Tíminn - 07.05.1957, Blaðsíða 4
T f MIN N, þriðjudaginn 7. maí 1957«
rWFíJW '-'. <>,j,
Churchill mjög óánægður— Hvítur
snigill — N-a-r-z-i — Eitt dagsverk
— Churchill á mynd í mynd —
Kóngafólkið sleppur feetur
j Sir Winston Churchill er
j trijög óánægður með nýtt
j málverk af sér sem sýnt
verður á sumarsýningu Roy
i at Academy of Arts í Lond-
on, en sýningin var opnuð
núna um helgina. Málverk-
i ið er eftir Ruskin Spear.
i Eins og sést á myndinni
j sýeiir það Churchiil í ræðu-
! stól þar sem hann rýnir of-
i an í hljóðr.emann með gler-
i augun á nefbroddinum.
; • Churchill sá mál'/erkið fyrst í
síðustu viku. Sir Albert Ricchard-
son, fyrrurn forseti akademíunn-
ar, var nærstaddur og segir svo
frá „Hann varð mjög undrandi og
síðan gramur. Honum fannst, eins
og okkur öllum, að mr. Spear hefði
ált að segja honum hvað hann
var að gera. Myndin er fljótunnin
og engan veginn neitt meistara-
verk. Churchill er mikill stjórn-
málamaður, og hann verðskuldar
vandaðra verk. Aðrir sem sáu mál
verkið létu einnig í ljós óánægju.
Attlee jarl kallaöi það „andstyggi
lega skopmynd * og Joseph Grim-
ond, leiðtogi Frjálslynda flokksins
sagði: „Þessi óskapnaður — eins
og hvítur snigill. Méc fannst það
ofboðslegt. Churchili var alls ekki
mannlegur. Mér finnst hann alls
ekki vera eins og hvítur flekkur
í umhverfinu''.
Að mála hljóð
En málarinn, Ruskin Spear, sem
er 47 ára gamall, hávaxir.n og
skeggjaður, lét þetta ekki á sig
fá. Hann sagði: „Það má segja
að ég hafi verið að mála hljóð.
Ég íinyndaði mér Churchill segja
n a r z i“ (þannig bar Churchill
fram orðið nazi). „Það var þetta
stóra hvíta höfuð sem hreif mig“,
hélt hann áfram. „í rauninni ætl
aði ég mér aldrei að mála þessa
mynd. Ég gerði hana til undir-
búnings annarri, stærri, þar sem
ég sæi Churchill úr meiri fjar-
lægð. En svo varð mér Ijóst að
þessi mynd var mikilvægari, og
ég lauk henni aldrei.
í tíu ár hef ég að staðaldri
séð Churchill á fundum svo að
mér tókst að mála þessa mynd
eftir minni og með stuðningi Ijós
'i.ynda. Eg heid' það sé um það
bil eitt dagsverk“.
Mynd í mynd
Sir Winston er nú áttatíu og
tveggja ára að aldri, og hann er
elzti listamaðurinn sem mynd á
á þessari sýningu, bað er mynd
af svönum á tjörn, þróítmikil og
litauoug. Hann mun hafa tekið
að vinna að myndinni skömmu
áður en hanr, lét af forsætisráð-
herraembættinu.
Á sýningunni eru 1554 málverk,
og Churchill kemur við sögu eins
þeirra enn. Það er málverk eftir
Charles Spencelayh og nefnist „A
Few Indispensables" (Nokkrir ó-
missandi). Myndin sýnir borð, þar
sem liggur pípa, askja og fleiri
smámunir, en á veggnum í bak-
sýn hangir lítil mynd af Churchill
— mynd í myndinni. Ekki hefur
frétzt hvernig Churchill líkar þessi
mynd af sér.
Þarna á sýningunni eru líka
myndir af kóngafólki Breta, drottn
ingu, og drottnmgarmanni, en
ekki munu þau fá svipaða útreið
og Churchill. Sýningin verður op-
in fram í miðjan ágústmánuð.
Einn sýningargesta skoSar hina umdeiidu mynd.
