Tíminn - 28.05.1957, Síða 6

Tíminn - 28.05.1957, Síða 6
6 T í M I N N, þriðjudaginn 28. maí 1951. Útgefandi: FramtóknarflekkarlM Ritstjórar: Haukur Snorrasom, Þórarinn Þórarinsson (ák). Skrifstofur í Edduhúsinu viB Lándargötn Símar: 81300, 81301, 81302 (ritstj. og blaBamOM). Auglýsingar 82523, afgredBila 2S2t Prentsmiðjan Edda hf. Merkilegur áfangi A SEINASTA flokksþingi Framsóknarmanna, er hald- ið var fyrir rúmu ári síðan, var m.a. samþykkt að flokk urinn skyldi beita sér fyrir því að „hraðað sé ræktun og öðrum nauðsynlegum framkvæmdum á þeim býl- um, sem skemmst eru á veg komin“. Þetta atriði var síð- an tekið upp í stefnuskrá bandalags umbótaflokkanna. í lög þau, um land- nám, ræktun og byggingar í sveitum, sem Alþingi hefur nýlega afgreitt, hefur verið tekið upp nýtt atriði, sem er í samræmi við framangreind ar stefnuyfirlýsingar. Þetta nýja ákvæði markar tvímæla laust eitt merkasta spor, sem hefur verið stigið um langt skeið til eflingar ræktun í sveitum. Samkvæmt lögunum greiö ir ríkissjóður 4 millj. kr. á þessu ári og 5 millj. kr. ár- lega á árunum 1958—1961 eða alls 24 millj. kr. til rækt- unar á þeim jörðum, sem nú hafá minnstan töðufeng. — Framkvæmdum skal háttað á þennan veg samkv. 38. gr. og 39. gr. laganna: SÉ HÆTTA á að jarðir fari í eyði vegna vöntunar á viðunandi lífsafkomu fyrir meðalfjölskyldu sökum skorts á ræktun eða vegna bnmatjóns, skal landnáms- stjóri athuga búrekstrarskil- yrði á þeim og leita um þær umsagnar hlutaðeigandi ný- býlanefnda. Telji hann tryggt, að jörð sé hægt að bæta svo með ræktun, að þar megi hafa minnst 10 ha. tún, og önnur búskaparskil- yrði eru allgóð, þá er nýbýla- stjórn ríkisins heimilt að veita til hennar óafturkræft framlag samkv. þessum lög- um. Óafturkræft framlag má þó ekki vera hærra en sem nemi að viðbættu fram- lagi samkv. jarðræktarlög- um 50% af ræktunar- og girðingarkostnaði. Fram- ræslukostnaður og framlög til hans samkv. jarðræktar- lögunum . koma ekki til greina við útreikning samkv. þessari grein. Landnámsstjóri getur í samráði við stjórnir og fram kvæmdastjóra ræktunarsam banda á grundvelli rann- sóknar, er Landnám rikisins framkvæmir, gert áætlun um ræktunarframkvæmdir á framannefndum jörðum, á hverju ræktunarsambands- svæði, enda sé þar fram tek- ið, hvaða jarðir falli undir þessi ákvæði. Jafnan skal þess gætt, að slík aðstoð sé veitt fyrst á þeim svæðum, þar sem það getur komið í veg fyrir, að heill hreppur eða verulegur hluti hrepps fari í eyði. í 40. grein er svo gert ráð fyrir því, að Landnám ríkis- ins eða ræktunarsambönd taki að sér umræddar rækt- unarframkvæmdir, svo sem framræslu, jarðvinnslu og frágang ræktunar. SKÝRSLA, sem Páll Zophóníasson hefur gert, sýnir vel hvílíkt nauðsynja- mál er hér á ferðinni. Sam- kvæmt yfirlitinu, sem hann hefur gert um stærð túna og töðufalli 1955, er meðaltún- ið í landinu 10.2 ha. og gefur af sér 414 hesta af töðu. — Yfir 80% af túnunum hafa hinsvegar minna töðufall en þettav' (eða 7.4% hafa frá 1—100 hesta töðufall, 24.1% hafa frá 100—200 hesta, 33.2 hafa 200—300 hesta og 17.0% hafa 300—400 hesta töðufall. HÉR ER því mikið verk að vinna, þegar