Tíminn - 01.05.1957, Blaðsíða 2

Tíminn - 01.05.1957, Blaðsíða 2
2 T í MIN N, miðvikudaginn 1. maí 1957« i Ávarp verkalýðsfélaganna í Rvík Á hinum alþjóðlega baráttu- og hátíðisdegi verkalýðsins, 1. maí, sameinast islenzk alþýða þeim milljónum verkamanna og verka kvenna um allan heim, er undir merkjum samtaka sinna fylkja liði til baráttu gegn skorti og ótta, fyr .ir friði, frelsi og bræðralagi allra þjóoa. Alþýðan fagnar í dag því er á unnist hefur til bættra kjara og aukinna- réttinda og minnist jafn framt .þess er miður hefur farið I starfi á liðnum tímum. En fyrst og fremst fyikir alþýðan liði í dag til sóknar og nýrra sigra. 1. mai tekur íslenzk alþýða af heilum hug undir kröfuna um frið og afvopnun og leggur ríka á- herzlu á að bönnuð verði fram leið'.la og notkun vetnis- og kjarn orkuvopna og krefst þess að kjarn orkan verði notuð öllu mannkyni til heillá og blessunar. íslenzk alþýða krefst þess að céxfever þjóð fái að lifa frjáls í landi sínun og neitar því að nokk ur þjóð hafi rétt til þess að undir Oka aðra. líún krefst þess að framfylgt verði svo fljótt sem auðið er, sam þykkt Alþingis frá 28. marz 1956. f>ótt margt hafi áunnist fyrir mátt samtakanna í dægurbaráttu alþýðunnar, bíða enn sem fyrr mik ilvæg hagsmunamál óleyst. Enn skortir mikið á að alþýðan búi við fullkomið atvinnuöryggi. Hún gerir kröfu til að sérhver vinnuíær maður geti haft fulla vinu við þjóðnýt störf. Því fagn ar hún að gerðar hafa verið ráð stafanir til öflunar nýrra fram leiðslutaskja. Það er krafa verkalýðshreyfing arinnar, að dýrtíðinni sé haldið í skefjum og kaupmáttur launanna aukinn. Hún styður hverja þá við leitni, sem miðar að því að koma í veg fyrir óhóflega álagningu á vöruverð og þjónustu. Enn býr margt fólk í bröggum og öðru heilsuspillandi húsnæði og skortur á íbúðarhúsnæði er til finnanlegur. Verkalýðshreyfingin krefst þess að hiutur hins vinnandi manns verði gerður betri með réttlátari skiptingu þjóðarteknanna. •Alþýða Reylcjavíkur! I'ylktu liði í dag og sameinastu urb kröfur þínar til bættrar af- fcqmu og betra lífs, fyrir atvinnu örýggi og auknum kaupmætti laima, gegn dýrtíð og kjaraskerð ihgu. Við gerum kröfu til að landhelg islínan verði færð út, svo sem hagsmunúr íslenzkra fiskimanna og þjóðarinnar allrar krefjast og að takmarkið sé að landgrunnið verði fyrir íslendinga eina. Við gerum kröfu til að unnið veéði úr aíla togarana hér, en þeir ckki látnir sigla með hann á erlendan markað. Við -gerum kröfu til að leyst verði húsnæðisvandræðin og að úti'ýmt verði herskálum og öðru heilsuspiilandi húsnæði. Við gerutn kröfu til að vinnu vikan verði stytt, án þess að skerða launin. Við gerum kröfu til sömu launa fyrir sömu störf, hvort sem uhnin eru af körlum eða konum. Við geruin kröfu til stærri- hluta af þjóðartekjunum til hinna vinn andi stétta. Kjörotð dagsins eru þessi: *5Vtvinnuöryggi. Aukinn kaup- níatt launa. Sömu laun fyrir sömu vihnu. 40 stunda vinnuvika með óskertu kaupi. Auknar byggingar íbúðarhúsnæðis. Útrýming heilsu spillandi íbúða. Skatlfríðindi fyrir fiskimenn. Auknar tryggingar. Hækkun ellilífeyris. Réttiátari Skipting þjóðarteknanna. Aiþýðufólk, verkalýðssinnar! Fylkjum liði 1. maí! Treystum einingu samtakanna. Lifi bræðra lag verkalýðs allra landa. Lifi sam tisle alþýðunnar. Lifi Alþýðusam band íslands. í fyrstu maí nefnd Fulltrúaráðs ins, Iðnemasambandsins og verka lýðsféíagaiMia 1 Reykjayík. 