Tíminn - 05.06.1957, Qupperneq 8
VeSrHS:
Norðvestan gola eða kaldi og
létt skýjaff.
Hiti kl. 18:
Reykjavík 8 stig, Akurcyri 10,
London 18, Kaupm.höfn 15 stig,
Stokkhólmur 8, New York 22 st.
Miðvikudagur 5. júní 1957.
Gengu á Botnssúlur um síðustu helgi
Ferðafélag íslands efndi til ferðar á Botnssúlur við Þingvöll síðastl. sunnu-
dag. Veður var kalt, en sólskin og bjart í lofti. Farið var að Svartagili
við Þingvöil og gengið þaðan á fjallið. Það voru 14 manns, sem gengu á
Súlur, sem eru 1095 m. háar, hæsti tindurinn. Hægast er að ganga að aust-
anverðu, en þó er allbratt efst en greiðfær leið. Snjór var efst uppi og
mikið rok. Útsýni var nokkuð gott, en mistur í lofti. Það eru 5—6 ár síðan
Ferðafélagið gekk á Súlur síðast. — Myndirnar eru úr ferðalaginu. Á efri
myndinni sést ferðafólkið sækja sð tindinum og á þeirri neðri er mark-
inu náð. Nokkur hluti ferðafólksins stendur við vörðuna á tindinum.
(Ljósrr,.: Stefán Nikulásson).
Islendingar ættu að nota gjall og vik-
ur meira til bygginga en nú er,
segir amerískur verkfræðingur, sem hér er stadd-
ur. — Ný byggingaatiferð ur hleðslustemunr ó-
dýrari en áíur hefir tííkazt, ryíur sér til rúms
Hér á landi er nú staddur á vegum Jóns Loftssonar og
Vikurféiagsins h.f amerískur verkfræðingur, mr. Park að
nafni, og er hann forstjóri Besser Manufacturing Co í Banda-
ríkjunum, en vélar frá því fyrirtæki eru notaðar í verk-
smiðju Vikurfélagsins í Reykjavík.
Jón Loftsson kynnti mr. Park
fyrir blaðamönnum í gær, og við
sama tækifæri var þeim boðið að
skoða verksmiðju Vikurfélagsins
við Hringbraut. Þar eru framleidd-
ar byggingarvörur úr vikri, vikur-
plötur og holsteinn, en til fram-
leiðslunnar eru notaðar vélar af
íullkominni gerð. Sjálfur vikurinn
er unninn við Snæfellsjökul, þaðan
er honum fleytt til birgðastöðvar,
þar sem hann er malaður, og ekið
á bílum til hafnar, þar sem skip
taka við honum og flytja til Rvík-
| ur. í verksmiðjunni í Reykjavík
| er vikurinn steyptur í miklum
hrististeypuvélum, en þær eru
| sjálfvirkar og framleiðslugeta
' þeirra um 3400 holsteinar á dag.
Steypuvörurnar eru síðan hertar
yfir eina nótt í gufuklefum og síð-
an þurrkaðar, og eru þá tilbúnar
til notkunar.
Blaðamönnum var síðan sýnd
kvikmynd, sem The Portland Ce-
Framh. á 2 síðu
Athugasemd við félagsstofnun
Viðvíkjandi stofnun Islands-
deildar P.E.N.-samtakanna, sem
fram fór 29. maí síðastliðinn und
ir forsæti Gunnars Gunnarsson
ar skálds, leyfum við okkur að
taka þetta fram:
Við nánari eftirgrennslan hef-
ur komið í ljós, að til þessa stofn
fundar var boðað á mjög vafa-
saman hátt. Teljum við það ský-
laust brot á stofnskrá P.E.N.-
samtakanna, að rithöfundum og
skáldum sé ekki gefinn kostur
á þátttöku í félagsskapnum vegna
stjórnmálaskoðana, sem þeim cm
eignaðar með réttu eða röngu.
Við teljum það ekki í verkahring
P.E.N.-samtakanna að ætla skáld
um og -'thöfundum 'kéðanir ut-
an þær einar, sem koma fram í
verkum þeirra sjálfra, enda leiðir
stofnskrá P.E.N. hjá sér viðhorf
macna til stjómmála svo fram-
arlega sem þau brjóta ekki í bág
við ákvæði skrárinnar.
