Tíminn - 05.05.1957, Blaðsíða 6

Tíminn - 05.05.1957, Blaðsíða 6
6 TÍMINN, -sunnudaginn 5. maí 19Sf- Útgefandl: FramsóknarflokkurlBB Ritstjórar: Haukur Snorrason, Þórarinn Þórarinsson (áb). Skrifstofur í Edduhúsinu við Lindargötu Símar: 81300, 81301, 81302 (ritstj. og blaðamenn). Auglýsingar 82523, afgreiðsla 2328. Prentsmiðjan Edda hf. Aukning íslenzka flugflotans MERKUR atburður gerð ist í samgörigumálum þjóð- arinnar sl. fimmtud. þegar hinar tvær nýju, stóru flug- vélar Flugfélags íslands komu hingað til lands í fyrsta sinn. Hann vakti líka tvímælalaust óskipta at- hygli og ánægju þjóðarinnar. Eysteinn Jónsson, sam- göngumálaráðherra flutti við það tækifæri mjög at- hyglisverða ræðu, sem vert er að rifja upp. Honum fórst í upphafi hennar orð á þessa leið: „FÁTT MUN gleðja okk ur íslendinga meira en veg- leg og hentug samgöngu- tæki. Það er ákaflega ríkt í okkur frá fornu fari að vilja hafa ráð á einhverju til þess að fljóta á. Þetta er heldur ekki undarlegt þegar lega landsins og aðstaða öll í land inu sjálfu er athuguð. Við eigum meira og höfum átt meira undir samgöngutækj- um en flestir aðrir, bæði inn anlands og í ferðum til ann- arra landa. Það er erfitt að hugsa sér, að íslendingar geti orðið áfram sjálfstæðir, ef þeir þurfa að eiga sam- göngur sínar undir öðrum, enda dreymir okkur stóra drauma um siglingar, bæði á sjó og í lofti. Koma þessara tveggj a glæsilegu nýtízku flugvéla er stór atburður og minnkar ekki í augum okkar, ef við reynum að rýna fram í tím- ann og gizka á eftir líkum, hver muni verða þáttur flugs ins í samgöngunum. Það virð ist ekki neitt vafamál, að þáttur flugsins fer sívaxandi og hraðvaxandi í samgöng- um á næstunni. Það er ekki líklegt, að þess verðr langt að bíða, að flugið verði stór þáttur við flutninga á vörum bæði innanlands og til og frá landinu. Það er sama hvar á þetta mál er litið, nið urstaðan hlýtur æ að verða sú sama. Það er þýðingar,- mikill þáttur í þjóðarbú- skapnum, að íslendingar eignist myndarlegan flug- flota. Því er sérstök ástæða til þess að fagna komu þess- arra glæsilegu flugvéla og má um leið minnast þess, að nýlega hafa verið gerðar ráð stafanir til þess að efla flug- flota landsmanna stórlega enn til viðbótar á næstunni". RÁÐHERRANN vék þessu næst að því, að ekki væri létt verk og fyrirhafnar laust að eignast stóran flug- flota. Hann sagði: „Það þarf framtak og dugnað við rekstur flugfé- laga og mikla þekkingu og dugnað við flugið sjálft. — Við erum svo heppnir íslend ingar, að hér hafa komizt á fót tvö flugfélög, sem hafa beitt sér fyrir framkv*emd- um í flugmálum af mikilli framsýni og skörungsskap. Það ótrúlega hefur skeð, að fyrir tilstilli þessara félaga hefur flugrekstur komist hér á og náð að þróast bæði til innanlandsflugs og til út- landa, án þess að nokkur ríkisstyrkur hafi komið til. Ennfremur hefur hér vax- ið upp flugmannastétt, sem hefur reynzt fullkomlega starfi sínu vaxin og annað starfslið við flugið að sama skapi“. MYNDARLEGUM flug- rekstri verður ekki haldið uppi, sagði ráðherrann, nema hæfilegt fé safnist til endurnýjunar. Þetta hefur ríkisvaldið skilið með því að veita flugfélögunum og skipa félögunum ríflegar afskrift- ir. En fleira þarf og til. Ráð herrann sagði: „Enn fleira