. Ægir 30 ára
i Suiulfélagið ÆGIR var stofnað
hinn 1. maí 1927 og varð því
30 ára 1. maí s.l. — Fyrsti for-
maður félagsins var Eiríkur
Magmisson, en hami var for-
maður samfleytt í 15 ár. Þórður
Guðmuudsson var formaður frá
1941—1951, síðan Ari Guðmunds
son 1921—1352 og Jón Ingimars
son frá 1952.
híúveraadi stjórn skipa auk
hans: Óliíúr Johnson, varaformað
ur, Tir/c-dór Guðmundsson, gjald-
keri; Avi Guðmundsson, ritari;
Guöjón Sigurbjörnsson, vararitari
og Elías Guðmundsson og Gunnar
Júlíusson, meðstjórnendur. —
Guðjón er jafnframt formaður
sunddeildarinnar og Elías formað
ur sundicuattleiksdeildarinnar.
Jón Palsson, sundkennari, var
aðalkennari félagsins fyrstu 15 ár-
in, en síðan hafa verið aðalkenn-
arar Jóa D. Jónsson í níu ár og
Ari Guðmundsson síðustu.sex árin.
í tilefni af 30 ára afmælinu gaf
félagið út afmælisrit, hið fimmtá
í röðinni. Þar er rakin saga fé-
lagsins síðustu fimm árin, grein-
ar eru um æfingar og æfinga-
kert’i, grein um sundið fyrir stofn
un ÆGIS, sagt frá deildum fé-
I lagsins o.m.fl. Þá er I ritinu fjöldi
| mynda frá félagslífinu og starfi
j síðustu ára.
j Undanfarin ár hefur félagið unn
ið að því að fá til afnota félags-
j og íþróttasvæði hér í bænum, þar
; sem hægt væri að reisa félags-
heimili og undirbúa sundlaugar-
byggingu. Gísli Halldórsson arki-
! tekt, hefir teiknað svæðið og gerð
j mannvirkja þar, miðað við lóð,
j sem félagið hefir vilyrði fyrir og
augastað á. Endanleg lóðarúthlut
un er enn ekki fengin en félagið
; vonar að það fái lóðina á þessu
vori, svo hægt sé að nota sumarið
til þess að skipuleggja starfið þar.
Félagið hefir að undanförnu
safnað nokkru fé í byggingarsjóð,
og skuldlausar eignir þess hafa
tvöfaldast að krónutölu s.l. fimm
ar.
UlllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllVlllllllllllllllllll
Bændur
| Reglusamur verkamaður 24 ára i
1 óskar eftir vinnu á góðu sveita- i
| heimili í sumar. Gjörið svo vel =
i að sernla tilboð merkt: „Sumar-§
| starf“ með sem fyllstum upp-1
1 lýsingum, til afgr. Tímans, i
1 Reykjavík, fyrir 24. maí n. k. |
sTiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiit
TRICHLORHREINSUH
(ÚURRHBEINSUN)
SOLVALL AGUT U 74 • SÍM! 3$37
BÁRMAHLÍO G
Barnakerra
Vel með farin Silvercross kerra
með skermi til sölu. — Uppl.
í síma 7823.
GRÓÐUR OG GARÐAR: INC-ÓLFUR DAVÍÐSSCM
Hvernig er garðstæðiJS?
Land vort er æði stormasamt.
Gerir stormurinn gróðrinum víða
erfitt fyrir. Alkunnugt er að blöð
margra jurta visna fljótt í þurr-
um næðingum. Sama er að segja
um tré og runna á berangri. Vind-
arnir flytja burt hið raka loft nið-
ur við jörðina. Við það eykst upp-
gufunin, svo bæði mold og gróð-
ur þorna. Uppgufunin getur orðið
svo ör, að gróðurinn hefur ekki
undan að sjúga í sig vatn, jafnvel
þótt jarðvegurinn sé rakur. Mest
er hættan á sléttu landi. Ójöfnur
draga úr hraða vindanna niður við
jörðina. Það verður t.d. ekki eins
hvasst í úfnu hrauni og á sléttum
grundum — að öðru jöfnu. Líka
er minni hætta á að mold fjúki
úr nýplægðu landi heldur en slétt
völtuðu. — Gróður þrífst miklu
betur í skjóli en á bersvæði, vegna
þess að í skjólinu er hlýrra og
síður hætt við ofþornun. Veggir
og aðrir sléttir skjólgarðar brjóta
vindinn og veita skjól á litlu
svæði. En skammt bak við vegg-
inn nær vindurinn sér niðri aftur
og þar slær jafnvel niður hörðum
vindsveipum. Skógar, limgerði og
rimlagirðingar draga aftur á móti
úr vindhraðanum, en brjóta ekki
beinlínis vindinn. Það er að ýmsu
leyti hentugra gróðrinum.
