Tíminn - 29.05.1957, Side 9

Tíminn - 29.05.1957, Side 9
ÍÍMINN, miðvikudaginn 29. maí 1957, 9 MARTHA OSTENSO RÍKIR SUMAR í RAUÐÁRDAL 17 suðurmörkin á landareign ívars. — Það er mikið af fugli hér hjá ykkur, sagði Roald með ágirndarglampa í augunum. — Meira en nóg af honum, sagði ívar. Gæsir og akur- hænur, endur og fjöldi ann- arra fugla í þúsundatali. Hér eru ógurleg mergð af dúfum eins og við áttum að venjast í Wisconsin. Lengra suður hafa þær verið strádrepnar. — Það sem ég var að spyrja um, er, hvort hér sé nokkuð af rándýrum og elgsdýrum, spurði Roald óþolinmóðlega. — Dálítið, en bátarnir hafa fælt þá frá ánni. Þú þarft að fara góða dagleið til þess að fá veiðibráð. En það er hægt að finna hana. Aðeins vísund arnir eru horfnir með öllu. Einn stór tarfur bar beinin hérna á akrinum í fyrra og hvarf svo langt norður á slétt ur Dakota. Roald glápti á hann. — Hann fór — og bar þó beinin hér, segirðu? — Jú, öldungis rétt, svaraði ívar hlæjandi. En það var bara svipur hans, sem hélt á brott. — „Bövelen“, sagði Roald með fyrirlitningu fyrir þess- ari gamansemi ívars. VI. KAKLI. Roald fór sér rólega að því að festa sér land. „Giftu þig í snatri, en iðrastu í næði“ segir máltækið, og hversu rétt er það ekki þegar um það er að ræða að velja sér land. Haustdagarnir voru fagrir og bjartir. Roald fór víða um, stundum keyrandi í vagni sín um, stundum fótgangandi með byssu um öxl. Oft kom hann þá heim aftur með ein hverja veiði, endur og gæsir. Hann skoðaði landið til suð urs og austurs. Hann heim- sótti Sondstrom-fjölskylduna, sem hafði komið sér vel fyrir upp með Buffaló-ánni. Þau áttu eina dóttur, sem Magdali hafði aðstoðað við að koma í heiminn og hún var feit eins og bolla. Hann heimsótti Endicott-fólkið, sem nú hafði búið í 3andi sínu í eitt og hálft ár ov öðlast rétt til landsins. Þau liföu i hrörlegum kofa, en við hann var byggt fjós og þar höfðu þau kú og hest. Það lítið var af landbúnaðaráhöld um þarna, þá lágu þau hirðu leysislega eins og þau væru leið á að liggja svo lengi ó- hreifð og horfa á sléttuna, sem enn hafði naumast verið hreift við. — Þau eru vesalingar og minnimáttar, sagði Magdali. Að lokum mun einhver koma og taka af þeim það sem þau nú hafa, en sjálf munu þau sitja eftir alls-laus. Þannig er gangur lífsins. Stendur ekki í biblíunni: — Þeim sem hefir skal verða gefið enn meira, en frá þeim, sem ekkert á.... — Já, alveg rétt, hrópaði Roald. Ivar heyrði orð þeirra, en sagði ekkert. Hann treysti sér ekki til þess, þar eð hann hefði aldrei getað sagt Magdali, hvað honum fannst rangt við þetta. Auðvitað hafði óheppnin elt Endicottsfólkið. Ekki hafði Charlie Endicott fyrr fengið einkarétt á landinu en hann fótbraut sig, þegar hann var að grafa brunn. Kona hans, sem var veikbyggð og slæm fyrir brjósti, hafði þá reynt að gera utanhússverkin jafn framt því sem hún annaðist sjúklinginn og þrjú börn þeirra hjóna. Þetta varð henni ofraun og hún veiktist líka. Roald hafði ráðlagt þeim að flytja brott fyrir haustið, en hið svala, tæra haustloft hafði hresst frú Endicott svo að hún mátti heita við sæmilega heilsu og hafði beðið mann sinn aö þrauka af veturinn og sjá, hvort ekki tækist betur til næsta vor. Hana langaði til að sjá páskaliljurnar enn einu sinni og horfa yfir víð áttur grasgefinnar sléttunn ar enn einu sinni. Ivar heyrði hana eitt sinn segja þetta og hann hafði hæfileika að geta munað næst um orðrétt samtöl, sem hann heyrði. — Samt sem áður, sagði Magdali eins og hún hefði verið að hugsa eitthvað með sjálfri sér. Ekki getum við látið veslingana líða skort. Hve langt er þangað, Ivar — ellefu mílur, sagðirðu það ekki. — Tíu og