Tíminn - 28.05.1957, Qupperneq 7
T í MI N N, þriðjudaginn 28. maí 1957.
7
Sjálfstæðisflokkurinn vill gera verkföllin að „há-
9 fyrir braskarastéttiua í landinu
Þessar útvarpsumræður ná þvíj
aðeins tilgangi sínum, að lands- í
menn hafi að þeim loknum betri
aðstöðu til þess að dæma rétt um
það, hvernig ríkisstjórninni hetir
tekizt lausn vandamálanna, en íil
þe9s þarf þá -fyrst og fremst að
gera sér fullljóst, við hvaða vanda-
málum ríkisstjórnin tók, og enn-
fremur, hvernig stjórnarandstaðan
hefir unnið, því að auðvitað ber
hún einnig, ábyrgð verka sinna og
dæmist áf þeim.
1) Framleiðslan stöðvaðist árið
1946 eftir stjórnarforustu Sjálf-
stæðisflokksins. Þá var í fyrsta
sinn tekin ríkisábyrgð á framleiðsl
unni við sjávarsíðuna. Síðan hefir
dýrtíðin haldið áfram að aukast og
alltaf hallað undan fæti fyrir fram-
leiðslunni. Langverst var ástandið
eíðastliðið haust. Vegna sívaxandi
dýrtíðar hafði hallinn á fram-
leiðslusjóði orðið 20—30 millj.,
þörfin fyrir niðurgreiðslur aukizt
u,m 30 millj. og á þriðja hundrað
milljóna þurfti til viðbótar því,
sem áður var, til þess að framleiðsl
an gæti haldið áfram árið 1957.
Um þessa þörf framleiðslunnar
voru allir stjórnmálaflokkarnir
eammála á Alþingi. Þetta var
íyrsta myndin, sem við blasti við
6tjórnarskiptin.
2) Húsbyggingar um land allt
voru að stöðvast vegna fjárskorts
og hátt á þriðja hundrað milljóna
vantaði til þess að fullgera þær
fcyggingar, sem höfðu verið hafnar
í Reykjavík einni.
3) Rafmagnsmál dreifbýlisins
Btóðu þannig, að 18—20 millj. kr.
ekorti til þess að fullgera það, sem
éætlað hafði verið og um samið
1956.
4) Bændur höfðu stofnað til stór
ekulda vegna framkvæmda, en
Ræktunarsjóð vantaði 20 milljónir
til þess að geta fullnægt lánaþörf-
inni.
5) Fiskveiðasjóður hafði lofað
Jánum, en skorti 10—20 milljónir.
6) Sementsverksmiðjan var stöðv
uð; landsmönnum hafði verið sagt,
að séð hefði verið fé til hennar,
en í ijós kom, að þar skorti 60
jnillj. til þess að fullgera verkið.
7) Nokkur fiskiðjuver voru hálf-
gerð og þar um bil, en fram-
kvæmd stöðvuð sakir fjárskorts.
8) Stækkun Sogsins þoldi enga
fcið, en lánsfé til verksins, hátt á
annað hundrað milljóna, hafði
reynzt ófáanlégt.
Allt lánstraust var þrotið
Þegar rikisstjórnin sneri sér til
bankanna, var svarið: Við höfum
enga peninga, okkar fé hefir þeg-
ar verið lánað út.
Fyrrverandi ríkisstjórn hafði leit
að eftir láni í mörgum löndum s. 1.
tvö ár án árangurs, þar á meðal til
Sogsvirkjunarinnar, sem getur þó
boðið betri grundvöll til lántöku
en aðrar framkvæmdir, vegna þess
bve fyrirtækið er arðbært.
Allar þessar töiur, sem sýna ljós-
lega myndina af aðkomunni ,eru ó-
hrekjandi staðreynd, og mun senni
lega verða birt skýrsla um það áð-
ur en langt um líður. Þetta var
arfurinn, sem var tekið.
Maður Skyldi nú halda, að for-
ustuflokkur fyrrverandi ríkisstjórn
Ur, sem skildj -þannig við málin, í
algjöru strandi og óreiðu, hagaði
6ér sæmilega-í stjórnarandstöð-
unni. En það fyrsta, sem núver-
»ndi ríkisstjórn varð að snúa sér
að, áður en hún hóf störf, var að
Jeiðrétta ýmiss konar missagnir og
fcnekkja rógi, sem sendur hafði ver
íð til útlanda í fréttaskeytum í því
Bkyni að gera stjórnarskiptin tor-
tryggileg erlendis.
