Tíminn - 01.06.1957, Page 8
8
T í MIN N, Iaugardaginn 1. júní 1957.
75 ára: Þórarinn Dósóþeusson
Minn gamli vinur og sveitungi
Þórarinn Dósóþeusson frá Þernu-
vík varð 75 ára á mánudaginn var,
þann 27. maí. Ég ætlaði að senda
íhonum kveðju mína í tilefni af af-
mælinu og geri það nú, þó að það
sé svolííið eftir „dúk og disk“.
Ég man fyrst eftir Þórarni fyrir
um það toil 35 árum og mér finnst
hann hafi furðu lítið breytzt síð-
an. Hann er ennþá sama snyrti-
mennið, léttur í máli og léttur á
sér, eins og var hann þá.
Þórarinn unir sér hvergi nema
fyrir vestan eftir að sól tekur að
hækka og lambagrasið að spretta
og nú er hann á förum vestur að
Djúpi, en yfir vetrarmánuðina nýt-
ur hann umönnunar og elsku
dætra sinna, sem búsettar eru hér
í Reykjavík.
Þórarinn bjó í Þernuvík í hart-,
nær fjörutíu 'ár, litlu búi en snotru
Þórarinn hefir aldrei verið hávaða
samur um dagana en honum hefir
unnist betur en mörgum, sem
meira láta yfir sér, Ijúfmennska
og góðmennska hefir einkennt
hann alla tíð.
Ég óska honum enn ó ný til ham
ingju með afmælið og bið honum
allrar blessunar í ellinni og ég
vildi gjarnan mega biðja hann að
bera kveðju mína og annarra
Djúpmanna vestur, því að þangað
leitar hugurinn oft, ekki sízt, þeg-
ar fer að vora.
Friðfinnur Ólafsson.
Klippt og skorið
(Framhald af 5. síðuj.
hagsbóta fyrir alþýðuna. Nægir í
því sambandi að minna ó stóreigna
ekattinn, sem eingöngu kemur nið-
ur á forríkum fasteignaeigendum,
sem í skjóli sérréttindaaðstöðu
sinnar hafa rakað saman fé og á-
vaxta nú fjármuni sína í miklum
fasteignum, sem gefa af sér okur-
vexti í formi gífurlega hárrar
leigu. Sjálfstæðismenn hafa reynt
að blekkja menn til andstöðu við
stóreignaskattinn með því að telja
hann koma hart niður á fram-
leiðsluatvinnuvegunum og eins
með því að breiða út meðal manna
þeim sögum, að hann komi við alla
húseigendur í landinu, jafnvei þótt
vitað sé, að skatturinn snertir alls
ekki hagsmuni hinna smærri hús-
eigendá, eða þeirra, sem eiga allt
í skuld.
S.U.F. efnir til happ-
drættis
(Framhald af 5. síðu).
umhverfis jörðina, allur kostnaður
innifalinn. Sýnilegt er, að margan
fýsir að hreppa hnattferðina, því
að slík boð eru ekki ó hverju strói.
Hér er um óvenjulegan happdrætt-
isvinning að ræða, sem eflaust
mun eiga eftir að auka á vinsældir
happdrættis S. U. F. fram yfir önn-
Ur happdrætti í öllu því flóði happ-
drætta, sem nú streymir yfir land-
ið. Bifreið er sígildur vinningur í
happdrætti og nýtur ætíð mikilla
vinsælda. Ekki sízit, þegar um er að
ræða gerð bifreiðar sem í senn er
í röð sparneytnustu og vinsælustu
fólksbifreiða hérlendis, auk þess
sém hún er fágæt á bílamarkaði
hér nú sem stendur. Því hníga
Sterk rök að á vegum S. U. F. sé
vinsælasta skyndihappdrætti árs-
ins.
Dregið verður 1. nóvember n. k.
Þessi dráttardagur er valinn með
það fyrir augum, að félögin úti á
landi næðu sem beztum árangri í
starfi. Sumarið og haustið eru
bezti starfstími í félagsstarfi úti á
landi. Væntir happdrættisnefndin
að hafa valið heppilegan dráttar-
dag. Verð miðans verður kr. 20,00.
Heftir verða tíu miðar saman í
Mokkum. Miðarnir eru prentaðir
í fimm mismunandi litum upplög-
um.
Gerum öll skyldu okkar við
félagssamtökin.
Það er engum blöðum um það
að fletta, að peningar er afl þeirra
hluta, sem gera skal. Engum er
ikleift að halda uppi þróttmiklu
átarfi sé ekki lagt til þess nokkuð
fjármagn. Samtök ungra Framsókn
armanna eiga enga fjársterka
styrktarmenn til þess að kosta
starf sitt eins og samtök ungra
Sjálfstæðismanna. Þau vilja heldur
ekki selja sérréttindaöflunum sál
sína, eins og ungir Sjálfstæðis-
menn gera og verða pólitískt
brúðuleikhús, eins og Heimdallur.