hálf, systir, góð, svaraði Roald. — Við skulum fara þangað og færa þeim matarbita, hélt Magdali áfram og brást ekki góðgerðarstarfsemina freih en endranær. Við getum ef til vill farið á sunnudaginn, því að þá getum við skilið Roald eftir með börnin. Ekki vil ég taka þau með mér í veikind in sem þarna eru. Roald var hinn ánægðasti. Hann hafði skoðað héraðið, og vissi nú nákvæmlega hvar bezta landið var að finna. Enginn myndi geta truflað ró hans — að minnsta kost| ekki fyr^-wínæsta vor. Hann var slunginn náungi. Ivar gat heldur ekki haft neitt út á framkomu Roalds þar á heimilinu að setja. Síð ur en svo. Roald fór alltaf fyrstur 'a'tietur og kveikti upp eldinn, ;ggtti kaffiketilinn yfir eldinn hitaði flatkök urnar á glæð^num. Hann sett ist líka með^Carsten litla á hné sér- hvSÉh sunnudags- morgun-eg lí^ fyrir hann úr biblíunni, en drengurinn sat í undrun með fingurinn upp í sér. Roald var líka stoltur á sinn hátt. Hann borgaði tvo dollara áiviku fyrir fæði og húsnæði.^Það voru átta doll arar á mánuði. En þrátt fyrir þetta var eitt hvað óhugnanlegt, aö sjá manninn sitja þöglan og út af fyrir sig heilu kvöldin, steinþegjandi. Hann kipraði þá löngum saman augun og setti brýrnar um leið og hann taldi stöðugt saman á fingr um sér. Sæi hann, að Ivar veitti honum athygli hætti hann að tauta. Næsta sunnudagsmorgun þegar Magdali og Ivar ætluðu til Endicottsfjölskyldunnar, strauk Roald og kemmdi hár sitt, sem nokkuö var tekið að grána, þangað til það gljáði. í vagninum voru þau með kartöflupoka, gulrætur og næpur, mjólkurbrúsa, stóra krukku af niðursoðnum ávöxt um og tvö pund af sméri. Loks var þar bómullarstykki vafið utan um stafla af flat- kökum — nægilegt handa litilli fjölskyldu í eina viku. Þau óku til suðaustur, næst um í beina stefnu á sólina. —Hugsaðu þér bara Ivar. Eftir eitt eða tvö ár munu all ir á margra mílna svæði hér í kring verða komnir á fætur um þetta leyti á sunnudögum og á leið til kirkju. Ég heyri þegar í huganum hljóminn frá kirkjuklukkunum. En þrátt fyrir þessa hugleið ingar fór ekki einn dráttur í svip landsins fram hjá Mag dali. Sérstaklega skoðaði hún vel land þeirra Endicotts- hjóna. Hún sá hve jarðvegur inn var þykkur og hæfilega hallandi frá ánni. Hún sá einn ig hve grasgefið landið var, þótt nú væri grasið farið að gulna og leggjast út af undan sólarhitanum. Varir hennar herptust saman í fyrirlitn- ingu, þegar hún hugsaði um vesaldómi þess manns sem ekki hafði framtakssemi til þess að notfæra sér þau auð ævi, sem lágu fyrir fótum hans. Slíkir menn áttu engan rétt á því að verða landnem ar í nýju landi. Hún sat upprétt í vagnsæt- inu og fann að ívar horfði á hana og leið hálfilla, en ekki einu sinni honum gat hún trú að fyrir hugsunum sínum. Hann gat ekki séð þessi land- gæði í sama ljósi og hún. Þrátt fyrir það hve ágætur maður hann var á marga vísu var samt mikið í honum af grillum draumóramanns- ins. Hvernig var hægt að skýra það öðru vísi að hann skyldi hafa hafnað tilboði um kaup á þægilegri jörö næst við búgarð bróður hennar í Wisconsin. Nei, hann hafði rekið augun í frásagnir í blöð um af Rauðárdalnum. Nú, kona verður nú einu sinni að fylgja manni sínum — það hafði hún numið hjá móður sinni, sem hafði sagt, er hún stóð við hliö hennar og horfði á hana láta niður í feröatösk una áður en hún lagði af stað vestur yfir hafið: Þessi taska mun án vafa koma til með að verða líkkistan þín. Ekki nema það þó, líkkista. Svo sannarlega ekki næstu 50 árin að minnsta kosti. Látum þau halda áfram að jagast út af stjórnmálum og Á kvenpalli (Framhald af 7. síðu). því, að aðeins ein kjötbúð aug- lýsir svo ég viti, fleiri en einn verðflokk á