Tíminn - 03.07.1957, Blaðsíða 4
4
T f MIN N, miðvikudaginn. 3. júlí 1957.
Ötgefandl: FramtékMrfWkkvrlMt
Ritstjórar: Haukur SnorraMB,
Þórarinn Þórarinaan (tt).
Skrifstofur í Edduhúsinu vi8 Liadarfðts
Símar: 81300, 81301, 81302 (ritstj. og blaSamou).
Auglýsingar 82523, afgreiBala Stt
Prentsmiðjan Edda hf.
Upplýsingar um kaupkröfur
ÞEIM kaupskipum fjölgar
nú óðum, som liggja hér
bundin við hafnargarðana
vegna verkfalls yfirmanna.
Tjón þjóðarheildarinnar af
völdum verkfallsins fer stöð-
ugt vaxandi.
í sambandi við þetta verk-
fall hlýtur það ekki sízt að
rifjast upp fyrir mönnum,
hve litlar upplýsingar eru
venjulega gefnar um tilefni
hinna ýmsu verkfalla, sem
hafa herjað þjóðfélagið að
undanförnu. Hér er þó vissu
lega um mál að ræða, sem
varðar allan almenning, því
að afleiðingar verkfallanna
bitna á honum með mörgum
hætti. Vissulega ætti það að
geta haft áhrif á lausn verk
fallanna, að almenningur
hefði glögga vitneskju um
öll tildrög þeirra, og gæti
þannig veitt deiluaðilum
hæfilegt aðhald.
MIKLU «iáli skiptir að
sjálfsögðu í þessu sambandi,
að þær upplýsingar, sem um
slík mál væru birtar, reynd
ust áreiðanlegar og ekki
skapaðist því nein tortryggni
um haldleika þeirra. Heppi
legast væri því, að hvorugur
deiluaðila gæfi slikar upplýs-
ingar, heldur væri það gert
af óháðum, hlutlausum aðila.
Það myndi áreiðanlega vel
svara kostnaði, ef komið
yrði hér upp sérstakri stofn
un, sem fylgdist með allri
þróun kaupgjaldsmála, og
hefði m. a. það hlutverk að
birta strax og þegar kaup-
kröfur eru bornar fram,
greinagóðar upplýsingar um
eðli þeirra, m. a. um kjör
viðkomandi stéttar í saman
burði við aðrar. Miklar lík-
ur eru til, að slíkt gæti stuðl
að að því að halda ósann-
gjörnum kröfum í skefjum.
ÞANNIG vita menn nú
sama og ekkert um kröfur
yfirmannanna, sem nú hafa
stöðvað skipin. Hver eru t.
d. launakjör þeirra í saman-
burði við aðrar hliðstæðar
stéttir, þegar búið er að taka
tillit til allra hlunninda?
Eru kröfur þeirra aðallega
gerðar til samræmingar við
aðrar stéttir eða er með
þeim farið fram á meira en
aðrar stéttir hafa áður feng
ið? Og hver er möguleiki
kaupskipaflotans til að verða
við þessum kröfum, án þess
að þurfa að hækka farm-
gjöldin? Hver er nú aðstaða
íslenfckra kaupskipa til að
heyja samkeppni við fjár-
sterka erlenda keppinauta?
Miklar líkur væru til þess
að það gæti hraðað lausn
deilunnar, ef fyrir lægju
glöggar upplýsingar um
framangreind atriði og
fleiri, sem koma hér til
greina, og almenningur
gæti dæmt eftir þeim, hve
réttmætar kröfur yfir-
manna væru og hve réttmæt
væri sá afstaða skipafélag-
anna að vilja ekki fallast á
þær. Almenningsálitið gæti
þá með fullum rökum snú-
izt gegn aðilanum, er ósann
girni beitti.
EFTIR því, sem blaðið
hefur fregnað, hefur ríkis-
stjórnin farið á vissan hátt
inn á þessa braut í sambandi
við verkfallið nú. Tveim hag
fræðingum hefur verið falið
að kynna sér kröfur yfir-
manna og athuga réttmæti
þeirra staðhæfinga, að þær
séu fyrst og fremst bornar
fram til samræmingar við
aðrar. Jafnvel mun verða leit
að eftir áliti fleiri aðila um
þetta efni. Athugun sú, sem
hér hefur verið gerð, ætti að
geta orðið til þess að skýra
eðli deilunnar og hjálpa til
við lausn hennar.
Með þeim starfsháttum,
sem hér hafa verið teknir
upp, hefir áreiðanlega verið
lagður grundvöllur að fyr-
irkomulagi, sem taka ætti
upp til frambúðar. Hér þarf
að vera til stofnun, sem get-
ur strax gefið réttar upplýs-
ingar um kaupkröfur, sem
fram eru bornar, og gert
þær heyrum kunnar í tíma.