Ungir Framsóknarmenn hafa tam-
Ihróttir
(Framhald af 4. síðu).
son hljóp á 11,4 og Unnar Ólafs-
son á 11,8 sek. Pétur Rögnvalds-
son sigraði í 110 m grindahlaupi
á 15,7 sek. Þórir Þorsteinsson í
400 m hlaupi á 50,2 sek. Annar
varð Sigurður Gíslason á 52,1 sek.
f hástökki sigraði Ingólfur Bárð-
arson, Selfossi, stökk 1,80 m. Sig-
urður Lárusson varð annar stökk
sömu hæð. f sleggjukasti sigraði
Þórður Sigurðsson, kastaði 49,30
m, sem er einn bezti árangur hans
svo snemma sumars. í síðustu
grein mótsins, 1000 m boðhlaupi,
sigraði sveit Ármanns á 2:02,6 sek.
Millitími Hilmars Þorbjörnssonar
í 300 m sprettinum var um 35 sek.
f dag kl. fjögur heldur mótið
áfram og verður þá keppt í
skemmtilegum hlaupum með þátt
töku Norðmannanna. Einkum
getur 800 m hlaupið orðið
skemmtilegt, en þar eigast við
Hammersland, Þórir og Svavar.
I 3000 m lilaupi keppir Larscn
við Kristján Jóhannsson, Krist-
leif Guðbjörnsson og methafann,
Sigurð Guðnason. Hilmar keppir
í 200 m lilaupi, Friðrik, Löve
og Hallgrímur í kringlukasti Val
björn í stangarstökki. Má af því
sjá, að keppni verður skemmti-
leg í dag. hsím.
Guðmundur á Hvítár-
bakka
(Framhald af 5. síðu).
inum ófram. Búnaðarsambands-
fundinum var frestað og þeim öðr-
um fundum, sem boðaðir höfðu ver
ið næstu daga.
Til hinstu stundar var Guðmund
ur á Hvítárbakka að starfa fyrir
héraðið sitt, fyrir landbúnaðinn,
fyrir bændurna. Til síðustu stund-
ar vann hann að því að gera veg
þeirra sem mestan.
Guðmundur á Hvítárbakka er
horfinn, en minningin lifir, minn-
ingin um óvenjulegan mann. Eg
er þakklátur fyrir að hafa átt þess
kost að vera samferðamaður Guð-
mundar á Hvítárbakka og í starfi
með honum á fimmta tug ára. Eg
minnist Guðmundar í dag sem ein
hvers bezta manns sem ég hefi
kynnst. Ég óska þess og bið og ég
veit að allir Borgfirðingar og vinir
óska þess og biðja, að guðs blessun
og varðveizla fylgi Guðmundi ó
Hvítárbakka yfir í ókunna landið.
Sverrir Gíslason.
ið sér þann hugsunarhátt, að að-
eins með þrotlausu áhugastárfi og
fórnfúsum framlögum nást sannir
sigrar í lýðræðislegri málefnabar-
áttu frjálshuga æskumanna. Þess
vegna geta samtök ungra Fram-
sóknarmanna vænst þess að þús-
undir fórnfúsra þróttmikilla áhuga-
manna leggi hönd að verki til að
ná þessum ófanga í flokksstarfinu.
Næstu áfangar verða að nýta feng-
ið fé til stórra átaka í félagsstarf-
inu. Happdrættisnefnd og sam-
bandsstjórn er þess fullviss, að
hver ungur Framsóknarmaður
leggur fram sinn skerf.
Steinsteypa
(Framhald af 7. síðu).
16 lítra í rúmfangi í límfyllunni.
Vatnsmagnið fyrir venjulegt sem-
ent ætti ekki að vera meira en %
af þyngd sementsins. Fyrir hrað-
harðnandi sement má það vera
nokkuð meira, eða allt að %. Frá
vatnsmagninu dregst svo holrúmið
af völdum loftblendnisins. Límfyll-
an yrði þá að rúmmáli % sement
og % vatn og loft af völdum loft-
blendnisins ef notað er.
Sementsþörf steypumalarinnar
ætti þá samkvæmt þessu að vera
talið í kg.; eins mikið og holrúm
steypumalarinnar talið í lítru-m, að
viðbættu 10% ef notað er loft-
blendni, og 20% ef steypan er lögð
á venjulegan hátt með handverk-
færum. Vatnsmagnið yrði þá eins
og ég sagði áðan, % af þyngd sem
entsins, að frádregnum 30 til 40
lítrum á rúmmetra af steinsteyp-
unni, ef notað er loftblendni. Þessi
frádráttur er engan veginn ábyggi-
legur, og verður því að tempra
vatnið nokkuð eftir tilfinningu.