Skjól hækkar jarðvegshitann og
loftið næst jörðu er einnig hlýrra
í skjóli en úti á berangri. Getur
munað hálfri eða heilli gráðu eða
meir. — í Danmörku, Svíþjóð og
víðar hefur verið reynt að mæla
áhrif skjólsins, sem nákvæmast.
Hafa verið notuð limgerði, rimla-
girðingar og fjalaþil (heil og göt-
ótt) við mælingar. Bæði skjól-
belti og rimlagirðingar, með 40—
70% skjólverkunum, hafa reynst
gera mikið gagn.
Alkunnugt er að lega garðanna
ræður miklu um sprettuna. Flest-
ir gæðagarðar liggja í skjóli, móti
sól. I Kaupmannahöfn er talið að
garður sem hallar 5° móti suðri,
hljóti jafnmikinn sólarhita um há-
degið og flatur garður suður í
Bonn í Þýzkalandi; og hallaði garð
urinn í Kaupmannahöfn 10 gráður
móti suðri, verður sólarhitinn á
hann álíka og á flatan garð í suður
Frakklandi. En ef Kaupmanna-
hafnargarðurinn hallar 10 gráður
móti norðri, fær hann ekki meiri
sólarhita en flatur garður í Hapar-
anda lengst norður í Svíþjóð. Svo
miklu ræður lega garðanna. Hér
á landi kannast allir við hve miklu
getur munað á hita á berangri og
í brekku á móti sól. Það er bein-
línis annað og verra „loftslag“
norðan í hól en sunnan. Hér á
landi er oft svo svalt og næðinga-
samt að rétt val garðstæðis er
veigamikið atriði. Jarðveginn má
fremur bæta og oftast er þörf á
því.
Á sandsvæðum eru sérlega góð
vaxtarskilyrði fyrir gulrætur og
kartöflur í hinum lausa og tiltölu
lega hlýja sandjarðvegi. En þar
þarf víða að skapa skjól með rimla
girðingum og skjólbeltum úr
birki o. fl.; jafnvel nokkrar raðir
af höfrum eða byggi skýla dálítið,
t.d. reitum viðkvæmra jurta
Næturfrost gerir oft mikinn
skaða, en oftast mismikinn, eftir
legu garðanna. Kalt loft er þyngra
en hlýtt og sígur undan halla og
safnast í lægðir, líkt og vatn. Þess
vegna er hættara við næturfrost-
um niðri í lægðum en uppi í brekk
um. Lítill hæðarmunur getur ráðið
úrslitum, svo og það hvort far-
vegur eða frárennsli er fram úr
lægðinni eða ekki. Vestar eru
mýralægðir og flatir vatnsbakkar.
Kalda loftið þarf að hafa framrás
eins og vatn. Veggur ofan við
garð í brekku, veitir köldu lofti,
sem sígur niður brekkuna, frá
honum. Görðum móti austri er
sérlega frostskemmdahætt, af því
að morgunsólin þíðir frosnar jurfc-
irnar t.d. kartöflugrös, of hratt.
Erlendis er talsvert gert af þvi
að verja verðmætan gróður gegn
frosti, með því að láta reykjar-
svælu leggja yfir garðana. Reynt
er einnig að setja loftið á hreyf-
ingu, t.d. með mylluvængjum o.fl.
útbúnaði og aðferðum. Nægur
kalí-áburður eykur frostþol gróð
ursins.