Rógskeytin
Blöð Sjálfstæðisflokksins eða
jnenn frá þeim hafa umboð frá
ýmsum stærstu erlendu fréttastof-
um heims til þess að senda þeim
fréttir héðan. Þessar stóru frétta-
Etofur senda svo fréttirnar til
fjölda stórra og víðlesinna blaða
yíða um heim. Þessi aðstaða hefir
Áður hafði hann reynt eftir megni að
koma í veg fyrir iántökur erlendis
Ræða Hermanns Jónassonar, forsætisráSherra, í eldhús
dagsumræðunum í gærkvö'di
verið notuð með hinum furðuleg-
asta hætti til þess að senda róg-
skeyti út um heim um íslenzku rík-
isstjórnina. Um þessa einstöku
vinnuaðferð hefir verið rætt í blöð
um, og er tímans vegna aðeins
unnt að nefna örfá dæmi.
Send voru skeyti til útlanda um
það, að kommúnistar réðu öllu í ís-
lenzku ríkisstjórninni, henni væri
því ekki að treysta. Hún mundi
leita austur fyrir járntjald með
flest sín vandamál. Send voru
fréttaskeyti um það, að Reykjavík
væri alveg orðin yfirfull af austan-
járntjaldsmönnum, hér væri pólsk
sendinefnd, verzlunarmálaráðherra
Tékkóslóvakíu o. fl., fullt af blaða-
mönnum, rússneskt knattspyrnulið,
þó að staðreyndin væri sú, að all-
ar þessar heimsóknir höfðu verið
ákveðnar meðan fyrrverandi ríkis-
stjórn sat við völd. Rógs'keyti voru
send til útlanda út af því, að við
fengum þriggja ára samning um
sölu fisks við Rússland. Þó hafði i
fyrrverandi forsætisráðherra gert
ítrekaðar tilraunir til þess að ná
slíkum samningum, en án árang-
urs. Send voru rógskeyti um það,
að íslendingar væru að taka upp
stórfelld viðskipti við Austur-
Þýzkaland. Þó var það einnig stað-
reynd, að einn aðalmaður Sjálf-
stæðisflokksins samdi um þessi
viðskipti í samráði við fyrrverandi
ríkisstjórn. Send voru símskeyti
um það út um víða veröld, að nýja
íslenzka ríkisstjórnin væri mjög
fjandsamleg Bandaríkjunum. Þann
ig rigndi
Reykjavík.
rógskeytunum
„Ríkisstjórnin skal
hvergi fá lán“
Tilgangurinn var auðsær, að
spilla áliti ríkisstjórnarinnar út á
við, og þá ekki horft í það, þó að
það skaðaði þjóðina. Þeir vissu
það einnig Sjálfstæðismenn, að
þeir höfðu stofnað til stórkostlegra
óreiðuskulda vegna hálfgerðra
framkvæmda, sem áður eru taldar.
Innlenda lánsféð hafði verið tæmt.
Ef ríkisstjórnin gæti hvergi fengið
peninga erlendis, þá leiddi það af
sjálfu sér, að hún yrði að fara, var
• vonin og viðkvæðið fyrst eftir að
1 ríkisstjórnin tók við. Ríkisstjórnin
skal hvergi fá lán, var hvíslað á
klíkufundum Sjálfstæðisflokksins
hér í Reykjavík og nálægum sveit-
. um; eftir þrjá mánuði verður hún
I að fara. — Ég er viss um, að það
má leita víða um lönd til þess að
! finna jafnfáheyrð vinnubrögð og
: þessi.
I
RáSstafanirnar um
áramótin
Eftir að ríkisstjórninni hafði
unnizt tími til að snúazt gegn þess-
um rógfregnum með ýmsum hætti,
var fyrsta verk hennar að stöðva
dýrtíðarskrúfuna í samráði og sam-
starfi við aðalvinnustéttirnar. A
þessa fundi sendi Sjálfstæðisflokk-
I urinn fulltrúa sína til þess að
reyna að spilla samkomulaginu.
; Hófst þá þegar sú skemmdarstarf-
semi, sem Sjálfstæðisflokkurinn
hefir stundað síðan.
Bftir að tekizt hafði að stöðva
verðbólguskrúfuna, hófst annar
þáttur í vinnu rí'ki'sstjórnarinnar,
ýtarleg rannsókn á fjármálaástand-
inu, samningar við efnahagsnefnd
launastéttanna, og það tókst að ná
samkomulagi. Þær aðgerðir hafa
verið raktar svo ýtarlega, að ég sé
ekki ástæðu til að verja tíma til
þess að rekja þær hér. Samkomu-
lög, sem hafði orðiö að fresta
vegna annríkis við dýrtíðarráðstaf-
anir fyrir áramót. Sjálfstæðismenn
hafa mikið um það fjasað, hvaií
fjárlögin séu há, og það er rétt,
þau eru of há. En i fjárveitinga-
nefnd stóðu þeir með öllum tillög-
um, sem hækkuðu útgjöld ríkisins.