þarf að hafa í huga. íslenzka flugið verð- ur að vera samkeppnisfært við aðra flugþjónustu. Sama gildir um siglingar á sjó. — Flugið verður að geta borið sig miðað við sömu tekjur og aðrir hafa af flugrekstri. Þetta er hið harða lögmál, sem ómögulegt er að komast fram hjá. Hvorki flug né siglingar geta lifað í skjóli verndartolla og njóta ekki útflutningsuppbóta. Það er því ekki til þess að hugsa, að hægt sé að byggja hér upp til frambúðar öfluga siglingaþjónustu, ef þessi starfræksla er hlaðin út- gjöldum umfram getu“ AÐ LOKUM skal svo af heilum hug tekið undir þau ummæli ráðherrans, að óska hinum nýju flugvélum Flug- félags íslands fararheilla og félaginu góðs gengis í fram- tíðinni. íhaldið og Iaunþegar FORKÓLFAR Sjáálfstæð isflokksins þykjast nú bera launþega mjög fyrir brjósti. Til þess að reyna áð sanna þetta, hvetja þeir launþega mjög til að segja upp samn- ingum og heimta kauphækk anir. Meðan Sjálfstæðismenn voru í stjórn, töldu þeir þetta ekki leiða til kjarabóta, nema hækkunin byggðist á batnandi afkomu atvinnu- veganna. Að öðrum kosti Guð er seinn — en samt er beð- ið og vonað í Ungverjalandi Skáldsaga ungrar ungverskrar flóttakonu um lífið í Ungverjalandi fyrir uppreisnina vekur mikla athygli og hlýtur lof hinna fremstu ritdómara Fyrir skömmu var skýrt frá því að ungverski innanríkis- ráðherT'ann, Bela Biszku, hafi tílkynnt að heímilt sé að flytja „hættulegar persónur“ nauðungarflutningi frá heimkynnum sínum og til annarra héraða landsins. Þar með er horfið aft- ur til þess ógnarástands sem var jarðvegurinn fyrir uppreisn Ungverja í haust. yrðu kauphækkanir einskis virði. Af þessu má bezt marka, að Sjálfstæðisflokkurinn berst ekki fyrir kauphækk- unum nú af umhyggju fyr- ir launþegum. Það, sem mestu skiptir nú fyrir launþega, er að reyna að tryggja sem mestan kaup mátt launa. Þar er nú af- staða Sjálfstæðisflokksins sú, að hann berst fyrir hækk aðri álagningu og rögber Ungversk skáldkona, Christine Arnothy, hefir fyrir skömmu gefið út skáldsögu í New York, þar sem þessi ógnun um nauðungarflutn- inga er undirtónninn. Sjaldan hef- ir öryggisleysinu og óttanum að baki járntjaldsins verið lýst af slíkri list, enda hlaut bókin mikið lof hjá hinum fremstu amt- rískra gagnrýnenda, þegar er hún kom út. Hin unga skáldkona — hún er aðeins 27 ára að aldri — vakti fyrst athygli fyrir ári síðan er hún gaf út bók byggða á ævi sjálfrar sín, I am fifteen — and I don’t want to die. Þar segir hún frá ógnum og skelfingum styrjald- arinnar. Hún var 15 ára 1944 þeg- ar Budapest var frelsuð undan naz- istum. Fimm árum síðar flýði hún til Vestur-Evrópu undan ógnar- stjórn kommúnista, sem hún kynnt ist í fullu veldi. Hin nýja bók henn ar, God is late, er byggð á reynslu hennar þessi fimm ár. Engar hetjur Sagan segir ekki frá frelsishetj- um Ungverja — þvert á móti. Hún fjallar um auðnuleysingja, tækifær isstnna, sem aðeins reyna að bjarg- ast eins og bezt gengur. En í ör- iögum þeirra speglast endalaus og óþolinmóð bið fólksins eftir því, að martröðinni linni — og þrýst- ingurinn, sem að lokum kom Ung- verjum til að rísa sem einn mað- ur í blóðugri uppreisn. Söguhetjan er hin fagra Gaby Tasnady. Þegar hún kom til Budapest úr heimahög um hét hún Ilona, en þetta nafn