Tíminn - 01.05.1957, Blaðsíða 9

Tíminn - 01.05.1957, Blaðsíða 9
T í M I N N, miðvikudaginu 1. maí 1957. Ji F 130 — Og þú skalt fá mig, sagði hann. — En ekki eins og venju- lega, ástin mín. Öðru vísi. Öðru vísi og betur. Og syfju- lega. Ertu glaðvakandi? — Já. — Er það ekki dásamlegt? Það er ég ekki. En ég veit vel hvað er að gerast, elskan mín. Ég veit, ég veit. Þau borðuðu morgunverð saman á stað þar sem ekki var líklegt að þau hittu neinn sem hefði séð þau saman kvöldið áður. Þegar þau voru komin að kaffinu sagði Joe: — Ég veit að þegar þú yfir- gefur mig tekur sorgin við. En ég hef ýtt henni frá mér; í dag hef ég alls ekki hugsað. — Ég ekki heldur. — Kate, það eru bara fá- einar mínútur eftir . . . skil- urðu það? Þá er öllu lokið. — Ég veit. En við verðum að halda fast við það. — Þess vegna verður það svo erfitt. Mér finnst eins og líf mitt sé fyrst að hefjast núna í raun og veru. — Elugsaðu ekki um þetta sem eitthvað er hefst eða tek ur enda! Hugsaðu um nótt- ina í nótt sem einstæða. Það ætla ég að gera. — í kvöld verð ég aftur kom inn til Gibbsville, og geng frá járnbrautarstöðinni og heim. Og ég þekki hvert einasta and lit og húsin sem ég hef geng- ið hjá þúsund sinnum. Ég veit hvaða gangstéttir eru hellulagðar og hverjar eru steinsteyptar. Allt er eins og þegar ég fór þaðan í gær. En ég er ekki lengur hinn sami. Enginn í bænum veit að 'ég hef verið í burtu, og eng- inn veit að ég hef snúið aftur — til hvers? Til einskis. Til alls sem er þér fjarlægt. Til einskis. Til dauðans. Til enda lokanna. Dauöails. Lífsins án þín. — Þetta máttu ekki, Joe. Ég veit þetta. :— Þá kem ég aftur á morg- un, Kate. — Nei, það máttu ekki held ur. Allt sem við sögðum í nótt var saft. Allt það sem við hugs” um -?amn. — En það er ekki satt leng- ur, Kat.e. — Jú, Ennþá sannara. Hræðilr-ga satt. Hræðilegra en nokkru sinni fyrr. — Þetta er ekki rétt. — Jú. Og ég verð hér ekki á morgun. Ég fer burt. — Hvert? — Það vil ég ekki segja þér. En ég fer. Ég segi Ann ekki heldur hvert ég fer. Það er eina lausnin. — Bíddu þangað til á morg un, Kate. Ég tala við konuna mína í kvöld þegar ég kem heim. — Þá verð ég farin. Mér.er þetta alvara. Ég verð komin langt í burtu. — Ætlarðu að fara, Kate? — Já, ég fer. Þú verður að trúa mér. Og skilja mig. Ég fer og ég veit ekki hvenær ég kem til baka svo að þú skait ekkert segja við konuna ! þína. Þú mátt ekkert gera' sem getur haggað lífi þínu. j — Því er þegar haggað. ! — Nei. Ég á við daglegt líf þitt heima í Gibbsville. Heim- , ili þitt og starf. Joe, við vor- um sammála í einu og öllu, j og þá varð ég veik fyrir, því að év elska þig. En allt sem, við söírðum var rétt. Ég varð, reyndar ekki veik fyrir; ég elska þig og vildi fá þig. Ann- að megum við ekki. Þú skalt ekkert, segia við konuna þína, það getur hvort sem er engu breytt. Þú gerir aðeins allt verra með því móti — verra fyrir okkur sjálf og ótal aðra. Þú hlýtur að skilja þetta. Elskarðu mig? — Kate. ^ ! — Og ég elska þig. Ég elska þig jafnheitt og við ættum að deyja í dag, bæði tvö. Elskaðu mig þannig, Joe. Ást okkar verður aldrei öðru vísi. En allt hitt breytist ekki held- ur. Joe sagði: — Þjónn, látið mig hafa reikninginn. — Ástin mín, sagði