr um í gólíteppi, sem svo var áform- ! að að vefa erlendis. Er hún hafði ; gengið frá teikningunum, taldi sá, ! er þær pantaði, að munstrin væru svo nýtízkuleg og sérkennileg, að jerfitt myndi verða að selja mörg j teppi af sömu gerð. Þá var það, sem frú Barbara fór sjálf að út- ■ færa þessar teikningar sínar með 1 Aladdínsnálinni og síðan bauð eir. hugmyndin annarri heim. Iíún fór að hugsa um nýju húsgognin, sem lúta ekki lengur hinu hefðbundna, hornrétta formi og til samræmis við þau gerði hún tvö smáteppi j með óreglulegri lögun. Til þess að j ná þannig lögun og munstri, seg- ir frúin, að striginn og Aladdíns- ' nálin séu þjálli verkfæri en vef- stóllinn. Af myndum, sem hér fyigja með, siáið þið að nokkru, hve fjölbreytt munstrin í íeppun- um eru, en litifnir verða að sjálf- sögðu ekki greindir, en þeir eru fyrst og fremst sauðalitirnir, hrafn- • • svart, rauðgult og bleikt. Efling listiðnaðar Frú Barbara gat þess, er við spjölluðum saman nú fyrir skemmstu, að henni sýndist æskh legt, að hinir mörgu ungu og efni- legu mvndlistarmenn, sem hér eru, hagnýttu kunnáttu sína meir tii listiðnaðar en verið hefði. Væri m. a. leitt til þess að vita, að all- ur sá stóriðnaður, sem hér er í vefnaði, gólfteppi, værðarvoðir o. s. frv., skuli þurfa að nota er- lend munstur. Að vísu er erfitt fyrir framleiðendur að binda sig við kaup á hugmyndum, sem þeir svo ekki telja nothæfar, en þá er auðvitað opinn sá möguleiki að efna til samkeppni, svo að fram- leiðendur séu ekki bundnir fyrir- fram. Listamenn munu almennt andvígir samkeppnishugmyndinni vegna þess tíma, sem þeir verða að leggja í verk, sem aldrei not- ast, en crfitt er að gera svo öllum líki. Fjölhæfni listakonunnar Ef hljómgrunnur er fyrir frek- ari framleiðslu í þessari grein, ætlar frú Barbara að taka á móti pöntunum eftir þeim teppum, sein hún sýnir. Hún vinnur sjálf öll mynstrin, en fær aðstoð til að fylla út grunnana og klippa upp úr þeim. Ekki veit ég, hvort hún hugsar sér að gefa mönnum kost á að kaupa teikningar af munstr- unum til að vinna eftir, en mér virðist, að það myndi vera æski- legt. Fæstum er gefið það hugar- flug og sú kunnátta, sem þarf íil að skana svo sérstæðar og skemmti legar teikningar. Þessi teppi frú Barböru eru í senn ein sönnunin enn fyrir fjöl- liæfni og ’frábærum dugnaði lista- konunnar og árétting á því, hve íslenzka ullin er prýðilega vel fall in til svona framleiðslu. Sigríður Thorlacius. Eldur í vélarómi vélbáts Aðfaranótt sunnudags var Slökkvi- lið Reykjavíkur kallað niður á Loftsbryggju, en vélbáturinn Krist ín GK-40, var þar við bryggjuna og hafði kviknað í vélarrúmi báts- ins, er hann var nýfarinn í róður. Var bátnum hjálpað að bryggju aftur og þar var eldurinn fljót- lega slökktur. Litlar skemmdir urðu á bátnum. Skermir með ásaum. Friðrik tefldi við 50 maons _ Á sunnudaginn tefldi Friðrik Ólafsson fjöltefli í Sjómannaskól- anum. Þátttaka var takmörkuð við 50 manns. Fylltist sú tala fljótt, og komust færri að en viidu. Úr- slit urðu þau, að Friðrik hlaut 55 % vinning'a, sem er óvenju há v.inningátala í fjöltefli hér. Vann hann 40 sftákir, gerði fimm jafn- tefli, en tapaði fimm. Meðal þátt- takenda í fjölteflinu voru menn úr meistaraflokki. Einkunnarorð: „Þú ert háfættur maður mlnn manstu að apinn' er frændi þinn?