Tíminn - 21.06.1957, Page 2

Tíminn - 21.06.1957, Page 2
2 TÍMINN, föstudaginn 21. Júni 1957, Níu heimsfrægir frjálsíþróttamenn keppa á afmælismóti l.R. í kvöld Einvígi nuili Vilhjálms Einarssomar og Rússans Kresr í þrístökki Afmælismót íþróttafélags Reykjavíkur í frjálsum íþrótt- um hefst í kvöld kl. 8,30 á íþrótavellinum. MeSal keppenda eru níu heimsfrægir íþróttamenn, sjö erlendir gestir, Vil- hjálmui Einarsson og Gunnar Huseby. Þátttaka í öllum keppn isgreinunum 10 er mjög mikil, enda er þetta síðasta frjáls- íþróttamótið fyrir landskeppnina við Dani, sem verður fyrst í næsta mánuði. Af keppnisgreinum í kvöld má nefna þrístökk, en þar verður ein vígi milli Vilhjálms og Rússans Kreer. Er það í fjórða skipti á örfáum mánuðum, sem þeir keppa saman. Viihjáimur hefir tvívegis sigrað, en Kreer einu sinni. Þá verður míluhlaup og þar keppa meðal annars hinn frábæri þýzki ihl. (. pari Rjöiýtzenha'li, Rússinn Pipine og Svavar Markússon. Má reikna með að þetta hlaup verði einn aðalþáttur mótsins. Tveir um 80 metra. í spjótkastinu keppa tveir menn, sem kastað hafa um 80 m. Eru það Þjóðverjinn Frost (bezt 80,08 m.) og Rússinn Zibulenko (bezt 79,50 m.). Auk þeirra keppa Gylfi Gunnarsson og Jóel Sigurðs son í greininni. í stangarstökki er Evrópuméthafinn Preussger meðal keppenda og verður skemmtilegt að sjá hann í keppni við Valbjörn Þorláksson. Zibul- enko keppir í kúluvarpi, en hann hefur varpað rúma 16 m., við þá Skúla Thorarensen og Gunnar Huseby. Þá verður einnig keppi í 100 * Prestastefna Islands hófst með guðs- þjénustu í gær ‘ Prestastefna íslands 1957 hófst með guðsþjónustu í Dóm- kirkjunni í gær. Séra Þorgeir Jónsson prófastur á Norðfirði prédikaði en séra Sigurður Stefánsson prófastur á Möðru- völlum í Hörgárdal þjónaði fyrir altari. Einnig var fjölmenn : altarisganga af prestum og frúm þeirra. Þýzki hlauparinn Reinnag&t — góður 800 /n hlaupari. miog m. hlaupi og .iC'.tlkcppnin þar milli Hilmars Þorbjörnssonar og Höskuldar Karlssonar. í 400 m. hlaupi keppa Þórir Þorsteins- son, Daníel Halldórsson og senni lega Þjóðverjinn Reinnagel. — Þá verður keppt í boðhlaupum og nokkrum fleiri greinum. Mótið heldur áfram á laugardag. Eftir hádegi setti biskup presta- stefnuna í kapellu Hskólans og flutti bæn. Dr. Páll ísólfsson lék á orgel en Þórarinn Guðmundsson lék á fiðlu. Að því loknu flutti bisk Skipasmiður á eigin seglbáí yfir Atlants- haf MIAMI, Florida, 20. júní. — Þýzkur skipasmiður Schwartzen- feld að nafni, sem unnið hefir í skipasmíðastöð í Flórida, hefir smíðað sér seglbát, og lagði af stað á hqnum yfir Atlantshafið 17. þ.m. Gerir hann ráð fyrir að verða 30 daga að ná til Frakklands stranda. Þaðan mun hann halda , á bátnum til Hamborgar og síðan 1 heim til Munchen. Hann hefir 500 pund af matvælum í bátnum. up skýrslur um störf og hag kirkj unnar á liðnu synodusári í hátíð- arsal Háskólans. Þá voru lagðar fram skýrslur um messur og altar- isgöngur og önnur störf presta. Hefir altai-isgöngum fjölgað all- mikið á síðasta ári en messur vorú heldur færri. Að þessu loknu fluttu þeir séra Jón Kr. ísfeld pró fastur á Bíldudal og séra Kristján Róbertsson framsöguerindi um að- almál stefnunnar. stofnun og starf kristilegra æskulýðsfélaga. Þá var skipað í nefndir. í gærkvöldi flutti séra Páll Þor- ileifsson á Skinnastað synoduser- indi