Tíminn - 03.07.1957, Blaðsíða 5
TÍMINN, miðvikudaginn 3. júlí 1957.
s
Aflið var ættjarðarást - stefnan ræktun lýðs og lands
Kæru úngmennafélagar og
aðrir gestir.
Eftir rúmlega mánuð eru
liðin rétt 50 ár frá því að
Samband U.M.F. íslands var
stofnað hér á Þingvöllum og
sú hátíð, sem hér er haldin,
er því 50 ára afmælishátíð
þess.
Það vóru aðeins þrjú ungménna-
félög, sem stotfinuðu sambandið í
fyrstu: Ungmennafélag Akureyrar,
Ungmennaféiag Beykjavíkur og
Ungmlennafélag Skriðuhrepps, en
þá tilheyrði Öxnadalur Skriðu-
hreppi. Þessi þrjú félög sendu sam
tais sjö fulltrúa á þetta stofnþing
sambands U. M. F.Í., en auk þess
feomu þar áhugafulltrúar frá Ung-
mennafélagi ísafjarðar og Bolung-
arvíkur, en þau félög gengu ekki
í sambandið í það sinn.
Þessir Sjö fuiltrúar voru: Jó-
hannes Jósefsson og Guðmundur
Guðlaugsson frá Umf. Akureyrar,
Guðbrandur Magnússon forstjóri,
Helgi Valtýsson kennari og rithöf-
undur, Jón Helgason prentari og
Snorri Einarsson frá Umif. Reykja-
víkur. Eg var sá sjöundi frá Umf.
Skriðuhrepps, en áhugafulltrúinn
var Arngrímur Fr. Bjarnason. Eft-
ir því sem ég bezt veit, eru allir
þessir m'enn enn á lífi nema Guð-
mundur Guðlaugsson. Hann andað-
ist fáum érum síðar.
V'egna þesis áð ég var einn af
þessum sjö fulttrúum, eru mér
minnisstæðir þeir dagar ,sem ég
sat á þessu fyrsta þingi UMFÍ árið
1907, fyrir 50 árum.
Forseti þingsips var kjörinn Jó-
hannes Jósefsison, núverandi eig-
andi Hótel E-orgar, en þá einn
kunnasti glíinufeappi og íþróttamað
ur landsins. í þinglokin var svo
Jóhannes kosinn fyrsti forseti
UMFÍ.
Jóhannes hafði, ásamt Þórhalli
Bjarnarsyni prentara og fleiri ung
um mönnum, stofnað Ungmenna-
félag Akureyrar snemma árs 1906
og var formaður þess, en það var
einmitit Ungmennafélag Akureyrar,
sem einkum gefekst fyrir stofnun
sambands ungmennafélaganna. Það
er því Jóhannes Jósefsson, sem er
aðalstofnandi Ungmennafélags ís-
lands.
Hitt er aftur misskilningur, sem
þó oft hefir heyrst, að Ungmenna-
félag Akureyrar sé fyrsta ung-
menna félag landsins. Svo er efeki,
því það eru ti'l ungmennafélög sem
stofnuð voru é undan því. Þar á
jneðal var slfkt félag stofnað í
minni sveit érið 1900. En þessi fé-
lög höfðu ekíkert samband sín í
milli og ekki er hægt að tala um
neina almenna Ungmennafélags-
hreyfingu fyrr en Ungmiennafélag
Akureyrar, undir forustu Jóhannes
ar Jósefssonar, hratt henni af stað
fyrir 50 árum, bæði með stofnun
sambandsins og annarri útbreiðslu-
starfsemi. Þessa forgöngufélags og
forustumanna þess bar því að minn
ast sérstaklega á háiíð þeirri, sem
hér er haldin.
Ræða BernharSs Steíánssonar al|>ingismanns - úr
hópi frumherja ungmennahreyfingarinnar - á 50
ára afmælishátíð UMFÍ á ÞingvöIIum s. 1. sunnudag
ungmennafélaganna í Noregi, þann
ig hafði t. d. Jóhannes Jósefsson
dvalið við nám í Noregi og kynnst.
ungmennafélögunum þar skömmu
áöur en hann stofnaði Ungmenna-
félag á Akureyri.Munu þau kynni
hafa kvatt hann til að beita sér
fyrir svipuðum félagsstofnunum
hér.
Ræktun lýðs og lands
Kjörorð ungmennafélaganna gaf
til kynna að hverju þau vildu fyrst
og fremst vinna, en það var ,.is<
landi allt“ og stefnan var „ræfetun
lýðs og lands“. Starf þeirra beind
i'st því bæði inn á við, að ökkur
ungmennafélögunum sjálfum, og
út á við, að baráttu fyrir hugsjóna
miálum okkar. Við vildum í fyrsta
lagi vinna að því að þroska okfeur
sjélf, bæði andlega og líkamlega,
til þess að við gætum orðið sein
beztir synir og dætur ættjarðarinn-
ar. Á fundum og samkomum ung-
mennafélaganna fóru að vísu 'fram
skemimtanir, enda þarf ungt fólk
að skemmta sér og á að geía iþað.