Kemur þar til bæði sá hraði, sem
steypan er lögð með, svo og virðist
hitastig hrærunnar hafa nokkur á-
hrif. Einnig sá tími, sem það tek-
ur að hræra steypuna og fleira og
fleira. Við handhrærða steypu get-
ur notkun loftblendnis verið vafa-
söm.
Að skekja steypu (vibrera) get-
ur verið til mikilla bóta, ef sá, sem
með skekilinn (vibratorinn) fer,
kann sitt verk, annars ekki. Það fer
eftir þeirri æfingu og leiðsögn,
sem viðkomandi hefir fengið, en
slíkt verður að lærast ó vinnustað.
Þeir skeklar, sem oftast eru notað-
ir hér, eru óheppilegir við venju-
legar húsbyggingar ,og yfirleitt
þunna byggingarhluta, þar sem
þeim er stungið niður í steypuna.
Fyrir húsbyggingar hæfa betur
minni skeklar, sem spenntir eru á
uppistöður mótanna, og settir í
gang einn og einn eftir þörfum,
og eigi látnir ganga lengur en
nauðsynlegt er.
VII.
Það, sem ég hefi reynt að segja
er þetta: Þar sem steypumölin er
sterkari en límfyllan, ræður hún
miklu um styrkleika steypunnar,
samsetning hennar, og kornastærð
hefir því mikla þýðingu, ekki sízt
í þá átt, að þörfin fyrir veikari
hluta steypunnarí límfylluna, sé
minnst möguleg. Þ. e., að holrúm-
ið sé lítið. Þéttleiki steypunnar á-
kvarðast aftur af samsetningu lím-
fyllunnar.
Hér, eins og við aðra límingu,
þar sem límið er veikara en það,
sem líma á, m!á ekki nota meira af
líminu en þörf krefur. Hér þarf
það að vera u mlO til 20% meira
en holrúm steypumalarinnar. Þetta
getur þó þurft að auka nokkuð, ef
mölin er sérstaklega hrjúf eða ó-
þjál, eða öðrum erfiðleikum bund-
ið að leggja hana.
Styrkleiki límfyllunnar fer eftir
sementsmagninu, afgangurinn er
vatn. Blöndun límfyllunnar þarf að
halda innan hæfilegra takmarka,
eins og með hvert annað lím, þann-
ig, að hún verði hvorki of þunn
eða of þykk.
Mest mögulegt sementsmagn,
sem ætla má, að hægt sé að nota í
límfylluna, með öruggum árangri,
að vísu aðeins með notkun skekla
(vibratora), og með faglegri um-
sjón, er að um 4/9 hlutar af rútn-
fangi límfyllunnar sé sement, en
5/9 vatn. Þar sem kornarúmfang
sements er tæplega Vs (0,32) af
þyngdinni, verður þetta í þungaj
hlutföllum 5 af sementi móti 2 af}
vatni. Þessi blanda, ef nægilega vel I
er stappað, mundi gefa sterkasta
límfyllu. Sementsmeiri blanda og
þar með þurrari, mun, unz betri
álhöld verða búin til, í hættu hvað
það snertir, að ekki takist að
stappa hana örugglega, og því ó-
trygg í styrkleika.
Minnsta sementsmagn, sem ætla
má að gefi sæmilega raun, hvað
frostþol og fleira snertir, er að Vs
af rúmfangi límfyllunnar sé sem-
ent en % sé vatn. í þungahlutföll-
um er þetta rösklega 3 afsementi
móti 2 af vatni. Meiri þynning af
límfyllunni skyldi ekki heimil.
Sérhver steypumöl þarfnast ákveð-
ins magns af límfyllu og sú möl
gefur að öðru jöfnu sterkari steypu
sem minna þarf, og því ber að at
huga vel samsetningu og korna-
iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiniiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiinHmmimir
5 g,
1 Garðablóm I
i n
| Stjúpmæður — Bellís — Stúdentanellikkur og margar |
5 EE
| fleiri tegundir af sumarblómum. Fjölærar plöntur, háar §j
3 =
| og lágar. Sérlega hentugar í steinbeð. Liljur. Bóndarósir. =
Sendum um land allt. I
3 . =
iiliiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiliijiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiTi
niiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiijiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniif
| íbúð til sölu |
1 í raðhúsi við Álfhólsveg. Félagsmenn hafa forkaups- 1
§ rétt á íbúðinni til 12. júní. Nánari upplýsingar hjá for- §
= manni íélagsins. 1
— 3
1 Byggingasamvinnuféíag Kópavogs. =
i |
lllílllllllllltlllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllhilllllllllllllljj
'nipillllllliiilllllllllllilllllllllllllllllllllllllllllllllllllipilliiiiiiiliiiiiiiilllliiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiBlin
= a
f Málverkasýning
i
= Jóns Þorleifssonar í Listamannaskálanum opin kl.
