Tíminn - 03.08.1957, Blaðsíða 7
TÍMINN, laugardaginn 3. ágúst 1957.
7
bréfaskipti Howards Fast og Rússans Polevoi
Polevot til Fasts.
Þú sérð að ég skrifa þér,
og ég geri það án þess að
finna til ótta eins og þú
gafst þó í skyn í bréfi þínu
til Isakovs. Hann átti ekki
skilið að þú særðir hann á
þennan hátt. Þú hlýtur að
skilja að tilgangslaust er að
koma svona fram við vini
sína.
Það hryggir mig mjög að
frétta af ákvörðun þinni.
Við höfum aðeins einu
sinni hitzt, en við höfum
lengi skrifast á, og ég fyrir
mitt leyti hef ævinlega
hlakkað til að fá bréf þín.
Ég hef ímyndað mér þig
sem mann er ævinlega hef-
ur synt gegn straumi og
fórnað miklu vegna heilags
málefnis. Og ég hef oft
vitnað til þín sem dæmis
um mann gæddan sönnu
hugrekki og óbifandi sann-
færingu.
Þess vegna uröu þessar
fréttir mér mikið áfall, og
þeim mun frekar vegna
þess að ég frétti þetta ekki
í (vinsamlegu) bréfi frá
þér eða einhverju hinna
djarflega tímarita sem þú
hefur starfað með árum
saman heldur bárust mér
fréttirnar úr einu hinna
stóru, auðugu hneykslis-
gráðugu (háværu) dag-
blaða og þess utan i við-
tali við mann sem ég get
ekki virt sem blaðamann.
(Þess vegna urðu þessi tíð-
indi mér sérlega bitur).
Ég er gamall hermaður,
og taugar mínar eru býsna
sterkar. En þessa nótt gat
ég ekki sofnað. Ég var stöð- ■
ugt að hugsa um bækur'
þínar. Söguhetj ur þínar
þyrptust að mér, og ásamt1
þeim hugleiddi ég málið. j
Ég var viss um að Gideon |
Jackson sem barðist hinni;
góöu baráttu til enda hefði j
ekki furðað sig minna enj
ég á því sem gerzt hafði. |
Ekki heldur Spartakus þótt i
hann lifði á tímum þegar J
hvorki voru til heimspeki-
kenningarnar eða hin hag-
nýta reynsla sem lýsir upp
veg mannkynsins i dag,
tímum sem ekki þekktu
menningarverðmæti okkar
daga og ekki áttu heldur
hina framsæknu mennta-
menn sem nú bera stöðugt
merki friöarins hátt á lofti.
AÖ sjálfsögðu þekkir þú
þinn eigin Spartakus betur
S • ÞEiR SNERU AFTUR
Arthur Koestler
Skáld í skugga kommúnismans.
en ég, en ég er viss um að
hefði hann verið hjá mér;
þessa nótt þá hefði hann!
ekki síður en ég verið ráða- \
laus (leiðúr og furðu lost-|
inn). Eða George Washing-J
ton, maðurinn sem ég dáð-j
ist að i bernsku minni og
uppgötvaöi síðar á nýjan
leik í bók þinni; undir svip-
uðum kringumstæðum
hafði hann eflaust sagt:
„Það skiptir engu hversu
hörð orrustan er, ég verð
að þrauka i dag til að sigra
á morgun.“ Og Silas Timb-
erman — sjálfsagt væri
honum þetta jafnerfitt og
þér, en engu að síöur yrði
hann á öðru máli en þú.
Það er sagt að í söguhetj-
um hvers höfundar sé á-
kveðinn hluti af honurn
sjálfum. Þess vegna hlytu
söguhetjur þínar, sem
milljónir lesenda elska, að
örvœnta (ringlast) þrátt
fyrir kjark sinn og styrk ef
þær gætu heyrt hvað hin
alkunna „Voice of Amer-
ica“ segir Rússum og kveð-
ur á þína ábyrgð. Mér er vel
ljóst að hverju er stefnt
rneð þessu. The Voice of
America er að gera örvœnt-
ingarfulla tilraun til að
eyöileggja í einu höggi vin-
sœldirnar sem þú og bœkur
þínar hafa hlotið í lesenda
hópi er telur 900.000.000
manns. (Þeir eru að reyna
að eyðileggja vinsældir
bóka þinna í hópi 900.000. \
000 lesenda og vinsældir
sjálfs þín um leið). En vin- '
ir þinir vita hvers virði hið
samvizkulausa óráðshj al
útvarpsstöðvarinnar er; J
við trúum þvi ekki aö þú
viljir reyna að réttlætaj
þetta siðasta skref þitt, i
sem í sjálfu sér er einka-1
mál þitt, með því að ráð-
ast jafn ákaflega og The
Voice of America sýnist
gegn öllu því er þú hefur
viðurkennt, barizt fyrir og
varið í bókum þínum, ræð-
um og bréfum hingaö til.
