Tíminn - 06.07.1957, Blaðsíða 1
Fylgizt með tímanum og Iesið
TÍMANN. Áskriftarsímar: 2323
og 8 1300. — Tíminn flytur mest
og fjölbreyttast almennt lesefni.
41. árgangur.
Tteykjavík, laugardaginn 6. júlí 1957.
Inni í blaðinu:
Fröns'kunám og freistingar bls. 4.
Grein um atburðina í Rússilandi,
bls. 6.
Friðrik Ólafsson skrifar skákfréttir
bls. 7.
147. bla».
Pétur Rögnvaldsson sigrar í grindahlaupi
Hreinsanirnar enn í fullum gangi í Moskva:
Pervukhin og Saburov reknir úr em-
bættum aðstoðarforsætisráðherra
Keppni i 110 m. grindahlaupinu voru mjög tvísýn og hlaupið afar
skemmtilegt. Pétur Rögnvaldsson sigraði var siónarmun á undan hinum
frábæra finnska hlaupara Mildh. Báðir náðu ágætum tima 14.9 sek., sem
er bezti tíihi þeirra beggja í þessari grein. Ljósmyndir Jón H. Magnússon.
Lundúnaráístefnu samveldisjijóíanna lokiS:
Takmörkuð afvopnun getur dregið úr
viðsjám í alþjóðamálum
Ghana og Maiaya boíin velkomk í kóp frjálsra
þjóSa
inu einu er skipt
í þr jú embætti
Á bæjarstjórnarfundi í fyrra-
dag samþykkti bæjarstjórnar-
meirihlutinn að búa enn til ný
embætti og auka þannig þá rniklu
yfirbyggingu, sem skrifstofubákn
bæjarins er og srníðuð er án alls
skipulags og af handahófi.
Er nú svo komið, að raunveru
lega er búið að skipta starfi borg
arritara í þrjú embætti. Tómas
Jónsson, sem verið hefir borgar
ritari um langt skeið verður nú
borgarlögmaður og vinnur þann-
ig, eftir sem áður hluta af sínu
fyrra starfi, Gunnlaugur Péturs-
son er skipaður borgarritari og
Páll Eíndal skrifstofustjóri borg
arstjóra og varaborgarritari.
Þórður Björnsson bæjarfulltrúi
Framsóknarflokksins benti í
þessu sambandi (á nauðsyn bess
að endurskipuieggja og endur-
bæta allt stjórnarkerfi bæjarins.
eiukum þó framkvæmdastjórn,
fjármál og yfirstjórn verklegra
framkvæmda.
Hin nýju embætti þýddu alls
ekki endurbætur í þessum efn-
um, og myndu seinka þeim. Þess
vegna sagðist Þórður vera mót
fallinn hinu nýju embættum.
Þessi embætti væru ekki auglýst
áður en ráðið væri í þau þau
yrðu til þess að auka skrifstofu
báknið, án þess að heildarskipu
lag kæmist þar á.
Hjúkrunarheimili
á Hvammstanga
Hvammstanga: Hér er hafin
bygging hjúkrunarheimilis, sem
verður allmikil bygging. Er til
þess ætlazt að hún verði fokheld
fyrir næsta vetur. Yfirmaður við
hana er Páll Lárusson húsasmíða-
meistari frá Keflavík. Atvinna er
hér nú meiri en oft áður.
LONDON—NTB 5. júlí: Ráð
stefnu forsætisráðherra brezku
samveldislandaima lauk í London
í dag.‘ í yfirlýsingu, sem gcfin
af öllum forsætisráðherrunum að
ráðstefnunni lokmni er lögð á-
herzla á nauðsyn aukinnar sam
vinnu í þágu heimsfriðarins.
Lýst er yfir nauðsyn þess að
‘styrkja bandalag Sameinuðu þióð
j anna um ieið og lýst er yfir djúp
i uim harmi vegna hönmunga ung-
versku þjóðarinnar.
Dregið úr viðsjátn.
Það er skoðun ráðfaerranna, að
jafnvel samningar um takmark-
aða afvopnun geti orðið til þess
að draga úr viðsjám í alþjóðamál
um og þess vegma beri að vinna
að þeim niálum af fulluin krafti.
Lögð er áherzla á nauðsyn þess
að nýta kjarnorkuna til friðsam-
iegra nota. Að lofkum bjóða ráð-
herrarnir Ghana velkomið í hóp
brezku samveldiisþj'óðan’na og Mal
aya sem innan skamms öðlast
sjálfstæði og sæti á bðkík brezku
samveld isþ j óðanna.