En ég fullyrði, að m. k. fyrsta ára-
tuginn eftir að samband ungmenna
félaganna var stofnað, eða á með-
an ég þefekti félögin bezt, v.or.u
stoemmtanir ekki aðalatriðið og
þaðan af síður eina atriðið í starfi
félaganna, heldur fór þar margt
fram, sem varð til að glæða áliúg-
ann og efla þroska ungmennanna.
Það voru haldnir málfundir,' -þár
sem félagarnir æfðust í að setja
skoðanir sínar skipulega fram og
að taka virfean þátt í félagsmála:
starfi. Hygg ég að þetta hafi verið
mörgum þeim, sem síðar gáfu sig
við alm'ennum málum, góður skóli
og tel ég mig geta borið um það
af eigin reynslu. í sumum félögum
voru gefin út skrifuð blöð, sem
ýmist voru lesin upp á félagfund-
um eða gengu á miili félagsmanna.
Þannig æfðu'st menn í að birta
hugsanir sínar í rituðu máli, enda
hafa ýmsir gamlir ungmennafélag-
ar frá þeim tímum orðið kunnir
rithöfundar. Oft voru líka mennta
menn, eða aðrir andans menn,
fengir til að halda fyrirlestra á fé-
lagsfundum. Sum félögin gengust
og fyrir námsskeiðum, þar sem
bæði fór fram bókleg kennsla, einto
um í því, sem bezt var fallið til
undirbúningis félagsmálastarfsemi
og einnig í íþróttum, því að íþrótt
ir, eintoum íslenzka glíman, voru
mikið stundaðar í ungmennafélög-
unum á þeim tímum og eru það
vonandi enn.
Þanníg reyndu ungmennafélag-
arnir með sjálfsnámi og samhjálp
að efla þroska sinn andlega og lík-
amlega og alveg sérstatolega þegn-
skap sinn gagnvart landi og þjóð.
Félagslegar dyggSir
og þegnskapur
Fyrir 50 árum áttu fæstir ungl-
iingar knst ' skólagó-.e i. Nú eru
feomnir skólar fyrir ailt, sem eiga
að veita nemendum sinum flest
það, scm ungme.inafélögin áður
gerðu. Eg dreg þó í efa, að þeir
séu þess umk mnir að öllu leyti og
raunar síst í þvi er mest á ríöur
fyrir þj.öina, en það er tfling fé-
lagslsgra dyggða og þegnskapar.
Ungimennafélögin hafa því enn
mifelu hlutverki að gegna á því
sviði. Því það er sitt hvað skyldu-
nám í skólum eða frjálst áhuga-
starf.
Hvað snertir hinn aðalþáttinn i
stefnu og starfi ungmennafélag-
anna, eða þátttöku þeirra út á við
í þjóðmálum, héraðsmálum og al-
mennum framfaramiáium, þá er
þess að gæta, að kosningarétturinn
"fil Alþingis og sveitarstjórna var
fyrir 50 árum og lengi síðan bund-
inn við 25 ára aldur.en mikill hluti
félagsmanna var yngri. Beinu á-
hrifin í þjóðmálum gátu því ekki í
fyrstu orðið mikil. Óbeinu áhrifin
urðu því meiri, einkum þannig, að
þegar ungmennafélagarnir urðu
eldri og fóru að taka beinan þátt
í þjóðmálum, þá fylgdu þeir fram
hugsjónum ungmiennafélaganna, cg
höfðu í félögunum fengið æfingu
og öðlast þroska til að vinna þeim
málstað gagn.
Sjálfstæðismálið
Það mál sem U'ngmennafélögin
settu ofar öllu öðru var fullt sjálf-
stæði landsins, en fyrir 50 árum
laut Ísland Danakonungi, þó við
hefðum þá nýlega fengið innlenda
stjórn, og bæði Danir og umhcimur
inn leit á íslar d sem hluta af Dana
veldi.
Þegar samband Ungmennafélags
íslands var stofnað fyrir 50 árum
hér á Þingvöllum, þá fór hér sam-
tímis fram mikil hátíð og mikill
mannfjöldi var hér saman kominn
En þessi hátíðahöld voru ekki hald
in í tilefni af stofnun UMFÍ. Fjarri
fór því. Heldur var verið að fagna
hér Friðriki 8. konungi Danmerkur
og íslands.