En au'k þess flultu þeir tillögur um
útgjaldáhækkanir, sem námu 15
millj. kr. Einstakir þingmenn báru
fram hækktunartillögur við fjár'-
lagaafgreiðsluna, sem námu 10,3
millj. króna. Á yfirstandandi þingi
hafa Sjálfstæðismenn flutt tillög-
ur, ýmist um útgjaldahækkanir eða
tekjulækkanir, sem nema 200—250
milljónum króna. Þannig er sam-
ræmið milli orða og athafna í fram
kvæmd á öllum sviðum.
Merkilegt og
margþætt löggjafarstarf
Eftir afgreiðslu fjárlaga hefst
svo þriðji þáttur í verki þings og
stjórnar, mjög margþætt og víð-
tækt löggjafarstarf. Löggjöf um
eflingu fiskiflotans með sérstöku
tilliti til jafnvægis í byggð lands-
ins var sett fyrir áramót. Á síðari
hluta þings hefir verið unnið aíf
setningu nýrrar löggjafar um land-
nám, ræktun og byggingar í sveit-
um, eflingu Fiskveiðasjóðs, útflutn
ingsverzlun, lán til íbúða í kaup-
stöðum og kauptúnum, stóreigna-
skatt, sem lagður verður í bygg-
ingarsjóð ríkisins og veðdeild Bún-
aðarbankans, lax- og silungsveiði,
búfjárræktarlög. Löggjöf hefir
verið sett um stofnun Vísindasjóðs,
eflingu menningarsjóðs, félags-
heimilasjóðs og íþróttasjóðs auk
margs annars, er þegar hefir verið
rakið í fréttum. Loks má nefna
breytingar á bankalöggjöf lands-
ins. Er hér um að ræða mikils-
verða löggjöf á ýmsum sviðum og
verður rakið nánar síðar.
Það er vitanlega rétt, að þetta
þing er orðið alllangt. En þegar
þess er gætt, hvaða viðfangsefnum
þing og stjórn hafa þurft að mæta,
mun það flestum skiljanlegt, að
svo hlaut að verða. í annan stað
verður ekki hjá því komizt, fyrir
því er reynsla, að þegar ný flokka-
samsteypa tekur við völdum, verð-
lag um að breyta skráðu gengi Á 10 ára áætluninni um rafvæð-
krónunnar náðist ekki, þótt ýmsir ingu dreifbýlisins var gert ráð fyr-
álitu að það væri eðlilegasta lausn ir, að hún kostaði öll 310 millj. kr.
in, ef unnt væri að framkvæma Nú er þessi áætlun vegna vaxandi
hana í samráði við vinnandi fólk. dýrtíðar orðin 450—500 millj. kr.
En vert er að vekja athygli á því Kostnaður við framkvæmdir 1957,
hér, að allir stjórnmálaflokkarnir með því að draga saman allt sem; ur þinghald að jafnaði lengra á
voru sammála um, að það fé, sem unnt er, er 110 millj. króna, eða fyrsta þingi eftir slíka breytingu.
aflað var framleiðslunni til styrkt- um það hil þriðjungur af allri 10|Þannig var þetta 1946—1947. Þá
ar, mætti ekki minna vera, enda ára áætluninni, þ. e. um V\ af | var þinghald álíka langt og það
hefir því miður orðið sú raunin eft- henni, eins og hún er í dag. Það' reyndist nú. Þingi lauk þá 24. maí,
ir aflabrestinn í vetur. Og stjórn-1 vantar 45 milljónir króna til þessjen nú litlu síðar.
•*srt
arandstaðan gat ekki bent á neinar að framkvæma áætlunina í ár og
aðrar leiðir til tekjuöflunar í þessu þó hefir ríkisframlagið tvöfaldazt
skyni en þá, sem gripið var til jfrá því sem var upphaflega gert
Þessar ráðstafanir tókst að gera ráð fyrir.
fyrir áramót, þannig að framleiðsl- j
an gat í þetta skipti haldið áfram
án nokkurrar stöðvunar.