1
| 10—22. Næstsíðasti dagur sýningarinnar.
a
|
iliiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiin
Atvinna
Ungur maður á bezta aldri óskar eftir atvinnu, helzt
1 sem bílstjóri við fyrirtæki eða því um líkt. Alger reglu-
| semi. Tilboð sendist afgreiðslu blaðsins, merkt „bíl-
i stjóri“ fyrir 7. júéjí.
ííitiiiiiimminiiiiiiiiiimnuuiimiiiiiiiiuniiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiuuiM
I Tilboð óskast
| í sem nýjan Chevrolet, Belair model 1955, keyrður að-
| eins 24 þúsund km. Bíllinn er til sýnis í dag við Leifs-
| styttuna á Skólavörðuhæð frá kl. 4—6.
.........................................
Æskulýðsráð Reykjavíkur og skátar halda
sýningar og námskeið um útiííf og útifegu -
Æskulýðsráð Reykjavíkur og skátafélögin í Reykjavík
gangast fyrir því um næstu helgi að veita unglingum í Reykja-
vík og nágrenni fræðslu um útilíf og útilegustörf. Blaðamenn
áttu í gær tal við fulltrúa þessara aðila um fyrirhugaðar sýn-
ingar og námskeið.
Laugardaginn 1. júní n. k.
verða reistar tjaldbúðir á þremur
stöðum í bænum, við Skátaheim
stærð malarinnar. Þéttleiki og
styrkleiki límfyllunnar fer eftir
sementsmagni hennar, talið sem
hluti af rúmfangi. Við umreikning
í þungahlutföll er oftast nægilega
nákvæmt að reikna með að rúm-
fang sementsins sé Vz af þyngd
þess.
Minnst má sementsmagnið vera
Vs af rúmfangi límfyllunnar, og
mó auka það eftir styrkleikaþörf,
allt að 4/s af rúmfanginu, úr því er
vafasamt að bægt sé að leggja
steypuna þrátt fyrir núverandi
tækni.
■fc
Það er því aðeins innan fremur
þröngra takmarka, sem unnt er að
breyta því sementsmagni, sem
fyrirfram ókveðin möl þarfnast, og
þegar samsetning malarinnar hef-
ir verið bætt, svo sem auðið verð-
ur hverju sinni, ber að ákvarða
sementsmagnið.út frá óstandi mal-
arinnar, en ekki velja það miðað
við einhverja standard gerð af möl,
sem ekki er fyrir hendi og ef til
vill er betri en sú, sem fyrir hendi
er, eins og þegar blandað er í hlut-
föílunum l:2]/2:3'/2, eða eitthvað
þess háttar, sem að engum er unnt
að vita fyrirfram, hvaða raun kann
að gefa.
ilið við Hringbraut, KR-húsið við
Kaplaskjólsveg og félagsheimili
Víkings í Bústaðahverfi. Á þess
um stöðum munu skátar sýna tjöld
in, matreiðslu, hjálp í viðlögum,
frágang á tjaldstað o. s. frv. Sýn
ingar þessar verða endurteknar kl.
5 og 6 á laugardag og aftur á
sunnudag á sama tíma.
Jafnhliða þessum útisýningum
verða á sama tíma opnaðar inni
sýningar í Skátaheimilinu, KR
húsinu og Víkingsheimilinu. Skátar
munu leiðbeina fólki á sýningun
um, en þar verður sýndur hvers
kyns útilegubúnaður. Þessar sýn
ingar verða einnig endurteknar á
sunnudag.
Fyrri hluta næstu viku fer svo
fram námskeið í útilegutækni og
ferðamennsku, og geta unglingar
tólf ára og eldri skráð sig til
þátttöku í því á innisýningunum
um helgina. Námskeiðið fer fram
á sömu stöðum mánudags- þriðju
dags- og mánudagskvöld og hefst
kl. 8.30 öll kvöldin. Þátttakend
um verður skipt niður í hæfilega
hópa og munu skátar kenna þeim.
Að lokum verður svo sameigin
leg varðeldahátíð fyrir alía þátt
takendur fimmtudágskvöldið 6.
júní. Þar munu skátar og einnig
þátttakendur í námskeiðinu ann
ast ýmis skemmtiatriði.
Aðgangur að sýningunum og
námskeiðinu verður ókeypis.