“ Enginn veit hve gömul tegundin maður er á jörðinni. Hann er tal- inn meðal j'ngstu spendýra og barn að aldri í samanburði við t. d. hestinn. Talið er að fundist haíi allt að 40 þúsund ára gamlir stein- gerfingar manna í jarðlögum. En slíkur tími er aðeins smámunir í sögu dýralífsins á jörðinni. Sé ein kynslóð talin 20—30 ár ættu um 2000 kynslóðir manna að hafa lif- að á jörðunni. En ijkur benda til að mannkynið sé miklu eldi'a en þetta og fundist hafa líka miklu eldri leifar af verum, sem a. m. k. líkjast mönnum meir en öpum. — Enginn veit heldur hvar fyrsta „vagga menningarinnar“ hefir stað ið. Var það á Nílarbökkum, aust- ur í Heðallandi Asíu (Mesapota- míu), vestur í Amei'íku, eða e. t. v. austur í Kína? Menningin er álitin tiltölulega mjög ung, e. t. v. 8—10 þúsund ára gömul. En kannske eiga eftir að finnast leifar miklu eldri menningarskeiða — og hvað er menning ef út í þá sálma er farið? Iðnmenning á vorra tíma vísu er varla talin nema svo sem 10 kynslóðir og kjarnorkuöldin er ný- byrjuð. Segja má að meginmunui' menningarþjóða nútímans og frum stæðra forfeðra fyrir þúsundum ára sé sá, að þeir háðu lífsbaráttu sína á sama hátt og dýrin, þ. e. með því að laga sig eftir náttúru- skilyrðunum. En menningarþjóðirn ar eru aftur á móti í stöðugt vax- andi mæli farnar að laga náttúru- skilyrðin eftir þörfum sínum og verða æ minna háðar umhverfinu. Einangrun þjóða fer minnkandi með bættum samgöngum og vax- andi viðskiptum. Þjóðirnar bland- ast miklu meir en fyrr á öldum og suma er farið að dreyma um eina þjóð á allri jörðinni, þ. e. að allir þjóðflokkar blandist og renni sam- an í eina þjóoasamsteypu. Banda- ríkin, Brasilía, sumar Kyrrahafs- e.vjar o. fl. eru dæmi um mikla þjóða-blöndun. En víða verða á- rekstrar og margt einkennilegt kemur í ljós. Sums staðar þar sem litið er niður á þeldökka menn smjúga margir kynblendingar ár- lega „kynflokkagirðinguna". Dæmi Svartir þrælar voru fluttir til Bandaríkjanna frá Afríku á 17. öld. Þeir tóku brátt að blandast hvítum mönnum. Var því í fyrstu aðallega þannig farið að hvítir menn gátu hörn með svörtum am- báttum. Blöndunin hélst öldum saman og afleiðingin varð fjöldi þeldökkra múlatta. Hinir hvítu litu jafnaðarlega heldur niður á múl- attana sem aftur á móti margir hverjir þóttust svertingjunum fremri. Múlattarnir giftust miklu fremur svörtum en hvítum, en al- gengust voru múlattahjónabönd. Bæði meðal afkomenda hvítra og múlatta og sem árangur múlatta- hjónabanda komu og koma stöð- ugt fram nokkrir einstaklingar sem eru svo ljósir á hörund, að hægt er að telja þá til hvítra manna. Og vegna þess að hvítir eru meira virtir en svartir leita hinir hvítu einstaklingar af blend ingsættum í hóp hvítra manna. Á þann hátt smjúga árlega þúsundir manna með Afríkublóð í æðum yfir „kynþáttagirðinguna“ (Colour line) og yfir í fylkingar hinna hvítu. Flytja þeir auðvitað með sér suma svertingjaeiginleika þótt hörundsljósir séu. Á hinn bóginn hafa múlattarnir auðvitað erft ýmsa eiginleika hvítra manna þótt þeldökkir séu. Þannig verða takmörkin milli hvítra og dökkra æði óljós og munurinn