kjöti? Það er þó ár- lega flokkað í þrjá verðflokka. Hangikjöt er algengur hátíðamat ur hér á íslandi og ætti með góðri auglýsingu að geta orðið vinsælt erlendis, en þá þarf að mega treysta því, að það sé góð vara. Því miður kemur fyrir, að við kaupum svo salt hangikjöt, að það er allt að því óætt. í því sam- bandi dettur mér í hug full-lagað ur matur, sem ég hef nokkrum sinnum keypt hér í kjötbúð. Er það smábitað hangikjöt og græn- meti í jafningi. í tvö fyrstu skipt in, sem ég keypti það, var þetta herramanns matur, en tvö næstu skiptin var kjötið svo salt, að mat urinn fór í öskutunnuna, og fleiri tilraunir vérða ekki gerðar með að kaupa þann mat á þeim stað til bragðbætis og flýtis. Reykt bjúgu eru undir sömu sökina seld. Þau geta oft verið ágæt, en þess á milli kemur svo vara, sem er með öllu óboðleg. Okkur húsmæðrunum finnst það bæði hneisa og skaði, ef við af ógætni eyðileggjum mat í með- förum og þó er matreiðsla ekki nema ein af mörgum starfsgrein um okkar — að vísu mikilvæg starfsgrein, sem vinna á með alúð. En mér finnst ekki nema sann gjarnt að gera meiri kröfur til þeirra, sem hafa matreiðslu að aðalstarfi, hvort sem það er hinn svokallaði kjötiðnaður, eða full- unninn matur, sem um er rætt. Æfing gerir meistara og það á ekki að vera undir tilviljun komið hvort árangurinn af starfi þessa fólks er góður eða ekki. Mikil framför var það þegar tekið var að vefja skorið álegg í sellófanbréf og leggja það þannig fram fyrir kaupendur, en það má ekki skera svo mikið niður í einu, að sneiðarnar í bréfunum, sem síðast seljast, séu orðnar skorpn ar. í sumum verzlunum kemur fyrir, að rúllupylsusneiðar eru svo lausar í sér, að þær tolla ekki saman þegar bera á þær á borð. Það hlýtur að stafa af því, að rúllupylsurnar hafa ekki verið nógu vel pressaðar. Um kjötfars gildir það sama og bjúgun. Oftastnær er það prýði- legur matur, en stundum breytast líka bollurnar í þurra, ólseiga bolta með löngum trefjum, sem aðeins glorhungrað fólk getur lagt sér til munns. Meðferð kjöts frá fyrsta stigi til hins síðasta ræður því, hvort við fáum holla og bragðgóða fæðu, eða leiðindamat, sem neytt er með ólund og jafnvel hent í ruslatunn una. Það segir t.d. fljótt til sín, ef kjöt hefur verið látið þyðna og fryst aftur, eða þess gætt, að frost færi aldrei úr því, fyrr en á að matreiða það. Vera má ,að þeim, sem með kjötvörur verzla ,þyki þetta hót- fyndni, en ég sé enga ástæðu til þess að viðskiptamennirnir, sem greiða möglunarlaust það gjald, sem upp fyrir vöruna er sett, geri ekki kröfu til að fá í öllum til- fellum fyrsta flokks vöru, greiði þeir verð, sem miðað er við það. Enginn skilji orð mín svo, að ég sé alltaf óánægð með viðskipti mín við kjötverzlanir, þyí.fer fjarri en það er staðreynd, að ef við sættum okkur þegjandi við það, sem betur gæti farið — eða nöldr um í barm okkar hver við aðra, þá fáum við ekki þær endurbætur á ýmissi þjónustu, sem í raun og veru eru alveg sjálfsagðar með þeim ágætu tækjum og samgöng um, sem nú orðið eru hérlendis. Þá kem ég að annarri verzlunar- grein, sem mjög snertir okkur hús- mæður og ég er enn sáróánægð með. Það eru fiskbúðirnar. Það tíðkast að vísu ekki lengur, að steypt sé úr fiskkösunum beint á búðargólfið, þar sem viðskipta- menn ganga um og að afgreiðslu- mennirnir vaði þar í fiskkösinni og sletti slori á báða bóga. En hvers vegna getum við ekki hér á íslandi, þar sem skemmra er á fiskimið en víðasthvar annars stað ar, fengið fiskverzlanir, sem að út- liti og allri snyrtimennsku standa jafnfætis þeim, sem sjást erlendis? Nú ferðast fjöldi íslenzkra hús- mæðra til útlanda. Þær hafa geng- ið hjá fiskbúðum, þar sem