Með því væri áreiðanljega
skapað nokkurt aukið við-
nám gegn óbilgjörnum kaup
kröfum og verkföllum, sem
þjóðfélaginu getur stafað
hreinn háski af, ef ekkert
er að gert.________________
Smekklaus samanburður
MORGUNblaðið heldur
áfram að láta í ljós óánægju
sína yfir því að vitnað sé
í orð Jóns Sigurðssonar. Að-
standendum þess fellur senni
lega illa að heyra orð Jóns
forseta og þarfnast það ekki
skýringa. Slík er nú iðja
þeirra.
Sjálfur aðalritstjórinn get
ur ekki dulið þessa óánægju
sína í seinasta Reykjavíkur
bréfi blaðsins. Jafnframt ber
hann fram þá snjöllu hug-
mynd, að menn eigi að hætta
að vitna í Jón Sigurðsson,
heldur að vitna í þess stað
i Ólaf Thors! Birtir ritstjór
inn þessu til sönnunar jafn
flatneskjuleg og andiaus um-
mæli eftir Ólafi og ummæli
Jóns eru snjöll og viturleg.
Sennilega finnst mönnum
þó ekki taka því að reiðast
fyrir hönd Jóns forseta út
af þessum smekklausa saman
burði, heldur sé rétt að líta
á þetta sem eitt af mörgum
dæmum þess, hvernig Bjarna
hefur förlast ráð og dóm-
greind síðan hann missti
af ráðherradómnum.
Sá mannlegi breiskleiki
afsakar a. m. k. að nokkru
þá óvirðingu, sem Jón Sig—
urðssyni er sýndur með um
ræddum samanburöi.
ERLBNT YFIRLIT: ~~
„Sterkur maður“ á rangri hillu
Margt bendir til, aí stefna Lacostes í Alsír endi me5 skelfingu
ÁÐUR EN franska þingið fer í
sumarleyfi að þessu sinni, verður
það að fella eða samþykkja frum-
varp frá ríkisstjórninni um að
framlengja einskonar einræðisvald,
sem þingið hefir undanfarið veitt
Robert Lacöste Alsírmálaráðherra
í Alsírmlálinu. Búist er við hörð-
um átökum um þetta miál í þinginu
þar sem frumvarpið gerir líka ráð
fyrir auknu valdi Lacostes, eða að
hér eftir heyri einnig undir Alsír-
málaráðuneytið mál þeirra Alsír-
búa, sem nú eru búsettir í Frakk-
landi. Hingað til hefir valdsvið
ráðuneyti'sins aðeins náð til þeirra,
sem eru búsettir í Alsír.
Horfur eru nú frekar taldar á
því, að þetta frumvarp stjórrxarinn-
ar verði samþykkt. Byggist þetta
álit m. a. á því, að á landsfundi
jafnaðarmanna, sem háður var um
helgina, lýsti meirihlutinn fylgi við
stefnu Lacostes. íhaldsflokkarnir
munu svo styðja hana se;n áður.
Robert Lacoste er 59 ára gamall.
Hann varð ungur skrifstofumaður í
þjónustu hins opinbera og tók sér
fyrir hendur að sikipuleggja sam-
tök opinberra starfsmanna. Það
kom fljótt í ljós, að hann var bæði
óvenjulega mikil'l starfsmaður og
slyngur skipuleggjari. Hann var
því brátt kjörinn framkvæmda-
stjóri sambands opinberra starfs-
manna og jafnframt í stmrn
franska alþýðusambandsins. Hann
var frá upphafi fyl'gjandi jafnaðar-
mannaflokksins, en hafði sig etoki
mjög í framimi í flok'knum fyrst í
stað, heldur vann fyrst og fremst
að málum opinberra starfsmanna.
Þeir eru tiltöiulega mjög margir í
Fratoklandi, en flestir illa launaðir.
Meginþorri þeirra fylgir Jafnaðar-
mannaflotoknum og má með vissum
rétti segja, að þeir myndi eins toon
ar kjarna hans. Þetta hefir skapað
Lacoste sterka aðstöðu innan jafn-
aðarmannafloktosins á síðari árum,
því að hann er enn mjög vinsæll
meðal hinna láglaunuðu opinberra
starfsmanna.