í útvarpið sem hann nefndi „Gátan um uppruna hins illa“. Prestastefnan heldur áfram í dag og lýkur á morgun. Þjóðverjinn Richtenhain. Myndin var tekin er hann setti þýzkt met í 1000 m. hlaupi fyrir nokkrum dögum. Er hann langt á undan næstu mönnum, en næstur var hinn kunni hiaupari Dohrow. Þýzki stangarstökkvarinn Preussger, Evrópumethafi í greininni. Ungverjaland (Framhald af 1. síðu). yfirleitt var nokkurn tíma send. Nagy hefir algerlega neitað að hafa sent slíka beiðni, en ef til vill var hún borin fram persónu- lega af Gerö eða Hedegus. Alveg sama gegnir um seinni árás Rússa og hernaðaríhlutun þann 4. nóv. Nefndin tekur enga afstöðu til málsins, virðist allt eins gera ráð fyrir að Rússar hafi aldrei fengið neina siíka beiðni frá löglegum aðilum. Allt bendir til þess, að þeir hafi allt frá upphafi byltingarinn ar búið sig undir að berja hana niður með hervaldi og dregið að sér hersveitir og hergögn í þvi { skyni. Nauðungarflutningar. Skýrslaa rekur síðau nokkuð afstöðu og afdrif Nagys og hversu hann viðurkenndi pólitíska stefnuskrá verkamannaráðauna, sem ucn skeið voru hið eina raun verulega vald í landinu, annað en rússneski herinn. Ekki er talinn nokkur vafi á, að sannar séu þær mörgu heim- ildir, sem nefndinni hafa borizt um pyntingar og miskunnarlausa meðferð avóanna á pólitískuni andstæðingum og óbreyttum al- menningi. Þá er nefndin einnig algerlega sannfærð um, að marg ir Upgverjar, þar á meðal all- margar konur, hafi verið fluttir nauðugir úr landi og sumir ekki átt afturkvæmt. Átti með þessu að brjóta á bak aftur viðnám upp reisnarmanna. Gagnbyltingin var frá Rússum. j Neíndin hafnar algerlega' þeirri fuliyrðingu Rússa, að upþ , reisnin hafi varið gagnbyltingar. tilraun. Öll rök og upplýsingar1 bendi til hins ' gagnstæða. Það hafi verið rússneska hervaldið sjálft sem stóð fyrir gagnbylting unni og setti upp í skjóli er- lendra herja leppstjórn Kadars, í algerri andstöðu við vilja og óskir meginþorra þjóðarinnar. Harðstjórn að nýju. algleymingi Nefndin telur, að í fáeina daga hafi ungverska þjóðin notið raun verulegs frelsis og reynt að stofna til lýðræðislegra stjórnar hátta og tryggja almenn mann- réttindi. Undir stjórn Kadars sé aftur skollin á alger harðstjórn. Hann hafi svikið nær öll lof- orð, er hann þó í fyrstu gaf, um að framkvæma kröfur uppreisn- annanna. Brottför rússneska hersins sé ekki fyrirsjáanleg og hafi verið slegið „á frest“. — Hann hefir markvisst unnið að því, a'ð brjóta uiður samtakamátt verkamaana og verkamannaráð- anna. Verkfallsrétturinn hefir ver ið afnuminn. Hlutlaust réttarfar hefir verið gert óstarfhæft með sérstökum dómstólum og vxð- Frá aðaífundi bind- indisfélags kennara Mánudaginn 12. júní sl. var hald inn aðalfundur Bindindisfélags ís- lenzlkra kennara í barnaskólanum á Akureyri. Formaður félagsins, Hannes .T. Magnússon, skólastjóri, gaf skýrslu um störf félagsins á árinu. Félagið gaf út bókina „Ungur nemur gam- all temur“ með styrk frá áfengis- varnaráði. Bókin er samin af for- manni félagsins og ætluð til bind- indisfræðslu í skólum. Þá' gekkst félagið fyrir ritgerðasam'keppni um bindindismál meðal 12 ára barna tvo síðastliðna vetur. Eftirfarandi fillögur voru sam- þykktar á fundinum: 1. Fundurinn heimilar stjórninni að gefa út lítið blað ó næsta ári ef unnt reynist. 