Fréttir í fáum
orðum
Tveir varaforsætisráðherra Júgó-
slafíu leggja upp í „sumarleyfis-
ferð“ til Moskvu innan skamms.
Talið er víst, að þeir muni ganga
á fund Krústjeffs.
Vestur-Þýzka sambandsþingið hef-
ir samþykkt aðild landsins að
markaðsbandalagi Evrópu.
Bandaríkjastiórn hefir lýst því yf-
ir, að hún muni ekki geta fallizt á
algjört bann við beitingu kjarn-
orkuvopna. Hún mun hinsvegar fús
til að undirrita yfirlýsingu um, að
þeim verði aldrei beitt nema í
varnarskyni.
Stærsta kjarnorkusprengjutilraun
í sögu Bandaríkjanna var í gær
gerð í Nevada-eyðimörkinni. Bloss
inn sást í 800 km. fjarlægð.
Nöímim M0L0-
TOV-bæja o g hér-
aða breytt
MOSKVA—NTB 5. júlí:
Skýrt var frá því í Moskvu í
dag, að nafni bæjarins Molotov í
Ural-héraðinu hefði nú verið
breytt og hefir hann nú fengið
sitt fyrra nafn, Perm.
Einnig heitir Molotov-héraðið
eftirleiðis Perm-héraðið. í tii-
kynningu segir, að ástæðan til
þessarar nafnabreytinga sé hin
„hættulega andflolikslega klíku-
starfsemi Molotovs“.
Map Tse-tung óskar Krúsjeff til hamingju —
fjórmenningarnir sakaftir um a<S hafa undir-
búí5 leynilegt samsæri gegn stjórn landsins
Moskva—NTB, 5. júlí. — Tilkynnt var í Moskva í dag,
að ákveðið hefði verið að svipta þá Pervukhin og Saburov
embættum sínum sem aðstoðarforsætisráðherrar landsins,
en þeir voru sviptir sætum sínum i miðstjórn flokksins um
leið og Molotov, Malenkov og Kaganóvitsj.
Stórstúkuþingið
vill handritin heim
Meðail margra ályktana, sem sam
þýkktar voru á nýatflstöðnu Stór-
stúkuþingi er þessi:
Stórstúteuþingið fagnar ályktun
Alþingis í handritamiálinu og að
endurvakinn er áhugi íslendinga á
héiimiflu'tningi handritanna. Treyst
ir stórstúkuþingið því að ríkis-
stjórnin fylgi má'linu fast eftir.
í tilkynningu Tass-fréttastofunn-
ar um málið er ekki tekið fram,
hvort Pervukhin hafi verið sviptur
embætti sínu sem ráðherra vélaiðn
aðarins, en það er álit fréttamanna
í Moskvu. að hann muni enn halda
því embætti. Hefir því fjórum
varaforsætisráðherrum verið vik-
ið frá á tveim dögum, aðeins tveir
eru því eftir og er Mikoyan annar
þeirra.
Heillaóskir frá Peking
Það er nú almenn skoðun frétta-
ritara í Moskvu, að Krúsjeff hafi
nú öll ráð í hendi sér. Hann hafi
tryggt sér stuðning Rauða hersins
og Sjúkovs auk þess sem hann
hafi fengið þær upplýsingar er-
lendis frá, að hinar róttæku hreins
anir hafi mælzt vel fyrir hjá komm
únistaflokkum annarra landa.
Krúsjeff fékk i dag skeyti frá
Peking þar sem miðstjórn kín-
verska kommúnistafiokksins lýsir
yfir fögnuði yfir breytingunum
og telur, að þær verði til að efla
og styrkja sambandið á milli
kommúnistaflokka Kína og Ráð-
stjórnarríkjanna.
Kaganóvitsj harðlega
gagnrýndur
Kaltsjenko, forsætisráðherra sov
étlýðveldisins Úkraínu réðst í dag
harkalega á Kaganóvitsj, sem á
sínum tíma var einn af nánustu
samstarfsmönnum Stalíns og m. a.
sendur af honum til Úkraínu til
að reka erinda einræðisherrans.
Kaltsjenko sagði, að Kaganóvitsj
hefði sigað leynilögreglunni á fjöl
marga mektarborgara, sem ekkert
hefðu til saka unnið. Ferill Kaga-
nóvitsj í Úkraínu væri hinn versti
og það væri þjóð hans kunnugt.