Kate. — Þú hefur rétt fyrir þér, sagði Joe. En þú þarft ekki að fara, Kate. — Jú, ég fer. — Þú þarft ekki að fara mín vegna. Ég lofa þér að ég skal ekki reyna að ná til þín. ' — En ég verð að fara. — Já, mér fer kannski að skiljast það. Já, þú gerir rétt- ast að fara . . . Hann leit á reikninginn og lagði fimmthp dala seðil á borðið: — Þér megið eiga afganginn. — En þetta verða tólf og fjörutíu, herra, og þetta eru. fimmtíu dalir. — Mig langar til að gleðja einhvern, sagði Joe. — Merci M'sieur. Og til ham — Merci H’sieur. Og til ham1 ingju herra. Til hamingju,1 mademoiselie. Kærar þakkir. I Síðan fór þjóninn. — Nú heldur þjónninn að þessi roskni herra hafi getað sannfært hina ungu fögru j konu um að . . . Jæj a, við, vitum bæði hvað hann held- ur, sagði Joe. — Og hin unga óhamingju- sama kona heldur að hinn, roskni herra muni lifa í I hjarta hennai allt þar til hún j deyr. . ■ •; j — Og hinn óhamingjusami, roskni herrá eiskar þig, Kate, I og er þér þakkjlátur fyrir allt. Nú finn ég að ég hef sál — og það hefur mér aldrei dott- ið í hug áður. En ég vildi ekki hafa misst af því hvað sem til boða hefði staðið. Og nú skaltu fára heim og taka sam an farangur þinn, og ég veit þú grætur þegar þú kemur heim, en guð minn góður, I þetta munum við alltaf eiga, er það ekki? Skyndilega kyssti hún hann og gekk síðar leiðar sinnar — miklu hraðar en svo að hann hefði getað fylgt henni eftir ef hann hefði reynt það. Seint um kvöldið í North j Frederick Street nr. 10. Edith sat og horfði á mann sinn i meðan hann sagði henni ein-j hverjar fréttir frá New York. j — Gaztu litið inn hjá Lord & Taylor? spurði Edith. — Mei, það gat ég því miö- ur ekki. — Ekki það? — Mér þykir það leitt, en það var svo margt sem fór af- laea. Ég komst fyrst niður í borgim seinni partinn í dag. — Niður í .borgina? sagði j Edith. — Já. T Woii Rtreet. Hvað hélztu að é°’ ætM við? Ée vi'sj b->ra ekki hvað, þú ættir við með „niður í borgina". — í New York táknar bað alltaf viðskiptahverfið. Wall Street. Broad Street. Cedar. Og svo framvegis. — Ég bekki ekki New York — það hlýtur að vera af því að mér geðiast alls ekki að horemni. Hvaða leið fórstu heim. TTm Fí’adelfíu? — "’ei T.Tm Reading. Sú leið lá betnr við fyrir mig. — Hittirðu Dave? — Ta.laði við hann andar- tak. Og líka við Alec. Ég lauk öllu af sem ég þurfti, en mér þykir þetta leitt með Lord & Taylor. — Og hvar bjóstu um nótt- ina? — í Yale klúbbnum. Það er jafngott fyrir mig að nota hann fyrst ég er félagi á ann- að borð. — Þetta er ekki satt, Joe. Þú skrifaðir þig inn í Yale klúbbinn, en þú varst þar ekki um nóttina. — Ekki það? Það hélt ég samt. — En þú gerðir það ekki. — Ef þú ert alveg viss um það þá hlýt ég að hafa rugl- ast í ríminu og búið í Har- vard klúbbnum, sagði Joe. — Ég trvði þér ef þú segð- ist hafa búið hiá Alec Weeks. Hann hefur alltaf verið af því tagi. Svafstu þar kannski? — Ég hitti Alec í dag. — En varstu með honum í gær og í nótt? — Heldurðu ekki að þú ætt- ir að láta mig sverja eið áður en þú spyrð um fleira. Mér finnst ég standa í vitnastúk- unni. Hvað í ósköpunum geng ur að þér? — Varstu hjá Alec í nótt? — Nei, heyrðu nú, Edith; við getum að minnsta kosti umgengizt hvort annað með einhverju lágmarki af al- mennri kurteisi. Hef ég kannski nokkurn tíma spurt: , jívað gerðirðu meðan ég var í Fíladelfíu, Edith. . . . eða meðan ég var í New York?