Tíminn - 07.05.1957, Blaðsíða 8

Tíminn - 07.05.1957, Blaðsíða 8
8 TÍMINN, þriðjudaginn 7. maí 1957, Dánarminning Bjarni Pálmason, skipsfjóri f dag flytur Bjarni Pálmason skipstjóri á m.s. Kötlu í skaut ætt- jarðar sinnar eftir meir en hálfrar aldar starf á öldum-hafsins. Hann var einn af hinum mörgu Vestfirðingum sem vart slitu barns skónum áður en þeir klæddust sjó fötum og sigldu opnum smábátum úr vör. En árin liðu. Sjóndeildarhringur Bjarna stækkaði og skipafloti landsmanna sömuleiðis. Innfjarð- arsiglingin og miðin í Vestfjarða- fjöllunum urðu að bernskuminn- ingum. Úthafsöldurnar og tæknin um borð í hinum stóru skipum tóku við. Og enn liðu árin og á- fram var haldið hinu óslitna starfi á sjónum, en svo kom fyrirvarinn, sem þýddi að starfsdagurinn væri á enda. Hann yfirgaf skip sitt í sl. mánuði mikið veikur í sænskri höfn. Fór þaðan til Kaupmanna- hafnar og gekk undir erfiða skurð aðgerð, en að fáum dögum liðnum var ævin öll. Allir, jafnt ungir og gamlir, þrá svefn og hvíld að loknu erilsömu dagsverki. Hví skyldi þá ekki hin hinnsta hvíld góð þeim, sem eiga meðalævi að baki og gegna fullu starfi þar til kallið kemur. Það er sannfæring mín, að hinn horfni vinur hafi gengið til sinnar hinnstu hvílu á æskilegum tíma- mörkum mannsævinnar. Bjarni var fæddur 10. september 1887 í Skálavík við ísafjarðardjúp og hafði því náð 69 ára aldri. For- eldrar hans voru hjónin Kristín Friðbertsdóttir og Pálmi Bjarna- son, bóndi að Meiri-Bakka í Skála- vík. Voru þau hjón afbragð margra annarra sakir gáfna, glæsimennsku og dugnaðar. Fengu börn þeirra í ríkum mæli sínar foreldradyggðir í vöggugjöf. Bjarni var annað elzta barn þeirra hjóna, fór mjög ungur að heiman og byrjaði sjóróðra í Bol- ungarvík, fyrst á árabátum og síð- ar á mótorbátum. Formaður á mót orbát var hann orðinn fyrir tví- tugsaldur. Bjarna var ljóst það framfara og vakningatímabil er fylgdi fyrri hluta 20. aldarinnar. Hann hafði helgað sér sjómannsstarfið og ekki kom annað til mála en vera við öllu búinn um leið og skipa- floti landsins óx og skipin stækk- uðu. Þótt skólaganga væri erfið- leikum háð í þá daga, sakir fjár- skorts, sem þá var fastur fylgi- hnöttur námsins, fór Bjarni í Stýri- mannaskólann í Reykjavík og lauk þaðan farmannaprófi. Næstu árin á eftir sigldi hann á botn- vörpuskipum, en þá var útgerð tog- ara fyrir alvöru að ná bólfestu hér á landi. Vaskir menn og djarfir munu hafa skipað fyrstu áhafnir íslenzka togaraflotans, enda vinn- an á þeim skipum þann veg, að ekki var á allra færi. Heyrt hefi ég eldri menn nefna Bjarna, sem mik- ið hraustmenni í þeim hóp. f fyrri heimsstyrjöldinni, 1914— 1918, sem hinni síðari, greiddu ís- lendingar sín stríðsgjöld með mönnum og skipum. Er togarinn Skúli fógeti fórst á tundurdufli við Englandsstrendur í fyrra stríð inu björguðust nokkrir menn við illan leik í björgunarfleka. Bjarni Pálmason var einn þessara manna. Ekki skrópaði hann af þessum sök um frá sjómannsstarfinu, heldur fór þegar í annað skiprúm. Að styrjöld lokinni var veruleg- ur hluti íslenzka togaraflotans seld ur úr landi. Bjarni byrjaði þá að sigla á kaupskipum. Sigldi hann fyrst á erlendum skipum, en kom heim að fáum árum liðnum og tók við stýrimannsstarfi á Suðurland- inu, sem þá annaðist strandsigling ar hér, og gegndi hann því starfi um nokkurt skeið, en varð