Fjöldafundir voru haldnir um
gjörvöll Ráðstjórnarríkin í dag og
allsstaðar var lýst yfir stuðningi
við þá stefnu er Krúsjeff hefði
markað á 20. flokksþinginu í íebr-
úar 1956, er hann réðst á persónu-
dýrkunina og afhjúpaði glæpaverk
Stalíns.
Undirbjuggu samsæri
Æskuiýður Rússlands var í dag
fræddur um það í unglingablaði
Pravda, að þeir Molotov, Malen-
kov og Kaganóvitsj hefðu unnið
á laun að samsæri gegn stjórn
lands og fiokks með það fyrir
augum að hrifsa völdin í sínar
hendur.
Krúsjeff og Bulganin halda á
mánudaginn sem kunnugt er í
vináttuheimsókn“ til Tékkóslóva-
kíu, en í för með þeim verður Ser-
ov, yfirmaður öryggismálanna.
Sérfræðingar og stjórnmála-
menn hins frjálsa heims ræða enn
mikið um mögulegar breytingar á
utanríkisstefnu Rússa að hreins-
unum loknum. Frú Golda Meir,
utanríkisráðherra ísraels lét svo
ummælt í Vínarborg í dag, að
sennilega myndi spennan í alþjóða
málum minnka við breytingarnar.
Matvæli í stað skriðdreka
Shepilov, maðurinn sem hefði
borið höfuðábyrgðina á samning-
unum við Nasser um vopnasending
Framh. á 2 síðu
Danir vikja færeysk-
um þingmanni af
þingi
Frá fréttaritara Tímans í
Kaupmannahöfn samkv.
einkaskeyti í gær.
Danska þjóðþingið gerði alvöru
úr því í dag að víkja frá þingsetu
færeyska þing!marmmum Thorst-
eini Petersen. Var þessi ákvörðun
teikin með 136 samihljóða atkvæð
uun á þingi Dana án mótatkvæða.
Laxness símaði mótmæli til Kadars
- Til tjóns fyrir sósíalismann, móðgun
við menninguna -...
FRETTAMAÐUR sænska blaðsins
Dagens Nyheter, sem hér dvaldi
um konungskomuna, hefir birt í
blaði sínu símskeyti sem Halldór
Kiljan Laxness, Nóbelsskáld á
Gljúfrasteini, sendi Janosi Kadar,
forsætisráðherra rússnesku lepp-
stjórnarinnar í Ungverjalandi, í
þann mund, er Kadar bjó sig til
að láta taka af lífi tvo ungverska
rithöfunda fyrir þátttöku í frelsis-
uppreisn ungversku þjóðarinnar á
s. 1. hausti.
Samkvæmt frásögn sænska blaðs
ins ávarpaði Laxness félaga Kadar
á þessa leið:
— „Það hefir hrellt mig að
heyra fregnir um dauðadóma,
sem upp hafa verið kveðnir yfir
tveimur ungverskum vinum mín-
um og kollegum, og af því til-
efni leyfi ég mér að vara ríkis-
stjórn yðar hágöfgi við oftrú á
fangabúðir, fangelsi og henging-
ar sem andsvar til rithöfunda og
liugsuða. Slíkt er ekki aðeins til
tjóns fyrir sósíalismann, heldur
jafnframt brot á innstu siðalög-
málum mannkynsins og móðgun
við menninguna."
Samkvæmt frásögn sænska
blaðsins var skeytið undirritað
þannig: Halldór Laxness, hand-
hafi Andersen Nexö-heiðurs-
merkis heimsfriðarhreyfingarinn-
ar og Nóbelsverðlaunahafi.
í FRÉTTUM í gær var skýrt frá
því, að dauðadómunum hafi verið
breytt í fangelsisdóma, öðrum i
lífstíðarfangelsi, hinum í 15 ár.
Margir frægir rithöfundar aðrir og
rithöfundasamtök hafa ávarpað
Kadar af sama tilefni þessar síð-
ustu vikur.
Thorstein Petersen
Þi'ngforeeti tilkynnti að Hakun
Djunhuus tæki nú sæti hins fær
I eyska þingmanns. Danska þjóðþing
inu báruist í gær mörg móttmæla
skeyti frá Færeyjum. Hafa flokks
bræður Thorsteins mótmælt harð-
lega og hvasisorð mótimæla orðsend
ing boriist til Danmerkur frá floteks
bræðrum hans í bæjarstjórn Þórs-
hafnar. —Aðils.