'Björn Bjnrnason, Eðvarð Sig arðssaai, Snorri Jónsson, Jóhann es Jónsson, Hólmfríður Helgadótt ir, Guðmundur Þorkelsson, Finn bogi Eyjólfsson, Kjartan H. Guð mundsson, Sveinn Ólafsson, Jó- hann Magnússon, Tryggvi Bene diktsson, Helgi Þorkelsson, Gunn ar Valdimarsson, Hólmfríður Jóns dóttir, Leifur Ólafsson, Halldóra Ó. Guðmundsdóttir, Guðný Jóns dóttir, Bjarnfríður Pálsdóttir, Magnús Lárusson, Kjartan Eínars son, Skafti Einarsson, Kristín Ein arsdóttir, Árni Waage, Þorsteinn Þórðarson. r Ovenjulega vel sótt sýning ungs málara Sýning Guðmundar Guðmunds- sonarsonar (Ferro) hefir verið mjög vel sótt, jafnvel svo að alveg óvenjulegt má teljast um ungan og áður Jítt kunnan málara, sem heldur fyrstu sýningu sína hér. Alls hafa komið á sýninguna um 1200 manns og hvorki meira né minna en 67 myndir höfðu selzt í gær. U Krustjov og Stalín, myndin tekin á blóðtímunum 1937—1938. Ræða Krustjovs um feril Stalíns komin út á íslenzku Komin er út á íslenzku ræða sú, sem Krustjov ritari rúss- neska kommúnistaflokksins flutti á 20. kommúnistaþinginu í Moskvu og vakti mesta athygli á sínum tíma. Nefnist bókin Leyniræðan um Stalin. eina texta, sem talið er að út hafi borizt heill og Bandarikjastjórn birti í fyrra. Ræða þessi er svo merkileg, að ekki er að efa, að margir vilja lesa hana í óstyttri útgáfu, þótt mörg blöð hafi áðui' birt hluta hennar. Útgefandi ei íngólfsútgáfan, en þýðandi er Stefán Pétursson, fyrrv. ritstjóri. Áki Jakobsson, alþingis- maður ritar formála, sem heitir: Kommúnisminn, afturhald nútím- ans. Ræðan er þýdd eftir þeim Þórarinn Jónsson og Agnar Þórðar- son semja dagskrárefni fyrir Afmælissjóð útvarpsins Sagníræðingurinn Toynbee og söngvarinn Gerhard Hiisch koma hingaft á vegum Afmælissjóhsins í tilefni af aldarfjórðungsafmæli Ríkisútvarpsins var sem kunnugt er stofnaður afmælissjóður, en tilgangur hans skyldi vera sá að styrkja ýmsar rannsóknir og listræn störf í þágu útvarpsins og útvarpsdagskrárinnar. Einnig má veita úr sjóðn- um verðlaun. Árlega veita vexti sjóðsins, allt að 60 þús. kr. fræðimanni, skáldi eða tónskáldi til þess að vinna að erindaflokki eða flokkum, skáldverki, þýðingu eða tónverki, er síðar verði frumflutt í útvarp Fyrstu veitingarnar ákveðnar. Fyrstu veitingarnar úr sjóðnum hafa nú verið ákveðnar. Lista- mennirnir er tekið hafa boði út varpsins eru þessir: Þórarinn Jóns son tónskáld. Hann semur fyrir útvarpið nýtt tónverk er síðan verður frumflutt hér. Þórarinn er löngu þjóðkunnugl tónskáld og út- varpshlustendur þekkja ýmis verk hans, sem hér hafa verið flutt o,g notið mikilla vinsælda. Agnar Þórðarson, skáld, semur ' fyrir útvarpið samfelldan flokk útvarpsleikrita, sem einnig verða frumflutt hér. Agnar Þórðarson er löngu kunnur fyrir skáldverk sín. Hann hefir áður samið útvarps leikrit og á leiksviði hafa leikrit hans, síðast Kjarnörka og kven- hylli öðlast miklar vinsældir. Ennfremur hefir verið ákveð ið að veita nokkurt fé til erjendra heimsókna í útvarpið. Próf. Arn old Toynbee hefir tekið boði af- mælissjóðsins um að koma hingað og flytja erindi um sagnfræði. Próf. Toynbee er löngu heimskunn ur fyrir söguritun sína og sögu skýringar. Þá kemur hingað i boði sjóðsins söngvarinn Gerhard Húsch og syngur á vegum útvarpsins. Hann þykir öndvegissöngvari og velkunn ur útvarpshlustedum. Loks verða einnig veitt verðlaun fyrir sönglög við íslenzk kvæði. Ennfremur hefir verið ákveðið að greiða úr Afmælissjóðnum heiðurslaun fyr ir flutning á nokkrum verkum Pálma heitins Hannessonar rekt ors. Hygginn bóndi tryggir dráttarvél sína SPYRJIÐ EFTIR PÖKKUNUM MEÐ GRÆNU MERKJUNUM Fulltrúi framkv.nefndar „Alþjóða sambands lýðræðissinnaðrar æsku heimsækir ísland í ráíi er atS efna til ,'friðarmóts“ í Moskva Fréttamenn ræddu fyrir skömmu við persneskan mann, Mahmoud Modarressi að nafni, sem hingað er kominn á veg- um framkvæmdanefndar fyrir svokallað „Alþjóðasamband lýðræðissinnaðrar æsku“. Ferð hans hingað til lands er þáttur í undirbúningi fyrir „heims- mót æskunnar", sem halda á aust- ur í Moskvu 28. júlí til 11. ágúst í sumar. Ekki vildi Modarressi við- urkenna, að nokkur pólitískur áróð ur væri hafður í frammi á heims- mótum þessum og má það vera rétt svo langt sem það nær. Sjálfsagt verður ýmislegt að sjá og heyra á móti þessu og mikið líf og fjör á „alþjóðadansleiknum“ í Kreml, sem er eitt atriði mótsins, en ekki verður sagt annað en að samkomu- AfSi glæðist veS við Norðausturland Dalvík í gær. — Hér voru hlý indi um sumarmálin og leysti snjó mikið. Er nú orðið snjólítið á lág lendi. En síðustu daga hefir veðr átta verið köld með hríðaréljum, en í dag er hlýrra. Fiskafli hefir verið tregur með hríðaréljum, en . staðurinn’sé einkar vel til fallinn í dag er hlýrra. Fiskafli hefir ver I til friðarhátíðar eftir atburði síð- ið tregur undanfarið þar til í gær ustu mánaða austur þar. Eða að góður afli fékkst. Mestan afla hafði Skíði hálfa sjöundu lest, Freyja og Hafþór höfðu litlu minna. Bátarnir fengu aflann við Gfímsey. Snæfellið frá Akureyri sem stundar togveiðar fyrir Norð urlandi, landaði hér í gær 50 lest um til vinnslu í frystihúsi og 15 lestum • í Hrísey. Tveir Dalvíkur bátar, Hannes Hafstein og Júlíus Bjömsson komu heim af yertíð kannske hefði Budapest verið heppilegri? I pistli „alþjóðasam- bandsins“ segir, að eitt höfuðmark mið samtakanna sé að berjast gegn nýlendustefnunni og er rétt að vona, að sú barátta sjái Ijós dags1- ins austur á Volgubökkum í sumar, við Suðurland um helgina og byrja að róa hér með línu í dag. PJ . ' •'•y. ./.ftfAvJl Sumardvalarheimili fyrir börn stofn- að í Hafnarfirði - ávarp áhugamanna Nokkrir áhugasamir menn og konur í Hafnarfirði hafa bundizt samfcökum um að koma á fót sum ardvalarheimili í nágrenni bæjar ins, lyrir hafnfirzk börn, á aldrin um 5—8 ára. Hefur, í þessu skyni verið ákveðið að festa kaup á sum arbústað Theodórs heitins Math iesen suður í Óttastaðalandi. Sum arbústaðurinn er um 70 ferm. að stærð, stór matsalur, tvö herbergi eldhús, salerni og forstofa. Enn fremur er svefnloft yfir öllu hús inu. Með nauðsynlegum endurbót um, má hafa þarna milli 25—30 börn yfir sumarmánuðina. Snyrti lega og skemmtilega unnin lóð fyigir sumarbústaðnum, og þykir stáðsetning. hans og húseignin öll vera hinn ákjósanlegasti stofn að barnaheimili. Húseign þessi kostar 80 þús. kr. Hefur sérstakur barnaheimilis sjóður verið stofnaður og fjársöfn unarnefnd verið kjörin. Jafnframt liefur verið ákveðið að hefja skyndifjársöfnun meðal bæjarbúa. Hafa þegar borizt myndarleg fjár framlög, en ljóst er að margir þurfa hér að leggja hönd á plóg- inn. Er þess fastlega vænzt, að Hafnfirðingar bregðist nú fljótt og vel við og leggi fram, hver sinn skerf, svo að nauðsynjamál þetta nái fram að ganga og starfsemin geti hafizt nú þegar á þessu vori. Nöfn gefenda verða skráð í sér- staka bók, sem þegar hefur verið gefin barnaheimilissjóði, og mun hún verða látin liggja frammi í barnaheimilinu. Ennfremur verð- ur gefið yfirlit yfir fjársöfnunina í blöðum bæjarins, jafnóðuin og fjárframlögin berast. Fjárframlög iná senda til einhvers úr fjársöfn unarnefndinni eða til barnaheim ilissjóðs, pósthólf 2, Hafnarfirði. Virðingarfyllst, Hjörleifur Gunnarsson, Selvogs- götu 5, (9366, 9978), Kristinn J. Magnússon, Urðarstíg 3, (9274), Vilbergur Júlíusson, Sunnuvegi 8, (9285). Stjórn Barnaheimilissjóðs liefir verið kosin og skipa hana Ólafur Einarsson, héraðslæknir formað ur, Iljörleifur Gunnarsson, gjald keri, Vilbergur Júlíusson ritari, Sólveig Eyjólfsdóttir, Björney Hallgrímsdóttir, Jóhann Þorsteins son, Ingibjörg Jónsdóttir og Krist inn J. Magnússon. umiimmu'^niiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiniiiiiiiiiiiimmiiiiniiiiiiiiiimmmiiiiiiimijnimuiimiimmHMi S ' f a 2 =1 | Góð jörð í Árnessýslu | | Veséra Geldingaholt í Gnúpverjahreppi e.r til sölu með | I eða án búslóðar. Éignaskipti á íbúð í Réykjavík koma I | til greina. " 1 | Upplýsingar gefur: Málflutningsskrifstofa Vagns E. Jónssonar, Austurstræti 9, sími 4400. Ihiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiimuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiii

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.