þess er gætt, að ræktunin er undirstaða þess, að bændur geti stundað nútímabúskap moö vélum, rafmagni o.s.frv. Eigi land- búnaðurinn sem heild að eiga blómlega framtíð fyrir höndum, er ekkert meira á- ríðandi en að aukin sé rækt un þeirra býla, sem nú eru skemmst á veg komin. Þar þarf að gera stórt átak og gera það fljótt. Þess vegna ber að' fagna því mikiivæga skrefi, sem nú hefur verið stigið í þessa átt, með hinum nýju lögum um landnám, ræktun og byggingar í sveitum. Bjarni meðgengur BJARNI Benediktsson lýsti því yfir í Mbl. á sunnu- daginn, að aðrir heimilishætt ír séu hjá Mbl. en Tímanum. Ritstjórar Tímans vilji ekki eigna blaðinu tillögur, sem sagt er frá sem fréttum að einn eða annar hafi flutt, og ekki vilji þeir heldur telja greinar, sem eru undir sér- stökum höfundarnöfnum, skrifaðar í nafni blaðsins. Ritstjórar Mbl. líti hinsvegar svo á, að allt slíkt, sem sé birt í Mbl., sé birt í nafni þlaðsins. Samkvæmt þessu er eftir- farandi klausa, sem nýlega birtist í Mbl., skrifuð í nafni þess og Bjarna: „Svo var það fréttin um það, að lán væri fengið til framkvæmda við nýja virkj un Sogsins. Það er auðvitað ágætt. Hitt eru menn víst ekki sammála um, að nauð- syn sé að þenja rafkerfi landsins út á lítt byggileg annes og afdali. Sú útnesja- rómantík er heldur illa grundvölluð á raunhæfu sviði.“ Það er gott að Bjarni skuli nú hafa meðgengið, að þetta sé sagt í nafni hans og Mbl., því að fyrst eftir að það birt- ist, var hann að burðast við að afneita þvi. ERLENT YFIRLIT: Hið óvænta t í Taipei Líklegt aí Bandaríkin endurskoði afstöðu sína til herstöðva erlendis UM NOKKURRA mánaða skeið hefir verið furðuhljótt um For- mosu í heimsfréttunum. Við því var þó ekki búizt, að það héldist til langframa. Kommúnistastjórn- in í Kína var bersýnilega.ekki fall- in frá þeirri kröfu sinni, að For- rnosa heyrði til Kínaveldi. Af ein- hverjum ástæðum, taldi hún hins vegar rétt að hafa ekki hátt um þær að sinni. Bersýnilega var hún að bíða eftir tækifæri til þess að hefja róðurinn að nýju og þá með auknum krafti. Slíkt tækifæri hefir húrí nú feng- ið og það áreiðanleag betra en hún hafði gert sér vonir um. Banda- ríkjamenn hafa hins vegar orðið fyrir meira áfalli en þá hefir dreymt um — áfalli, sem getur orðið áróðurslega næstum eins al- varlegt fyrir þá í Asíu og uppreisn- in í Poznan varð fyrir Rússa í varð í Taipei, höfuðbarg Formósu, ÞETTA TÆKIFÆRI, sem hér er átt við, er uppþotið mikla, sem varð í Taipei, höfuðborg Formósu, á föstudaginn var. Mikill mann- fjöldi réðist þá á sendiherrabústað Bandaríkjanna og aðrar skrifstof- ur þeirra í borginni og vann á þeim miklar skemmdir. Nokkrir Bandaríkjamenn urðu fyrir tals- verðum meiðslum. Ró komst ekki á aftur í borginni, fyrr en þrjú herfylki af her kínverskra þjóð- ernissinna höfðu tekið sér stöðu í henni. Borgin hefir verið undir herstjórn síðan. Tilefni þcssara atburða var það, að bandarískur herréttur hafði sýknað ameriskan liðþjálfa, Reyn- olds að nafni, sem hafði orðið For- mosumanni að bana. Reynolds gaf Formosumanninum það að sök, að hann hefði verið að gægjast inn um glugga á baðherbergi, þar sem konan