löng, hallandi kæliborð snúa út að glugga. Á þau er raðað fullverk- uðum fiski, hreinum og aðgengi- legum, eða fagurlega pökkuðum frosnum fiski. Þar eru líka á boð- stólum skelfiskar, krabbar og rækj ur, ýmist samskonar eða mjög lík- ar þeim tegundum, sem veiða má hér, en lítið eða ekki er sinnt. Ég veit, að margir hugsa sem svo: Ef heilsu manna er ekki beinlínis stefnt í voða með sóðaskap, þá em fiskbúðirnar okkar alveg nógu góð- ar. Fiskur er kevptur hvort sem er — það er óþarfi að vera að gera hann að einhverju augnayndi. En þetta er ekki rétt. Alveg á sama hátt og við sættum okkur ekki lengur við að búa í torfbæjum nema í neyð, þannig eigum við ekki að sætta okkur við það allra frumstæðasta í viðskiptaháttum, fyrst við vitum, að hægt er að gera þessa hluti betur. Það á að heyra til þeim auknu lífsþægind- um nútímans, að við húsmæður getum farið og valið okkur fisk til matseldar, sem við sjáum að er góður í stað þess að reyna að geta okkur til, hvort ýsan eða þorskurinn, sem haldið er á lofti fyrir innan búðarborð og mesta slorið hefir verið skolað af, sé nú sæmileg vara og bera svo heim með okkur næstum jafnþyngd af hausum, uggum og slori og nem- ur matnum. Ég er víst búin að ónotast nóg að sinni, og læt staðar numið, en mig klæjar í fingurna að halda á- fram og hella úr skálum gremju minnar yfir þvi, að við skulum ekki fá senda heim mjólk og mat- brauð, heldur eyða dýrmætum tíma í þá sjálfsögðu aðdrætti. Hve- nær fáum við bætt úr því? Sigríður Thorlacíus. Rarlmennirnir og við konurnar í danska blaðinu Tidens Kvin- der birtist nýlega grein með þess- ari yfirskrift eftir konu, sem heit- ir Inga Graae, sem er kennari í hörpuleik við tónlistarskólann í Kaupmannahöfn, en þar að auki rithöfundur og kunnur útvarps- fyrirlesari. f grein sinni ræðir hún um kven- réttindamál, að enn sé réttur kvenna víða fyrir borð borinn og þó standi ekki á því, að alltaf sé rætt og ritað um þessi mál. En kjarna málsins telur hún vera það, að konur skjóti sér undan þeirri ábyrgð og því erfiði, sem því fylgi, að taka þátt í stjórnmálum til jafns við karlmenn og láta til sín taka um skipan mála almennt. Þær hrópi á „þjóðfélagið“, eins og ó- þekkt barn á móður sína og heimti að það rétti hlut þeirra. Það þjóð- félag, sem þær hrópi á, sé fyrst og fremst þjóðfélag karlmanna, sniðið eftir þeirra þörfum og þægindum og á því verði ekki breytingar fyr- ir hróp einstakra kvenna. Eigi það að breytast konum í hag fremur en orðið sé, verði þær að gera svo vel að taka á sig þá fyrirhöfn sem því fylgi að setja sig inn í þjóðfé- lagsmál almennt og þá ekki sízt stjórnmál, þar sem þaðan komi afl til framkvæmda. Inga Graae segir, að margar konur afsaki sig með því, að þær hafi ekki tíma til að sinna opin- berum málum, yfirleitt hrökkvi tími þeirra ekki til annars en að annast börn og heimili. Sóu hins vegar skoðaðar aðstæður þeirra kvenna, sem í Danmörku sitji á þingi og í sveitastjórnum, komi í ljós, að þar séu í meirihluta hús- mæður, konur verkamanna, iðnað- armanna, bænda og láglaunaðra embættismanna, en alls ekki þær konur, sem umsvifaminnst heimili hafi. Það sé áhuginn til umbóta, sem mestu máli skipti. í niðurlagi greinarinnar segir, að ef konur óski í raun og veru einhverra breytinga á þjóðfélags- skipuninni, þá verði þær að taka þátt í þeim ákvörðunum, sem ráði þar um, ekki sitja og æpa á karl- mennina að breyta hlutunum þeim í hag. Að öðrum kosti verði þær að sætta sig við að láta karlmenn- ina ráða. f>ær eigi ekki að efna til styrjaldar við karlmenn, heldur gerast, ásamt þeim, þátttakendur i baráttu fyrir bættu þjóðfélagi.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.