Fánar blöktu hér hvarvetna, en
það voru ekki íslenzkir fánar, held
ur danskir, því ísland átti þá eng-
an löggiltan fána, heldur var litið
svo á að danski fáninn væri jafn-
frarot okkar fáni.
Við fulltrúarnir á þessu 1. sam-
bandsþingi UMFÍ höfðum lítið
tjald hér á völlunum. í því sváfum
við, og 1 því og við það héldum við
þingið. Þarna voru fyrstu lög UM
FÍ samin og samþykkt, og auk þess
gerðar ályktanir um ýmis mál,
bæði félagsleg og önnur áhugamál,
sem of langt yrði upp að telja. Eitt
atriði í lögum sambandsins olli á-
greiningi og varð þess valdandi, að
sum ungmennafélög vildu ekki
ganga í sambandið, en það var, að
allir ungmennafélagar innan sam-
bandsins sfeyldu vera bindindis-
men:i, Þetta ákvæði var síðar af-
numið.
Þetta þinghald okkar lét lítið yf
ir sér og mundi sennilega alls enga
athygli hafa vakið m'eðal mannfjöld
ans, ef ekki hefði tvennt komið til.
í fyrsta lagi að við drógum upp
fána, á tjatdinu okkar, sem ekki
var danski fáninn, að vísu ekki
heldur sá fáni, sem síðar varð fáni
íslands, heldur blár feldur með
hvítum krossi (Heiðbláinn) en
mjög margir vildu þá gera einmitt
þann fána að fána íslands þó önn
ur gerð þætti hentugri síðar.
Fáni og þjóðbúningur
Þetta, að við skyldum draga upp
„ólöglegan“ fána, eins og það var
orðað, þóttu víst hin mestu býsn'
og lýsa uppreisnarhug gagnvart
feónginum og ríkinu, þ. e. danska
ríkinu. Mikilsvirtur alþingismaður,
síðar þingforSeti, var sendur til
ökkar með áskorun um að draga
fánann niður en það var að engu
haft. E'kki ’<ar þó neinu lögreglu-
valdi beitt við okkur og fáninn
blakti þarna á tjaldinu þingdagana.
í öðru lagi vöktum við fulltrú-
arnir athygli á okkur með því, að
við gengum allir til Lögbergs í
fornmannabúningum eða litklæð-
um. Héldu sumir Íslendingar, að
þar færi flokkur úr lífverði kon-
ungsins, en sumir Danir héldu að
við værum sérstakur íslenzkur
heiðursvörður hans.
Þetta tiltæki var ef til vill
barnalegt, en við gerðum þetta
þó ekki af neinni fordild, heldur
af því að við vildum styðja allt
sem íslenzkt var: íslenzkan fána,
þótt ágreiningur væri raunar um
gerð hans, og taka upp íslenzkan
þjóðbúning, einnig fyrir karl-
menn, og við töldum að forn-
mannabúningurinn væri vel til
þess fallinn.
Fáum árum eftir þetta fékk ís-
land sinn eigin fána. 1918 var svo
landið viðurkennt frjálst og full-
valda rítoi í konungssambandi við
Danmörku og 17. júní 1944 var lýð
veldisfáninn dregin að hún á Lög-
bergi. Þá var sjálfstæðisbaráttan
við Dani farsællega til lykta leidd
og ég fullyrði að eldri og yngri
ungmennafélagar áttu sinn fulla
þátt í þeim sigri, 6em ef til vill var
þó of auðveldur.
Ófriðarhættars, sem kemur '
innan frá
En ,,það er ekki minni vandi að
gæta fengis fjár en að alla“. Og
því miður er það augljóst, að ýms-
ar hættar ógna nú okkar unga lýð
veldi. Þær hættur stafa ekki leng-
ur frá Dönum, heldur að nokkru
frá heimisástandinu, ófriðarhætt-
unni en þó einkum frá okkur sjálf
um. Einstaklingar og heilar stéttir
gera nú sífedlt kröfur til þjóðfélags
ins, kröfur til annarra, en fæstir
til sjálfra sín. Þetta er orðið ísl-
lenzka þjóðfélaginu hættulegt og
getur riðið frelsi okkar að fullu. í
þesisu efni hafa ungmennafélögin
enn mifeið m'annbótastarf að vinna
meðal æskulýðs landsins. Eins og
é'g áður gat um, lögðu ungmenna-
félögin megin áherzlu á það fyrir
40—50 árum, að innræta meðlim-
um sínum þegnskap gagnvart landi
og lýð. En sannur þegnskapur er
etoki fólgin í því að gera sífelldar
kröfur ti'l annarra, ekki heldur til
þjóðfélagsins, heldur í hinu að
færa fórnir þegar þjóðarheill
krefst. Hamingja íslands og ís-
lenzku þjóðarinnar er nú ef til
vill mest undir því komin að æska
landsins s'kilji þetta og ef ung-
imennafélögin nú eru upphaflegu
hugsjóninni, sem hratt fólögunum
af stað fyrir hálfri öld, jafn tní
og þau voru þá, ættu þau að geta
innrætt mikluim hluta æskulýðs
landsins þetta.