Lacoste getoik starx í mótspyrnu-
hreyfinguna í síðari styrjöldinni og
gat sér þar gott orð. Þegar de
Gaulle myndaði fyrstu stjórn sína
eftir stríðslokin, varð Lacoste iðn-
aðarmálaráðherra og gegndi hann
því startfi samfleytt í sex ár í sjö
mismunandi ríikisstjórnum. Það
féll því í hlut hans að framkvæma
þjóðnýtingu þeirra iðngreina, sem
voru þjóðnýttar í Fratotolandi eftir
s'tyrjöldina, en meðál þeirra voru t.
d. raforkuver, gas'stöðvar og bíla-
vertosmiðjur. Lacoste þótti leysa
þetta starf mjög vel af hendi og
er honum einkum þatokað, að furðu
vel hefir til tekist með rekslur
hinna þjóðnýttu iðngreina í Frakk-
landi. Á þessum árum skapaðist
það álit, að hann væri mikilhæfasti
leiðtogi franskra jafnaðarmanna.
Þessi lágvaxni, þre-kni maður var
bersýnilega fylltur orku, sem fáum
er getfin.
ÞEGAR Mollet myndað fyrstu
stjórn sína eftir áramótín 195fi.
Skipaði hann Lacoste ráðherra efna
hags- og iðnaðarmála og þótti öll-
um það vel ráðið. Hins Vegar skip
aði hann frjálslyndan hershöfð-
ingja, Georges Castroux, ráðherra
Alsírmála. Það vatoti tortryggni
meðai Fratoka í Alsír og treystist
Mollet sér ekki til að standa gegn
kröfum þeirra. Niðurstaðan varð
því sú, að Mol'let lét Castroux
víkja, en fól Lacoste embætti Alsír
málaráðherra, þar sem hann taldi
hann röggsamastan og atkvæða-
mestan flotoksbróður sinn.
Flest bendir til þess, að þessi á-
kvörðun Mollets hafi verið mjög
misráðin. Lacoste hafði aldrei ná-
lægt nýlendumálum komið og tóto
því við stjórn Alsírmálanna án
nokkurrar þetokingar og undirbún-
ings. Hann virtist strax í upphafi
hafa myndað sér þá skoðun. að
uppreisnin í Alsír væri borin upp
af litlum hópi öfgamanna, algert
stjórnleysi myndi skapast í Alsír,
ef Frakkar slepptu stjórninni, cg
LACOSTE
óbreytt samband Frakklands og
Alsír væri Frötokum heilagt metn-
aðanm'ál.Þes's vegna lægi það bein-
ast við að toveða uppreisnina niður
og þá myndi a'lit falla í ljúfa löð
á eftirN í samræmi við þetta sjón-
armið, gekk Lacoste að því með
sínum mitola duignaði að xá stórauk
ið franskt herlið til Alsír, og
boðaði síðan útrýmingarsókn gegn
uppreisnarmönnum. Síðan hefir
hver sóknin verði boðuðu á eftir
annarri, en jafnan án tilætlaðs ár-
angurs.
FRÉTTAMAÐUR norska Arbeid
erbladets, er dvelst í París, hefir
nýlega skrifað grein í blað sitt um
niðurstöðuna af umræddri stefnu
Lacostes. Niðurstaða hans er
hiklaust sú, að sitetfna Lacostes háfi
gcrsamlega misheppnast. Arabar í
Alsír standa sameinaðri gegn
Frötokum en nokkru sinni fyrr,
Frakkar í Alsír eru ósátttfúsari en
nokkru sinni á'ður. > Yfir
rítoissjóði Frakka votfir gjald-
þrot vegna Alsíitstríðsins - og
franska þjóðin er nú Hofnari^ í
viðhorfinu til Alsír en nokkru
sinni fyrr. Framundan blasa við
hinar háskaliegustu afiléiðingar af
stefnu Lacostes — jafnt’ í Álsír og
Frakklandi sjálfu. Menri eru meira
að segja farnir að stinga sáman
nefjum uim, að Alsírmálið sé vel
á vegi með að skapa býitingará-
stand í Frakklandi sjálfu. M. á.
sjiáist ýms óróleikamerki á hern-
um.
LACOSTE hefir etoki beygt sig
neitt fyrir þessum viðhorfum, held
ur fylgir fram stefniu sinni rneð
sama ósveigj-anleika og dugnaði
sem áður. Með hörku sinni og at-
orku fær hann því vafalaust á-
gengt að stefnu hans vérður fram-
fylgt í Alsírmálinu enn um' stund.
Hafi hún hinsvegar eikki borið
fyrir haustið þann árangur, sem
er öfugur við það, er gerzt hefir
hingað til, mun Lacoste vafalaust
verða hætt í sessi. En hvað ték-
ur við, þegar hann verður að gef-
ast upp eða hrötoktast frá? Því
miður bendir margt til þess, að
átt geti eftir að giida um hann,
að eftir daga hans komi synda-
flóðið.
Stefna Lacostes í Alsírmálinu er
glöggt dæmi um hættuna,' sem
fylgir því, þegar „sterkir menn“
lenda á rangri hillu. Eins og mál-
in standa í dag, virðist hann lík-
legur til að hljóta jafn slæma
d'óma sem Alsírráðherra og hann
hlaut lofsamlega dóma sem ráð-
herra iðnaðarmála.