“ Hef ég spurt þig þannig? — Nei, það hefurðu ekki gert. Þú hefur verið svo viss um mig að þú hefur ekki einu sinni verið forvitinn. 9 |MIIIIIIII!lllllllllM!llllllllll!llllillll!!lll!llllll!lllimilllllllllllllllllliiMIMIIIII!llll!llllll|]!IIIIIIIIIIII!lllllllll|llllllllt§ . maí hatíðahötd | | verkalýðssamtakanna í Reykjavík | | Safnazt vérður saman við Iðnó kl. 1,30 e. h. Kl. 1,50 I I verður lagt af stað í kröfugöngu undir fánum samtak- 1 | anna. — Gengið verður: Vonarstræti, Suðurgötu, Aðal- § | stræti, Hafnarstræti, Hverfisgötu, upp Frakkastíg og | | niður Skólavörðústíg, Bankastræti á Lækjargötu, þar 1 1 hefst útifundur. I J RÆÐUR FLYTJA: | § GuSmundur J. Guðmundsson, 1 fjármálaritari Dagsbrúnar 1 Hannibal Valdimarsson Í forseti Alþýðusambands íslands i Formaður Fulltrúaráðsins, Björn Bjarnason, | stjórnar fundinum. 5 3 I Lúðrasveit verkalýðsins og Lúðrasveitin Svanur leika i fyrir göngunni og á útifundinum. | DAHSLEiKUR í KVÖLD | | verður í Tjarnarkaffi og hefst kl. 9. — Aðgöngumiðar | | að dansleiknum verða seldir í skrifstofu Fulltrúaráðsins 1 = í dag og við innganginn. = ( MERKI DAGSIHS | Merki dagsins verða afhent í skrifstofu Fulltrúaráðsins 1 | að Þórsgötu 1 frá kl. 9 f. h. Sölubörn komið og seljið 1 | merki dagsins. Sérstaklega er skorað á meðlimi verka- 1 i lýðsfélaganna að taka merki til sölu. 1 KaupiÖ merki dagsins. | Sækið skemmtun verkalýíssamtakanna í kvöld. j | Ailir í kröfugöngu verkalýðssamtakanna í dag. | 1. MAÍ-NEFNDIN ( MÍiuimiiiiiniuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHiiMimiiMMiMUimimmiMiiniiuiiiMiMiMimiiMiiiia •iiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiwiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHV Skrifsto | vor er flutt í Austurstræti 7, 3. hæð. f 1 Sölunefnd varnarliðseigna fj iTlllllllllllllllllMIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIinillltlllllllílÍ mmillllllllllMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMljllllllllllllllllllllMlÍUIIMIMMIIIIIMIMIIMIIIMIMMMIimilllg ( NAUÐUNGARUPPBOÐ ( = verður haldið að Hverfisgötu 115 hér 1 bænum föstudag- = | inn 10. maí n. k. kl. 1,30 e. h. eftir kröfu tollstjórans í I | Reykjavík, bæjargjaldkerans í Reykjavík o. fl. Seldar | | verða eftirtaldar bifreiðar: R-337, R-349, R-515, R-1773, = | R-1870, R-1952, R-1961, R-1964, R-2473, R-2475, R-2812, 1 1 R-3318, R-3480, R-3505, R-3508, R-3653, R-3893, R-3938, | | R-4058, R-4507, R-4539, R-4706, R-4728, R-4847, R-4849, I | R 4918, R-5109, R-5120, R-5498, R-5500, R-5575, R-5724, | | R-6301, R-6362, R-6366, R-6463, R-6498, R-6747, R-6796, 1 | R-7098, R 7168, R-7260, R-7261, R-?300, R-7311, R-7316, E | R-7402, R-7423, R-7483, R-7621, R-7738, R-8150, R-8247, 1 | R-8457, R-8776, R-8828, R-8869, R-9058, R-9053, R-9082 1 i 1 | Greiðsla fari fram við hamarshögg. 1 | Borgarfógetinn í Reykjavík. imnunnimminiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiirJiiiiiiiiiiiuiiiiiiiuiuiDiiiiiiiuiiiiiimuiiuuiiiiiiiinininmnBnnnnM

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.