Tíminn - 06.07.1957, Blaðsíða 6
6
T í M I N N, laugardaginn 6. júlí 1957.
Ötgefandl: Fram«4kMrfi«kk»rlU
Ritstjórar: Haukur Snorraa**,
Þórarinn ÞórariBSMB (ik)
Skrifstofur í Edduhúsinu vl8 Ltttdarffét®
Símar: 81300, 81301, 81302 (ritstj. og bltt8«UDttU>.
Auglýsingar 82523, afgreiSiltt SStt
Prentsmiðjan Edd* hf.
NauSsyn aukinnar fræðslu um
þjóðfélags- og þjóðhagsmál
VETURINN 1956 var sam-
þykkt á Alþingi tillaga til
þingsályktunar, er þeir Bern
harð Stefánsson og Gísli Guð
mundsson höfðu flutt. Efni
tillögunnar var á þá leið, að
ríkisstj órninni væri falið að
skipa fimm manna nefnd eft
ir tilnefningu Háskóla ís-
lands, Alþýðusambands ís-
lands, Stéttarsamb. bænda,
Landssamb. útvegsmanna og
Iðnaðarmálastofunar íslands
til þess að kanna, hversu
bezt verði komið við aukinni
fræðslu fyrir almenning í
þjóðfélags- og þjóðhagsfræð-
um, svo sem um ýmsa þætti
þjóðskipulags-, efnahags-, fé
lags og verkalýðsmála.
Tillaga þessi var samþykkt
svo til einróma. Það hefir þó
farist fyrir hingað til því mið
ur að hafist væri handa um
framkvæmd hennar.
BERNHARD Stefánsson
hafð orð fyrir þeim flutnings
mönnum í þinginu. Honum
fórust m. a. þannig orð:
„Til þess að stýra bíl þarf
nokkra þekkingu, og það þarf
að taka próf til að fá leyfi til
þess. Sama er að segja um
farartæki á sjó. Það þarf ekki
að vera stór mótorbátur til
þess, að það sé óleyfilegt að
stjórna honum öðruvísi en að
hafa leyst af hendi próf í sjó
mannafræði. En til þess að
stýra þjóðarskútunni er ekki
áskilin nein sérstök þekking
og ekkert próf.
Hér í þessari tillögu er ekki
lagt til að gera það að skil-
yrði fyrir kosningarétti að
hafa leyst af hendi próf, sem
sýni ákveðið þekkingarstig þó
að það mál væri vitanlega vel
athugandi. En hætt er við, að
ef slíkt væri gert, þá gæti far
ið svo, að þeir, sem um prófin
ættu að sjá, beittu þar ka.nn-
ske hlutdrægni, og yrði erfið-
ara fyrir þá að ná prófi, sem
væru andstæðir þeim, sem
einkunina ættu að gefa. Skal
ég ekki fara lengra út í þess-
ar sakir, því að hér liggur alls
ekki tillaga fyrir um það.