Enn umdtur og erni
í flestum blöðum hafa birzt
greinar um hið nýja eiturfrumvarp
sem nú liggur fyrir háttvirtu Al-
þingi, og er þetta töluvert hita-
mál á báða bóga. Upphaflega voru
aðallega andmælagreinar skrifað-
ar, flestir greinarhöfundar töldu
eitrun bæði ómannúðlega og til-
gangslausa til að útrýma refum, en
hins vegar víst að með allsherjar-
eiturherferð myndi erni og val gjör
eytt á íslandi.
Nú hafa aðdáendur eitursins lát-
ið til sín heyra og er augljóst, að
ýmsum þessara manna er ósárt um
þótt drepnir verði hinir fáu ernir
sem eftir eru í landinu, og eins
um hina siðferðilegu hlið málsins.
Láta sig engu skipta þótt refum
sé eytt með grimmdarlegum aðferð
um, sem eru raunverulega bannað-
ar með lögum og andstæðar allri
mannúðarkennd. Þessir menn bera
fyrir sig ummæli ýmissra mætra
manna um gagnsemi eiturhræa,
tófudauða, tófugrimmd (sem vit-
anlega er öllum kunn). Tölur þær
sem nefndar eru í sambandi við
þetta eru ekki sannfærandi. Til
dæmis er ekki öruggt að tófa hafi
drepizt þótt eitraður fugl hafi ver-
ið hreyfður eða jafnvel horfið.
Heldur finnst mér það óviðeig-
andi að revna að gjöra arnarvini
tortryggilega með því að kalla okk-
ur „fína menn“ eða gefa í skyn
að okkur sé þetta hégómamál.
Einnig er tilgangslaust að halda
I því fram að ernir hafi aðallega fall
ið fyrir skotvopnum. Svo margar
skilmerkilegar greinar hafa verið
skrifaðar um það mál nú í hálfa
öld, og síðustu áratugi hefir vand-
lega verið hugað að þessu máli.
f sambandi við þetta mætti
spyrja hvort það voru „fínir
menn“ sem fluttu inn kláðafé um
aldamótin eða þá formælendur
karakúlhrúta? Hygg ég að fjárstofn
inn íslenzki hafi goldið meira af-
hroð vegna þeirra mistaka en af
völdum refa. Hefi séð hvort
tveggja: Afvelta horgrindur mæði-
veikar og garnaveikar, einnig bitn-
ar sauðkindur og sundurhlutuð
lömb við greni. Vitanlega er slíkt
hörmulegt, þó tel ég engu bæri-
legra að sjá skepnu sálast af eitur-
krampa eða hárlausa vesalinga
með rotin sár dragast áfram á fram
fótunum vegna langvarandi eitur-
áhrifa. Eða hvort hafa þeir sem
lofsama strykníneitrun séð dýr
deyja þannig?
Okkur er tamt að hlutast til um
lögmál náttúrunnar og sköpunar-
verksins, sérstaklega ef eigin hags-
munir eru í húfi, gleymum þá
stundum að stórtækar raskanir á
því sviði geta verið hættulegar. Til
eru þó menn sem telja hverja
grimmdaraðferð sjálfsagða þegar
dýr eða lítilmagnar eiga í hlut.
Aðrir eru þeir sem ekkert er heil-
agt. Við þá manntegund leyfi ég
mér að ségja: Forfeður vorir helg
uðu sér þetta land í upphafi, ásamt
gæðum náttúrunnar, þar með talið
fábreytt dýralíf. Við. afkomendur
þessa fólks, berum ábyrgð á þeim
miklu auðæfum gagnvart forfeðr-
unum, skaparanum og framvindu
lífsins. Okkur er óheimilt að raska
beim hlutföllum er sett voru I
öndverðu, slíkt hefnir sín óhjá-
kvæmilega. Gildir þetta bæði fyrir
löggjafa og almenning á fslandi.
Mér finnst náttúra landsins hafa
misst mikið af fegurð sinni og
virðuleik, ef ernir og valir verða
aldauða á landi hér. Nóg er þegar
(Framhald á 8. cfðvl. /