I i
Að klæða landið
Ungmennafélögin gömlu vildu
fyrst og fremst að ísland yrði
frjálst, en þau vildu líka taka þátt
í hvers konar uppbyggingarslarfi.
Eg nefni aðeins skógræíktina sem
dæmi um það. í einu aldamóta-
ljóði segir skáldið:
„Sú kemur tíð, að sárin foldar
gróa,
sveitirnar fyllast, akrar hylja móa,
brauð veitir sonum móðurmoldin
frjóa,
menningin vex í lundum nýrra
skóga.'1
Að þessum hugsjönum vildum
við vinna og þá ekki hvað síst
hjálpa til að stoapa hina nýju sfeóg
arlundi, sem stoáldið spáði að kor.ia
mundu. Mörg ungmennafélög
komu sér upp trjálundum og
standa ýmsir þeirra enn með
blóma. Aðrir mistókust að vísu,
sennilega mest vegna þekkingar-
leysis, því óvíða var hægt að fá
leiðbeiningar um slíkt í þá daga.
En hver sem afdrif stoógarlund-
anna urðu, þá var unnið að þeim
öllum af félagsmönnum sjálfum í
sjálfboðaliðsvinnu og af hinum
mesta áhuga.
Annars unnu ungmennafélagarn-
ir oft og að ýmsu í sjálfboðavinnu
án þess að taka gjald fyrir. Þannig
kom það oft fyrir, að ef veikindi
eða aðrir sérstakir erfiðleikar voru
á heimili, þá kom heilt ungmenna-
fclag, piltar og stúlkur, þangað
heim á sunnudagsmorgni og vann
þar kauplaust að heyskap allan
daginn.
Aflið var ættjarðarástin
Hvaða afl var það, sem hratt
ungmennafélagshreyfingunni af
stað fyrir 50 árum? Eg held að
ekki sé notokúr vafi á, að það hafi
fyrst og fremist verið ættjarðar-
ástin. Það var yorhugur í íslenzku
þjóðinni um og eftir aldamótin,
ekki hvað sízt meðal unga fóltosins.
Skáldin okkarihöfðu kveðið eldheit
ættjarðarkvæði í tilefni aldamót-
anna og þau hrifu hugina og
kvöttu til dáða og drengskapar.
„öldin oss vekur ei til værðar
friðar
Ung er hún sjálf, og heimtar
starf án biðar.“
sagði eitt s'toáldið og menn voru í
þá daga fúsir til að vinna fyrir
land sitt og þjóð. Efniishyggjan
hafði þá ekki enn náð verulogum
tökum hér á landi, sem meðal ann-
ars sést á þvi, að ungm'ennafélögin
ákváðu þegar í upphafi að byggja
Btarf 6itt á kriistilegum grundvelli.
Að notokru má víst einnig rekja
ungmennafélagshreyfinguna hér til
Hinir erlendu fultrúar á afmælismóti UMFÍ á Þingvöllum, ásamt nokkrum forustumönnum ungmennafélags-
hreyfingarinnar, ráöherrunum Eysteini Jónssyni og Hannibal Valdimarssyni og íþróttafulltrúa ríkisins, Þor-
steini Einarssyni. (Ljósm.: Gísli Sigurðsson.)
Gamlar minningar — "
nýr tími
Eg hefi dvalist um stand við
gamlar minningar um ungmenna-
félögin. Vona ég að þið takið etoki
til þess, vegna þess að ég er nú
einn af el'stu ungmennafélögum
landsins og var hér á Þingvöllum
fyrir 50 árum, til að taka þátt í
stofnun sambands Ungmennafélags
íislands.
Það er að vísu nauðsynlegt að
þetokja fortíðina, en framtiðin er
þó aðalatriðið.
Eg óska UMFÍ hjartanlega til
hamingju með afmælið. Eg ósfea
þeim guðs blessunar og alls vel-
farnaðar í framtiðinni. Megi- þau
safna öllum æstoulýð landsins und-
ir merki sín og innræta hcnum
dáð og drengskap, ættjarðarást og
sannan þegnskap. Takist það
„Þá mun sá guð, sem veitti frægð
til forna,
fósturjörð vora reisa endurborna,
Þá munu bætast harmasár þess
horfna.
Hugsjónir rætast. Þá mun aftur
morgna.**