En hvað sem þessu líður,
þá má ekki minna vera, en
að þjóðfélagið reyni að sjá
almenningi fyrir nokkurri
fræðslu í þjóðfélags- og þjóð
hagsfræðum, því að þekking
í þeim efnum er undirstaða
þess að geta myndað sér sj álf
stæða skoðun á málum og
neytt kosningaréttar síns af
skynsamlegu viti, sem hugs-
andi þjóðfélágsborgara sæm-
ir, en ekki eins og fénaður,
sem rekinn er í réttir á haust
in.“
ÞÁ vék Bernhard að fleiri
ástæðum, er gerðu umrædda
fræðslu nauðsynlega. Hann
sagði m. a.:
„En það eru fleiri ástæður
en þær, að nauðsynlegt sé að
búa menn undir að geta
ngytt kosningarréttar síns
skynsamlega, sem gera
fræðslu í þeim efnum, sem til
lagan fjallar um, nauðsyn-
lega. Svo til öll þjóðin er nú í
stéttarfélögum. Þjóðin hefur
skipt sér niður í alls konar
séttarfélög. Þessi stéttarfélög
heyja baráttu sín á milli og
við þjóðfélagið, og þegar þess
ar kröfur eru gerðar, þá virð-
ist svo sem ýmsir skilji ekki,
að einhver þarf að borga það
sem krafizt er. Það er eins og
ýmsir álíti, að það sé hægt að
krefja t. d. ríkissjóðinn um fé
til eins og annars, án þess að
nokkur þurfi að borga það
nema ríkissjóður. Það er ekki
laust við, að mér finnist sem
ýmsir menn telji það nú væn
legt til fylgis að gera sem
mestar kröfur til ríkissjóðs-
ins annars vegar, en vera á
móti öllum sköttum og toll-
um hins vegar. Vitanlega
eru þeir menn, sem eru að
afla sér fylgis meðal fólksins,
ekki svo fávísir, að þeir haldi,
þetta sé hægt. En það, að til
eru menn, sem álíta þetta
vænlegt til fylgis, sýnir, að
nú eru sumir beinlínis farnir
að treysta á fáfræði og fá-
vísi 1 þessum efnum.
Það er því af þessum tveim
ur ástæðum, sem ég hef
nefnt, annars vegar til þess
að reyna að auka þekkingu
fólks almennt, svo að það
geti neytt kosningarréttar
síns til Alþ. og annarra trún
aðarstarfa á skynsamlegan
hátt og myndað sér sjálfstæö
ar skoöanir, og hinsvegar til
þess að gera það hægfara til
þess að taka þátt í alls kon
ar félagsstarfsemi, sem nú
er orðin svo mikil í landinu,
að aukin fræðsla um efna-
hagsmál þjóðarinnar og fé-
lagsmál almennt er nauösyn
leg. Ég hygg, að enginn muni
geta eða vilja neita því, að
nauðsyn sé á aukinni fræðslu
í þessum efnum. Hitt er aftur
mál, sem menn geta haft
ýmsar skoðanir um, hvernig
þeirri fræðslu væri bezt fyr
ir komið, og er það rannsókn
arefni. Þess vegna er það, að
við flm. þessarar till. gerum
ekki ákveðnar till. um það,
hvernig fræðslunni verði hag
að, heldur leggjum til, að kos
in verði nefnd til að kanna
málið og gera sína till. á sín
um tíma.“
í ÞEIM ummælum Bern-
harðs Stefánssonar, sem eru
tilfærð hér að framan, eru
færð svo glögg rök fyrir nauð
syn aukinnar fræðslu um
þjóðfélags- og þjóðhagsmál,
að ekki þarf fleiru við að
bæta. Þess ber hinsvegar
fastlega að vænta, að ríkis-
stjórnin láti ekki lengur
draga að hefjast handa um
framkvæmdir á þeim grund-
velli, sem Alþingi hefur lagt
með því að samþykkja áður-
nefnda tillögu.
Enski skopteiknarinn Vicky, sem teiknar fyrir Daiiy Mirror í London, gerSi þessa mynd í fyrra, og á hún að
tákna ástandið í Kreml, sem nú hefir komið á daginnn. Molotov og Kaganovitj halda skammarræður yfir Khrust
jev og Bulganin fyrir of hraða afstalíniseringu leppríkjanna.
Allt er í heiminum hverfult —
njet-maðurinn fallinn eftir 40 ár
Kommíínistaflokkar allra landa afhjúpa$ir sem
svikarar yií málstaft hins frjálsa heims
Um fjc-rutíu ára skeið hefir jörðin margsinnis skolfið undir
fótum rússnesku þjóðarinnar og þúsundir og aftur þúsundir
manna hafa drukknað í blóðbaði einræðisstjórnarinnar. En í
gegnum þessar hræringar allar hefir einn maður — og aðeins
einn — setið á háum stóli og aldrei hreyfzt,á hverju sem hefir
gengið; þrátt fyrir hreinsanir, jafnvel dauða einræðisseggs:
Maðurinn er 'Vacheslav Molotov.