hæfði henni ekki í félagsskapnum, sem hún stundaði. Lesandinn kynn ist henni 1948, og þá er hún gift Janos Tasnady, sem verið hefir í kommúnistaflokknum síðan 1945. Hann er hijómsveitarstjóri, tón- skáld og forstjóri leikhúss, sem sækir eftir að hljóta ríkisstyrk. Hjónin virðast eiga bjarta framtíð fyrir höndum. Þau eru ofan á í þjóðfélaginu. Geta veitt sér kaffi, vín og tóbak. En líf þeirra er þrungið óþoli. Frændi Janos hafði átt sæti í stjórn nazista í Ungverja landi, og á sínum tíma leitaði Ja- nos hjálpar frændans til að verða söngstjóri við ríkisóperuna. Og spurningin sem stöðugt knýr á, er þessi: Kemst þetta upp? Eitt sinn, þegar Gaby er á leið til leikhússins, sér hún í dagblaði, að frændi Janos hefir verið tekinn af lífi sem föðurlandssvikari. Ann- að áfall býður hennar í leikhúsinu, þar sem henni er fengið sæti við hlið stjórnmálafulltrúa frá ráðu- neytinu fyrir öryggi innanlands, Imre Törzs. Gaby er svo sjálf- hverf, svo áhugalaus um allt ann- að en það, sem kemur sjálfri henni beinlínis við, fötum, þægindum, skemmtunum, að venjulega gerir hún sér alls ekki ljóst í hvílíkri hættu hún og maður hennar eru. En nú er henni Ijóst að vegna leik- hússins verður að grípa til ein- hverra ráða. Hún heillar stjórn- málafulltrúann, og líkamlegur ynd- isþokki hennar kemur honum fljót- lega til að gleyma hinum borgara- lega uppruna hennar. Hún verður ástmey hans, en Janos leikur hinn saklausa eiginmann. Gaby heldur að með þessu hafi hún leyst ailan vanda. Sú blekking verður þó aðeins skammvirn. Ör- yggisleysið snýr aftur til þeirra einn góðan veðurdag, þegar fulltrú inn sýnir þeim húsbúnað frænda Janos, nazistans, sem hann hefir nú slegið eign sinni á. Janos gríp- ur til þess að skipta um nafn, kall- ar sig Dorogi, til að leggja áherzlu á að hann viðurkenni ekki frænd- semina. En eltingaleikurinn hefir hafizt á nýjan leik. Þar á ofan bæt- ast stöðugar heimiliserjur, sem gömul og illgjörn móðir Janos kemur á stað. Ilún er óþreytandi skrafskjóða og hatar og ofsækir tengdadóttur sína. Eina von hjón- anna ér nú að hið stóra verk Ja- nos, Gleðisinfónían, veki velþókn- un yfirvaldanna og bjargi þeim þannig; sinfónían er tileinkuð kommúnistastjórninni. GuS er of seinn Nú fær Gaby þá hugmynd, að heimsækja eldri systur sína, Önnu, sem býr uppi í sveit ásamt manni sínum, Sandor, og tveimur dætr- um, Idu og Teresu. Hjá þessari fjölskyldu ætlar Gaby að finna frið inn, sem hún þarfnast. Og að minnsta kosti er til nægur matur uppi í sveit. En þegar þangað er komið, uppgötvar hún, að hún þor- ir tæpast að tala hreinskilnislega við systur sína. Á hinn bóginn tor- tryggir Anna Gaby, heldur að hún sé kommúnisti, og þorir ekki að trúa henni fyrir neinu. Ástandið er óþolandi. Það gerist um leið að fulltrúi flokksins neyðir Sandor til að gefa ríkinu landareign sína. Elzta dóttirin, Ida, er ástfangin í uppgjafaliðsforingja, Marton, sem liggur undir grun öryggislögregl- unnar, og eina nóttina hverfur hann sporlaust. Teresa hefir gleypt við áróðri kommúnista og er geng- in í þjónustu flokksins. Það kem- ur á daginn, að Ida er þunguð eft- ir Marton. Og þegar allir þessir erfiðleikar vaxa Sandor yfir höfuð, drekkir hann sér — með bæn á vörum fyrir eftirlæti sinu, Idu. Anna hefir