hans var nakin, og hafi hann reynt að stugga honum í burt.u. Formosumaðurinn hefði þá gert sig líklegan til árásár og hana skot ið hann í sjálfsvarnarskyni. Bandaríski herrétturinn féllst á þessar skýringar Reynolds og sýkn- aði hann. Þeim úrskurði var strax mótmælt af stjórn Chiang Kai Sheks. Kona hins myrta manns hóf jafnframt mótmæli og byrjaði á hungurverkfalli í mótmælaskyni fyrir framan ameríska sendiherra- bústaðinn. Brátt safnaðist svo þang að mannfjöldi, er fréttin breiddist út, og urðu afleiðingarnar þær, sem að framan greinir. VAFALÍTIÐ er að þessir at- burðir hafa komið Bandarikja- mönnum mjög á óvart. Þeir hafa álitið sig vinsæla á Formósu. Því verður heldur ekki neitað, að mikl ar verklegar framkvæmdir hafa átt sér þar stað fyrir tilverknað amerísks fjármagns. Stór skref hafa verið stiginn til að auka menntun almennings. Einræðis- stjórn Chiangs Kai Sheks og liðs- manna hans frá Kína hefir hins- vegar ekki verið vel séð. Banda- rikjamenn hafa gert sér vonir um, að þeir myndu sleppa við þær óvinsældir. Svo hefur bersýnilega ekki orðið, enda væru yfirráð j Chiang Kai Sheks löngu úr sög- unni, án stuðnings Bandaríkja- manna. Til viðbótar hafa svo Bandaríkjamenn haft á sér helzt til miklan yfirþjóðarbrag. Amerísk ir hermenn hafa t.d. notið ýmissa sérréttinda. Meðal almennings hef ur því skapast andúð gegn Banda- ríkjamönnum, sem þeir hafa ekki gert sér ljósa fyrr-en nú, að at- burður, sem er lítill í þeirra aug- um, veldur hinu stórfelldasta upp þoti. Auðséð er líka að tilefnið sjálft er hér ekki aðalatriðið, held ur hefur það aðeins veitt niður- bældri andúð gegn Bandaríkja- mönnum tækifæri til að koma í dagsljósið. UPPÞOTIÐ á Taipei er hinn mesti hvalreki á fjörur kommún ista. Þeir munu nota það til hinnar stórfelldustu áróðurssóknar gegn CHIANG KAI-SHEK Bandaríkjamönnum í Asíu, enda þegar byrjaðir á því. Og vafalaust mun sá áróður finna frjóan far- veg, eins og ar.dúðin gegn íhlutun hvítra manna er þar öflug og sí- vaxandi. Það er svo meira en líklegt, að upp úr þessum árekstri, takist kommúnistum betur en áður að koma fótum undir skipuleg mót- spyrnusamtök á Formósu. Ósenni legt er ekki, að þeir taki upp þá aðferð að lofa Formósubúum öllu fögru, ef þeir iosa sig við Chiang Kai Shek og Bandaríkja- menn. Uppreisnin á Taipei getur þann- ig dregið hinn alvarlegasta dilk á eftir sér fyrir Bandaríkjamenn í Asíu. Frá því sjónarmiði getur hún orðið eins mikið áfall fyrir þá og uppþotið í Poznan varð fyrir Rússa. MJÖG líklegt virðist, að Banda- ríkjamenn geri sér þetta líka ljóst og taki því öll þessi mái til nýrrar athugunar. Það er ekki aðeins á Formósu, sem nú ber á stórvax andi andstöðu í þeirra garð, held- ur yfirleitt í öllum löndum Aust- ur-Asíu, þar sem þeir hafa her- stöðvar. 