Tíminn - 01.05.1957, Blaðsíða 5

Tíminn - 01.05.1957, Blaðsíða 5
TÍMINN, miðvikudaginn 1. maí 1957. 5 ti mai 1 tilefni af 1. maí senda kaupfélögin víðs vegar um landið og Samband íslenzkra samvinnufélaga árnaðaróskir til allra vinnandi manna í landinu. Á þessum degi er viðeigandi að minnast þess, að barátta vinn- andi manna til sjávar og sveita fyrir bættum lífskjörum hefur verið háð á mörgum sviðum. Er samvinnuhreyfingin veigamikill þáttur í þessari baráttu, en hana hafa landsmenn nú í þrjá aldarfjórðunga not- að til að tryggja sér sannvirði afurða sinna og rétt innkaupsverð á allri vöru. Samvinnufélögin áttu mikilsverðan þátt í því að brjóta niður ok- urvaid erlend7‘a selstöðukaupmanna og gera verzlunina íslenzka. Fólk- ið fami mátt samtakanna og hefur beitt þeim að æ fleiri verkefnum, bæði í verzlun, framleiðslu og samgöngum. Þannig tryggjasamvinnu- félögin sannvirði í verzlun, auka framleiðslu og skapa atvinnu, en allt stuðlar þetta mjög að bættum lífskjörum fólksins. Samvinnufélögin eru eign fólksins, sem skapar þau og er í þeim. Þetta sama fólk stjórnar félögunum og ræður gerðum þeirra. En fé- lögin geta því aðeins náð tilgangi sínum, að félagsfólkið sé trútt og áhugasamt, standi vel á verði um það, sem unnizt hefur, og efli heil- brigt félagsstarf til frekari átaka. Innan kaupfélaganna eru tugir þúsunda af íslendingum í öll- um stéttum þjóðarinnar, en þó fyrst og fremst hinir vinnandi menn, bændur, verkamenn, sjómenn og iðnaðarmenn. Sterk og öflug sam- vinnuhreyfing mun i framtíðinni verða þeim ómetanleg hjálparhejla í baráttu þeirra fyrir bættum lífskjörum og betra mannlífi. •Víi-æ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.