Þess vegna lýsum við því yfir,
að enda þótt við höfum undir-
ritað stofnskrána á fyrrgreindum
stofnfundi P.E.N.-félagsins, þá
teljum við okkur ekki meðlimi
félagsins nema horfið verði frá
slíkri hlutdrægni og frjálslynd-
ari stefna í anda skrárinnar
tekinn upp.
Reykjavík, 3. júní 1957
Agnar Þórðarson.
Marshall-áætlunin lagði grundvöll
að efnahagsiegri viðreisn V-Evrópu
V,,
Hátíðahöld sjómanna
í Stykkishólmi
! STYKKISHÓLMI í gær. — Hátíða
höldin á sjómannadaginn hófust
hér kl. 10,30 árdegis með skrúð-
i göngu sjómanna til kirkju, þar
j sem sr. Sigurður Ó. Lárusson próf-
! astur messaði. Klukkan tvö lék
j Lúðrasveit Stykkishólms og þá
| fór fram ýmiskonar keppni, svo
I sem í beitingu, þar sem Sigurður
Guðnason sigraði; í stakkasundi,
þar sem Rafn Jóhannsson. sigraði
og kappróðri milli 4 skipshafna
og sigraði skipshöfnin á Gissurri
hvíta 11. Einnig kepptu sveitir
frá frystihúsunum og sigraði sveit
frystihúss Kaupfélags Stykkis-
hólms og hafði beztan tíma í
róðrinum. Um kvöldið var skemmt
un. Þar flutti Ágúst Pálsson ávarp
og Karl Jónsson ræðu, einnig var
söngur og revíuþáttur. Verðlaun
voru afhent og síðast dansað.
KG
Landsfundur barna-
verndarfélaga
Lándsfundur Landssambands ís-
lenzkra barnaverndarfélaga, L.Í.B.
verður haldinn á Akureyri dag
anna 12. og 13. þ.m. Mæta þar
fulltrúar frá öllum barnaverndar
félögum landsins. Fundurinn verð
ur settur miðvikudaginn þann 12.
kl. 4.30 e.h. Honum lýkur að
kvöldi fimmtudagsins. Þá flytur
dr. Matthías Jónasson erindi fyrir
almenning. Er öllum heimill að-
gangur.
í L.Í.B. eru nú 10 félög víða
vegar um landið, aðallega í stærstu
bæjunum. Hafa þau margs konar
starfsemi í þágu barna með hönd
um.
Hlutverk landsfundarins er að
ræða og samræma störf félaganna
— kjósa stjórn fyrir sambandið
og leggja grundvöll að nýjum
verkefnum í þágu uppeldis- og
barnaverndar.
5 Bretlandsferðir
viku
Hrímfaxi millilandaflugvél Flug
félags íslands, flaug í gær beint
til Lundúna frá Reykjavík og heim
aftur í fyrsta skipti. Vélin var 3
tíma og 53 mín. á leið til Lund-
úna en 4 tíma og 7 mín. á heim-
leið. Veður var ekki sérlega hag-
stætt. Hér eftir verða 5 ferðir til
Bretlands vikulega.. Hin Viscount
vél félagsins hefur reglulegt áætl-
unarflug á morgun, en hún hefir
undanfarið verið notuð til að
þjálfa íslendinga í notkun hinna
nýju véla. íslenzkar áhafnir munu
senn taka að fullu við stjórn flug-
vélanna.
Hótelgestur særður
á KEA
Á sunnudagskvöldið var dans-
leikur á Hótel KEA á Akureyri
í tilefni Sjómannadagsins. Þar var
fjölmenni og gleðskapur mikill.
Þar það til tíðinda þá um kvöldið,
að ölvaður maður réðist á einn
hótelgestinn er var að rita nafn
sitt í geslabók, barði hann í höfuð
ið með vínflösku og veitti honum
mikinn áverka. Mennirnir munu
hafa verið hvor öðrum ókunnir
með öllu.
Árásarmaðurinn var þegar hand
tekinn, og reyndist hann vera sjó
maður á bát vestan af landi.
r
I dag eru 10 ár liðin frá því George C. Mars-
hall setti fram hugmynd sína um áætíunina
í ræðu, er hann hélt við Harvard-háskóla
í dag, 5. júní 1957, eru 10 ár liðin síðan George C. Mar-
shall þáverandi utánríkisráðherra Bandaríkjanna flutti. merki
lega ræðu í Harvvard-háskóla, en þar bauð hanli Evrópuþjóð-
um, er viidu gera sameiginlegt átak til viðreisnar efnahags-
lífi sínu, aðstoð frá Bandaríkjunum. Þessi hugmynd komst
síðan í framkvæmd og forðaði V-Evrópu frá yfirvofandi
efnahagshruni, jafnframt því, sem efnahagsaðstoðin og sú
samvinna V-Evrópuríkja, sem af henni leiddi, lagði grund-
vöil að aihliða viðreisn þessara ríkja, svo að framleiðsla
og fjárhagslíf þessara ríkja er nú með meiri blóma og í örari
vexti en nokkru sinni fyrr í sögu V-Evrópu.