í AUGUM margra áhorfenda var
hin óumhreytilega staða hans
hrein gáta. Ilann er eMd nema 67
ára, í rauninni miklu yngri en
menn almennt halda, aðeins fjór-
um árum eldri en mennirnir, sem
nú ráða ferðinni í Moskvu að því
cr virðist, þeir Ehrustjev og Bul-
ganin. Samt er hann gamall í sam-
anburði við þá, gamall byltingafor-
ingi, og síðan ráðsmaður byltingar-
arfsins að gengnum þeim Lenin og
Stalin báðum.
Það er áreiðanlega nierki um
mjög víðtæikar og djúpstæðar
breytlngar í Rússlandi í dag, þeg-
ar þessi maður er allt í einu á-
kærður fyrir að vera á annarri línu
í friða- og heimismálum en flokkur
inn, vera í rauninni persónugerv-
ingur andstöðunnar við friðar-
stefnu sovétstjórnarinnar, sem svo
er nefnd. Hér eru þáttaskil. Nýr
tími að hefjast. Hvað hann boðar
er þó enn myrkri hulið.
Andstæðingur Khrustjevs
ÞAÐ ER alveg efalaust, að Molo-
tov var mjög andvígur því, að far-
ið væri höndum um minningu
Stalíns eins og Khrustjev gerði á
20. flokksþinginu. Þar var einræðis
seggurinn, sem kommúnistar höfðu
dýrlkað eins og skurðgoð í áratugi,
afhjúpaður sem geðsjúkur grimmd-
arseggur, maður, sem hafði bæði
Skort drengsikap og þor á örlaga-
au'gnablikuim byltingarinnar. Bilið
ó milli Molotovs og Khrustjevs
varð þó enn augljósara þegar Molo
tov var látinn fara úr utanríkis-
ráðherraembættinu til að þóknast
Tító, er hann kom til Moskvu í
fyrsta sinn eftir ósættina. Áður
hafði Molotov mátt bergja á þeim
beiska bikar, að fá ekki að fylgja
þeim Khrustjev og Bulganin til
Belgrad, er þeir lögðu upp í
Kanossagönguna til Títós í fyrra.
Tító vildi ekki taka á móti honum.
Sagði að hann væri jafnsekur Stal-
in uim fjandslkap við Júgósiavíu, og
yfirmicnn Molotovs í Kreml beygðu
sig fyrir þessari ósk. Molotov var
heima, en hefir vafalaust hugsað
til hefnda.
í þessum atburðum og lítilsvirð-
ingu á Molotov var líka fólgin við-
urkenning á því, að utanríkisstefna
hans gagnvart Júgóislavíu hefði
beðið skipbrot.
En þótt ut anrik isráðh erra emb-
ættið væri áreiðanlega tekið frá
honum í óþökk, var hann samt
nægilega sterkur til að halda öðr-
um embættum. Khrustjev hefir
samt áreiðanlega skilið, að maður
með særðan m'etnað er ekki h'eppi-
legur bandamaður. — Uppgjörið
hlaut að koma, og stundin kom í
þessari viku. Khruistjev varð ofan
á, Molotov er iotosins horfinn í
sku'ggann.
Bókhaldarinn góði
LENIN á að hafa sagt um Molo-
tov: Hann er bezti bókhaldari í
flokknum. Trotzkij var aldrei heift-
1 úðugri, er hann nefndi gam'la bolsé
ví'kkaleiðtoga, en er hann nefndi
Molotov. Radek móðgaði Molotov,
kallaði hann „steinras'sinn1 af setu
hans á kiontórstóli floklksins. Vel
má vera að uppnefni það, og andúS
hins gáfaða Radeks hafi fiýtt fyrir
dauða hans, er þeir Stalín og Moio
tov tóku til höndunum í oinni af
hinum fyrri hreinsunum.