Þ.Þ
‘BAÐSTorAN
Heimili sem gisiihús.
HÚSFREYJA í Reykjavík skrif-
ar: „Eg hefi ekki lagt leið mína
í baðstofuna áður, en þykist vita
að þar sé öHum vel tekið, að göml
um ísienzkum sveitasið! En þsgar
6g las baðstofuhjalið í dag, þá
datt mér i hug að skjóta inn ör-
fáum athugasemdum, aðallega
um hið margnefnda ástand í gisti
húsmálum okkar. Eg las lika ný-
lega.viðtal við víðförlan blaða-
mann, sem taidi okkur vanda-
laust að opna okkar vel búnu
heimili fyrir ferðamenn, og margt
féll mér vel sem hann sagði, og
víst gæti það verið ofurlítil úrbót
— meðan ekki er annað gert —
ef skorturinn er eins mikil og af
látið! En eiginlega hefir mér nú
annað virzt.“
Boðið upp á herbergi.
„SVO ER nefnilega mál með
vexti, að á minu heimili hefir
staðið þannig á, bæði í fyrrasum
ar og í sumar, að við höfum haft
laust herbergi, í íbúð okkar, að-
eins yfir sumarmánuðina, og því
ekki þýtt að taka fasta leigjend-
ur. Okkur fannst því þjóðráð að
leigja það sem ferðamannaher-
bergi. Og ég tek þv£ fram að
herbergið, er fyrsta flokks her-
bergi á hæð í rólegu húsi á góð-
um stað í baonum, í því standa
tvö uppbúin -úm, og yfirleitt ann
að sem tilheyrir, og innangengt
í baðherbergi.
í fyrravor hringdi ég því á eitt
hótelið hér í bænum, sagði að-
stöðuna og bauð herbergið. En
erindi mínu var tekið meir en
dauflega! Þeir sögðust jú að
vísu hafa haft nokkur herbergi
þannig, stundum, en myndu elcki
um þetta hugsa. Þá sneri ék mér
til Loftieiða hf. og bauð herberg-
ið — ef þeir skyldu vita um hús-
vilta ferðamenn. En það var sama
svarið — nema því verra — að
þeir gátu ekkert sagt um þetta að
svo stöddu!! Og sinntu því svo
aldrei meir.“
Minni þörf en aetlað er?
„í VOR losnaði svo herbergið
á ný. Og nú fannst mér nýr
möguleiki opnast, svo herbergið
stæði ekki annað sumar autt! —
Því þá auglýsti Fyrirgreiðslu-
skrifstofan eftir herlvergjum, og
ég fór á stúfana á ný, og bauð
herbergið, það var litið á það,
og al'lt þótti vera í góðu lagi. Svo
nú bjóst ég óðara við gestum,
bjó þarna upp tvö rúm, og beið
svo við símann! Nú hlytu gestirn
ir þó að koma — ef ekki í dag,
þá á morgun! En nú er liðinn
meira en mánuður, og ég er ekki
farin að sjá fyrsta gestinn!!! —
Svo rík er nú rúmaþörfin.“
Dvalarheimilið og hugsióiiin.
„EN HVAf) þeirri hugmynd við
víkur, að breyta I>valarheimi]i
aldraðra sjómanna í hóbel, vegna
þess að sjómenn þurfi heimijisins
ekki við sökum „stórþreytingá“
frá fyrri tímum é starfi þeirra!
Þá segi ég bara: Eru þeir allir
horfnir af sviðinu ,gömlu sjómenn
irnir okkar? sem þræluðu sin
beztu ár, við verri k'jör og meiri
þrældóm en nú þelckisfc Eg held
að það sé fjöldi af þeim allt í
kringum okkur, farnir að heiisu
og kröftum — margir hverjir.
En flestir of snauðix af verald-
legum auði, að þeir liáfí efni á
að sækja um dvöl í þessari fögru
byggingu sem við þá er kénnd.
Bygging slíks heimilis þarf að
vera hugsjón, og það stárfrækt
samkvæmt því.
Væri ekki nær að vinna að því
málefni, sem Dvailarlieimili aldr-
aðra sjómanna táknar —r á svipað
an hátt og SÍBS hefir brotið ,sér
braut, og hlotið heiður og lof fyr
ir, langt út yfir landsteinana. —
Heldur en að nota iiúsið til fjár-
öfiunar fyrir einstaklinga — sam-
kvæmt öðrum hótelrefcstri hér.
Víst er fjármálavitið góð gáfa,
en —- einbJínið ekki altaf á budd-
una. Milly."