Þetta afmæli er því merkilegt
ekki aðeins fyrir V-Evrópu, held-
ur markar það tímamót í heims-
sögunni á ýmsan hátt.
Astandið 1947.
Um mitt árið 1947 var efnahags-
George C. Marshall
hershöfðingi og fyrrv. utanríkis-
ráðherra Bandaríkjanna.
líf Evrópu á heljarþröm. Vetur-
inn hafði verið harður og upp-
skeruhorfur slæmar. Dollarainn-
stæður Evrópuríkja í Bandaríkjun-
um voru upp etnar, en margar
þessara þjóða gátu engan veginn
án innflutnings írá Bandaríkjun-
um verið. í ágúst 1947 tilkynnti
brezka og franska stjórnin, að
stöðvaður yrði innflutningur á
mörgum vörum. Brezka stjórnin
afnam heimildina til að skipta á
dollurum og sterlingspundum.
ítalska stjórnin bannaði jafnvel
innflutning á kolum og olíum að
vestan. Hefðu Bandaríkin ekki
veitt efnahagsaðstoð hefðu V-Ev-
rópuríkin neyðzt til að minnka
heildarinnflutning sinn um helm-
ing og innflutning fyrir dollara um
%.
Framfarir í stað stöðnunar.
1947 fengu Evrópulöndin írá
Bandaríkjunum um 50% af baðm-
ull sinni, yfir 40% af kornvörum,
alúmín og kopar og yfir 30% af
olíum, blýi og sinki. Stöðvun þessa
innflutnings hefði í mörgum lönd-
um þýtt hungursneyð og örugglega
rnikið atvinnuleysi.
í dag er hins vegar mikil efna
hagsleg velmcgun í V-Evrópu, at-
vinna er víðast örugg, fram-
leiðsla og neyzla vex hröðiun
(Framhald á 2; siðu.)
Harry S. Truman.
Hann var forseti Bandaríkjanna all-
an þann tíma, er Marshall-áætlunin
gilti.
Rebbi var að koma heim með f jóra unga og
hluta af 2 lömbum, er hann fékk banaskot
Bjó í tvíkvæni og þurfti því atJdrætti mikla
Frá fréttaritara Tímans í Grímsnesi.
•M.iög mikið hefir verið um tófur hér í vor og eitthvað
borið á dýrbít. Hafa nú þegar fundizt fjögur greni, þrjú hér
1 Lyngdalsheiðinni og eitt í miðri sveit, í Seyðishólum.
Jón Ögmundsson kom að greni
fyrir nokkrum dögum í Skolla-1
brekku og eftir átta tíma umsát
hafði hann skotið þrjú dýr, tvær,
grenlægjur og einn ref. Virðist
rebbi sá hafa lifað í tvíkvæni, og
er það fremur sjaldgæft. Rebbi var
að koma heim að gren.i sínu með^
hluta af tveim lömbum og fjóra
unga í kjaftinum, er Jón skaut^
hann. Var auðséð, að hann vissi,
að þeir þurfa að draga vel í bú,
sem' stórt hafa heimili. í þessu
greni vann Jón sex yrðlinga.
Annað greni fannst í Hólshól-
um, og vann Halldór Þórðarson
þar grenlægju og náði 5 yrðling-
um. Við hvort greni voru ræflar
og bein af 2—4 lömbum. Fyrir
helgina lá Jón á þriðja greninu. Á
föstudaginn var Guðmundur Bene-
diktsson á ferð í bíl við Seyðis-
hóla. Kom þá refur hlaupandi yfir
veginn. Guðmundur var með byssu
komst í færi og skaut refinn. Eftir
helgina fannst svo greni í Seyðis-
hólum, og skaut Jón grenlægjuna,
og mun það hafa verið heimilisfað-
irinn í þessu greni, sem Guðmund-
ur skaut. Ekki náðust yrðlingarnir
þarna, því að þeir voru svo ungir,
en eitrað ?>• fvr'1- þ • — ÁE.