svo að hætta starfi í bili vegna vanheilsu er hann stríddi við í 2 til 3 ár, lengst af á sjúkrahúsi í Danmörku. Er gufuskipið Vestri var keypt hingað til lands, fyrir forgöngu Rafns Sigurðssonar, sem var skip- stjóri á skipinu, réðst Bjarni sem stýrimaður á það skip en það skip mun hafa byrjað siglingar til Mið- jarðarhafsins einna fyrst íslenzkra skipa. Bjarni og Rafn voru báðir Vest- firðingar og munu hafa kynnst á sínum æskuárum. Römm mun sú taug er tengdi samstarf þeirra, því að það samstarf slitnaði ekki fyrr en við dánarbeð Bjarna. Eimskipa- félag Reykjavíkur mun einskonar arftaki félagsins, sem átti Vestra, enda stofnað fyrir forgöngu sama manns. Félag þetta hefir átt þrjú skip: Heklu, Kötlu hina fyrri og Kötlu hina síðari. Bjarni var aðili að stofnun þessa félags og hefir starfað á skipum þess síðan, sem skipstjóri og stýrimaður í meira en 20 ár. Það féll í hlut Bjarna að sigla milli landa á tímum tveggja heims styrjalda, í hinu fyrra stríði á tog- urum en hinu síðara, sem skip- stjóri á e/s Kötlu. Það er því ekki á færi manns, sem vart hefir á sjó komið, að segja starfssögu Bjarna, né greina frá viðburðaríkum atrið- um úr henni, enda mun það ekki gert hér. Fremur er það persónu- leg vinátta okkar er stóð föstum fótum, sem veldur þessum línum. Fyrir rúmum. aldarfjórðungi sá ég Bjarna fyrst. Eg minnist þess, að hann vakti athygli mína, sem glæsimenni, mikill á velli, fyrir- mannlegur, glaður og reifur og hafði frá mörgu að segja, enda fróður og víðförull. Er ég kynnt- ist honum varð mér fljótt ljóst, að hann var vel gerður maður og að forfeðradyggðirnar, drenglyndi og trúmennska, áttu öruggan bú- stað í honum. Vinum sínum brást hann aldrei og hafði sérstakt lag á að láta þeim líða vel í návist sinni. A síðari árum virtist mér þó glaðværðin vera að víkja fyrir þreytu, en engu breytti það um aðdráttaraflið til vinfengis. Bjarni missti tvo bræður sína í hina votu gröf: Þorvald og Sig- urð. Þorvaldur var ókvæntur og fluttur til Ameríku er hann drukknaði, en Sigurður fórst með togaranum Max Pemberton í byrj- un ársins 1944 og lét eftir sig 4 börn. Bjarni og kona hans tóku strax yngsta barnið, Halldór, og gengu því í foreldra stað. Varð Halldór þeim hjónum mjög kær. Bjarni var yfir miðjan aldur, er hann giftist góðri konu af Vest- fjörðum, Salome Jónsdóttur frá Súðavík. Átti hún eina dóttur, sem frá þeim tíma var barn þeirra beggja, en ekki varð þeim annarra barna auðið. Hið kærleiksríka rausnar heimili Bjarna og Salóme var þó aldrei barnlaust, því að þar hafa alist upp tvö dótturbörn þeirra, auk Halldórs Sigurðssonar frænda Bjarna. Eftirlifandi kona Bjarna hefir misst mikið við fráfall manns síns en kunnugum er ljóst, að ekki er síður skarð fyrir skildi hjá fóstur- börnum þeirra, sem vart eru kom in af æskuskeiði og öll unnu Bjarna, sem ástríkum föður. Bjarni var drengur góður og gæfa fylgdi honum í starfi þótt oft væri siglt á hárri báru um hin stóru höf. Nú siglir hann handan við móðuna miklu og efast ekki ástvinir hans um landtökuna í góðri höfn. OrSið er frjálst (Framhald af 5. síðu). aðgerðir verða að stjórnast af rétt læti, og glöggum skilningi á því hvað hlutaðeigendum sé fyrir beztu. íslenzka þjóðin er allra þjóða smæðst, hún þarf á óskerlum kröft um allra sinna sona og dætra að halda. Hér má ekki Ijá neinum þeim