2. Fundurinn leggur eindregið til, að félagið beiti sér fyrir nám- skeiði á næsta ári í bindindis- fræðslu ósamt öðrum málurn, er samræmast stefnu félagsins. 3. Fundurinn samþykkir að heim ila stjórninni að ráða erindreka til að ferðast um milli skólanna 2 til 3 mánuði, ef hún telur það fær-t. 4. Fundurinn tekur eindregið und ir þá samþykkt Landssambands ins gegn áfengisbölinu um að ráðinn verði sérstakur erind- reki til að leiðbeina um bind- indis- og önnur félagsmál í skól um landsins. Stjórn félagsins var endurkosin. I henni eru: Hannes J. Magnússon Heigi Tryggvason, Kristinn Gísla- son, Jóhannes Óli Sæmundsson og Eiríkur Sigurðsson. tækri starfsemi leyiiilögreglu. Stjórnmálaflokkar aðrir en Kommúnistaflokkurinn eru bann aðir. Ekkert, segir í skýrslulok, ber vott um, að Kadarstjórnin eigi minnsta fylgi að fagna meðal almennings í landinu. Fyrsta síldin (Framhald af 1. síðu). fréttirnar bárust, og munu fyrstu Akureyrarskipin vera að leggja af stað, meðal þeirra togarinn Jörundur og m.s. Snæfell, en þessi skip hafa undanfarin ár verið aflahæstu skip flotans. f gærkvöldi var veður stillt fyrir norðan, en nokkur þoka á miðunum. Fjársöfnun tii handrita- safnsbyggingarinnar (Framhald af 1. síðu). forseta íslands, herra Ásgeiri Ás- geirssyni, og menntamálaráðherra. Ýmsar samþykktir. Gerðar voru ýmsar samþykktir um aðalmál þingsins, en þau voru, eins og áður er getið, ný náms- skrá fyrir barna- og gagnfræða- skóla og ríkisútgáfa námsbóka fyr- ir allt skyldustigið. Ennfremur voru gerðar sam- þykktir í eftirfarandi málum: Kennaraskóli íslands. Þingið ítrekaði mjög ákveðið fyrri samþykktir samtakanna um að hraða sem mest byggingu nýs kennaraskóla. Fræðslumyndasafn ríkisins. Samþykkt voru eindregin til- mæli um, að sett yrðu ný lög um það og fjárhagur þess tryggður. Framhaldsmenntun kennara. Þingið fól stjórnum samtakanna að beita sér fyrir bættri aðstöðu kennara til framhaldsmenntunar í landinu. Handritamálið. f handritamálinu var eftirfar- andi tillaga samþykkt: Uppeldismálaþing haldið á Ak- ureyri dagana 12.—14. júní 1957 fagnar þeirri samþykkt síðasta Alþingis, að ríkisstjórnin hefji viðræður við dönsk stjórnarvöld um afhendingu handritanna. Jafn framt beinir þingið því til nefnd ar þeirrar. sem annazt hefir f jár- söfnun til byggingar húss yfir handritin, að þeirri fjáröflun verði haldið áfram og bygging hafin svo fljótt sem kostur er. |ii||jllijiiiiiiiiiii|iiiuiiiiiilluiiiiiiiiii|iiiiiiiiii!iiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHiiiiiii!iiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiii!iiiiiiiiiimiiiiiiiiitiii:iiHiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiii)iu||iiiii»|l»|,>l,l% Afmælismót í. R. í frjálsíþróttum Þristökkseinvígi Vilhjákns og Kreer er í kvöld Auk fiess veríur keppt í 9ötSrum skemmtilegum greinum Sjáið frækmistu íþróttrmenn heimsins í keppni AtSgöngumiðasaia á íþróttaveliinum er opin frá kl. 1 í dag. I Kaiapil nsiða títnanlsga. Forððzf biðraðir. 1 STJÓRN Í.R. \ EiiiiiiusniiiiHiuiiuniuiHiiiiiuuuiiHiUiuíHiiiiHHiHiiiHiiiiHuiiiHiiiiuiiHiisiiiiiHiuiiiiiiHUiiniuiiHiiiiuiHiiiiiiiiiiiiiiiiiiiUHiHiHiiHiHimitiiiiiiiiiuiHiimiiiiiuiiiiiHiuiimiiuiiiimiiHiuiiiiiiHiiiiiiiiiHiiiiiiiiiiiiiiiimmiumiiiiiiiiiiiiimmmmiiiiHiiiiiiiiuiHiuiiuiiuiiimiiimimiH:

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.