1 Japan magnast stöðugt andúð gegn herstöðvum þeirra þar og þó ber enn meira á slíkri ándúð á Okinavua. Á Filipseyjum hefir Bandaríkjamönnum gengið ilia að ná nýjum samningum um herstöðv ar þar og hefir þó farið þar með völd stjórn, sem ér vinsamleg þeim. Það væri ekki ósennilegt að draga þá ályktun af öllu þessu, að Bandaríkjastjórn taki herstöðva stefnu sína upp til gagngerðrár endurskoðunar, þ. e. að segjá að því leyti, sem um erlendar her- stöðvar er að ræða. Bandaríkja- menn reka sig nú nær hvarvetna á það, að slíkar herstöðvar eru ó- vinsælar og það engu síður, þótt um sé að ræða stöðvar í landi vin- veittra þjóða. Vel má þvi vera, að þeir komist fyrr en varir á þá skoðun, að rétt sé að semja um brottflutning frá öllum erlendum herstöðvum, ef Rússar verða fáan legir til að gera hið sama. Með an herstöðvanna verði hins vegar talin þörf, verði einangrun stórauk in til að forðast árekstra eins og þá, er urðu í Taipei á föstudaginn. FORMÓSA er Bandaríkjunum svo sérstakt vandamál út af fyrir sig. Til lengdar geta þeir ekki t.reyst á Chiang Kai Shek og lið hans. Ef þeir ætla ekki að missa Formósu, verða þeir að vinna fylgi íbúanna þar. Erfitt mun hins vegar að gera það tvennt í einu að viðhalda völd um Chiang Kai Sheks og halda hylli Formósubúa. Þetta viðhorf getur valdið því, að Bandaríkia- stjórn verði fúsari en ella til að fallast á einhverja millileið til lausnar Formósudeilunni, ef Kín- verjar vilja koma þar eitthvað til móts við hana. Uppþotið í Taipei er líklegt til þess að verða sögulegur og afdrifa- ríkur atburður. Það fer eftir fram- sýni viðkomandi aðila, hvort það verður til að auka viðsjár þar eystra eða hjálpar til að beina þró- uninni inn á heillavænlegri braut- ir. Þ.Þ. Landbúnaðarmái (Framhald af 4. síðu). vatni í gegnum blöndunginn í hlut fallinu 1:1 og þegar hefir náðst furðulegur árangur. Það hefir komið í ljós, að unnt var með þessu móti að bæta öktantöluna um 8—15 einingar og hækka með því þjöppunarhlutfallið um 1,5, frá t. d. 6,5:1 upp í 8:1, en við það jókst hestorkutala hreyfilsins um 10—20%, allt eftir gerð hans. Það kom einnig í ljós við tilraunina, að nýtízku hreyfill þoldi þessa þjöpp- unaraukningu mjög vel, líkt og : Ijós kom á Norðurlöndum í st.yrj- öldinni síðustu, þegar hreyflum var breytt og þeir knúnir með við- arkolum. Við skoðun á hreyflum eftir notkun, þegar vínanda-vatnsblönd- unni var bætt í benzínið, kom enn- fremur í Ijós, að slit og botntali í hreyflinum var talsvert minna en við notkun venjulegs eldsneytis, benzíns eða olíu, þ. e. a. s. ending hreyfilsins verður meiri. Það er engum vafa bundið, að slík viðbót (af vínanda og vatni) getur átt framtíð fyrir sér; kost- irnir eru margir en ókostir fáir. Það þarf að setja aríkageymi á dráttarvélina, ekki mjög stóran, því meðaleyðsla af vínandablönd- unni er aðeins 4—5% af eldsneytis notkuninni, eða frá 1—15% eftir álagi og snúningshraða hreyfilsins. Það fyrirkomulag er haft á, að komið er fyrir auka-bunustút í blöndungnum í sambandi við auka- fleytishólf með gangráð (regula- tor) fyrir aðstreymið. Blandan er, sem fyrr segir, að hálfu af hvoru: vatni og vínanda, en það hefir reynzt nauðsynlegt að bæta í dá- litlu af efni til varnar málmupp- lausn til þess að koma 1 veg fyrir stíflur í leiðslunum. 1. kverksjald. 2. blöndungur. 3. gasspjald. 4. innsog. 5. gangráSsIeiðsla. 6. vínandaleiðsla. 7. fleytir. 8. innanmálsleiðsla. 9. þynna. 10. fjöður. 11. vin. andageymir.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.