óhappaöflum griðland sem veikir þjóðina, og spilla andlegum og líkamlegum þrótti hennar. Að- eins mjög hár siðferilegur þroski getur gert þjóðina færa um að lifa sem frjáls menningarþjóð í strjálbýlu og erfiðu landi. Það, að við leggjum góðum málum lið af fremsta megni, og séum í far- arbroddi að þjóna háum hugsjón um, getur okkur fremur öllu öðru réttinn til að lifa sem frjáls þjóð. Sú ríkisstjórn, sem nú fer með völd á íslandi, hefir kallað sig „umbótastjórn". Ekkert skal ég bera brigður á það, að hún hafi vilja til að láta það verða sann- mæli. Og víst er um það, að þann stutta tíma sem liún hefir setið að völdum, hefir hún ýmislegt unnið, sem bendir í rétta átt. Já, verkefnin fyrir „umbótastjórn“ eru ærið nóg. Að einu þeirra hefir verið vikið að hér að fram- an. Vil ég hér með skora á stjórn ina að taka það mál til rækilegrar athugunar. Mætti hún bera gæfu til að þoka því máli eitthvað á- leiðis til réttrar áttar ,mundi það framar flestu öðru stuðla að því, að hún bæri nafn sitt með sóma. Stefán Kr. Vigfússon, bóndi á Arnarbóli í Núpssveit Eitur og ernir (Framhald af 4. síðu). að gjört, eitur liefir grandað erni í þrem landsfjórðungum. Það tjón verður aldrei bætt. Ef eiturhræum verður dreift um fjöll og heiðar, þá er leiðara að vera íslendingur. Guðmundur Einarsson, írá Miðdal. STEINPÖR°sl, U OO M KABATA TBCLOTUNASBBINOAb Samleiðarmennirnir kveðja nú Bjarna með þakklæti og söknuði. Þeir varðveita minningu hans jafn lengi og þeim er ætlað að bíða eft- ir farkosti til sömu strandar. Slíkt á sér aðeins stað er góðir menn kveðja. Stefán Jónsson. Hygslnn bóndl trygstr dráttarvél sína 'Viágerdir « HEIMILISTÆKJUM cMb Fimmtugur Hálfdán Sveinsson bæjarstjórnarforseti á Akranesi Margir Vestfirðingar hafa flutzt til Akraness á undanförnum árum j og sett svipmót á bæinn. Dugandi ■ skipstjórar, ágætir félagsmálaleið-: togar og annað prýðilegt fólk af ýmsum stéttum. Hefir þessi inn- flutningur orðið bænum til mikils: gagns. Einn þessara Vestfirðinga,: Hálfdán Sveinsson, forseti bæjar- stjórnar Akraness, er fimmtugur í dag. Hann er fæddur í Bolungarvík 7. mai 1907, en fluttist kornungur með foreldrum sínum að Hvilft í; Önundarfirði og þar ólst hann upp.! Foreldrar hans voru hjónin Sveinn Árnason bufræðingur frá Króki í Norðurárdal og Rannveig Hálfdán- ardóttir hreppstjóra Örnólfssonar í Meirihlíð í Bolungarvík og er sú ætt fjölmenn og kunn um Vest- firði. Hálfdán Sveinsson vann heima fyrir yfir tvítugt öll algeng störf til lands og sjávar en fór síðan á skóla og lauk prófi frá kennara- skólanum vorið 1933. Hann var einn vetur kennari í Stykkishólmi en gerðist kennari á Akranesi haustið 1934 og hefir gegnt því starfi síðan. Jafnframt var hann fyrstu 8 árin stundakennari við unglingaskólann á Akranesi. Hann fór náms- og kynnisferðir til Bandaríkjanna 1951 og til Dan- merkur 1954. Hann er vinsæll og velmetinn kennari. Stjórnsamur og þó góður félagi barnanna og lætur sér annt um hag þeirra. Hálfdán Sveinsson kvæntist 12. maí 1934 Dórótheu Erlendsdóttur málara á ísafirði, hinni ágætustu konu.. Þau hafa eignast fjögur börn, þrjá syni og eina dóttur. Tvö elztu börnin hafa stofnað sín eigin heimili á Akranesi. Hér hefir stutt æviágrip H. S. verið rakið. Eftir er þó að geta þess, sem lengst mun halda nafni hans á lofti, eri það er óvenjulegur félagsmálaáhugi, enda