alltaf umgengizt San- dor af sams konar fyrirlitningu og Gaby hefir á Janos. Við gröf hans verður henni fyrst Ijóst, hver mað- ur hann var. Síðar stendur hún með dætrum sínum við vatnið, þar sem hann drukknaði. Og þær eiga þar orðaskipti, sem gefa megintón- inn í bókinni: — Og nú, hvað verður nú? spyr Anna. Ida horfði á hana: — Ég bíð. — Bíður eftir hverju? — Kannske finnst lausn. Barnið fæðist; auk þess er hugsanlegt að Marton sé á lífi og komi aftur. Guð er of seinn. Hann hefir látið okk- ur ein um stund. Kannske snýr hann aftur til okkar. — Heldurðu það? muldraði Anna. Ida kinkaði kolli án þess að segja fleira. Gaby fer aftur til Budapest. Og eina nóttina um þrjúleytið knýr lögreglan dyra. Nú eru örlög þeirra ráðin. Janos sendir Gaby til Törsz; þetta hlýtur að vera mis- skilningur. Gleðisinfóníunni hafði verið vel tekið. En Törsz er eng- inn bjargvættur; hann sýnir Gaby skjöl frænda Janos, þar sem er ýt- arleg skýrsla um heimsókn Janos til hans og erindi hans. Törsz bæt- ir því við, að hann sé Gaby engan veginn skuldbundinn, hún hafi un- að sér vel í rúminu hjá honum. Fjölskyldan er send á afskekkt- an búgarð í suðurhluta landsins og fær aðeins að hafa með sér nauðsynlegan farangur. Þau fá eitt einasta herbergi til íbúðar. Tvö hálmflet. Leirgólf. Ofn. Það er allt og sumt. Þegar Gaby tekst ekki að milda Törsz snýst Janos gegn henni og brigzlar henni um ótryggð. Mæðg- inin halda saman í útlegðinni, en Gaby verður að vinna öll húsverk, taka til, kveikja upp, bera inn eldi- við, og fegurð hennar er tekin að fölna. Dag nokkurn kemur tengda- móðirin til hennar skínandi af gleði og bendir henni á að ljóst hár hennar sé nú að fá sinn eðli- lega lit — svartan — í hársrótun- um. Lesandanum skilst að Gaby sé einnig að verða að sjálfri sér að öðru Ieyti. Þennan dag byrjuðu þau öll þrjú að vonast eftir hinu ómögulega; fram að þessu höfðu atburðirnir deyft þau. En það er eins og stakkaskipti Gaby veki þau — þó ekki til dáða heldur að- eins fáfengilegra vona. Að bíða og vona Christine Arnothy er listamaður. Hún missir aldrei tökin á lesand- < Framhalo * b »ih>i Einhverri aumustu vertíð um langt skeið aS Ijúka í Keflavík Frá fréttaritara TÍMANS í Keflavík. Nú er vetrarvertíðinni hér um það bil að ljúka, og er þetta einhver aumasta aflavertíð, sem hér hefir komið. Flestir að- komubátarnir eru nú hættir veiðum og einnig nokkrir heima- bátar. Eftir munu þó vera um 20 bátar við línuveiðar hér enn. mjög verðlagsráöstafanir stjórnarinnar. Af því geta launþegar bezt dæmt hinn raunverulega huga hans til þeirra og hvað í vændum væri, ef hann fengi að ráða. f vetur reru héðan 46 bátar með línu og var heildarafli þeirra í apríllok 14639 lestir í 3070 róðr- um, meðalafli á bát er 318,2 lestir eða 4768 kg í róðri. Tveir hæstu bátarnir eru með 543 lestir hvor í 85 róðrum. Til saman má geta þess, að á vertíðinni 1950 reru 44 bátar hér með Ijnu og öfluðu samtals 17507 lestir í 2688 róðrum. Meðalafli á bát varð þá 397,9 letir og 6513 kg í róðri. Hæstu bátar þá öfluðu 620 lestir í 75 ráðrum. Munur aflans sést bezt á því, að í fyrra var afl- inn að meðaltali 1745 kg meiri í hverjum róðri. í fyrra var þó vart talin nema meðalvertíð. KJ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.