Lán til aÖ greiía
j vanskilaskuldir
I Jafnhliða þvi, sem unnið var að
þessum ráðstöfunum, hóf ríkis-
stjórnin umleitanir til þess að fá
Lánin til Sogs-
virkjunarinnar
Næsta stóra skrefið, sem stíga
varð og ekki þoldi bið, var stækk-
un aflstöðvarinnar við Sogið. Eftir
tvö ár verður rafmagnsskortur á
hinu stóra veitusvæði. Áburðar-
verksmiðjan, sem sparar okkur ár-
erlent lán, enda var það óumflýj- lega tugi milljóna í erlendum gjald
anlegt, ef ætti að bjarga þjóðinni eyri, hefði stöðvazt. Fyrrverandi
frá bráðri hættu vegna vanskila-
skulda, er námu, eins og áður seg-
ir, mörgum tugum milljóna. Og
einnig þetta tókst. í Bandaríkjun-
um fékkst hagkvæmt lán, um 65
ríkisstjórn hafði leitað eftir láni í
tvö ár án árangurs, eins og fyrr
segir. Ríkisstjórnin sneri sér þeg-
ar að því fyrir áramótin að le>ta
eftir láni í Bandaríkjunum til
miiljónir króna. Af þessu láni fékk þessara framkvæmda. Og það hef-
ræktunarsjóður Búnaðarbankans ir nú tekizt að tryggja þetta lán,
20 milljónir, og tókst þar með að að minnsta kosti að verulegu leyti.
afstýra yfirvofandi vandræðum.; En meðan á þessari lántöku stóð,
Fiskveiðasjóður fékk 10 milljónir sem meðal annars er fyrir Reykja-
til útlána. Til framkvæmda í raf- víkurbæ, sem á helming Sogsstöðv-
magnsmálum dreifbýlisins var var-
ið 18 milijónum og þannig komið
í veg fyrir algera stöðvun þeirra
framkvæmda. Sementsverksmiðjan
fékk 7 milljónir.
RafvæSing dreifbýlisins
og verbbólgan
í þessu sambandi er rétt að
skjóta hér inn í, við hvað er að
stríða á ýmsum sviðum þjóðlífsins,
þegar verðbólgan eykst svo hratt
sem raun hefir á orðið á undan-
förnum árum.
arinnar á móti ríkinu, var staddur
hér blaðamaður frá einu af aðal-
blöðum auðjöfra í Bandaríkjunum,
og skrifaði hann grein í blað sitt
um það, eftir viðtali við ýmsa hátt
setta Sjálfstæðismenn, að fráleitt
og hættulegt væri að lána íslend-
ingum þessa peninga. En þessi
rógsherferð mistókst einnig.
Afgreiísla fjárlaganna
Eftir að ríkisstjórnin hafði bjarg
að þessum málum, sneri hún sér
að því eftir áramótin að setja fjár-
Höfuftnaiufsyn er aí • ■ i
verMagií sé stöíSugt
Það, sem mestu máli skiptir fyr-
ir afkomu þjóðarinnar, er stöðugt
verðlag. Þetta gerði ríkisstjórnin
sér þegar ljóst síðastliðið haast, að
var stærsta atriðið. Þess vegna var
sett á verðlagseftirlit til þess að
halda verðlagi niðri, eftir því sem
unnt væri. Þessu verðlagseftirliti
hefir verið framfylgt þannig, að
þeir, sem undir því búa, geta nú
ekki lengur skammtað sér einir
sinn hlut sjálfir. Og ég hygg, að
naumast verði komizt lengra niður
með verðlag en nú þegar hefir
verið gert, enda hefir öll álagning
verið stórkostlega lækkuð frá því
sem áður var til þess að draga úr
álögunum. Jafnframt hefir ríkis-
stjórnin beitt sér fyrir lögum um
stóreignaskatt til þess að þeir, sem
breiðust hafa bökin og grætt hafa
óeðlilega á verðsveiflum undan-
farin ár, beri einnig sínar byrðar.
Það, sem ríkisstjórnin hefir stefnt
að með þessum og öðrum aðgerð-
um, er það, að skipting þjóðartekn
anna geti orðið sem réttlátust. En
það, sem mönnum gengur því mið-
ur ekki alltaf vel að skilj'a, eru þau
einföldu sannindi, að engin þjóð
skiptir meiru en aflað er. En við
erum vanir því á undanförnum ár-
um að hafa mikið til að skipta, og
við það höfum við vanizt án þess
að gæta þess, að hundruð milljóna
hafa streymt hingað erlendis frá,
sem við höfum ekki aflað sjálfir
(Framhald á 8. síðu.l