hefir hann mjög komið við sögu Akraness tvo síðustu áratugina. Hann var kjör- inn í hreppsnefnd Ytri-Akraness- hrepps 1938 og í fyrstu bæjar- stjórn Akraneskaupstaðar 1942 og jafnan endurkjörinn síðan. Hann var fyrst kjörinn í bæjarráð 1946 og á þar enn sæti. Forseti bæjar- stjórnar Akraness var hann 1950 til 1951 og aftur 1954 og síðan. Þá hefir H. S. mjög látið verka- lýðs- og samvinnumál til sín taka. Hann var fyrst kjörinn í stjórn Verkalýðsfélags Ákraness 1936 og hefir átt sæti í henni síðan og for maður félagsins nú í mörg undan- farin ár. Starfsmaður félagsins hefir hann verið um nokkurt skeið. Hann átti lengi sæti í stjórn Al- þýðusambands íslands. í stjórri Kaupfélags Suður-Borgfirðinga var hann kjörinn 1939 og formaður fé lagsins síðustu árin enda hefir hann alltaf verið mikill áhuga- maður um samvinnumál. Hann hefir lengi verið einn af aðalleið- togum Alþýðuflokksins á Akranesi og skipað innan flokksins ýmsar trúnaðarstöður. Mörg önnur trúnaðarstörf mætti nefna, sem H. S. gegnir. Hann hef ir t. d. setið í sóknarnefnd undan- farin 15 ár, mörg ár í stjórn Skalla gríms hf. er íormaður Norræna fé lagsins á Akranesi, á sæti í stjórn Sjúkrasamlags Akraness og ýms- um öðrum nefndum innan bæjar- stjórnarinnar. Mun fátítt að jafn mörg trúnaðarstörf séu falin ein- um og sama manni, sem H. S. hafa verið falin undanfarin 20 ár. Þetta er þó engin tilviljun. H. S. er gæddur miklu starfs- þreki, félagslyndur, fórnfús og ó- eigingjarn. Hann er ágætlega máli farinn, rökfastur og tillögugóður. Hann er samvinnuþýður og gerir sér jafnan far um að sameina sund urleit sjónarmið og rasar hvergi um ráð fram. Hann er þungur fyr- ir, þyki honum málstað sínum mis boðið en óáleitinn að fyrra bragði. Hann vill hvers manns vanda leysa og láta gott a*f sér leiða í hverju máli. Þessir mannkostir H. S., á- samt ágætri menntun, hafa gert hann að þeim félagsmálaleiðtoga, sem hann nú er, aðeins fimmtugur að aldri. í bæjarstjórnarkosningunum 1954 höfðu þrír flokkar samvinnu um framboð á Akranesi og mynd- uðu samstarf um stjórn bæjarins eftir þær. Ýmsir höfðu á þessu van trú. Samstarf þetta hefir nú staðið í þrjú ár, og samvinnan verið með miklum ágætum, svo engan skugga hefir á hana borið. Drýgsta þáttinn í þessu á H. S. og er vafasamt að samstarf þetta hefði tekist, ef hans hefði ekki notið við. En það hefir sannað, svo ekki verður um villzt, að þessir svonefndu vinstri flokkar geta auðveldlega starfað saman, ef viljinn er fyrir hendi. Á fimmtugsafmælinu vil ég notá tækifærið og þakka H. S. unnin störf í þágu Akraneskaupstaðar fyrr og síðar. Megi Akranes sem lengst njóta áhrifa hans. Ennfrem ur þakka ég ánægjulegt samstarf x þrjú undanfarin ár og bið H. S. og fjölskyldu hans allra heilla og blessunar á ókomnum árum. Dan. Ágústínusson. lllllllllllillllllllill!llillllllllillllimilllllllllllllllllllllllllllllllllllillilillillliliUimi!lllll!llillll!il!llllllllllillllllllllltl = Vi<S getum nú aftur afgreitt HELLU-ofna meS stuttum fyrirvara. h/fOFNASMIÐJAN SIMHOLTI IO - MVriAVlK - ÍSLANDi viiiiifiiiiiimimiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiKiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiHiiiiiiuiHiiiiiiiminmniBi Bezt að auglýsa í TtMANUM - Auglýsingasími Tímans er 82523

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.