Tíminn - 07.05.1957, Blaðsíða 2

Tíminn - 07.05.1957, Blaðsíða 2
TÍMINN, þriðjudaginn 7. maí 1957, & { Fraeskur kafbátur í Reykjavíkurhöín Á laugardaginn kom til Reykjavíkur franskur kafbátur, sem heitir Mar- soufr, og er nýr. Er hann í reynsluför og er óvopnaður. Kafbáturinn var tiér í cpinberri heimsókn, og héit á brott í gærkveldi. Báturinn er 204 fet. Báturinn lá við hafnarbakkann á sunnudaginn og var þar mann- margt að skoða hann. ■ (Lj'ósm: 3HM) Óeirðír í pólskri borf í síðustu viku: Herlið og lögregla send á vettvang tíl að kæía óeirðir London—6. maí. — Dag- btað í Varsjá hefir skýrf svo frá, að heriiði og lögreglu hafi verið beitt til að kæfa ó- eirðir í borg einni í suðaust- ur Póllandi í siðustu viku. Samkvæmt frásögn blaðsins var það uppltaf óeirðanna, að öryggis- -sveitir rílcisins handtóku drukkinn herman:-! og fóru með hann til næstu lögreglustöðvar. Félagar her inannsins og nokkrir fleiri tóku Sig þá til og eltu öryggislögregl- Una til að koma hermanninum til hjálpar. Ekki leið á löngu þar til fjöldi fólks safnaðist saman og gerði harða hríð að lögreglustöð- 'inni. -Herlið var nú kallað á vettvang og var íáragassprengjum varpað. Til átaka kom milli hermanna og fólksins, en engin alvarleg meiðsli urðu. ......" ' ------------------- Frv. um breytingu á kosningaíögunum af- greitt frá efri deild umræðulaust í gær Frumvarp um breytingar á kosn- ingalögunum, þar sem tekin eru upp ný og fyllri ákvæði um sæti varaþingmanna, var sambykkt við þriðju umræðu í efri deild í gær og tók enginn til máls um málið við þessa síðustu umræðu í deild- inni, enda hefir þetta mál í raun- inni verið þrautrætt frá öllum hliðum, í sambandi við þær miklu umræður er urðu, er Eggert Þor- steinsson tók sæti á Alþingi í vet- ur, sem varaþingmaður fyrir Al- þýðuflokkinn. Ör!ög á Litla-Hrauni, bíu frásagnir eftír Sigurð Heiðdal k vegum Iöunnar-útgáfunnar er komin út bók eftir Sig- urð fíeiðdal, og nefnist hún Örlög á Litla-Hrauni. Eru þetta níu frásagnir af mönnum, sem gistu hæiið, er Sigurður var iforstjóri þess á árunum 1930—1940. Mun frásögnin í öllum jaðalatriðum vera sönn, en nöfnum er breytt. Sigurður Heiðdal var forstjóri vinnuhælisins fyrstu árin sem það starfaði, og sögurnar, sem hann segir í þessari bók, eru heyjaðar úr samtölum hans við fangana og persónulegum kynnum við þá. Frá Sagiiirnar bera þessi nöfn: Tveir hen amenn; í íeiðslu; Kalinn kvist er allt sem sýnist; í tveimur vist- ur, Ég iæt ekki beygja mig; Ekki um; Bi'otin rúða; Útlagi; Hreins- unareldur. Loks eru svo nokkur orð um vinnuhælið á Litla-Hrauni. Bók þessi er allóvenjuleg og ó- neitanlega töluvert forvitnisleg, tlar sem frá segir glöggur maður og vel rittær og fjallar um efni, eem hann gerþekkir, lýsir lífi, sem ekki iiggur í augum uppi öllum alinenningi. Þetta eru engar glæpa sögur, hsldur nærfærnar lýsingar á olnbogabörnum og ólánsmönn- um, sem oftast hafa lent fyrir illa lilviýun, út af alfaravegi hinna fyrirskipuðu dyggða, og sumir þeirra hafa verið hgjta grátt leikn ir af mannféiflginu. Sigurður Hciðdal Samsöngur í ísafjarð- arkirkju Frá fréttaritara Tímans á Isafirði. | Sunnukórinn hélt samsöng í ísa ! fjarðarkirkju, laugardaginn 4. maí Stjórnandi "var Jónas Tómasson, töriskáldi Fyrst söng kvennakór-: inn sex lög, en einsöng sungu Herdís Jónsdóttir og Elísabet Sam úelsdóttir, þá flutti séra Sigurður Kristjánsson erindi og ræddi um orgelkaup í kirkjuna. Þriðja at- riðið . var kvaríettsöngur þeirra Herdísar, Elísabetar, Sigurðar Jónsspnar , og .Gunnlaugs Jónasson ar. Kvartettinn söng fimm lög. ■ Samsöngurinn var haidinn til fjár : öflunar fyrir orgelsjóð ísafjarðar 1 lcirkju. Ákveðið er að kaupa nýtt | orgel í kirkjuna á þessU ári. Orgel í ið, sem nú er í kirkjunni er orðið j svo úr sér gengið, að ekki' er talið borga sig að gera við það. G.S. Maður bráðkvaddur í gærdag varð mgður bráð- kvaddur inni á Kirkjusandi. Hafði hann verið þar við vinnu sína I sviðningaskúr, en starfsmenn á Kirkjusandi fundu hann þar sem hann hafði hnigið niður á gólfið í skúrnum, og var hann látinn er að var komið. Maðurinn hét Jón Jónsson og bjó hann í skúr í Laugarnesi. Auylfoit í Timakun\ Frá Sýeingarsainum nýja