minni en hörundslitur oft virðist benda til. Þessi jöfn- unarþróun heldur stöðugt áfram, mismunur þjóðflokkanna minnkar. Menntunarástandið smájafnast líka er tímar líða. Nýlega var talað um það í dönsk um blöðum *að nú*-tíðkuðust mjög giftingar miili Dana og Grænlend inga. En athuga ber, að nútíma Grænlendingar eru flestir kyn- blendingar hvítra manna og Græn Foringi höfuðveiðara á Nýju-Hebridseyjum, Ástralíu. lendinga (Eskimóa) og hefir svo lengi verið. Það eru því að vissu leyti frændþjóðir sem nú giftast dökkar, íslenzkar ættir rekja kyn dökkar, íslenzka rættir rekja kyn sitt til Grænlendinga. Hér er líka greinilegur mongólasvipur á sum um ættum og er líklega ævafornri blöndun um að kenna eða þakka, e. t. v. jafnvel frá landnámstíð. 30—40 kynslóðir er engin óra- tími í erfðafræðilegum skilningi. „Nú kemur upp í honum írlend- iijgurinn" er stundum sagt um rauðhærða menn og bráðlynda hér á landi. Fleira er til af slíku tagi. „Þú ert dökkur eins og^ Dalamað- ur“ heyrði ég sagt á íslendinga- móti í Kaupmannahöfn. Dala- stúlka nærstödd, dökk á brún og brá, viðurkenndi að óvenju mik- ið bæri á dökku hári og augum í sumum sveitum Dalasýslu og kenndi það fylgdarliði Auðar djúpúðgu af keltnesku ætterni. Sennilega hafa Keltar lika kom ið fjölmennir með Helga magra o. fl. landnámsmönnum. Sjást þess m. a. merki í Eyjafirði. Og hvern ig er það með „frönsku augun“ í Fáskrúðsfirði, Eyrarbakka og víðar? Víst er ísl'enzka kynið bland að, en sterkust Norðurlandaein- kennin. Kannske blandast mann- kynið svo mjög í framtíðinni að kalla megi eina þjóð. Hinar öru samgöngur leiða til þess, ef þá ekki verður rennt fyrir mörgum „járntjöldum“ einangrunar í stað inn. Ójæja, „Oss eru gefnar hagar hendur höfuð upprétt og þroskað mál. Yfirráð heimsins eins og stendur, eilíft líf handa vorri sál. Ing. Dav. Aðalfunduríslenzk- ameríska félagsins Aðalfundur Íslenzk-ameríska fé- lagsins var nýlega haldinn í Rvík. Starfsemi félagsins var fjölþætt á s. 1. ári, en aðalverkefni þess hef- ir verið, eins og undanfarin ár, að hafa milligöngu um útvegun náms styrkja í Bandaríkjunum fyrir ís- lenzka námsmenn. Veittir voru 7 styrkir til háskólanáms, þar af 4 til framhaldsnáms. Auk þeirra stýrkja. er að fram- an getur, þá hefir fslenzk-ameríska félagið haft hönd í bagga með námsstyrki þá, sem Bandaríkja- maðurinn T. E. Brittingham veitti nýlega 5 ungum íslendingum. Enn- fremur mun félagið hafa milli- göngu um útvegun styrkja til handa 5 gagnfræða- og mennta- skólanemendum á skólaárinu 1957 —58. Þrír skemmtifundir voru haldn- ir á árinu, og voru þeir allir prýð- isvel sóttir. Þá hefir félagið efnt til kvikmyndasýninga einu sinni í mánuði yfir vetrarmánuðina. Á s. 1. vori gekkst fslenzk-ame- ríska félagið, í samvinnu við Tón- listarfélagið, fyrir hljómleikum í Reykjavík, þar sem fram kom hinn víðfrægi bandaríski Robert Shavv kór. Stjórn fslenzk-ameríska félagsins skipa nú: Dr. Sigurður Sigurðsson, formaður, Gunnlaugur Pétursson, varaform., Gunnar Sigurðsson, rit- ari, Ólafur Hallgrímsson, gjald- keri, Daníel Gíslason, spjaldskrár- ritari og meðstjórnendur: Björn Thors, E. Borup, Daníel JónssoQ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.