Njet-maðurinn
A VESTURlöndum varð Moiotov
frægastur fyrir stirfni sína o>g
kuldaiegu ró á alþjóðafundum.
Moiotov var sú véi, nákvæQn og
(Framhald á 8. síðaj
Verkfailsmenn á kádiljákum.
SIGLUTRÉN í Reykjavíkurhöfn
rifja upp sögu Nonna um „skóg-
inn“, sem hann sá, er hann kom
til Kaupmannahafnar á öldinni
sem leið á „Valdimar“ gamla.
Skipin iiggja hvcrt utan á öðru
við bryggjurnar, og víðast um
borð er kyrrð og friður. Hér
eru líka mörg útlend skip, en
þar er líflegra um borð, vindur
í gangi og menn á hiaupum. Þau
skip koma og fara, en okkar
skip sitja kyrr, bundin við fest-
ar. Borðalagðir menn eiga í
verkfalli.
Vaktmaður, sem gætir þess, að
óviðkomandi séu ekki að snuðra
um borð í þessum dauðu skipum
að óþörfu, horfið á það á hverju
kvöldi, að ýmsir verkfallsmenn
koma að höfninni til að líta yfir
flotann og hyggja að gangi verk-
fallsins. Þeir koma fæstir fótgang
andi. Þeir eru margir hverjir á
kádiljákum, sem vel má nota
sem samheiti á bílum, sem kosta
120—200 þúsund krónur. Þetta
eru verkfallsmenn hins nýja tíma.
í gamla dag voru þeir á ldossum.
En þá var ísland líka fátækt Iand
og frumstætt. Nú höldum við að
þjóðin sé rík, og geysilega mód-
erne.
Birtið kröfurnar!
í ÞESSU blaði var nýlega far-
ið fram á að kröfur yfirmanna
um meira kaup og aukin fríðindi
yröu birtar almenningi. Þetta er
sanngjörn krafa. Hvergi meðal
lýðræðisþjóða Evrópu mupdi það
taiið hæfa, að verkfallsmenn, er
stöðva mikla atvinnugrehi, leyndu
kröfum sínum fyrir þjóðinni.
Slíkt athæfi er í rauninni ekk-
ert nema steittur hnefi framan i
þjóðfól'agið. Kröfurmar eiga að
liggja á borðinu. Almenningur í
landinu á heimtingu á að fá að
mynda sér skoðun á réttmæti
þeirra eða óréttmæti.
Sagan gengur.
MEÐAN ieyndin ríkir, ganga
sögurnar, sumar þannig gerðar,
að þær líkjast helzt riddarasög-
um fyrri alda. Verirfallsmenn
hljóta að hafa heyrt eitbhvað af
þeim, en samt mótmæla þeir
ekki. Varla getur það þó merkt
að uppistaðan sé sannleikanum
samkvæm? Sagan segir, að í
kröfunum sé skilgreind tala
eggja, sem yfirmönnum beri með
vissum máltíðum, framreiða
verði „toalt borð“ þeim til geðs
á vissum tímum, og þá skuli
færa þeim alan mat til herbergja
sinna, hvort sem þeir eru uppi-
standandi eða útafiiggjandi, þeg-
ar þeim býður svo við að horfa.
Ofan á þetta 25—50% meira fé
í vEsann. Þessar sögur heyrast á
götunni, og menn brosia og yppta
öxlum, nei, þessu trúi ég ekki.
En meðan kröfurnar eru ekki
birtar, ganga þessar sögur manna
á meðal, til álitshniekkis fyrir
þær stéttir, sem í verkfallinu
eiga. Enn og aftur: Birtið kröf-
urnar. Látið almenning fá tæki-
færi til að dæma sanngjarnlega.
—Finnur.