Vercors, íormaður þjóð-
nefndar franskra rithöf-
unda, var hér fyrir
skemmstu. AÖ sjálfsögðu
þekkir þú hann, að minnsta
kosti af bókum hans og
greinum. Hann stóö fram-
arlega í frönsku and-
spyrnuhreyfingunni, hann
er snjall listamaður og
fjarri því að vera kommún-
isti. Hann heimsótti mig,
og við ræddum saman allt
kvöldið og fram eftir nóttu.
AÖ lokum gafst Júlía upp
og fór í háttinn, en við
þraukuðum enn. Auðvitað
vorum við ósammála í
mörgum atriðum, en engu
að isíður vorum við vinir
eftir sem áður því að við
fundum báðir að meginatr-
iðið er nú að styrkja tengsl
rithöfunda í austri og
vestri. Og þetta verður ekki
gert með nöldri og gagn-
kvæmum ásökifnum — sem
aðeins veldur höfuðverk og
veitir óviðkomandi fólki
illgirnislega ánægju —
heldur með rólegum oQ
köldum umræðum. Og auð-
vitað áttum við samstöðu
varðandi meginmarkið,
frið, sem er jafn nauðsyn-
legur austri og vestri,
hægrisinnuðum og vinstri-
sinnuðum, kaþólskum
mönnum eins og Vercors
og guðleysingjum eins og
mér.
Ég rifja upp þessa heim-
sókn Vercors (kæri Ho-
ward minn) vegna þess að.
mér liggur þetta á hjarta:
Margir vina minna úr hópi
rithöfunda eru ekkt
kommúnistar, sumir fylgja
jafnvel íhaldssömum flokk-
um að mínu viti. En ólík
viðhorf við lífinu, ólíkae
hugmyndir um framtíðina
hindra á hinn bóginn ekkí
vináttu okkar, .þindra ekki
í að skrifast á, heimsækja
hverjir aðra og skiptast á
skoðunum um lífið og bók-
menntirnar. En meðal þess-
ara vina minna er ekki einn
einasti sem blæs að glóðum
kalda stríðsins.
Ég veit þú skilur mig og
ert mér sammála að þessu
leyti. Ég man með hversu
mikilli ást og stolti þú tal-
aðir um landa þína þegar
við hittumst og hversu bit-
ur (hneykslaður) þú varst
í garð blaðamannanng sem
hugsunarlaust og ábyrgðar-
laust (ástæðulaust) sví-
virða allt sem þjóð þinni
er heilagt , niðurlægjá
afrek hennar og óvirða
þjóðarstolt hennar og þjóð-
fánann. Ég var þér fyllilega
sammála og vitnaði í orð
þín í „Dagbókum frá Amer-
iku“. í þeirri bók gerði ég
mitt bezta til að forðast a&
særa ameríska lesendur á.
nokkurn hátt með fljót-
færnislegum dómum eða
yfirborðslegum skoðunum.
Það vill svo til að ég sendá.
þér eintak af bókinni fyrir
löngu svo þú getur sjálfue
dæmt um þetta (ef þér sýn-
ist svo). Ég held þesa
vegna, Howard, að ég eigi
rétt á að vænta sambæri-
legrar tillitssemi frá þér
En hvað snertir bækur
þínar hefur útvarpsstöð-
inni ekki tekizt, þrátt fyrir
hinar œðisgengnu ásakani>”
(allar tilraunir) sínar, aé
hrinda þeim úr þeim heið-
urssessi sem þœr skipa f
framsœknum bókmenntum
(að skaða þær). Tímarit
okkar og bókaútgefendue
færa lesendum (fullorðn-
um og börnum) þær eftlr
sem áður. (Einkum) hefue
„Lola Gregg“ sem er ný-
útkomin á rússnesku eins
og ég sagði þér i bréfi mínu
frá 15. febrúar (sem þú
hefur líklega fengið þegar)
tekið að vinna sér miklar
vinsældir lesenda.
Jæja, (kæri) Howard,
þannig horfa málin við. Hér
eftir sem hingað til mun ég
hlakka til að fá bréf þín
því ég trúi því staðfastlega
að við báðir getum gert
margt (sameiginlega) í
(hinni þýðingarmiklu) bar-
(Framhald á 8. sítteu)