Sýningarsalurinn i Alþýðuhúsinu hefir nú verið opinn rúma viku, og hefir aðsókn verið mjög góð. Almenningur virðist kunna vel að meta það að þar má fá ýmsar smekklegar og listrænar tækifærisgjafir, og má nefna t. d. að ýmsir hafa fundið þar ágætar brúðargjafir. Undanfarið hefir staðið yfir í salnum samsýning sjö myndlistarmanna, en þeirri sýn- ingu lýkur annað kvöld og verður salurinn þá opinn til kl. 11. ikil hersýning og hátíðahöld í Isra- el í tilefni 9 ára þjóðhátíðar Herfckinn rússneskur skriðdreki til sýnis á götunum LONDON, 6. maí. — Nærri hálf milljón manna horfði á liersýn- ingu fsraelshers í Tel Aviv er efnt var til í tilefni af 9 ára fullveldisafmæli Ísraelsríkis. Fréttaritari brezka útvarpsins skýrir svo frá, að fagnaðarlæti manngrúans hafi aldrei ætlað að taka enda er rússneskum skrið- dreka, herteknum í herförinni á Sinai-skaganum, var ekið um göt ur borgarinnar. Einnig voru brezk og bandarísk vopn til sýnis er her tekin höfðu verið í Súez-stríðinu við Egypta. Vorosjilov marskálknr fær heldur ó- blíðar viðtökur s opiuberri heiuisókn í Jakarta Mannfjöldinn hrópaði ókvætSisorí og reif ni(S- ur myndir af forsetanum Stofnað félag við- skiptafræðinga Hinn 2. maí var haldinn aðal- fundur í Félagi Viðskiptafræðinga. Formaður var kosinn Hjálmar Finnsson og aðrir í stjórn: Valdi- mar Kristinsson, Sigurður Jörgen son, Hróifur Ásvaidsson, Guðlaug ur Þorvaldsson og Sigurður Fjald sted. Helen Keller JAKARTA - LONDON, 6 maL — Vorosjílov forseti Ráðstjórnar- ríkjanna kom til Jakarta í fndó- nesíu í dag í tveggja daga opin- bera lieimsókn. Er marskálkur- inn kom til fíugvallarins var þar fyrir múgur fagnandi manua, sem veifuö'a rússneskum og indó nesiskum fánum. Ekki voru fagnaðarlætin endur- tekin er Vorosjílov ók inn í borg- ina, því að þar var fyrir mikill mannfjöldi, sem vottaði marskálkn um fyrirlitningu sína með því að hrópa ókvæðisorð til hans og rífa niður niyndir af honum. Innan skamms komu lögréglumenn og herdeildir á vettvang og vörpuðu táragassprengjum á mannfjöldann til þess að dreifa honum. Brezka stjómin vottar Hassain og þjcð hans virðingu fyrir ötula haráttu Talsmaíur Verkamannaflokksins telur, aheilla- óskirnar hafi vafsamt gildi LONDON - NTB, 6. maí. — Vara utanríkisráðherra Breta lýsti þvi yfir í neðri deild brezka þings- ins i dag, að brezka stjórnin væri þeirrar skoðunar, að lífsnauðsyn Iegt væri að tryggja sjálfstæði og algjölt fullveldi Jórdaníu til þess að friður og öryggi gæti ríkt í M-Austurlöndum. Brelar óskuðu jórdönsku þjóð- inni og Hussein konungi góðs geng is og vonuðu, að Bretar og Jórdan íumenn mættu hafa vinsamleg samskipti nú sem áður. Bevan, talsmaður Verkamanna | flokksins í utanríkismálum kvað 1 það vafasamt að óska þeirri stjórn I velgengis, sem þverbrotið hefði allar þær grundvallarhugsjónir lýðræðisins, sem Bretar hefðu til þessa getað hrósað sér af. (Framhald af 1. síðu). úru, sem hún skynjar með ilman og tilfinning. Helen Keller hefur sannað með lífi sínu, hvernig leysa má mikla hæfileika úr viðjum, ef við nýtur alúðar og kunnáttu þeirra, sem annast uppeldi öryrkja. Heimsókn hennar ætti að örva menn til að styðja og styrkja stofnanir, sem hér starfa að velferðarmálum þeirra, sem hlotið hafa svo þung örlög. Smásagnasafn IndriSa (Framhald af 1. síðu). undur hefir endursamið þær og breytt nokkuð. Flestar eru þó alveg . nviar af nálinni. f þeim er fjallað um sundurleit efni. Flest ar þeirra eiga svið sitt í málefn- um dagsins, en ein þeirra Gömul sa«a gerist á fyrri tímum, og er stíll hennar og gerð að nokkru frábrugðin hinum sögunum. Flest ar mimu sögurnar ritaðar á síð- asta ári. Síðan Sjötíu og níu af stöðinni kom út eru þeir margir, sem beðið hafa eftir næstu bók Ipdriða með eftirvæntingu, og nú er hún kom- in. Frágangur bókarinnar er sér- stæður og einkar smekklegur frá hendi forlags og prentsmiðju. ' Eiginmaður minn, Jón Jóhannesson, prófessor, lézt 4. þ. m. — Jarðarförin fer fram frá Dómkirkjunni föstudag- inn 10. þ. m. kl. 2 e. h. Bióm og kransar afbeðið. Þeim sem vildu minnast hans, er vinsamlegast bent á minningarsjóð rim hann við Háskóla íslands. Guðrún Helgadóttir

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.